Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 18. september 1990 fréffir ----------------------—------------------------------------I Bankaráðsfundur Landsbanka íslands haldinn á Akureyri: Landsbankíim ætlar að styðja atvinnu- lífið á svæðinu af fremsta mætti Bankaráð Landsbanka íslands hélt fyrsta fund sinn eftir sumarleyfi sl. föstudag, í útibúi bankans að Strandgötu 1 á Akureyri. A fundinum var Björgvin Vilmundarson, einn þriggja aðalbankastjóra í Reykjavík, skipaður formaður bankastjórnar. Á fundinum kom fram að ekki hefur tíðkast áður að hafa sér- stakan formann bankastjórnar í Landsbankanum, en tilgangurinn með þessari nýbreytni er að hraða ákvarðanatöku innan bankans í veigamiklum málum. Bankastjórarnir munu skipta þessu starfi með sér; eftir eitt ár tekur Sverrir Hermannsson það að sér, og því næst Valur Arn- þórsson. Eyjólfur K. Sigurðsson, for- maður bankaráðsins, gerði grein fyrir stöðu Landsbanka fslands, bæði í heild og sérstaklega hvað snerti útibúið á Akureyri. Bank- inn hefur starfað á Akureyri frá árinu 1902, þar starfa nú 70 manns. Bankinn ávaxtar liðlega helming alls sparifjár bæjarbúa og nágrannasveitarfélaga. Aukn- ing innlána á þessu ári hefur ver- ið 22,2%, sem verður að teljast mjög gott. Bankaráðsmenn Landsbank- ans og bankastjórar eru, að sögn Eyjólfs, vel meðvitaðir um þá erfiðleika sem steðja að atvinnu- lífinu á Akureyri. Peir fóru í heimsóknir til fyrirtækja í bænum á föstudaginn, til að kynna sér atvinnustarfsemi. Eyjólfur segir að atvinnuleysi á svæðinu sé vissulega áhyggjuefni, en það sé þó ekki meira en að meðaltali yfir landið. Hvað fyrirtæki á Akureyri snerti þá sé það ánægju- efni hversu þrifaleg og vel rekin þau eru. Þá minntist hann á skóla bæjarins, sérstaklega Háskólann, sem ætti eftir að verða Akureyr- arbæ mikil lyftistöng þegar fram líða stundir. Um hlutverk Landsbanka ís- lands til að styðja atvinnulíf á Akureyri og efla það segir Eyjólf- Grenjaðarstaður: Sóknarprestur íleyfi - óráðið í embættið Sóknarpresturinn á Grenjað- arstað, sr. Kristján Valur Ingólfsson, hefur fengið leyfi frá störfum í sex mánuði. Ekki er ákveðið hvaða prestur muni þjóna sókninni í fjarveru hans, en það mun skýrast á næstu dögum. Sr. Kristján Valur sagði í sam- tali við Dag að óþægilegt væri fyrir söfnuðinn að það skyldi hafa dregist að ákveða hver taki við embættinu, en leyfi hans hefst um næstu mánaðamót. Um er að ræða námsleyfi sem sr. Kristján Valur ætlar að nýta til að ljúka doktorsritgerð sinni. Sr. Kristján Valur sagði að í raun vantaði fleiri presta til þjón- ustu á landsbyggðinni, en sú væri þó ekki orsökin fyrir því að óráð- ið væri hver leysti hann af. Tvö embætti farpresta eru á landinu, annað þeirra er laust en hefur þó ekki verið auglýst vegna þess að um áramót taka gildi ný lög sem kveða á um breytingar á þessum embættum. IM Frá fundi Landsbankamanna á Akureyri, f.v. Valur Arnþórsson, Eyjólfur K. Sigurósson, Björgvin Vilmundarson, Sverrir Hermannsson og Helgi Jónsson. Mynd: ehb ur að stjórnendur bankans séu ákveðnir í að beita sér af alefli til að styrkja fyrirtæki í bænum og við Eyjafjörð, ekki síst vegna þeirra erfiðleika sem steðja að á svæðinu. Mikið er rætt