Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. ágúst 1990 - DAGUR - 13 poppsíðan Ekki er frægðin fyrirhafnarlaus: Ýmislegt gengur á hjá Madonnu Ekki er beint hægt að segja að logn ríki þar sem hin ókrýnda drottning vinsældapoppsins Madonna er annars vegar, að minnsta kosti rikir ekki logn hjá henni þessa dagana. Þannig er mál með vexti að unglingsstrákur að nafni Keith Sorrentino hefur stefnt söngkonunni fyrir rétt og krafist hálfrar milljónar dollara í skaöabætur vegna líkamsárás- ar. Átti atvikiö sér stað fyrir rúm- um tveimur árum fyrir utan íbúð Madonnu í New York og segist Sorrentino svo frá að er hann bað söhgkonuna vinsamlegast að leyfa sér að taka mynd af henni hafi hún gripið hann kverk- taki og síðan hrint sér harkalega í götuna. Eftir þessa slæmu við- kynningu af Madonnu segist drengurinn síðan þjást af sífelld- um martröðum og öðrum vægast sagt óþægilegum kvillum á nótt- unni. Viðbrögð Madonnu við þessum ákærum eru á hinn bóg- inn þau að hún hefur á móti stefnt systur Keith Sorrentino, Darlene, og sakað hana um að hafa í gegnum árin abbast upp á sig með allskonar óhróðri og það hafi í raun veriö Darlene að kenna að bróðir hennar hafi orðið fyrir barðinu á sér því hún hafi með brögðum komist að heimilis- fangi sínu í gegn um einn um- boðsmann hennar. Ekki er Ijóst hverjar lyktir þessa máls verða en Madonnu er gert að mæta fyr- ir dómara eigi síðar en í lok októ- ber og þá munu hlutirnir væntan- lega skýrast. Annars er það að öðru leyti af Prímadonnunni að segja að hún hefur verið á far- aldsfæti að undanförnu og haldið tónleika víðsvegar um Bandarík- in og nú síðast var hún með þrenna tónleika í London. Þrátt fyrir áður greinda samskiptaerfið- leika við aðdáendur sína virðist Madonna bera eitthvert kærleiks- þel til annarra því hún gerði sér lítið fyrir og gaf allan hagnað af síðustu tónleikunum til forvarna- starfs gegn alnæmi sjúkdómn- um. Hitt og þetta The Heart Throbs á safnplötu með sykurmolunum. Bob Dylan Nýja platan hans Bob Dylan er nú í sjónmáli en áætlaður útgáfu- dagur er sautjándi september. Eins og Poppsíðan hefur greint frá áður þá unnu „gítarbræðurnir“ Jimmie og Steve Ray Vaughan með Dylan við gerð plötunnar og þá mun fjöldi annarra tónlistar- manna eins og Elton John, George Harrison, David Crosby og Slash úr Guns ’N’ fíoses koma við sögu á plötunni. Mun hún heita Under The fíed Sky og er að sögn þeirra sem nú þegar hafa heyrt hana mun rokkaðari en sú síðasta Oh Mercy. Prince Hin konunglega ótukt Prince er nú nýbúinn að senda frá sér nýtt smáskífulag undir nafninu Tvivies in the Temple sem tekið er af hans nýjustu plötu The Graffiti Bridge sem kemur út þann tuttug- asta þessa mánaðar. Er tónlistin á plötunni tekin úr nýrri bíómynd sem ber sama nafn og platan og Prince hefur verið að vinna að á síðustu mánuðum eins og áður hefur komið fram hér á Poppsíð- unni. lan Gillan með nýja plötu. New Kids On The Block Unglingahljómsveitin NewKidsOn The Block sem örugglega er ein vinsælasta hljómsveit sinnar teg- undar sem um getur, hefur stefnt litlu útgáfufyrirtæki sem sérhæft hefur sig í gerö grínteiknimynda- sagna um hinar ýmsu stjörnur poppsins. Er fyrirtækið ásakað um að hafa brotið reglur um höfundarrétt og reglur um vöru- merki með útgáfu á teiknimynda- sögu um NKOTB. Þessi málssókn hefur ekki vakið neina sérstaka hrifningu meðal innanbúðar- manna í bandarfsku viðskiptalífi því þótt hljómsveitin sé nýbúin að gera sérstakan samning viö annað fyrirtæki um slíka útgáfu þá snúist málið í raun ekki um að banna öðrum að nota nafn henn- ar heldur að valda útgáfu- fyrirtækinu sem mestum fjár- hagslegum skaða og þ.a.l. muni stefnan ekki ná fram að ganga. Tom Petty Nýútkomið er myndband með Tom Petty sem geymir ein fimm lög af metsöluplötu hans Full Moon Fever en hún seldist í um þremur milljónum eintaka. Það er annars af Petty af frétta að hann er að vinna af fullum krafti að nýju Traveling Wilburys plötunni með félögum sínum í þeirri hljómsveit og síðan er hann að semja tvö ný lög sem verða ásamt hans frægustu eldri lögum á safnplötu sem koma mun út innan skamms. Plötupunktar lan Gillan sem snemma á þessu ári hætti í annað sinn sem söngvari Deep Purple hefur sent frá sér nýja sólóplötu og kallast hún Naked Thunder. Sú ágæta skoska nýbylgju- hljómsveit Jesus And Mary Chain sendir bráðlega frá sér fjögurra laga EP plötu og mun hún geyma útgáfu af laginu hans Leonard Cohen Tower of Song. Útgáfufyrirtæki Sykurmolanna í Bretlandi, One Little Indian, er nýbúið að gefa út tvöfalda safnp- lötu með öllum helstu hljómsveit- unum sínum og eru þar auk Syk- urmolanna sveitir eins og The Heart Throbs, The Shamen og Pop- Ingjays. Hin ágæta nýrokksveit Gene Loves Jezebei sem semt hefur frá sér dágóðar plötur eins og Dis- cover og The House of Dolls er nú komin með nýja plötu sem nefn- ist Kiss of Love. Únnendur þung- arokksins ( hraðari kantinum geta aldeilis verið kátir því þrjár af stærri sveitunum í þeirri deild eru að koma með nýjar skífur á næstu vilum. Eru það Suicidal Tendencies með Lights camera Revolution, (reyndar komin út) Slayer með Seasons in The Abyss og Testament með Soul in Black. Madonna er engum lík. Bílasalan Dalsbraut auglýsir Höfum til sölu Toyota Carina liftback, ’89, ekin 22 þús. Toyota Camry st., ’89, ekin 14 þús. Toyota Corolla Sedan, ’86, ekin 36 þús. Toyota Landcruiser, ’88, dísel, ekin 79 þús. Honda Shuttle, ’87, ekin 36 þús. Honda Accord EX, ’85, ekin 50 þús. Colt GLX, ’88, ekinn 59 þús. Lada 1600, ’88, ekin 31 þús. Skoda Favorite 136, ’89, ekinn 6 þús. Mazda Pic-up 4x4, ’89, ekin 17 þús. Mazda 626 2000, ’88, ekin 20 þús. Vantar allar tegundir bíla á söluskrá Góður innisalur, ekkert innigjald S. 11300-11301-11302 Slys gera ekki boð á undan sér! st ÚUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.