Dagur


Dagur - 14.09.1990, Qupperneq 16

Dagur - 14.09.1990, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 14. september 1990 Slátrun hafm hjá Fjallalambi hf. á Kópaskeri: Lömb koma feit af íjalli - segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastj'óri 44 Slátrun hófst hjá Fjallalambi hf. á Kópaskeri sl. miðviku- dag. Þann dag var lógað um 600 Ijár og um 700 í gær, en ætlunin er að lóga um 1000 fjár á dag. I heildina verður þar Iógað nálægt 27 þúsundum íjár í haust. Eins og kunnugt er var mynd- að hlutafélag um rekstur slátur- hússins í sumar og hefur að undanförnu verið unnið að því að koma húsinu í samt lag fyrir slátrun. „Mér sýnist að féð sé þokkalegt útlits, lömb koma frekar feit af fjalli í ár,“ sagði Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs hf., í samtali við Dag í gær. Björn Benediktsson, stjórnar- maður í Fjallaiambi hf. segir að vel hafi gengið að manna slátur- húsið, starfsmenn komi úr nálæg- um sveitum. Hann segir slátur- húsið hafa mikla þýðingu fyrir byggðarlagið, það sé mikilvægara en margur hyggi. Björn segir vilja fyrir því að vinna sem mest úr kjötinu heima og markaðs- setja sem hreint og ómengað kjöt, enda njóti svæðið þeirrar sérstöðu að vera án landlægra sjúkdóma í sauðfé, eins og t.d. riðuveiki. Hann segir hins vegar eftir að koma í ljós hvort þetta takist, en hins vegar sé ljóst að eftirspurn eftir kjöti úr Norður- Þingeyjarsýslu hafi aukist á undanförnum árum. íþrótta- og tómstundaráð: Ekkert verið rætt um fram- tíð Akur evr anallar enn gælt við gervigras Þessa dagana er unnið við framkvæmdir á Akureyrarvelli til að uppfylla settar öryggis- kröfur vegna komandi Evr- ópuleiks. Ahorfendur eru nú loks girtir af og dómaratríóið verður ekki eins berskjaldað og áður. En hvað með framtíð þessa knattspyrnu- og frjáls- íþróttavallar? Hjá íþrótta- og tómstundaráði hefur ekkert verið rætt um fram- tíð Akureyrarvallar, að sögn Gunnars Jónssonar, formanns Tónlistarskólinn á Akureyri: Á sjötta hundrað nemendur í vetur - mikill Qöldi nýnema hefur skráð sig Á sjötta hundrað nemendur stunda nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri í vetur. Mikill fjöldi nýnema innritaði sig í nám við skólann í vikunni, en endanlegar tölur um fjölda þeirra lágu ekki fyrir í gær. Sem fyrr eru það þrjár deildir skólans sem njóta mestrar hylli, blásaradeild, strengjadeild og píanódeild. Þá er einnig mikil aðsókn í söngnánt. Tónlistarskólinn hefur lengi búið við afan þröngan kost í húsnæðismálum, en nú hafa loks fengist nokkrar úrbætur á, því hann hefur fengið til umráða húsnæði það á jarðhæð sem Skipulagsdeild Akureyrarbæjar hafði áður. Skrifstofa skólans var sl. mánudag. flutt í þetta rými og þá verður þar einnig bókasafn svo og skrifstofur Roars Kvam, skólastjóra og Margrétar Bóas- dóttur, yfirkennara. Tónlistarskólinn verður settur í Glerárkirkju nk. sunnudag kl. 17 og kennsla hefst síðan af full- urn krafti í næstu viku. óþh ráðsins. Þær raddir hafa heyrst að til greina komi að flytja völlinn upp á svæði við Sólborg en Gunnar taldi að ekkert myndi gerast í þessum málum á allra næstu árum, enda fé til stórfram- kvæmda ekki handbært. „Ég held að núverandi völlur þurfi ekki að víkja vegna skipu- lagsins, en kannski þarf að færa hann dálítið. Menn hafa horft til þess að ef að ráðist verður í nýjan grasvöll á öðrum stað í bænum væri tilvalið að nota þetta vallar- stæði fyrir gervigrasvöll," sagði Gunnar. í sumar var unnið við lagningu gangstéttar við vestanverða Gler- árgötu og endar In'm við vallar- giröinguna. Völlinn hefði þurft að færa fyrir nokkrum árum en það var ekki gert og óvíst um framhaldið. Á meðan halda for- ráðamenn knattspyrnudeildanna áfram að benda á ntikilvægi þess að konta upp gervigrasvelli á Akureyri. SS