Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. ágúst 1990 matarkrókur Roar Kvam tilreiðir lambakjöt í káli og súkkulaðiköku - skorar á Þráin Karlsson Það er Roar Kvam, tónlist- arkennari með meiru, sem ber á borð ýmislegt góðgæti í matarkróknum að þessu sinni. Það er tvennt sem Roar leggur til, í fyrsta lagi rétt úr lambaketi, sem land- inn getur keypt á lágmarks- verði um þessar mundir, og í öðru lagi súkkulaðiköku sem heitir Súkkulaði pabba- kaka. Það mun örugglega enginn sjá eftir því að reyna þessar uppskriftir og við hefjum leikinn á lambinu. Lamb í káli (fár i kal) fyrir fjóra ca. 750 g súpukjöt 2 msk hveiti 4 dl vatn '/2 msk salt 10 piparkorn 1 lárviðarlauf ca. 1 kg hvítkál steinselja. Kjötið er soðið í u.þ.b. 45 mín. Hrært upp í pottinum. Kálið er skorið í stóra báta og kjöt og kál sett í lögum í pottinn. Salti og hveiti er stráð í milli. Vatn- inu er síðan hellt yfir og lárvið- arlaufið og piparkornin sett í. Þetta er soðið þar til kjöt og kál er orðið meyrt. Að lokum er saxaðri steinselju stráð yfir og rétturinn borinn fram eins og kjötsúpa. Þetta var ein aðferð Roars til að matreiða lambakjöt og við skul- um næst vinda okkur í að skoða uppskriftina að súkkulaðikök- unni. Súkkulaði pabba-kaka 200 g smjörlíki 250 g sykur 250 g hveiti 3 egg 2 tsk lyftiduft 2 msk kakóduft 1 bréf hakkaðar möndlur 1 tsk vanilludropar 1 dl mjólk Glassúr 2 dl flórsykur 1 msk vatn rauð kokkteilber Smjörlíkið og sykurinn er hrært saman og eggin sett í. Síðan er öllu hinu bætt út í. Bakist við ca. 170 gráður í 45-50 mínútur. Glassúrinn er síðan settur á og kakan skreytt með kokkteil- berjunum. Þá er það komið og vonandi að margir bæti þessum uppskrift- um inn í uppskriftabækur sínar. Roar Kvam er þakkað framlag sitt í þáttinn í dag en í næsta þætti mætir síðan nýr gesta- kokkur og leyfir okkur að kynn- ast leyndardómum sínum í mat- argerðarlist. Roar tilnefndi Þráin Karlsson, leikara, sem arftaka sinn og mun hann mæta til leiks eftir hálfan mánuð. -vs Meðan unglingarnir svalia á útihátíðum er upplagt fyrir fullorðna fólkið að sitja heima og slaka á. Hallfreður Örgumleiðason: Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Nú er verslunarmannahelg- in alræmda runnin upp og hef ég gjarnan á þeim tímamótum beint spjótum mínum að ólifn- aði unglinga. Allar höfuðsynd- irnar safnast saman undir merkjum útihátíða og herja á æsku vora af djöfullegum krafti. Þetta hefur valdið mér árvissum áhyggjum, ég verð að segja það, en þó róaðist ég mjög við að lesa frétt eina í Degi í síðustu viku. Þar full- yrðir félagi ísberg að löggæsla muni verða í lagi í Húnaveri og að fjöldi lögreglumanna fari eftir atvikum. Sannarlega gleðileg tíðindi og ef að líkum lætur verður ekki þverfótað fyrir lögregluþjónum í Húna- veri um helgina miðað við fyrri reynslu. Drykkjuskapur, eitur- lyfjaneysla, ofbeldis- og óhæfuverk af öllum stærðum og gerðum verða án efa í sviðs- ljósinu. Óþrifnaður og skortur á hreinlætisaðstöðu hafa sett blett á útihátíðir en í Húnaveri verður allt í stakast lagi núna enda 26 salerni til reiðu fyrir 6- 8000 gesti, samkvæmt