Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 16
Slippstöðin hf.: Verður togurum og togskipum frá Rússlandi breytt á Islandi? - tveir tæknimenn á leið til Rússlands „Fannst þér hann ekki góður þessi?“ Mynd: Golli Tveir tæknimenn eru á leið til Rússlands, en för þeirra er heitið á sjávarútvegssýningu, sem hefst í næstu viku. Menn- irnir fara á vegum Félags drátt- arbrauta og skipasmíða. Ann- ar þessara manna er starfsmað- ur Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri. Sami maður var fyr- ir skemmstu í Eystrasaltsríkj- um Ráðstjórnarríkjanna á veg- um sömu aðila, en ferð hans var þá vegna samstarfsverkefn- is sem er á döfinni. Alkunna er, að Sovétþjóðirnar hafa sent togara og togskip í auknum mæli til breytinga í Vest- ur-Evrópu, þá aðallega til Vest- ur-Þýskalands, en stefnan er að færa skipin til nýtíma horfs bæði með tilliti til tæknibúnaðar vegna veiða og eins fiskverkunar og auka þannig gæði aflans. „Ferð þessara manna austur snýst um þessi mál að breyta skipum á sviði veiða og fisk- vinnslu, breyta vindukerfum og vinnslukerfum. Þetta eru frumat- huganir og hvort við náum við- skiptum get ég ekkert sagt um á þessu stigi. Hugur er í okkar mönnum til athafna og vilji hjá erlendu aðilunum að ræða við okkur. Frumkvæðið er jafnt þeirra sem okkar. Á þessu stigi hef ég litla tilfinningu fyrir hvern- ig mál þróast og hvernig þessar þjóðir hugsa, hvernig tímaskyni þeirra er háttað, hvort fljótlega merkir strax, eftir tvö ár eða fimm. Við hjá Slippstöðinni erum allavega með fingurinn á púlsinum ásamt samstarfsaðilum okkar, sem eru fyrirtækin Atlas og Rafboðinn. Þessi mál eru mjög áhugaverð og þarfnast yfir- vegunar og natni,“ sagði Sigurð- ur Ringsteð, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri. ój Helgarveðrið: Svalt og jafiivel blautt á norðanverðu landinu Þaö verður engin rjómablíða á Norðurlandi um helgina sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands. Það er kannski sanngirnismál að dreifa góða veðrinu víðar um landið við og við en það verður Hrossarækt í Skagafirði: Stjórnin hleypur um eins og brennt svín alltjent ekki norðanlands næstu daga. í dag verður norðvestan gola eða kaldi, skýjað og víða skúrir og hitinn á bilinu 8-12 stig. Horf- urnar fyrir morgundaginn og mánudaginn eru á þá leið að það verður norðan- og norðvestan átt, nokkuð stíf á morgun en minnkandi á mánudag, súld verð- ur um landið norðanvert og nokkuð svalt í veðri. Það gengur bara betur næst... -vs Ekki eru allir hrossabændur í Skagafirði ánægðir með vinnu- brögð stjórnar Hrossaræktar- sambands Skagfirðinga í sam- bandi við frestun á kynbóta- sýningu og dómaragagnrýni þeirri sem nú er í gangi. Landsmótinu. Ég hef á tilfinning- unni að innan stjórnar Hrossa- ræktarsambandsins ríki algjört dómarasjokk, stjórnin hleypur um eins og brennt svín og hrópar „úlfur, úlfur". Ég held að þeir ættu að staldra við, tylla tánum á jörðina, draga andann djúpt þrisvar og hugsa sig um smástund áður en þeir æða af stað aftur. Þeirra vinnuaðferðir ná út fyrir öll velsæmismörk, dómarar fá varla svefnfrið og takmarkaðan vinnufrið á stundum. Ég tel að eins og staðan er núna, beri mönnum að setjast niður og bíða eftir því að dómar sumarsins fái faglega úrvinnslu og ræði þá mál- in af skynsemi og heilindum, en ekki í stundarreiði,“ segir Jón. SBG Umferðin um helgina: Ökumenn flýti sér hægt Blönduvirkjun: Harka hjá Hagvirkismönnum - vinna alla helgina Ekki eru þeir margir staðirnir sem haldið er uppi fullri vinnu á um Yerslunarmannahelgi, en Hagvirkismenn í Blönduvirkj- ÁTVR á Akureyri: Sterku vínin vin- sælust fyrir helgina Eins og Dagur greindi frá í gær synjaði Búnaðarfélag fslands beiðni stjórnar Hrossaræktar- sambandsins um skipun annars oddadómara en Kristins Huga- sonar á