Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. ágúst 1990 JVd var nei og síðan var það útrætt mál af mimii hálfuu — Mjöll Matthíasdóttir í helgarvlðtali Nýr stórgæslumaður unglinga- reglu Stórstúku íslands tók við í júní á þessu ári. Það sem vakti helst athygli við skiptin var það hve ungur hinn nýskip- aði stórgæslumaður var eða ekki nema 25 ára. Sú heitir Mjöll Matthíasdóttir og er ein- ungis þriðja konan sem sinnir þessu embætti innan Góð- templarareglunnar. Forveri hennar var Kristinn Vilhjálms- son og hefur hann gegnt stór- gæslustarfinu lengi. Mjöll hef- ur verið mjög virk í Góðtempl- arareglunni og á m.a. sæti í stjórn NORDGU, sem eru samtök ungliðahreyfinga í bindindisstarfi á Norðurlönd- um. Dagur ákvað að taka helg- arviðtal við Mjöll, en hvar var hana að finna? I sveitinni. Hún býr nú með Þorgrími Daníels- syni á ættaróðali hans, Tanna- stöðum í Hrútafirði. Síðasta vetur var hún síðan kennari við Laugabakkaskóla í Miðfirði. Sólin skín þegar rennt er í hlað á Tannastöðum. Aldrei verið Þorpari Mjöll er dóttir hjónanna Matthí- asar Gestssonar og Helgu Eiðs- dóttur, á Akureyri, sem bæði hafa starfað við kennslu. Faðir hennar hefur einnig fengist við ýmislegt annað, eins og hestamennsku og ljósmyndun. „Ég er fædd í maí árið 1965 og fyrstu ár mín áttum við heima á Syrði-Brekkunni, en bjuggum síðan niður á Eyri í nokkur ár áður en við fluttum upp á Brekku aftur. Aldrei hef ég búið út í Þorpi svo að Brekkan og Eyrin eru mínar æskuslóðir." Grunnskólanám sitt stundaði Mjöll í Oddeyrarskóla og hélt reyndar áfram tryggð við hann því að hún kenndi þar einn vetur eftir að hafa lokið við stúdentinn í MA. En þótti henni ekkert skrýtið að fara að kenna í skóla þar sem hún hafði verið nemandi sjálf aðeins nokkrum árum áður? Kennurunum þótti það furðulegt „Það var mjög skrýtið að labba þarna út sem nemandi og svo fjórum árum seinna að koma aft- ur inn og vera hinum megin við borðið. Samt held ég að sam- kennurum mínum hafi þótt það enn furðulegra, að fá mig inn í sinn hóp allt í einu. Þeim fannst þetta ábyggilega skrýtið þarna um haustið, en reyndust svo virkilega góðir samstarfsmenn." Mjöll kenndi börnum í fyrsta til sjötta bekk, sumt gömlum skólasystkinum. Eftir þennan vetur sem gekk stórslysalaust fyr- ir sig að sögn Mjallar, fór hún til náms við Kennaraháskólann. Var það hennar draumur í æsku að verða kennari? „Ég veit það ekki, ég velti því mikið fyrir mér áður en ég fór í menntaskóla hvaða stefnu maður ætti að taka í framhaldsnámi. Ýmislegt datt manni í hug að prófa, t.d. Garðyrkjuskólann eða myndlistarskóla, en MA og Kennaraskólinn urðu ofan á.“ Eitt það sem Mjöll fékk í föð- urarf var áhuginn fyrir ljósmynd- un og þar sem við sitjum inni í stofu á Tannastöðum hangir uppi á vegg stór mynd af pattaralegum hundi. Mjöll segir að þetta sé gamall félagi úr sveitinni, en hún kynntist sveitarlífinu strax í æsku þegar hún dvaldist á sumrin hjá móðurbræðrum sínum á Þór- oddsstað í Köldukinn allt fram undir menntaskólaaldurinn, en þá fóru sumrin orðið í það að vinna fyrir sér. „í sex sumur vann ég hjá Útgerðarfélagi Akureyringa svo að segja má að ég hafi kynnt mér undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Þessi sumur var ég flest í orma- og beinatínslu, en einnig var ég í mötuneyti ÚA.