Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 3
fréffir Laugardagur 4. ágúst 1990 - DAGUR - 3 Skógræktin á Mógilsá: Nýr forstödumaður ráðinn Árni Bragason hefur verið skipaður forstöðumaður Rannsóknastöðvar ríkisins að Mógilsá. Fjórar umsóknir bár- ust um stöðuna. Árni lauk doktorsnámi við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn 1983, með jurta- erfðafræði sem aðalfag og hefur m.a. starfað sem sérfræðingur í jurtakynbótum og frærækt hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Það var Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðarráðherra, sem skipaði Árna í stöðuna og hefur hann þegar tekið til starfa. Eins og kunnugt er hefur Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstöðu- maður, verið ráðinn til sérstakra verkefna við fjármála- og umhverfismálaráðuneyti. -vs með rækjum Ljúffengu rækjupylsurnarfást í næstu matvöruverslun Gómsætar á grillið eða pönnuna KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA Akureyri: notkun vélmenna í fiskiðnaði Menntamálaráðuneytið hefur fyrir miliigöngu Rannsókna- ráðs ríkisins veitt Iðntækni- stofnun 900.000 kr. styrk til þess að standa straum af kostn- aði vegna þátttöku í alþjóðleg- um rannsóknarverkefnum inn- an BRITE/EURAM-áætlunar Evrópubandalagsins. BRITE/EURAM-áætlunin er ein af meginrannsóknaáætlunum EB á sviði iðnaðar og efnistækni. Með samstarfi fyrirtækja, rann- sóknastofnana og háskóla er markmið áætlunarinnar að þróa nýja tækni bæði fyrir nýiðnað og hefðbundinn iðnað sem leitt geti til bættrar samkeppnisstöðu Evr- ópu á alþjóðamarkaði. BRITE/ EURAM byggist á rannsóknum og þróun á vöru og annarri fram- leiðslu allt til undanfara þess að framleiðslan verði samkeppnis- hæf. Styrkféð hyggst Iðntæknistofn- un nota til þess að undirbúa þátt- töku í tveimur BRITE/EURAM verkefnum. Fyrra verkefnið fjall- ar um notkun vélmenna í fiskiðn- aði, einkum hvernig hagnýta má rannsóknir á sjóntækni (vision technology) í sambandi við hönn- un vélmennanna. Hér á landi er Marel samstarfsaðili með Iðn- tæknistofnun í þessu verkefni en náðst hefur samband við háskóla, fyrirtæki og rannsóknastofnanir í Bretlandi, Þýskalandi og Grikk- landi um væntanlega þátttöku í verkefninu. Seinna verkefnið, sem Iðn- tæknistofnun undirbýr í sam- vinnu við ALPAN á Islandi, fæst við rannsóknir á framleiðslu ál- hluta með fargsteypu, með eða án keramikstyrkingar. Tilgangur- inn með rannsóknunum er að auka slitþol, styrkleika og hitun- areiginleika álhlutanna. Rann- sóknaraðilar frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Svíþjóð hafa sýnt mikinn áhuga á verk- efninu. Bæði þessi verkefni þykja lofa góðu, einkum hvað varðar hlut- verk rannsókna við að leysa tæknileg vandamál sem fengist er við í íslensku atvinnulífi. Vel heppnuð verkefni af þessu tagi geta auk þess opnað verðmæta markaðsmöguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Nokkrar breytíngar urðu á skipulagi hita- og vatnsveitu Akureyrarbæjar nú um mán- aðamótin. Sigurður Svan- bergsson, vatnsveitustjóri, lét af störfum og Franz Arnason, hitaveitustjóri, verður fram- kvæmdastjóri veitnanna beggja. Stefnt er að því að sameina starfsemina að hluta í framtíðinni, væntanlega á Rangárvöllum. Franz segir að fyrirtækin verði rekin sem sjálfstæðar einingar eftir sem áður. Einungis sé mein- ingin að samnýta húsakost, mannafla og tækjakost. Að- spurður sagði Franz að auðvitað þýddi þetta meiri vinnu fyrir sig en engar stórframkvæmdir væru þó í gangi hjá veitunum um þess- ar