Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. ágúst 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÖLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.).
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkrókl vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÖLI G. JÓHANNSSON,
ÖSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Tökum jullt tillit
til aðstœðna
Verslunarmannahelgin,
mesta ferðahelgi ársins,
fer í hönd. Upphaflega átti
þessi helgi að vera fríhelgi
verslunarfólks en í áranna
rás hefur hún breyst í að
vera fríhelgi nær alls vinn-
andi fólks, tilvalin til ferða-
laga og útiveru þar sem
hana ber upp á hásumar.
Unglingarnir halda margir
hverjir á útihátíðir um
helgina, jafnt skipulagðar
sem óskipulagðar, margt
fjölskyldufólk í tjöld eða
sumarbústaði og ferða-
langarnir til fjalla og
óbyggða.
Á undanförnum árum
hefur það sýnt sig að
umgengni ferðamanna um
landið er verulegt áhyggju-
efni, ekki síst um þessa
miklu ferðahelgi. Við-
skilnaður samkomugesta á
mörgum útihátíðunum er
oft á tíðum hrikalegur, sér-
staklega þar sem ekki er
um skipulagt samkomu-
hald að ræða og þar af leið-
andi ekki krafist aðgangs-
eyris til að kosta löggæslu
og lágmarksumhirðu
svæðisins. Það er mikils
um vert að fólk umgangist
landið sitt með virðingu og
aðgætni og gangi vel um í
hvívetna. Þetta á ekki hvað
síst við í óbyggðum lands-
ins þar sem hirðuleysi eða
óvarkárni í umgengni get-
ur valdið óbætanlegu tjóni.
Omögulegt er að áætla
hversu margir bílar verða á
ferðinni um þjóðvegi
landsins um helgina. Þó
má fastlega gera ráð fyrir
mjög miklum umferðar-
þunga, 100-130 þúsund
bifreiðum. Á fjölförnustu
vegum landsins má því
gera ráð fyrir látlausum
straumi bíla nær alla helg-
ina, með öllum þeim hætt-
um sem mikilli umferð
fylgir. Það er því full
ástæða til að hvetja alla
ökumenn til að sýna sér-
staka aðgæslu í akstri
þessa helgi og taka fullt til-
lit til aðstæðna. Sú sorg-
lega staðreynd að tveir
einstaklingar að meðaltali
láta lífið í umferðarslysum
hér á landi í hverjum mán-
uði, auk þess sem sex til
sjö hljóta meiri og minni
meiðsl og stundum ævi-
löng örkuml, ætti að vera
hverjum og einum næg
áminning um að fara sér að
engu óðslega. Hér reynir á
að ökumenn virði þá meg-
inreglu, sem lögreglan
brýnir fyrir ökumönnum,
að aka eftir aðstæðum og
sýna fyllstu tillitssemi í
akstri. Af gefnu tilefni er
einnig sérstök ástæða til
að vara fólk við að aka bíl
eftir að það hefur neytt
áfengis, enda hafa akstur
og áfengi aldrei átt
minnstu samleið. Með
þeim orðum biður Dagur
ferðafólki fararheilla í
umferðinni með ósk um
ánægjulegt ferðalag og
örugga heimkomu. BB.
til umhugsunar
Hvað er að gerast í Evrópu?
Hinn frjálsi heimur liefur að undanförnu vart haft undan
að fagna hruni þeirra ófrelsismúra sem stjórnarfar komm-
únista leiddi af sér. Austur-Evrópa braut hlekkina á
skemmri tíma en nokkurn gat órað fyrir. Sovétmenn reyna
nú allt hvað þeir geta að laga stjórnarhætti að vestrænum
hugmyndum. Kosningar í Nigaragua felldu marxistann
Daníel Ortega úr forsetastólnum. Óeirðir hafa orðið og
landflótti blossað upp í Albaníu, lokaðasta landi jarðar til
margra ára og vart verður séð að þær endi á annan veg en
harðlínumennirnir missi valdataumana. Fídel Castró,
átrúnaðargoð margra kommúnista á Vesturlöndum, virðist
nú eiga í vök að verjast eftir að ríkin í austri drógu úr
framfærslufé til Cubu. Japanir vilja veita Kínverjum mikil
peningalán til efnahagsumbóta í landi morgunroðans.