“ Kennaraháskólinn og ævifélaginn Árið 1986 flytur Mjöll til Reykja- víkur og hefur nám sitt í Kenn- araháskólanum. Þaðan útskrifast hún síðan 1989 og er þá búin að ná sér í ævifélagann, Þorgrím Daníelsson, son hjónanna Daní- els Daníelssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. „Leiðir okkar Þorgríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Ákureyri, en þar vorum við í sama árgangi svo við vissum af hvort öðru. Síðan hittumst við aftur í Reykjavík og kynntumst þá mun meira. Hann var þar í guðfræðinámi og er enn.“ Tíu ára í stúku Stúkustarfið hefur alltaf loðað við Mjöll, en hvenær voru hennar fyrstu kynni af því? „Tíu ára gömul gekk ég í barna- stúkuna, Samúð, aðallega fyrir tilstilli krakkanna sem ég var með í bekk í Oddeyrarskólanum. Þau voru að fara á þessa barna- stúkufundi og ég skellti mér með. Raunin varð síðan sú að núna fimmtán árum seinna er ég ennþá á kafi í þessu, þó að þau sem voru með mér í upphafi séu nú flest hver horfin út úr stúkustarf- inu. Faðir minn kynntist barna- stúkustarfi sem krakki á Siglu- firði, en var ekki í því þegar ég var að alast upp, þó að núna í seinni tíð sé hann kominn í Góð- templararegluna aftur. Þau for- eldrar mínir voru því hlynnt bindindisstarfi og ég fékk um leið grænt ljós þegar ég bað um leyfi til að fara á þessa fundi sem voru haldnir hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann." Barnastúka er byggð upp með ströngu fundaformi. Fundarstjórn og fundarritun er eitt af því sem allir læra þar og segir Mjöll að í gegnum árin hafi hún lent í því að vera bæði fundarritari og síðan taka við fundarstjórn sem æðsti templari í stúku. Erfitt að vera á sviðinu fyrst Auk fundarskapa og félagsmála- skóla eru í barnastúku oft fyrstu sporin á sviði tekin, ljóð lesin eða leikrit sýnd og það finnst Mjöll vera ómetanleg reynsla sem hún hefur búið að í gegnum tíðina. „Það var erfitt að fara upp á svið fyrst, en þarna í stúkunni fékk maður æfinguna, aftur og aftur og þá fór feimnin að fara af manni. Þetta er að mínu mati eitt af því góða við barnastúkustarf- ið, að þarna fá ungir krakkar þjálfun í þessum hlutum. Bæði að koma fram og standa upp á fundi og halda ræður undir föstu fundarformi. Það þurfa allir ein- hvern tímann á ævinni að svara fyrir sig og allur svona undirbún- ingur kemur þá að góðum not- um. Mörg leikrit voru flutt þegar ég var í barnastúku og ég á margar minningar tengdar þeim. í vetur þegar ég var að kenna í Lauga- bakkaskóla kom það t.d. upp úr kafinu að einn bekkurinn var að æfa leikrit fyrir skólaskemmtun sem ég man eftir síðan í æsku. Ég tók að vísu ekki þátt í því sjálf, en ég sá félaga mína, sem léku í því, ljóslifandi fyrir mér núna fimmtán árum seinna þegar ég horfði á uppfærsluna hjá nem- endum mínum.“ í barnastúkunni á Akureyri var Mjöll undir handleiðslu gæslu- mannanna, Eiríks Sigurðssonar, skólastjóra og rithöfundar. á Akureyri um fjölda ára sem nú er látinn og Sigurðar Flosasonar, yfirkennara, sem enn er að í þessu starfi. „Ég heid að ég megi alveg segja það að þessir menn með sínu starfi og sínum eldmóð hafi orðið til þess að ég sem krakki upphaflega ílengdist í þessu og síðan hefur eitt leitt af öðru og ég er enn í þessu starfi.