mundir. „Það hafa verið mikil umsvif og uppbygging hjá vatns- veitunni á undanförnum árum en henni er að miklu leyti lokið, þannig að þetta er öðruvísi núna,“ sagði Franz. Sigurður Svanbergsson, sem lét nú af störfum vatnsveitu- stjóra, er búinn að vera í þjón- ustu Akureyrarbæjar í 56 ár og þar af hefur hann verið vatns- veitustjóri í 36 ár, eða frá 1954. Gífurlegar breytingar hafa orðið hjá veitunni, sem og víða annars staðar, á þessum tíma. „Fyrstu árin þurftum við að flytja allt okkar efni á hestum og hesta- kerrum og hlaða verkfærum á reiðhjól, því enginn var bíllinn. Vatnsveitan eignaðist sinn fyrsta bíl 1945, sem keyptur var af setu- liðinu. Allt var unnið með haka og skóflum, engar vélar til að létta mönnum störfin," sagði Sigurður þegar Dagur ræddi við hann. „Það er verulega gaman að hafa unnið við þessar breytingar sem hafa orðið, bæði hjá vatns- veitunni og í íslensku þjóðlífi. Núna er allt kerfið hjá vatnsveit- unni tölvustýrt og hægt er að fylgjast með því á skrifstofunni hvernig hreyfingarnar eru í kerf- inu. Þetta er það sem stendur einna hæst upp úr hjá manni,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann kvaðst vera sáttur við stöðu vatnsveitunnar eins og hún væri í dag. „Og einkanlega er ég þakk- látur öllu þessu góða starfsfólki sem ég hef haft í vinnu og ekki hvað síst góðri samvinnu við bæjarbúa í heild,“ sagði Sigurður að lokum. -vs Aðalfundur Búnaðarsambands N-Þing.: 21 þúsund ær eftir í sýsluraii - fundurinn mótmælti skerðingu á fullvirðisrétti á sauðfé Adalfundur Búnaðarsambands N-Þingeyinga var haldinn að Svalbarði fyrir nokkru. I starfsskýrslu ráðunauts á aðal- fundinum kom m.a. fram að aðeins eitt refabú er eftir í sýsl- unni og fjögur bú framleiddu mjólk til sölu. Um 21 þúsund ær eru í sýslunni og um helm- ingur þeirra á skýrslum Fjár- ræktarfélaganna. í skýrslu ráðunauts kom einnig fram að sú breyting hefur orðið á að mjólkurstöðin á Þórshöfn hef- ur verið lögð niður og mjólk frá Gunnarsstöðum og Hlíð er nú flutt til Vopnafjarðar. Þá sagði Iðntæknistofnun úthlutað styrk: Vegna þátttöku í rann- sóknasamstarfi EB - meðal verkefna er ráðunautur að Þorsteinshrútur- inn hafi verið veittur til varð- veislu búinu á S-Álandi. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa unnu nefndir að álykt- anagerð. Frá allsherjarnefnd kom svohljóðandi ályktun, sem var samþykkt samhljóða: „Nú liggur fyrir, að á komandi hausti verður flutningur líffjár af svæð- inu meiri en verið hefur og líkur til að svo geti orðið eitthvað lengur. Þess vegna beinir fundur- inn því til sauðfjárveikivarna að eftirlit með því að settum reglum um flutningana sé framfylgt og verði gert virkara en verið hefur. Ennfremur, ef slátrun sauðfjár af Fljótsdalshéraði á að fara fram á Fossvöllum, verði bannað með öllu að færa þangað fullorðið fé til slátrunar austan yfir Jökulsá á Brú.“ Þá var ályktun allsherjarnefnd- ar um mótmæli gegn fullvirðis- réttarskerðingu samþykkt sam- hljóða og ákveðið að senda hana Stéttarsambandi bænda og land- búnaðarráðuneytinu. Ályktunin hljóðaði þannig: „Aðalfundur BSNÞ 1990 mótmælir þeirri flötu skerðingu sem er lögð á fullvirð- isrétt í sauðfé, ár eftir ár. Fund- urinn bendir á að N-Þingeyjar- sýsla er fyrst og fremst sauðfjár- ræktarsvæði." Litlar breytingar urðu á stjórn BSNÞ á fundinum og formaður verður áfram Karl S. Björnsson. Skipulagsbreytingar hja hitaveitu og vatnsveitu - Franz Árnason verður framkvæmdastióri veitnanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.