Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 15 f/ myndosöguí dags 7j ÁRLANP ANPRÉS ÖNP BJARGVÆTTIRNIR # Sorg og gleði Þá er hún afstaðin þessi helgi sorgar og gleði sem er árviss. Um þessa helgi er nefnilega út um það gert hvaða knattspyrnulið verður íslandsmeistari og hvaða lið verða að sætta sig við að falla milli deilda. Óhætt er að segja að á 'Norðurlandi hafi menn« lítið brosað þessa helgina. Dramatikin réði ríkj- um í Ólafsfirði þegar heima- menn sigruðu nágranna sina frá Siglufirði en þegar sá sig- ur var að komast í höfn héldu margir að björninn væri unn- inn og liðið uppi í 2. deild. Þessir Leiftursmenn hættu þó að brosa þegar í Ijós kom að Grindvíkingar höfðu skellt Fylki í Grindavík og þar með sent Leiftur með Siglfirðing- um í 3. deild. Varla er við því að búast að Ólafsfirðingar heimsæki Grindavík með bros á vör á næstunni eftir þennan grikk. # Kappleikur um ál En þó margir knattspyrnú- kappleikir hafi verið flautaðir af um helgina þá stendur einn kappleikur enn. Þessi kappleikur snýst hins vegar ekki um leðurtuðru heldur álver. Halldóri Jónssyni, bæjarstjóri á Akureyri, hefur orðið tiðrætt um flautu og kappleiki þegar rætt hefur verið um álmálið að undan- förnu. Svo virðist sem allir séu búnir að ákveða að álver verði á Keilisnesi, þó svo að enginn samningur hafi yfir- leitt verið gerður um álver hér á landi. Engu er líkara en mál- ið sé komið fram úr sjálfu sér. En álleiknum gæti líka lokið án þess að nokkurt eitt byggðarlag standi uppi sem sigurvegari. En til er líka önn- ur hlið á málinu og hún er sú hvort nokkurn tímann hafi staðið til að þetta blessað álver kæmi út á land. Átti það bara ekki alla tíð að rísa við álveginn milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það skyldi nú aldrei vera að búið hafi verið að semja um þetta á bak við tjöldin fyrir löngu. Og þá er ekki fjarri manni að segja að einhver hafi þá verið dreginn á asnaeyrunum. dagskrá fjölmiðla h Hunter og Dee Dee fást við lögreglumál á Stöð 2 í kvöld. Því miður er Dee Dee ekki með á myndinni. Sjónvarpið Þriðjudagur 18. september 17.50 Syrpan (21). 18.20 Á valdi vímuefna (Narc.) Leikin bandarísk mynd um unglinga og áfengisneyslu. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (152). 19.20 Hver á að ráða? (11). (Who’s the Boss.) 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 Allt í hers höndum (4). (Allo, Allo). 21.00 Nýjasta tækni og vísindi. Ný mynd sem sjónvarpið gerði um skurðaðgerð á Borgarspítalanum. 21.30 Samsæri. (A Quiet Conspiracy). Lokaþáttur. 22.25 Snati. (The Ray Bradbury Theater: The Emiss- ary). Bresk mynd byggð á smásögu Rays Brad- burys. Ungur drengur liggur rúmfastur en hundurinn hans færir honum í feldi sínum lykt og ýmislegt lauslegt að utan. Dag einn hverfur hundurinn og þegar honum skýtur loks upp aftur hefur hann óvæntan gest í eftirdragi. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.10 Á langferðaleiðum (6). Sjötti þáttur: Burmabrautin. 00.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 18. september 16.45 Nágrannar. 17.30 Trýni og Gosi. 17.40 Einherjinn. 18.05 Fimm félagar. 18.30 Dagskrá vikunnar. 18.40 Eðaltónar. 19.19 19:19. 20.10 Neyðarlínan. (Rescue 911.) 21.00 Ungir eldhugar. (Young Riders.) 21.45 Hunter. 22.35 í hnotskurn. Fréttaskýringaþáttur frá fréttastofu Stöðvar 2. 23.05 Hver er næstur? (Last Embrace). Roy Scheider, sem hér leikur starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, verður, ásamt konu sinni, fyrir óvæntri skotárás sem grandar eiginkonunni. Eftir að hafa jafnað sig í nokkra mánuði á taugahæli heldur hann aftur út í lífið en verður fljót- lega var við að setið er um líf hans. Aðalhlutverk: Roy Scheider, Janet Margolin, John Glover og Christopher Walken. Stranglega bönnuð börnum. 00.45 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 18. september 6.45 Veðuriregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatiminn - „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðalsteinsdóttir les (32). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Sambijómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Daglegt mái. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Saga Leikfélagsins á Akureyri. 13.30 Miðdegissagan: „Ake" eftir Wole Soyinka. Þorsteinn Helgason les (11). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin. 15.00 Fréttir. 15.03 Basil fursti - konungur leynilög- reglumannanna. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Fágæti. 20.15 Tónskáldatími. 21.00 Innlit. 21.30 Sumarsagan: „Hávarssaga ísfirð- ings." Örnólfur Thorsson les (2). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Frænka Franken- steins" eftir Allan Rune Petterson. 23.15 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 18. september 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Heimspressan kl. 8.25. 09.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 17.30 íþróttarósin - Evrópukeppni félags- liða í knattspyrnu. FH-Dundee United. 18.03 Þjóðarsálin. - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Lausa rósin. 20.30 Gullskífan. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Landið og miðin. 01.00 Nætunítvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Nætursól. 02.00 Fréttir. 02.05 Gleymdar stjömur. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Fróttir. 04.03 Vélmennið. 04.30 Veðurfregnir. - Vólmennið heldur áfram leik sínum. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- gönpum. 06.01 Afram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 18. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 18. september 07.00 Eiríkur Jónsson og talmálsdeild Bylgjunnar. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 12.00 Haraldur Gíslason. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Ágúst Héðinsson. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 18. september 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.