Dagur - 20.10.1990, Side 6

Dagur - 20.10.1990, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 A MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, PÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bókaþjóðin og þjóðleg fróðleikssöfnun íslenska þjóðin hefur oft verið nefnd bókaþjóðin, vegna almennrar bókhneigðar sem birtist ekki síst á vettvangi sagnaritunar og ættfræði- áhuga. Bókin hefur löngum átt ríkan þátt í þjóðarvitundinni, ásamt almennri fróðleiksfýsn, oft óháð skólagöngu lesand- ans. Hér er um ákaflega jákvæðan þátt þjóðlífsins að ræða, en á þessum tímum tölvuvæðingar og hátækni er ástæða til að staldra við, og gæta að hvert stefnir. Þar sem íslensk menningar- arfleifð byggir í svo ríkum mæli á bókmenntum og söguritun er ekki að undra, þótt á tímum fjölbreyttrar afþreyingar gæti nokkurrar óvissu um framtíð bókmenntahefðarinnar. Því má ekki gleyma, að bækur eru rit- aðar til að vera lesnar, til fróð- leiks eða skemmtunar, nema hvort tveggja sé. Á því leikur tæpast nokkur vafi, að ættfræðiáhugi þjóðar- innar hefur bjargað mörgum verðmætum heimildum frá glötun, stundum með sam- stilltu átaki margra manna. Hvað sagnaritun nútímans áhrærir þá hafa margir stærri kaupstaðir og ýmis byggðarlög landsins látið rita sögu sína en hjá öðrum er það verk víða í undirbúningi, eða hefur þegar verið hleypt af stokkunum. Söguritarar framtíðarinnar munu eiga við aðra erfiðleika að etja en þá að heimildir skorti, í mörgum tilvikum. Vandi þeirra verður án efa frekar að greina kjarnann frá hisminu, vegna ofgnóttar heimilda. Sumir þeir, sem láta sér annt um sögu þjóðarinnar, hafa af því nokkrar áhyggjur að yngri kynslóðir fjarlægist uppruna sinn. Sem dæmi hefur verið nefnt, að ekki sé óalgengt að unglingar viti lítið sem ekkert um ævi móður- eða föðurfor- eldra sinna, hvað þá langafa og langömmu. Þetta á sér sjálf- sagt margar skýringar, en sök- in liggur oft hjá foreldrum, sem vanrækja að fræða börn sín um ættir foreldra sinna og ævi þeirra. Hér kemur hraði og streita nútímans til sögunnar, með minnkandi persónulegum samskiptum eldri og yngri kynslóða, og breyttu uppeldis- hlutverki, þar sem sífellt fleira er fært til skólanna. Ein af forsendunum fyrir sagnfræði sem fræðigrein er, að til að skilja nútímann verði menn að þekkja þróun og atburðaráðs fortíðarinnar. Auk þess hefur sagnfræði sjálfstætt gildi, eins og aðrar greinar hugvísinda. Um ættfræði er það að segja að sú grein verður tæpast kennd í skólum, en þar byggir mest á framtaki hvers og eins til að kynnast forfeðr- um sínum, ævi þeirra og störfum. Ástæða er til að hvetja kennara, foreldra og aðra sem láta sig uppeldismál varða, til að leggja sitt af mörkum til að varðveita og efla bókhneigðina og glæða forvitni yngri kyn- slóðar um uppruna forfeðra hennar. EHB íniynd sem hvarf Sumarið hvarf út í buskann eins og hendi væri veifað. Það hefur ef til vill verið drepið fyrir aldur fram, eins og Lennon, eða þá lagst undir hvítan feldinn ofurölvi af þessum undarlega kokkteil sem sjá hefur mátt á götum bæjarins, kokkteil sem samanstendur af föllnu, marglitu laufi, krapi, snjó og vatni, að viðbættum nokkrum hálffrosnum hrönglkenndum molum til kælingar h'kt og í hverjum öðrum alvörukokkteil. En það hvarf fleira út í buskann. Þannig hvarf að því er manni virðist öll þessi makalausa ímynd Akureyringa. Suður í Kringlu, á Gauk á Stöng eða á Keilisnes. Guð einn veit. Gengin tíð Það er gengin tíð, að sönnu ekki fyrir svo ýkja löngu, þegar sungið