frétt- inni. Verra þótti mér hins veg- ar að lesa að gæslu- og sjúkra- aðstaða verður girt af. Til hvers eru menn að hafa þessa aðstöðu ef enginnf fær aðgang að henni? Það væri nær að girða Stuðmenn af og hleypa þeim ekki út fyrr en þeir greiða virðisaukaskatt og semja gæfu- legri lög en þetta breim sem er spilað tuttugu sinnum á dag í útvarpinu. Verslunarmannahelgin er hvalreki á fjörur fjölmiðlunga í gúrkutíðinni. Fréttir af undir- búningi útihátíða, veðri, umferð, mótshaldi og eftir- köstum fylla fjölmiðlana sem hafa verið rýrir í sumar. Þó hefur nýjasti „bjargvætturinn“ hleypt lífi í þennan heim, sjálf- ur Páll Halldórsson. Hann hef- ur bjargað fjölmiðlungum og séð þeim fyrir fréttum undan- farnar vikur og einnig skapað grundvöll fyrir kaffistofuspjall og magnað andúðina í garð háskólamanna sem þó var ærin fyrir. Vel gert hjá Páli og það á hárréttum tíma. Eftir að ég var teymdur út úr hringiðu mannlífsins og leidd- ur upp að altarinu hefur ímynd verslunarmannahelgarinnar breyst mikið í mínum augum. Nú lít ég á þessa helgi sem uppsprettu friðsældar og afl- - vaka að bættu mannlífi. Uppi- vöðslusamir unglingar streyma burt frá Akureyri og maður fær loksins frið til að fara í kvöldgöngu um bæinn sinn án þess að lemjast á milli óláta- belgja og hnjóta um rænulaus- an æskulýð í Miðbænum. Helgin er hátíð þeirra sem komnir eru til vits og ára og kjósa að dvelja í sinni heima- byggð, fjarri fáránleika vanans sem skipar mönnum út á þjóð- veginn. Kjörorð þjóðarinnar er: Mesta umferðarhelgi ársins. Við þessu gleypa margir og sjá sig knúna til að þeysa út á þjóðveginn og heyja þar grimmilega lifsbaráttu. Mér finnst þetta út í hött og nota allar aðrar helgar frekar til ferðalaga, einmitt vegna þess hve umferðin er mikil um verslunarmannahelgina. Ég vil skora á fjölskyldufólk að gjöra slíkt hið sama og nota mánu- dagsfríið, sem allir nema versl- unarmenn fá, til að dvelja heima í friði og ró. Þannig komast menn hjá skakkaföll- um og skapvonskunni sem fylgir akstri um landið þessa helgi. Hvað unglingana varðar þá finnst mér sjálfsagt að þeir sæki útihátíðir og aðrar skemmtanir um helgina, enda vil ég ekki teljast gamaldags. Það er mikil reynsla og mann- dómsraun sem fylgir því að fara á útihátíð með þrjár flösk- ur af sterku víni og nokkur búnt af smokkum. Hvort tveggja kemur í góðar þarfir og ekki sakar að hafa með sér tjald og eitthvað matarkyns. Síðan er beislinu sleppt og tveggja til þriggja daga ábyrgð- arlaus ölvíma tekur völdin. Sannarlega kærkomin útrás og betra að unglingarnir fái hana úti í náttúrunni undir verndar- væng ísbergs í stað þess að leggja allt í rúst heima hjá sér. Eftir þessa mikilvægu reynslu snúa menn heim, ýmist timbr- aðir, lemstraðir, með rifin föt og ónýt tjöld, jafnvel í járnum, stúlkur með frjóvguð egg sem kennd eru óminnishegranum, en allir segjast hafa skemmt sér vel og bíða með óþreyju eftir næstu verslunarmanna- helgi. Gott mál, svo langt sem það nær, ekki síst ef virðis- aukaskatturinn skilar sér. Þá geta allir unað glaðir við sitt. Loksíns fær maður Mð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.