Varla er sú hugsun sprottin af góðmennskunni einni heldur
til að aukin framleiðsla og viðskiptalíf grafi undan stjórn-
arháttum hinna marxísku gamalmenna áður en yngri kyn-
slóðir verði að grafa þá sjálfa. Það hriktir í stjórnarháttum
í Norður-Kóreu og spyrja má hvað gerist ef stjórn suður-
hluta landsins opnar landamærin upp á gátt og vestræn
Asíuáhrif taka að streyma í norður. Verður þar annað
Berlínarmúrsfall á einu ári? Víetnamar eru að gefast upp,
einangraðir og lítils metnir á alþjóðavettvangi.
Einræði - aldrei sameinað fólk
Fyrir nokkru líkti talsmaður Afríku álfunni við gamla
skorpna kerlingarskrukku, sem enginn vill líta við þegar
brúðurin Austur-Evrópa birtist að járntjaldinu föllnu því
hann óttaðist að efnahagsaðstoð vestrænna ríkja hyrfi
þangað. Þótt Austur-Evrópa sé ekki rík af heimanmundi
er hún álitleg þegar hún hefur verið klædd úr gömlum
slitnum görmum, böðuð eftir áratuga skítaustur úreltra
framleiðsluhátta, og gefið tækifæri til að vinna fyrir sér á
eðlilegan hátt. En Afríka er það einnig. Afríka þarf ekki
að skammast sín fyrir náttúrulega fátækt. Hún er vel stað-
sett á jarðarkúlunni og ætti mannlíf þar að geta þróast í
takt við hugmyndir og tækni nýrra tíma eins og annars
staðar.
Vandi Afríku er fyrst og fremst stjórnarfarslegs eðlis.
Einsflokks stjórnkerfi er við líði í flestum ríkjum álfunnar
hvort sem það styðst við marxisma, íslam eða aðrar hug-
myndir um valdníðslu. Nauðsyn þess hefur verið skýrð á
þann hátt að öðruvísi verði átökum milli ættflokka ekki
haldið í skefjum. í því sambandi má minna á að mörg
núverandi landamæri Afríkuríkja voru dregin með reglu-
striku evrópskra nýlendueigenda og ættflokkar því ekki
haft tækifæri til að þróa þjóðfélög á nútíma vísu. Einræðis-
stjórnir hafa fremur aukið á deilur, átök og styrjaldir ætt-
flokka og þjóðarbrota en dregið úr þeim. Úreltir stjórnar-
hættir, sem í mörgum tilfellum hafa aldrei gengið upp,
valda því að nútíma þróun og framfarir hafa farið hjá garði
margra Afríkuríkja. Hin gamla, skorpna kerlingar-
skrukka, sem enginn vill líta við, er ekki heimsálfan sem
rís úr hafi um miðbik jarðar. Hún er vofa einræðisins, sem
hefur gengið ljósum logum yfir Afríku og bægt framþróun
í burt.
Vestur Evrópa - í átt til ófrelsis?
Á meðan íbúar Vestur-Evrópu fagna fengnu frelsi með-
bræðra í austri og annars staðar þar sem múrar ógnar-
stjórna hrynja, sitja stjórnmálamenn þessara landa og
ræða um hvernig þeir megi afsala sér ákvörðunarrétti eigin
mála í hendur sameiginlegrar yfirþjóðstjórnar. Hvernig
Evrópa geti orðið að eins konar Bandaríkjum þar sem
gömlu þjóðirnar verða fylki með ákvörðunarvald í sumum
innri málum. Vart er þó hægt að líkja hugmyndum um
Bandaríki Evrópu við alræði kommúnista þar sem við-
skipti eru af hinu vonda og hver einstaklingur eins og tann-
hjól í klukkuverki eða einræði sem stjórnast af persónuleg-
um duttlungum misviturra einstaklinga sem eiga mikið af
mönnum undir vopnum.
Sameining Evrópu á að eiga sér stað í nafni markaðs-
hyggju og viðskiptafrelsis. Hörðustu talsmenn sameining-
arinnar telja að markaðurinn geti yfirstigið flestar hindran-
ir. Hann yfirstigi meðal annars landamæri, þjóðerni,
venjur, mismúnandi tungumál og mannlegar tilfinningar.
