Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 3
fréttir 1
Mývatnssveit:
„Þegar þeir hafa upp í Mvirðisréttiim
er þeim sama hvað verður um kindur á afréttiimi“
- segir Hjörleifur Sigurðsson, bóndi á Grænavatni
„Samkvæmt fjallskilareglu-
gerð Suður-Þingeyjarsýslu, þá
er hægt að sækja um undan-
þágu til sýslumanns fyrir frest-
un á göngum og hann getur
veitt slíkan frest, þar sem um
sérstök hólf eða afmörkuð
svæði er að ræða. Sé litið til
þessa, hefði verið hægt að fá
frestun gangna í austurafrétt,
en hreppsnefnd Skútustaða-
hrepps sótti ekki um þetta
leyfi,“ sagði bóndi í Mývatns-
sveit, þegar spurst var fyrir um
heimtur fjár af austurafrétt-
inni. Bændur í Mývatnssveit
hafa miklar áhyggjur af hve illa
tókst til með smölun á afrétt-
inni upp úr miðjum september,
en síðan hefur vart gefið til
ieitar vegua veðurs. Trúlega
hefur fjölda fjár fennt og
tjárskaði er mikill.
„Af austurafréttinni vantar
hundruð fjár. Lögskipuðum
göngum var frestað til 20. sept-
ember og þá var kominn snjór.
Einstaka bændur töldu sér hag í
að fresta göngunum, vildu ekki fá
féð heim strax. Síðan hefur tíð
verið slæm og ekki gefið vel til
ieita," sagði Árni Halldórsson,
bóndi í Garði.
Að sögn Hjörleifs Sigurðsson
ar, bónda á Grænavatni, þá hefur
þann snjó sem setti niður um
miðjan september ekki tekið
upp. „Búið er að fara tvisvar í
skítaveðri en mikið vantar, jafn-
vel hundruð. Vafalítið hefur
töluvert af fé fennt. Það sorglega
er, að hugsunarháttur manna er
víða svo breyttur. Þegar þeir hafa
upp í fullvirðisréttinn, þá er þeim
sama hvað verður um hitt. Þetta
heyrir maður víða. Skylda sveit-
arfélagsins er að sjá um að farið
sé til fjalla og smalað enn á ný.
Ég skil ekki í öðru en svo verði
gert, þetta er ekki gott mál,“
sagði Hjörleifur.
Harðorð ályktun trúnaðarmannaráðs Einingar um atvinnumál:
Krafa á ríkisvaldið um ákveðna
steftiumótiin í atvinnuuppbyggingu
Fundur trúnaðarmannaráðs
Verkalýðsfélagsins Einingar sl.
fimmtudagskvöld samþykkti
mjög harðorða ályktun um
atvinnumál sem birt er hér i
heild.
in að standa vörð um þau fyrir-
tæki sem fyrir eru.
Fundurinn skorar á hin ýmsu
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
að vinna enn betur en þegar hef-
ur verið gert, a,ð meiri og fjöl-
breyttari vinnslu þess afla sem á
land berst.
Höfuðatriði er, að allir reyni
að gera enn betur en áður, en láti
ekki undan síga, þótt við nokkra
erfiðleika sé að etja. Þau vanda-
mál, sem við blasa, eru þess
eðlis, að á þeim ber að sigrast en
ekki flýja þau. Sameiginlegt
markmið hlýtur að vera: Blóm-
legar og vaxandi byggðir við
Eyjafjörð.“
„Fundur trúnaðarmannaráðs
Verkalýðsfélagsins Einingar,
haldinn á Akureyri 18. október
1990, lýsir áhyggjum sínum
vegna atvinnuástandsins á félags-
svæðinu, ekki síst á Akureyri,
þar sem verulegt atvinnuleysi
hefur að undanförnu verið alla
mánuði ársins, og í vetrarbyrjun
mun það fara vaxandi. Afleiðing-
ar þessa eru farnar að endur-
speglast í ört vaxandi brottflutn-
jngi bæjarbúa og verði ekki snögg
breyting til hins betra hvað
atvinnustarfsemi snertir, er ljóst,
að fólk flytur af svæðinu þegar
framkvæmdir hefjast við Fljóts-
dalsvirkjun og byggingu álvers á
Keilisnesi.