um skipulags- breytingar innan Landsbankans. Á dagskrá er að stofna svonefnd svæðisútibú á sjö stöðum á land- inu, sem þjóna jafnmörgum svæð- um eða umdæmum. Með stofnun sérstakrar hagdeildar og lánasviðs við útibúið á Akureyri væri kom- inn vísir að fyrsta svæðisútibúinu. Valur Arnþórsson bankastjóri skýrði þessi mál á blaðamanna- fundi sem haldinn var eftir banka- ráðsfundinn, og sagði m.a. að hugmyndin væri sú að skipta úti- búum Landsbankans í fjóra flokka eftir þjónustustigi. Svæðis- útibú yrðu með alla bankaþjón- ustu, og hafa það hlutverk m.a. með höndum að sinna eftirliti og hafa með höndum yfirstjórn minni útibúa í sínum umdæmum. Landsbankinn færði þremur skólum á Akureyri gjafir á banka- ráðsfundinum. Háskólinn fékk 200 þús. króna styrk til rann- sókna á Ínúítum á austurströnd Grænlands, og Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn á Akureyri fengu hvor um sig tíu manntöfl og klukkur. EHB Könnun Félagsvísindastofnunar á afstöðu fólks til staðarvals álvers: Keilisnes efst á óskaJistanum Samkvæmt skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar, sem hún gerði fyrir iðnaðarráðuneytið og var kynnt um helgina, styð- ur meirihluti þjóðarinnar byggingu álvers á Keilisnesi. Að því skilyrði gefnu að Atl- antsál vilji aðeins byggja álver- ið á Keilisnesi, þó að stjórnvöld séu tilbúin til að greiða fyrir staðsetningu þess annars staðar, eru 80% Reykvíkinga málinu hlynntir og 61,4% landsbyggðarfólks. Mestur er stuðningurinn á Reykjanesi rúm 60 prósent landsbyggðarfólks vilja álverið á Keilisnes eða 84,2%. Þessi niðurstaða er nokkuð athyglisverð þegar hafðar eru í huga niðurstöður könnunar fyrr í vetur, sem leiddu í ljós mikinn stuðning við byggingu álvers utan suðvesturhornsins, þ.e. við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Stuðningur við byggingu álvers á Keilisnesi, að gefnum áður- nefndum forsendum er mikill í öllum stjórnmálaflokkum. Mest- ur er hann í Alþýðuflokknum, 86,7%, þar næst kemur Sjálf- stæðisflokkur með 78,3%, síðan Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur með tæp 58% og Kvennalisti rekur lestina með 50%. Keilisnes nýtur mests fylgis sem byggingarstaður fyrir álver hjá þeim sem eru fylgjandi bygg- ingu álvers eða eru hlutlausir. Um 41% nefndi Keilisnes, 21% Dysnes í Eyjafirði, 18% Reyð- arfjörð og um 21% vill ekki gera upp á milli staða. Af þeim sem tóku afstöðu völdu 51% Keilisnes, 26% Dysnes og 23% Reyðarfjörð. óþh Norðurland: Rækjuaflinn eykst mjög - hörpudiskur líka í sókn Mun meira af rækju hefur ver- ið landað á Norðurlandi það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. í lok ágúst var aflinn kominn í 11.175 tonn á móti 7.230 tonnum á árinu 1989. Þetta er um 50% aukning og gætir hennar í flest- um löndunarhöfnum norðan- lands. í ágústlok höfðu Siglfirðingar verði drýgstir í rækjunni á Norðurlandi en þangað voru komin hátt í 1.800 tonn. Dalvík, Húsavík og Hvammstangi höfðu líka tekið á móti verulegu magni. Lítum nú á aflatölur yfir rækjuna á árinu. Svigatölur standa fyrir sama tímabil í fyrra: Hvammstangi 1.584 (813), Blönduós 1.329 (986), Skaga- strönd 1.149 (664), Sauðárkrókur 651 (625), Siglufjörður 1.781 (967), Ólafsfjörður 