Viðskipti á samkeppnismarkaði geta yfirstigið ýmis vanda-
mál mannlegra samskipta en hins vegar vaknar sú spurning
hvort samræði eins og rætt er um í Vestur-Evrópu geti
brúað þau mörgu bil sem raunverulega eru milli þjóða
álfunnar og eru að koma betur og betur í ljós þessa dag-
ana. Sú spurning vaknar einnig hvort framverðir Evrópu
stefni nú til ófrelsis þjóða þrátt fyrir góðan ásetning um af
efla og styrkja þetta miðbik á Norðurhvelinu.
Bandaríkin - Sovétríkin - Evrópa
- ólíkur uppruni
Bandaríkin eru land innflytjenda. Þótt fólk af mörgu þjóð-
erni byggi suðurhluta Norður-Ameríku á ekkert af því
upprunnalegar rætur þar utan indíánar. Þó hefur samein-
ing þessara ólíku þjóðarbrota ekki gengið átakalaust fyrir
sig og nægir að nefna baráttu milli svartra manna og hvítra
í því sambandi. íbúar Bandaríkjanna tala hins vegar sama
tungumálið. Það er vaflaust eitt meginatriði þess að þeir
eru ein þjóð í dag. Það þarf ekki lengra en norður fyrir
landamærin, til Kanada, þar sem kanadíska ríkjasam-
steypan riðar til falls vegna deilna um tungumál og þjóðar-
Eftir Þórð Ingimarsson.
siði milli norrænna og engilsaxneskra annars vegar en
franskættaðra hins vegar.
Sovétríkin eru ríkjasamband heimaættaðra þjóða sem
voru knúðar í eina sæng eftir byltinguna 1917. Margar
þessara þjóða hafa aldrei sætt sig við hin sameiginlegu
yfirráð frá Moskvu og gætir þess strax og slakað er á kló
harðstjórnar og hervalds. Ótrúlegt má telja að Sovétríkin
verði eitt ríki í framtíðinni, fremur laustengt ríkjasamband
og trúlega taka einhver ríki upp fullt sjálfsstæði. Þar fara
Eystrasaltslöndin, nágrannar hinnar nýfrjálsu Austur-Evr-
ópu og Norðurlanda í broddi fyikingar.
Efnahagslegir yfírburðir - yfírstjórn
Ef litið er á uppbyggingu þjóða Evrópu eru aðstæður til
sameiningar þeirra afar óhagstæðar. Heimshlutinn telur
yfir 20 þjóðríki eftir því hvað stór hluti Austur-Evrópu er
talinn með. Hver þjóð talar sitt tungumál og sums staðar
eru fleiri en eitt mál við lýði. Flest þessara tungumála eru
það ólík að fólk frá einu málsvæði skilur ekki önnur án
sérstaks náms. Sögulegar hefðir, þjóðerniseinkenni og
venjur eru á margan hátt ólíkar. Þjóðernisrembingur heyr-
ir síður en svo fortíðinni til. Eftir því sem lengra líður á
viðræður Evrópuríkja um efnahagsbandalagið koma sér-
einkenni þjóðanna betur í ljós. Einnig vilji til að vernda
allskyns hagsmuni. Fræg er fundargjörð bresku ríkisstjórn-
arinnar um einkenni og lundarfar Þjóðverja, er lak til fjöl-
miðla fyrr á þessu sumri. Einnig ummæli fráfarandi við-
skiptaráðherra Breta. Svisslendingar vilja flest þiggja en
lítið á móti leggja. Svo virðist ætla að verða um fleiri.
Efnahagslegir yfirburðir Þýskalands eru augljósir, einnig
tilburðir vestur-þýska kanslarans til að verða herra álfunn-
ar. Það er því til umhugsunar hvað sé að gerast í Evrópu.
Geta þjóðirnar þróað og náð samkomulagi um frjáls og
hagstæð viðskipti án þess að skerða sjálfstæði þjóðríkj-
anna að meira eða minna leyti. Takist slíkt er það af hinu
góða. Sameining hinnar mislitu hjarðar undir eina yfir-
stjórn er ekki einungis illframkvæmanleg heldur er hún
tímaskekkja í ljósi þess að margar þjóðir heims fagna nú
frelsi eftir margra ára ok valds og kúgunar. Sameining
ólíkra og sjálfstæðra þjóða er jafnt ónauðsynleg hvort sem
hún er gerð í nafni sósíalisma, markaðshyggju eða ein-
hvers annars pappírsisma. Slík sameining á í sjálfu sér
ekkert skylt við frjáls og eðlileg viðskiptasjónarmið.