Ljóst er að brottflutningur
fólks leysir aldrei þann vanda
sem atvinnuleysi er. Átvinnuleys-
ið vex vegna samdráttar í við-
skiptum, hverskonar þjónustu,
byggingastarfsemi og á fleiri
sviðum. Þannig skapar brott-
flutningur vítahring, sem sífellt
verður erfiðara að komast út úr
eftir því sem lengra líður. Því ber
að rjúfa þennan vítahring áður
en hann verður illa eða ekki við-
ráðanlegur.
Knýjandi nauðsyn er á, að allir
þeir aðilar, sem áhrif hafa í
atvinnulífinu á þessu svæði, sam-
eini krafta sína til aukinnar
atvinnustarfsemi. Fundurinn ger-
ir kröfu til ríkisvaldsins um að
það komi með ákveðna stefnu-
mótun í atvinnuuppbyggingu hér
við Eyjafjörð þar sem það hefur
nú óbeint forgöngu um mikla
atvinnuuppbyggingu í öðrum
landshlutum, sem sogar til sín
vinnuafl héðan og því enn meiri
nauðsyn að leita nýrra leiða til
atvinnuuppbyggingar en kannski
virtist um skeið. En atvinnuupp-
bygging við Eyjafjörð þarf m.a.
að taka til þeirra fyrirtækja, sem
ríkið á stóran hlut í hér á svæð-
inu, auk þess sem nýjar greinar
þurfa að koma til.
Sveitarfélögin verða einnig að
koma myndarlega inn í nýsköpun
atvinnulífs, enda veltur afkoma
þeirra algerlega á því, að íbúar
þeirra hafi næga atvinnu og góðar
tekjur. Einnig verða sveitarfélög-
Atvinnuleysi í september:
Atviraiuleysi hjá körlran er
mest á Norðralandi eystra
- en ástandið hjá konum er verst á Vesturlandi
Á þriðja ársfjórðungi þessa árs
voru skráðir 115 þúsund
atvinnuleysisdagar á landinu
öllu og eru þá skráðir atvinnu-
leysisdagar það sem af er árinu
472 þúsund talsins. Fjöldi
skráðra atvinnuleysisdaga
jafngildir því að 2400 manns
hafi að meðaltali verið á
atvinnuleysisskrá fyrstu 9 mán-
uði ársins sem svarar til 1,9%
af mannafla. Á sama tíma í
fyrra voru skráðir 407 þúsund
atvinnuleysisdagar og hefur
þeim samkvæmt því fjölgað
um 16% milli ára.
í septembermánuði sl. voru
skráðir 28 þúsund atvinnuleysis-
dagar á landinu öllu sem jafngild-
ir því að 1300 manns hafi verið á
atvinnuleysisskrá að meðaltali í
mánuðinum eða sem svarar 1,0%
af áætluðum mannafla samkvæmt
spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta er
minnsta atvinnuleysi sem skráðst
hefur í einum mánuði til þessa á
yfirstandandi ári og 14 þúsund
dögum færra en í mánuðinum á
undan.
Þess má í þessu sambandi geta
að septembermánuður hefur
jafnan verið sá mánuður ársins
sem atvinnuleysi hefur mælst
minnst. Sl. 5 ár hafa að meðaltali
skráðst tæplega 13 þúsund
atvinnuleysisdagar í septcm-
bermánuði.
Af einstökum landshlutum var
mest atvinnuleysi í september á
Vesturlandi, eða 1,8% og þar af
var skráð atvinnuleysi hjá konum
á Vesturlandi 3,6%, tæplega 1%
meira en á Austurlandi, þar sem
skráð atvinnuleysi kvenna var
næstmest.
Á Norðurlandi eystra mældist
atvinnuleysi 1,7% og þar af 1,2%
hjá körlum. Þetta var jafnframt
eina svæðið þar sem atvinnuleysi
karla mældist meira en 1% af
áætluðum mannafla. Hjá konum
mældist atvinnuleysi hins vegar
2,3% Á Norðurlandi vestra
mældist 1,2% atvinnuleysi, 2,0%
hjá konum og 0,7% hjá körlum.
-KK
Fiskifélag Islands:
Smábátarnir veiða meira en í fvrra
Þótt ekki hafi blásið byrlega
hjá smábátunum undanfarnar
vikur var afli þeirra mun meiri
fyrstu 9 mánuði þessa árs mið-
að við sama tímabil í fyrra. í
Uppskeruhátíð Knattspyrnu-
ráðs Akureyrar fer fram í Dyn-
heimum í dag og hefst kl.