kynbótasýningu sem fara átti fram núna um helgina. Afleiðingar þessarar synjunar eru þær, eins og staðan er í dag, að sýningin verður haldin eftir viku, föstudaginn 10. ágúst, á vegum Búnaðarsambands Skaga- fjarðar, sennilega að Hólum í Hjaltadal. Möguleiki er þó á að þetta breytist í framhaldi af fundi þeim sem forystumenn hrossa- bænda halda með búnaðarmála- stjóra næstkomandi þriðjudag og að Hrossaræktarsambandið taki sýninguna aftur upp á sína arma. Mörgum hrossabændum í Skagafirði finnst stjórn Hrossa- ræktarsambandsins hafa hlaupið þarna á sig með því að bíða ekki þar til í haust með þetta uppi- stand. Jón Garðarsson er einn þeirra bænda og hefur þetta um málið að segja. „Ég tel að stjóm Hrossaræktar- sambandsins hafi beitt bola- brögðum með því að koma í veg fyrir að sýningin verði haldin um Verslunarmannahelgina þvert ofan í vilja margra hrossaeig- enda. Allnokkrir eru búnir að kaupa vinnu á mörg þeirra hrossa sem þar átti að sýna og segja má að fari svo sem stjórnin vill, þá hafi öll fyrirhöfnin og kostnaður- inn verið til einskis. Ég skil ekki að ekki megi nota sömu dómara á svona lítilli héraðssýningu og á Það er ekki nóg með að versl- unarmannahelgin sé mesta umferðarhelgi ársins heldur drekka íslendingar aldrei meira áfengi en um þessa ágætu helgi. Mikil örtröð var í útsölu ÁTVR á Akureyri í gær og í fyrradag og „rífandi sala“. Þegar Dagur hafði samband við Hauk Torfason útsölustjóra, laust fyrir hádegi í gær sagði hann að mikið hefði verið verslað á fimmtudeginum og mikil sala á föstudagsmorgun. Haukur sagð- ist búast við að áfengi yrði selt fyrir um 16 milljónir króna í útsölunni á Akureyri þessa tvo daga. Mest seldu tegundirnar að sögn Hauks, virtust vera sterku vínin, þau væru vinsæl hjá mörgum, en einnig væri selt mik- ið af bjór. -vs un gefa hvergi eftir og ætla að vinna alla helgina. Sú ákvörðun var tekin að vinna á fullu yfir helgina og mætti það engri andstöðu hjá mönnum. Þeir sem vildu fá frí gátu þó feng- ið það, en hinir sem vinna verða á einskonar Verslunarmanna- helgarbónus og eru það um 140 manns. Ástæðan er ekki sú að verið sé að vinna upp tíma, en verkið klárast samt með þessu móti eitthvað fyrr, svo að mennirnir vinna sér inn frí í framtíðinni með því að sleppa þessari al- ræmdu, árlegu skemmtanahelgi. SBG í gærmorgun tóku gildi bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um afnám 4,5% launahækkun- ar til handa félagsmönnum BHMR. Launahækkun háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna tók gildi 1. júlí en frá og með 1. september verður hún tekin til baka sam- kvæmt ákvæðum bráðabirgðalag- Þá er mesta umferðarhelgi árs- ins gengin í garð og þjóðvegir landsins undirlagðir af bifreið- um. Ástæða er til að brýna fyr- ir ökumönnum að virða um- ferðarreglur, svo allir komist heilir heim. Sérstaklega ættu ökumenn að virða hraðatakmarkanir á vegum úti. Að undanförnu hafa margir ökumenn verið sviptir ökuleyfi sínu vegna hraðaksturs og t.d. hefur einn verið tekinn á 156 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Bílar lögreglunnar eru stöðugt að hraðamæla bíla og nú síðast í gærmorgun var einn öku- maður tekinn á 136 km hraða við Bakkasel en þar er 80 km há- markshraði. Einnig skal það brýnt fyrir ökumönnum að akstur og áfengi fara ekki saman, frekar en endra- nær og ættu menn því að velja annað hvort eða sleppa hvoru tveggja. -vs anna. Lögin kveða einnig á um að BHMR-félagar fái hliðstæðar áfangahækkanir og samningar annarra launþegasamtaka gera ráð fyrir. Um er að ræða 2% hækkun í desember, 2,5% hækk- un í mars á næsta ári og 2% í júní. Samningar þessir falla sam- kvæmt lögunum úr gildi í ágúst- lok á næsta ári án uppsagnar. ET BHMR-deilan: Bráðafiirgðalög í gildi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.