“ Dauðhræddur busi Samhliða sínu skólanámi var Mjöll allan tímann í stúku. Um fermingu gekk hún í stúku full- orðinna á Akureyri, en starfaði einnig áfram með barnastúkunni allt þar til síðasta vetur. Meðan hún var í menntaskóla var hún aðstoðargæslumaður hjá Sigurði Flosasyni og þegar haldið var suður í kennaranámið var Mjöll strax gripin þar. En var ekki erf- itt að finna tíma fyrir annað félagslíf á þessum árum? „Eg man ekki eftir því að hafa orðið að velja og hafna milli þess að fara að starfa eitthvað fyrir stúkuna eða gera eitthvað annað. í menntaskóla hafði ég nægan tíma til að vera með mínum félögum og taka þátt í félagslíf- inu sem er þar mjög líflegt og skemmtilegt. Þó ég hafi ekki ver- ið alveg á kafi í því, þá fannst mér það vera alveg nóg.“ - Áttu ekki einhverjar skemmtilegar minningar úr MÁ? „Það skiptust náttúrlega á skin og skúrir þar eins og annars staðar. Maður man eftir því að hafa verið dauðhræddur busi að læðast um gangana með hjartað alveg á fullu, bíðandi eftir því að eldri nemendur tækju mann í gegn. Síðan nokkrum árum síðar i að standa í þeim sporum að borga fyrir sig.“ Þegar Mjöll kom suður til Reykjavíkur var hún strax gripin föstum tökum af fólki þar og starfaði bæði með stúku fullorð- inna og hafði umsjón með barna- stúku í Kópavogi. En á hverju byggist stúkustarfið? „Á bindindishugsjóninni, áfengi og tóbaki í barnastúkum og síðan aðallega á áfengi og öðr- um vímuefnum hjá fullorðnum. Þetta með tóbakið er gamall arfur, vegna þess að það kemur inn síðar. Ég held að málið hafi verið það að í gamla daga hafi ekki verið hægt að setja þetta tóbaksbindindi á fullorðna fólkið því að það var svo margt af þessu fólki sem notaði tóbak, þó að það hefði áhuga á öðrum bindindis- málum. Þá vissu menn líka minna um tóbak en þeir vita í dag. Ennþá eru samt gamlir tóbakskarlar innan reglunnar og reykingafólk einnig, en sem bet- ur fer er samt að draga úr þessu öllu samfara minnkandi tóbaks- neyslu í þjóðfélaginu.“ Fækkun í stúkustarfí - Nú hefur þeim fækkað sem taka þátt í stúkustarfi á síðast- liðnum árum, kanntu einhverjar skýringar á því? „Það má sjálfsagt mörgu um kenna, en ef við lítum á barna- stúkurnar sérstaklega þá hafa nokkrar þeirra hreinlega lagst niður, eingöngu vegna þess að gæslumenn vantar. Þetta er unn- ið sem hugsjónastarf og það er alltaf að verða erfiðara að fá fólk í slíkt, krakkarnir virðast aftur á móti alltaf vera tilbúið til að taka þátt í þessu. Hvar sem maður kemur og kynnir stúkustarfið hópast þau að, en það er erfiðara með fullorðna fólkið. Þó að alltaf sé kvartað undan tímaleysi er þetta bara spurning um viðhorf og manni finnst það dálítið skrýt- ið að fullorðið fólk er alveg hlynnt því að börnin þeirra starfi að bindindismálum og vill ekki að þau leiðist út í vímuefnanotk- un. Samt er það ekki tilbúið til að vera fyrirmynd eða gera neitt sjálft í málunum. Tökum bara sem dæmi samtökin Vímulaus æska, sem eru foreldrasamtök, þau telja þúsundir manna, en ég held að því miður sé það raunin að þar starfi aðeins þröngur hóp- ur fólks. Fólk er sem sagt hlynnt þessu og vill að börnin þeirra leiðist ekki út í notkunina, en vill samt ekki gefa neitt fordæmi. Við hverju geta svona foreldrar búist? Ekki neinu öðru en börnin þeirra leiti á nákvæmlega sömu slóðir og þeir gera sjálfir. Börnin gera bara eins og fyrir þeim er haft.