Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 5
HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Islenskir hestar á erlendri grund Fátt er meira virði fyrir fámenna þjóð en verðugir fulltrúar sem eru landi og þjóð til sóma á erlendri grund. Fulltrúar sem tekið er eftir, vekja athygli og aðdáun og festast í minni þeirra sem þá sjá eða hitta. Fulltrúar sem verða til þess að þeir sem kynnast þeim vilja fá „meira að heyra“ af sögueyj- unni í norðri. Ef til vill skiljum við þetta betur nú en nokkru sinni fyrr, sökum þess hve glæsilegir fulltrúar hafa unnið þjóðinni gagn á síðustu árum. Forsetinn okkar hefur af atorku og myndugleika unnið fyrir þjóðina á þessum vett- vangi, hennar heillandi persónuleiki er ómetanlegur. Fegurðardrottningar, skákmeistarar, kraftajötnar og hand- knattleiksmenn hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. Þrátt fyrir það hafa fáir viðburðir á íslandi leitt jafn fjölmennan hóp erlendra gesta til landsins eins og nýliðið Landsmót hesta- manna á Vindheimamelum. Það er vert að vekja athygli á því að íslenski hesturinn er einn þeirra fulltrúa íslands á erlendri grund sem vekur athygli og aðdáun. íslenski hesturinn er mikil landkynning Það er ekki aðeins á Landsmóts- ári sem fólk víðsvegar að úr heiminum leggur leið sína til íslands vegna þess að það hefur kynnst íslenskum hestum. Sífellt stærri hópur ferðamanna kemur hingað á hverju ári einmitt vegna landkynningar þessa ferfætta full- trúa. Það er svo okkar íslendinga að spila sem best úr þeirri land- kynningu sem íslenski hesturinn er. Er það ekki ótrúlegt áhuga- leysi og skammsýni að við skul- um ekki hafa sjálf veg og vanda af kynningu íslenskra hesta á stærstu hestasýningu heims Equitana í Pýskalandi? Hingað til hafa Pjóðverjar séð um kynn- ingu íslenskra hesta á sýning- unni. Útflutningur hrossa Nú þegar aukabúgreinarnar bregðast hver af annarri ættu íslenskir bændur og ráðamenn þjóðarinnar að átta sig á því hví- líkt tækifæri íslenski hesturinn getur verið. Þar er ekki aðeins um útflutning hrossa að ræða því þeir sem hafa kynnst íslenska hestinum fá aukinn áhuga á ís- landi og öllu því sem íslenskt er. Árið 1989 voru flutt út 1019 hross; árið áður voru útflutt hross 700; aukningin milli ára er um 45.5%. Mest eftirspurn er eftir meðfærilegum reiðhestum, tölt- urum sem eru skapgóðir, viljugir og gallalausir. Eigendur íslenskra hesta erlendis Útbreiðsla íslenskra hesta er ótrúlega ör og sá hópur fólks sem tengist þeim stækkar jafnt og þétt. í Vestur-Þýskalandi einu eiga um 10.000 manns íslenska hesta. Á síðasta Evrópumóti eða Heimsmeistaramóti íslenskra hesta, sem haldið var í Dan- mörku, mættu til leiks keppnis- sveitir frá 13 þjóðum. Eigendur íslenskra hesta erlendis hafa stofnað íslandshestafélög í sínum löndum. Er þetta ekki fólk sem við þurfum að ná til? Gæti ekki verið að þetta fólk kysi að hafa á sínu heimili íslenska listmuni, tönlist, bækur og ullar- og skinna- vörur? Er ekki líklegt að einmitt þetta fólk mundi vilja bjóða gest- um sínum upp á íslenskan mat og drykk? Væri ekki hugsanlegt að íslensk söðlasmíði gæti staðið með svo miklum blóma að sjálf- sagt þætti að kaupa íslensk reið- tygi handa íslenskum hestum, íslenskar skeifur, hófhlífar og ullarábreiður? Er það ekki okkar að bjóða upp á fræðsluefni um íslenska hestinn fyrir aðrar þjóðir hvort sem um er að ræða bækur, kennslumyndbönd eða tímarit? Er ekki hægt að leggja fjármagn í að byggja upp ýmislegt fleira á íslandi en stóriðju? Aukinn áhugi á hesta- mennsku um allan heim Meðal þjóða hins vestræna heims hefur vinnutími fólks styst sam- hliða aukinni velmegun. Þegar vinnutími styttist hlýtur það jafn- framt að þýða að frístundir verða fleiri. íbúar jarðarinnar eru smátt og smátt að átta sig á því að mað- urinn er hluti náttúrunnar. í tæknivæddu þjóðfélaginu verður þörfin til að njóta snertingar við Glæsileg landkynning!!! Átta íslenskir knapar klæddir fallegum búningi í fánalitunum með íslenska og bandaríska fána. Þeir sitja íslenska gæðinga