687 (224), Dalvík 1.531 (782), Akureyrióll (331), Kópasker 33 (3) og Rauf- arhöfn 200 (80). Eins og sjá má er hér alls stað- ar um aukningu að ræða og víða mjög verulega. Á Árskógsströnd 83 (426) og Grenivík 0 (75) er hins vegar samdráttur, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands, og það sama gildir um Drangsnes og Hólmavík á Norðurlandi vestra. Auk þessarar uppsveiflu í rækjunni á Norðurlandi má nefna að hörpudiskur hefur nú veiðst í magni sem vert er að geta um. Fyrstu átta mánuði ársins 1989 eru einungis 10 tonn af hörpu- diski skráð á Norðurlandi, nánar tiltekið á Árskógsströnd. Nú er aflinn orðinn 524 tonn; 276 á Hvammstanga og 248 á Blöndu- ósi. SS Akureyri: ■ Á fundi bæjarráðs nýlega, lagði bæjarverkfræðingur fram verksamning við Möl og sand hf. um framleiðslu á 400 steínrörum að þvermáli 1 metri. Samningsupphæð er kr. 6.664.000 og samþykkti bæjarráð samninginn. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Vinnueftirliti rikis- ins, varðandi úrbætur á starfs- mannaaðstöðu á Slökkvistöð Akureyrar. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að svara Vinnueftirlitinu og gera því grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum á málefnum Slökkvi- stöðvarinnar. ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi frá Skotveiðifélagi Eyjafjarðar, þar sem óskað er eftir styrk úr bæjarsjóði til kaupa á rafstöð til notkunar á skotsvæði félagsins. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi frá Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar og Co., þar sem sótt er um bygg- ingarleyfi fyrir bráðabirgða- skrifstofuhúsnæði. ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að ráða Dag- nýju Annasdóttur, kennara, umsjónarmann félagsmið- stöðvar Lundarskóla í hálfa stöðu til eins árs, Ennfremur að ráða Hönnu , Sigríði Kjartansdóttur umsjónar- mann félagsmiðstöðvar Síðu- skóla í hálfa stöðu til 9 mán- aöa. Umsækjendur um þessi störf voru 7 talsins. ■ íþrótta- og tómstundaráð ítrekaði með bókun á fundi sínum nýlega, að ráðið hefur fullan hug á að eignast hús- eignina Hafnarstræti 75, sem er viðfastur skúr við Dyn- heinta. ■ Atvinnumálanefnd hefur borist erindi frá Saga Reisen, þar sem óskað er eftir fjár- stuðningi til að kynna Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæðið vegna beins flugs félagsins til Akureyrar á næstu þremur árum. Nefndin samþykkti að fresta afgreiöslu málsins þar til starfshópur um ferðamál hefur fjallað um það. ■ Atvinnumálanefnd hefur í tilefni umræðna um vetnis- framleiðslu, óskað eflir að afl- að verði upplýsinga um málið frá Braga Árnasyni. ■ Samkvæmt skýrslu Vinnu- miðlunarskrifstofunnar, voru 185 atvinnulausir í lok ágúst, 98 karlar og 87 konur. Á skrá í mánuöinum voru alls 312. ■ Á fundi húsnæðisnefndar nýlega, kom fram hjá Hákoni Hákonarsyni, að húsnæðis- nefnd ætti etir að kaupa 12 íbúðir af kvóta ársins. Var samþykkt að fela Hákoni og Sævari Frímannssyni að ganga til viðræðna við Harald og Guðlaug hf. um tilboð þeirra varðandi Vestursíöu 16-18. ■ Stjórn húsnæðisnefndar hefur samþykkt að umsóknar- frestur um íbúðir í félagslega kerfinu verði alltaf opinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.