“ Detta út um fermingu - Þó að þú sért ekki gömul ertu búin að fylgast með börnum sem byrja í barnastúku og eldast síðan, er ekki töluvert um að það heltist úr lestinni? „Jú, jú, það er mjög mikið um það og sérstaklega í kringum fermingaraldurinn og upp úr, þá detta þau út og hætta starfi í regl- unni. í tengslum við Góðtempl- araregluna sjálfa voru stofnuð samtökin íslenskir ungtemplarar sem starfa sem sjálfstætt félag. Þeir ætluðu að vera á unglinga- stiginu, en þeim hefur heldur ekki tekist að lífga það starf nægilega við. Eins og er stendur mjög lítill hópur að því núna, þó að það hafi gengið í bylgjum. Þessi samtök hafa m.a. unnið með Góðtemplurum að Bindind- ismótinu í Galtalækjarskógi.“ Forgangsverkefni að fínna peninga Góðtemplarareglan skiptist niður í stúkur og á íslandi eru nú skráð- ar um 30 barnastúkur og nokkru færri stúkur fullorðinna. Síðan skiptist þetta upp í hækkandi stig, umdæmisstúkur og Stór- stúka íslands er æðst hér á landi. - Nú ert þú orðin stórgæslu- maður unglingareglunnar. í hverju felst það? „Ég er kosin gæslumaður ásamt stórstúkustiginu, sem þýð- ir það að ég á að hafa umsjón með barnastúkustarfinu yfir landið. Mér til halds og trausts hef ég síðan vel mannaða stjórn unglingareglunnar svo að ég stend nú ekki alveg ein í þessu. Þetta starf getur orðið tíma- frekt og bara spurning um hversu mikla vinnu maður leggur í það, síðan er það eins og í öllum frjálsum félagasamtökum að hafa úr einhverju að spila. Þó að ekki sé kannski mikið gert, þá kostar alltaf eitthvað að halda utan um þetta. Unglingareglan hefur hingað til fengið styrk frá Stór- stúkunni til rekstrar, en nú er fyrirsjáanlegt að hún verður ekki aflögufær næstu árin svo að eitt af mínum forgangsverkefnum er að finna peninga til að eitthvað verði hægt að gera.“ Fjármögnunarleiðir hjá þess- um félagasamtökum eru margvís- legar. Stórstúkan rekur bingó í Reykjavík, gefur út barnablaðið Æskuna og rekur í tengslum við það bókaútgáfu og verslun, Góð- templarareglan á síðan Borgar- bíó á Akureyri. - En hvernig leggst það í Mjöll að stjórna unglingaregl- unni úr Hrútafirðinum? „Ef maður beitir nútímatækni, þá bjóða Póstur og sími upp á allskonar þjónustu, hægt er að hafa samband við fólk símleiðis eða bréfleiðis. Síðan vil ég nú meina að ég sé staðsett nokkuð miðsvæðis. Eg er jafnlengi að aka til Reykjavíkur sem Akureyrar, svo að alltaf nema þessa daga, sem færðin setur strik í reikning- inn, getur maður skroppið til allra átta svo að þetta leggst bara ágætlega í mig.“ Ákveðin í að segja nei - Hefur aldrei hvarflað að þér að hefja neyslu á áfengi? „Aldrei alvarlega, ég var það mikið á kafi í þessu stúkustarfi á unglingsárunum. Það má kannski segja að ég var alltaf sjálf svo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.