Aðstoðármenn uppboðshaldarans skoða tennurnar í einum busanna og hafa þær greinilega verið í góðu lagi, því þessi myndarlega stúlka fór á tugi þÚSUIlda. Mynd: SBG Fjölbraut á Sauðárkróki: „Busauppboð“ í annað sinn Á heimavist Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki gerðu eldri nemendur sér það til gagns og gamans í fyrra að halda upp- boð á busum til að safna fé til bjargar bágum fjárhagi heimavistarsjoppunnar. í ár var svo ákveðið að endurtaka þetta og að þessu sinni meira til gamans, en nota jafnframt þá peninga sem inn kæmu til að kaupa eitthvað sniðugt á vistina. Sl. þriðjudagskvöld var upp- boðið haldið og mikill fjöldi viðskiptamanna mættur. Upp- boðshaldarar og aðstoðarmenn þeirra voru duglegir að koma „vörunni" út og sýndu fram á gæðin nteð málbandi og fleiri ráðum. Busarnir virtust svo sem ekki skemmta sér neitl síður, enda allt í gamni gert og þó að þeir þurfi að þjóna „húsbónd- anum" í smátíma gæti það bara orðið „ævintýr" út'af fyrir sig. SBG Mörgum spurningum ósvarað um áhrif Blönduvirkjunar á Blöndu og fiskistofna: „Fiskurinn kann að dreifast um Blöndu og ganga í ríkari mæli upp í Svartá“ „Fyrstu augljósu áhrifin eru þau að gönguleiðir fisksins upp á heiðarnar verða stoppaðar, Stefán Baldursson ráð- inn þjóðleikhússtjóri Menntamálaráðherra hefur að fenginni einróma tillögu Þjóð- leikhúsráðs ráðið Stefán Bald- ursson, leikstjóra, þjóðleik- hússtjóra næstu íjögur ár frá 1. janúar 1991 að kalla. Lögum samkvæmt mun Stefán starfa ásamt fráfarandi þjóð- leikhússtjóra, Gísla Alfreðssyni, frá 1. janúar til 1. september 1991, en þá tekur hann við starf- inu að fullu. Stefán Baldursson er ekki ókunnugur íslensku leikhúslífi. Hann er þaulreyndur leikstjóri og þá var hann forveri Hallmars Sigurðssonar í stóli leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur. óþh en þangað hefur alltaf gengið slangur af laxi, en einnig sjó- bleikja. Fyrirhugað er að halda áfram talningu á fiski í Blöndu, sem verið hefur í nokkur undanfarin ár, eftir að virkjun- in verður tekin í notkun og sjá þannig hvaða raunveruleg áhrif virkjunin hefur á hann,“ segir Þórólfur Antonsson, líf- fræðingur á Veiðimálastofnun. Stefnt er að því að taka Blönduvirkjun í notkun að ári, eða haustið 1991. Ein af þeim spurningum sem menn velta fyrir sér eru áhrif virkjunarinnar á hegðun laxstofnsins í Blöndu. Þórólfur Antonsson er einn þeirra starfsmanna Veiðimála- stofnunar, sem hefur fylgst nokk- uð náið með fiskinum í Blöndu. Hann segir að spurningarnar séu í raun tvær. Annars vegar um áhrif virkjunarinnar á sjálfa ána og hins vegar áhrif á fiskistofna árinnar. „Menn telja að verulegt magn af gruggi falli til í lóninu og Blanda verði tærari þegar hún kemur niður. Hvaða áhrif það hefur veit maður ekki. Það getur haft þau áhrif að fiskurinn dreif- ist meira og veiðin verði þannig dreifðari um ána en nú.“ Þórólf- ur segir ekki ástæðu til að ætla að minna grugg í ánni hafi umtals- verð áhrif á fiskstofna árinnar. Annað slagið hreinsist áin tölu- vert og því þekki laxinn vel mis- munandi ástand hennar. „Reynslan sýnir að þegar áin er tiltölulega tær gengur laxinn frek- ar upp í Svartá. Það kann því að vera að verði meira af laxi í Svartá en nú, eða réttara sagt að fiskurinn gangi fyrr þangað upp eftir," segir Þórólfur. Hákon Aðalsteinsson, vatna- líffræðingur á Orkustofnun, hef- ur kannað áhrif Blönduvirkjunar á Blöndu. Hann segir ljóst að all- ur grófur aurburður árinnar muni falla út í virkjunarlón Blöndu og áin leiti síðan nýs jafnvægis. „Áin verður náttúrulega ekki tær, en nokkuð mikið tærari en í dag og það ætti að geta leitt til þess að meira líf verði í henni. í öðru lagi verður áin með tímanum laus við sandburðinn,“ segir Hákon. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.