Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. ágúst 1990 - DAGUR - 9 ákveðin í því að segja nei við áfengi og var ekki með neina tæpitungu í því máli, nei var nei og síðan var það útrætt mál af minni hálfu. Ég fékk þess vegna fljótlega að vera í friði fyrir þrýst- ingi utanaðkomandi vegna þess hversu harða afstöðu ég tók, en auðvitað hefur í gegnum tíðina, sem unglingur og í menntaskóla, þetta komið fólki sem maður hittir töluvert á óvart að maður segi algjörlega nei við áfengi. Ég lendi ennþá í því að vera boðið áfengi og beðin um að vera með, en af því að ég tók þetta harða afstöðu sem unglingur held ég að ég hafi aldrei lent í þessari alvar- legu pressu sem að krakkar lenda oft í ef þau eru ekki alveg ákveð- in í því hvað þau ætla sér. Þá ganga hinir á lagið og telja þau á að prófa þetta, því að það vilja margir meina það að allir verði að prófa alla hluti. Ég tel mig ekki hafa þurft að prófa þessa hluti á eigin skinni til að vera dómbær um það að segja nei. Mér hefur alveg nægt það að horfa í kringum mig og sjá mína jafnaldra', félaga og kunningja nota áfengi og misnota það og sjá þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér. Reykt hef ég heldur aldrei, enda var ég svo heppin að vera í grunnskóla þegar Krabbameins- félagið rak sinn mikla áróður og í dag er líka vitað það mikið um reykingar að það er svo sem eng- in furða þó það hvarfli ekki að manni að byrja á því.“ Tvímælalaust betra líf - Etlar þú að sitja jafnlengi sem stórgæslumaður og forveri þinn? „Kjörtímabilið er tvö ár og ég ætla mér nú ekki að verða mosagróin í þessu, en alla vega vinn ég að þessu næstu tvö árin. Hvað hægt verður að gera byggist síðan á úr hverju verður að spila peningalega. Halda verður utan um þær stúkur sem eru starfandi og reyna að styrkja þær sem eru veikari. Síðan verður að hafa úti allar klær til að fá fleiri til að starfa að þessu, en starfa að því núna. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjar nýjungar verða.“ - Lokaorð? „Ég vona það að með þessu starfi mínu, geti ég og aðrir sem vinna að bindindismálum, sýnt og sannað það fyrir öðrum að það er alveg hægt að lifa lífinu og sleppa áfengi og öðrum vímuefn- um. Með því að ganga á undan með góðu fordæmi sýnum við að þetta er hægt og hvetjum fleiri til að gera slíkt hið sama. Okkar mat er það að þetta sé tvímæla- laust betra líf og miklu hollara.“ SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.