í Madison Square Garden í New York. Þessi sýning var í nóvember árið 1986 og var 103. alþjóðlega hestasýningin og keppnin sem haldin var í þessari geysi stóru og glæsilegu höll. íslenskra hesta scm tók þátt í hátíð- til að flytja þangað íslenska hesta. íslenskir hestar hafa nú þegar vakið athygli austan járntjalds. Hestamenn í Austur-Þýskalandi og Júgóslavíu eru að undirbúa kaup á íslenskum hrossum. íslandshestafélagið á Bret- landseyjum hélt sitt fyrsta hesta- mót nú í sumar. íslenskir hestar hafa nýlega numið land á írlandi. Alþjóðleg mót íslenskra hesta Ýmis alþjóðleg mót fara fram auk Heimsmeistarmótanna. Má þar til dæmis nefna Norðurlanda- mót í hestaíþróttum sem haldið er nú 2.-5. ágúst í Vilhelmsborg í Danmörku. Sem kunnugt er hef- ur hinn nýi landsliðseinvaldur í hestafþróttum, Sigurbjörn Bárð- arson, valið níu knapa til að keppa fyrir íslands hönd á mót- inu. Auk þess má nefna Benelux- mótið og Alpencupmótið. VRP alþjóðlegur félagsskapur skeiðreiðarmanna mun svo halda sitt árlega skeiðmót í haust. Islenskir hestar á Islendingadaginn í Gimli Vestur-Íslendingar búsettir í Winnipeg fluttu 1989 út nokkra íslenska hesta meðal annars vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda á hundrað ára afmæli íslendinga- dagsins sem haldinn er í Gimli. En eins og okkur íslendingum er minnistætt var mikið um dýrðir í Gimli síðast liðið sumar af þessu tilefni. Settar voru upp sérstakar sýningar þar sem íslenski hestur- inn var kynntur og sýndur. Há- punktur hátíðarhaldanna var skrúðganga ótal sýningarflokka um götur Gimli. Talið er að um 15.000 manns hafi horft á skrúð- gönguna. Sýningarflokkarnir sem tóku þátt í skrúðgöngunni kepptu til verðlauna, þar var dæmt eftir undirtektum áhorf- enda. Átta íslenskir hestar tóku þátt í skrúðgöngunni og er skemmst frá því að segja að þeir unnu fyrstu verðlaun. Heimildir: Eiðfaxi 5.3 6 tbl. 1990. Eitt hundrað ára afmæli íslendingadagsins í Giinli í Kanada. Sýningarílokkur arhöldunum. Evrópumót í Danmörku 1989, Bernd ara í tölti. hana sífellt meira áberandi. Ein- mitt þess vegna nýtur hesta- mennska meiri og meiri vinsælda sem tómstundaiðja og íþrótt. Hestamennska er t.d. næst fjöl- mennasta íþróttagreinin í Sví- þjóð meðal yngra fólks, næst á eftir knattspyrnu. Það er um- hugsunarvert að hér á landi er meirihluti þeirra sem stunda hestaíþróttir karlmenn en erlend- is er það kvenfólkið sem hefur vinninginn. í Svíþjóð eru 90% hestaíþróttamanna undir 25 ára aldri konur. íslenski hesturinn er kjörinn fjölskylduhestur. Kostir hans koma vel í ljós þegar riðið er um fjölbreytt landslag. Hann hentar því vel fyrir þá sem vilja tengjast náttúrufini, miklu betur en ýmis önnur hestakyn. Hestakyn sem e.t.v. eru notuð fyrst og fremst á hringvöllum, kappreiðabrautum eða í reiðhöllum. Islenski hestur- inn býr auk þess yfir ótal kostum sem verða til þess að hann verður fyrir valinu frekar en önnur hestakyn í mörgum tilfellum. FEIF - Evrópumót - Heimsmeistaramót Fyrsta Evrópumót íslenskra hesta var haldið í Aegidienberg Vith frá Þýskalandi á Rauð, sigurveg- skammt suður af Bonn árið 1970. Evrópumótið sem haldið var í Danmörku árið 1989 var það tíunda í röðinni. Það mót var af mörgum kallað Heimsmeistara- mót enda þátttakendur víðar að en frá Evrópu. Ákveðið hefur verið að næsta mót nefnist Heimsmeistarmót. FEIF, sem eru alþjólegsamtök íslandshesta- eigenda, fela einni þeirra þjóða sem aðild eiga að samtökunum framkvæmd mótsins hverju sinni. Á vegum FEIF hafa komist á unglingaskipti milli aðildarland- anna og unglingabúðir hafa verið starfræktar. Töltarar í Heimsmeta- bók Guiness Félagar í íslandshestafélagi Hol- lands settu heimsmet síðastliðið haust. Þeir riðu 103 íslenskum hestum hlið við hlið á tölti eftir ströndinni norðan við Amster- dam. Sennilega verður metið skráð í Heimsmetabók Guiness. Nyrsta hestamanna- félag í heimi Á Longyerby á Svalbarða starfar nyrsta hestamannafélag í heimi. Félagar í því hafa nú fengið leyfi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.