13.30. Þar verður m.a. kunn-
gert hver hlýtur nafnbótina
„Knattspyrnumaður Akureyr-
ar 1990“.
septemberlok höfðu þeir kom-
ið með 46.485 tonn að landi á
móti 36.217 í lok september
1989.
Auk þess verða veitt verðlaun
fyrir sigur í mótum á vegum
KRA í sumar og þá verður
markakóngur KRA heiðraður.
Knatispyrnuáhugamenn er hvatt-
ir til þess að mæta í Dynheima í
dag og taka þátt í uppskeruhátíð-
inni.
arnir 7.607 tonn á þessu tímabili
en frá.janúar til septemberloka í
fyrra veiddu þeir 5.986 tonn.
Þetta er veruleg aukning en
athygli vekur að mesta aukningin
var á Reykjanesi, þar stekkur afl-
inn úr ríflega 6 þúsund tonnum í
12 þúsund tonn.
Bátar á Norðurlandi veiddu
170.608 tonn fyrstu níu mánuði
ársins á móti 104.352 tonnum í
fyrra. Skýringin er auðvitað fólg-
in í meiri loðnuafla og þá hefur
rækjan sótt í sig veðrið.
Hjá togurunum á Norðurlandi
hefur hins vegar orðið samdrátt-
ur, 78.026 tonn á móti 80.068.
Þar af hefur grálúðuaflinn dregist
saman um 3.000 tonn og þorsk-
aflinn um 2.000 tonn. Ufsinn er
aftur á móti gjöfulli en í fyrra,
miðað við þessar bráðabirgðatöl-
ur Fiskifélags íslands. SS
Á Norðurlandi veiddu smábát-
Uppskeruhátíð KRA í dag:
Hver verður útneMur „Knatt-
spymumaður Akureyrar“?
Arnljótur Sigurðsson á Arnar-
vatni hafði þetta um málið að
segja: „Hér er gjörsamlega jarð-
laust fyrir kindur og hefur verið
lengi. Vandræðaástand hefur
skapast með austurafréttina. Það
er vitað að á henni er enn fjöld-
inn allur af kindum. Ófærðin
hamlar að gengið sé. Að vísu er
hægt að komast um á vélsleðum,
en veðráttan hefur komið í veg
fyrir slíkt að mestu. Þoka hefur
legið yfir afréttinni dag eftir dag
og ekkert smölunarveður gefist.
Reynt hefur verið að stökkva í
þetta þegar birt hefur, en lítið að
gagni."
„Ég held að menn séu ekki
búnir að rannsaka hjá sér að fullu
hvað vantar. Ég hef að vísu heyrt
töluna 5-7%. Það er tiltölulega
lítið fyrir ofan það sem eðlilegt
getur talist. Minna en ég bjóst
við. Ég hef ekki heyrt um neinn
bónda sem ekki hefur fyllt kvóta
sinn í sláturhúsinu, þannig að
það er spurning um hvað má
kalla fjárskaða. Vissulega hafa
bændur farið í aukaleitir, en af
sveitarfélagsins hálfu hefur ekki
verið rætt um að gera sérstakar
ráðstafanir á austurafréttinni,":
sagði Sigurður Rúnar Ragnars-
son, sveitarstjóri Skútustaða-
hrepps.
Böðvar Jónsson, bóndi á Gaut-
löndum, telur að ekki sé hægt að
leyna að bændur vantar óvana-
lega mikið fé. „í venjulegum
góðum árum, þegar ekki gerir
áfelli, þá skilar austurafréttin
fénu, það ferst lítið þar. Ég get
ekki sagt um hve mikið vantar.
Að tala um hundruð var ekki
fjarstæðukennt, en bændur eru
stöðugt að heimta og tölurnar
lækka dag frá degi,“ sagði
Böövar.
„Ég hafði samband við sýslu-
mann og taldi gangnafrestunina
ólöglega. Jafnframt tjáði ég sveit-
arstjóra, að ég myndi ekki greiða
aukakostnað vegna aukagangna,
sem væru afleiðingar ólöglegrar
frestunar og einnig ef sannaðist
fjárskaði gæti farið svo að
skaðabótamál hlytist af,“ sagði
Árni Halldórsson í Garði. ój
í BÆNDATRYGGINGU
SJOVA-ALMENNRA
SAMEINAST
EINKATRYGGINGAR
FJÖLSKYLDUNNAR 0G
VÁTRYGGINGAR
SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM
LANOBÚNAÐARINS
SJQVAulluAlMENNAR