Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 18.09.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 5 lesendahornið Þjófnaður á Akureyri Hr. ritstjóri. Mig langar til að segja þér frá þjófnaði. Petta hljómar ef tii vill svolítið sérkennilega, en þessi þjófnaður er þess eðlis að ég tel að þú ættir að vita af honum - og um leið lesendur Dags. Ég bý við Víðilund, nánar til- tekið í öðru af tveimur stórhýsum sem reist voru fyrir gamla Akur- eyringa. Það er afar gott að búa þarna og stutt í verslanir. Rétt fyrir vestan okkur er Hrísalundur og austan er að finna verslunar- miðstöðina Kaupang. Þrátt fyrir að stutt sé í Hrísa- lund, en þangað förum við mörg til að kaupa brýnustu lífsnauð- synjar, er það raunin að gamlir og fúnir fætur þurfa hvíldar við á leiðinni. Þess vegna reyndum við að fá bæjaryfirvöld til að setja bekk við göngustíginn sem liggur upp með Þingvallastræti. Ekki tókst það og því fór einn íbúanna á stúfana og keypti lítinn trébekk sem hann lét setja mitt á milli Víðilundar og Hrísalundar. Ég fór skömmu síðar í Hrísa- lund og naut þess mjög að geta sett mig niður því pokinn seig í. Sömu sögu geta aðrir íbúar sagt - bekkurinn var hreint raritet. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég held að bekkurinn liafi verið á sínum stað í tvo eða þrjá sólar- hringa. Dag nokkurn þegar við örkuðum upp með Þingvalla- stræti í Hrísalund kom í ljós að bekkurinn var horfinn. Ekki sást tangur né tetur af honum. Spottaræfill hafði verið notaður til að festa bekkinn við girðingu sem umlykur KA-völlinn, en spotti þessi hafði greinilega ekki verið nein fyrirstaða. Þarna hafa greinilega verið hraustir menn á ferð. Hvað veldur því að fólk stelur svona bekk? Hvað veldur því að samborgarar okkar geta ekki lát- ið svona hluti í friði? Spyr sá sem ekki veit. En ég geri fastlega ráð fyrir því að bekkurinn góði prýði nú einhvern garðinn á Akureyri eða hafi jafnvel fengið virðulegt hlutverk innanhúss. Ætli nýr „eigandi" sé ánægður með gripinn? Alveg er það makalaust að virðing fólks fyrir eigum ann- arra er ekki meiri en raun ber vitni. Ekki á ég von á því að nokkur íbúa við Víðilund treysti sér til að kaupa annan bekk, því gera má ráð fyrir að örlög hans yrðu þau sömu. Nú vil ég leyfa ntér að skora á bæjaryfirvöld að útvega annan bekk og þyngri sem yrði hlekkjaður við KA-girðinguna. slíkur bekkur hlýtur að fá að vera í friði fyrir fingralöngum sam- borgurum. Án efa hlýtur bæjar- sjóður að geta fjármagnað kaup á nýjum bekk - andvirði hans mun tæplega setja stórt skarð í buddu bæjargjaldkerans. Að lokum: Ég vona að sá - eða þeir - sem tóku gamla bekkinn lesi þessar línur. Eg vona líka að bekkurinn verði þeim til ánægju og yndisauka - en ég vona jafn- framt að samviska þeirra ónáði þá öðru hvoru. Ef sú verður raunin (og ef bærinn kaupir nýj- an bekk!) hefur bréf þetta náð til- gangi sínum. Ibúi við Víðilund. Strigadruslan á Akureyrarvelli Kæri Dagur: „Ég var að lesa í Degi að verið væri að laga til á Akureyrarvelli fyrir Evrópuleik K.A. og CSKA Sofia, og er það gott, þótt fyrr hefði það mátt vera. En nú langar mig til að spyrja hvort þeir ætli ekki að fjarlægja þennan striga sem búinn er að hanga uppi í girðingunni í tvö ár. Hann er engin prýði fyrir bæinn, völlinn eða áhorfendur. Lítið gagn er að honum. Ég hef horft á alla leiki til tuga ára og styð að eitthvað sé gert til að hindra sýn inn á völlinn, en það hlýtur að vera hægt að fá segl eða eitthvað betra en þessa ómynd." Athugasemd við lesendabréf: Hægt að fá morgunkaffi - á leiðinni Mývatnssveit-Egilsstaðir Lesandi hringdi og var ekki par hrifinn eftir að hafa lesið kvörtun í lesendahorninu um að hvergi væri hægt að fá morgunkaffi á leiðinni Mývatnssveit-Egilsstað- ir. Lesandinn vildi leiðrétta þennan reginmisskilning og benda á að hægt væri að fá kaffi á tveim stöðum á þessari leið yfir sumarmánuðina. „Ég er oft á ferðinni á þessari leið og hef fengið mérskínandi kaffi í Fjalla- kaffi í Möðrudal og á Brúarási í Jökulsárhlíð. Á þessum stöðum hef ég fengið morgunkaffi og ég átta mig ekki alveg á því hvaða leið hann fór þessi maður sem var að kvarta í blaðinu," sagði les- andinn. Þar með er það kornið á hreint. Á leiðinni milli Mývatnssveitar og Egilsstaða er hægt að fá sér morgunkaffi á að a.m.k. tveim stöðum, þ.e. í Fjallakaffi í Möðrudal og Brúarási í Jökuls- árhlíð. Grímsey: Bflaeignin van- talin um helming Sigurður Bjarnason í Grímsey hringdi til blaðsins og óskaði eftir að vegna skrifa Kára Elíson- ar í helgarblaði Dags þann 1. september þar sem fjallað var um lyftingamót í Grímsey komi fram að bílaeign Grímseyinga er ekki 8 bílar eins og Kári hafi sagt heldur 16. Þá muni ekki alfarið rétt farið með áhorfendafjölda á móti þessu því nær sé að tala um 30 en 60 manns enda hafi mótið verið haldið á laugardegi og Grímseyingar nær undantekn- ingalaust uppteknir við vinnu, bæði á sjó og landi. LETTIH h Léttísfélagar! Almennur félagsfundur verður í Skeifunni, fimmtu- daginn 20. september kl. 20.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Lýst eftir tillögum til þings L.H. Félagshesthús og unglingastarf. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. RAFVEITA AKUREYRAR. Nú gefst viðskiptavinum Rafveitu Akureyrar kostur á að greiða rafmagnsreikningana með því að láta SAMKORT sjá um millifærslu á gjaldinu. Hafðu samband við innheimtuskrifstofu Rafveitunn- ar, gefiðu upp númerið á SAMKORTINU þínu og þú ert laus við áhyggjur af ógreiddum rafmagnsreikn- ingum og dráttarvöxtum. Rafveita Akureyrar. Bridgefélag Akureyrar Bridge Startmót SS Byggis hf. og Bridgefélags Akureyrar verður haldið þriðjudaginn 18. sept. kl. 19.30 að Hamri, félagsheimili Þórs (við Skarðshlíð). Spilaður verður eins kvölds tvímenningur. Mætið stundvíslega, skráning fer fram á staðnum. Uppl. í síma 24624 (Ormarr). Allir velkomnir. byggir hf. 1 m\M A HEIMSMÆLIKVARBA Opið 10 - 18 alla daga ISLENSKA SJAVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs. Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. _____ FLUGLEIDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.