var „Við höfum Lindu, við höfum KEA“ og „þurfum lítið sem ekkert að sækja suður“. Þetta síðasta verandi að vísu dálítill rembingur ellegar goðsögn, þar sem Akureyring- ar hafa ávallt þurft, eða að minnst kosti viljað þurfa, að sækja hitt og þetta suður. En þessi sjálfsímynd Akureyringa, að þeir væru einstaklega merkilegir og einstaklega sjálfstæðir, haf- andi í bænum öll landsins merkustu fyrirtæki, hefur hvað sem öðru líður verið til staðar. Og jafnvel verið aðhlátursefni bæði fólks á nafla alheimsins fyrir sunnan og ef til vill ekki síður ýmissa landsbyggðarmanna sem sumir hverjir hafa gengið svo langt að segja að Akureyri sé mesti dragbítur á alla sanna byggðastefnu í landinu. Þaö má ugglaust færa að því ýmis rök, að sitthvað í ímynd Akureyringa hafi í gegnum tíðina verið svona fremur nei- kvætt. Lilja Mósesdóttir hjá HA, drepur á nokkra af þessum þáttum í einkar athyglisverðu viðtali í nýlegum Degi, til að mynda hina fyrrnefndu ánægju, jafnvel dýrkun fólks á fyrir- tækjum ýmsum í bænum, svo og yfirstétt hans, ásamt því hversu menn séu yfirdrifið uppteknir af sjálfum sér og eigin fjölskyldu þannig að heimurinn fyrir utan komist ekki að. En þó að þessir þættir virki talsvert neikvæðir á aðkomumanninn með sitt glögga gestsauga, þá má nú einnig finna ýmsa já- kvæða þætti sem Akureýringar með réttu gorta stundum duggunarlítið af. Nefna má í því sambandi hvernig menn tóku og löguðu að umhverfinu marga hluti innflutta frá Dan- mörku, til að mynda á sviði garðræktar og umhverfismála. Ef til vill er þetta einmitt besta dæmið um það sem fyrirfinnst á íslandi hvernig innbyrða má erlend áhrif og laga þau að íslenskum aðstæðum svo vel fari, því alltof oft hafa slíkar til- raunir lítið verið annað er barasta barnalegar og í besta falli skondnar eftirapanir eða eftirlíkingar. Annað jákvætt mætti nefna í fari hins venjulega Akureyrings, en það er tiltölulega lítið af fordómum gagnvart fólki af öðrum kynþáttum eða lit- arhætti, svo og fötluðum, en það vakti mikla athygli, fyrir tíu til fimmtán árum að þroskaheft fólk skyldi án aðkasts að heit- ið gæti látið sjá sig á almennum dansleikjum á Akureyri, með- an slíkt þótti alger firra til dæmis í Reykjavík. Leit En þessi ímynd sem skapast hefur af Akureyringum sem grobbnum, lokuðum, sjálfbirgingslegum en jafnframt áhrifa- gjörnum, hrifnæmum og frjálslyndum einstaklingum, hvarf skyndilega, eiginlega um leið og hinn fyrrum þjóðhagi Jón í iðnaðarráðuneytinu var fallinn af stalli þjóðardýrlings Eyfirð- inga nr. I. Missir átrúnaðargoðsins suður á Keilisnes með alla álmengunina hafði hin ótrúlegustu áhrif. Menn hafa setið lamaðir, daufir og ráðvilltir, varla trúandi þessu með álverið heittþráða, þó svo að sjálfur fjölmiðill allra landsmanna hafi sett það niður fyrir sunnan þegar í vor. Svo langt er jafnvel farið að ganga, að DV sandkorninu góða þykir orðið ástæða ti að ýja að því hvort menn muni jafnvel á allra næstu mánuð- um sjá á eftir sjálfu KEA suður, og því þá ekki bara kirkjunni líka. Einhvern tímann sögðu gárungarnir víst eitthvað á þá leið, að réttast væri að setja merki KEA á kirkjuturninn. Raunar getum við svo sem hugsað hugsunina til enda, og spurt okkur þeirrar spurningar hvort ekki sé bara réttast að flytja kirkjuna suður og setja á hana þetta merki ráðvilltum Akureyringum til leiðbeiningar þarna á flatneskjunni nálægt slysagildrunni við Kúagerði. En ef til vill eru ekki allir í þessum bæ svona óskaplega ráð- villtir, þó svo að ímyndin virðist hafa horfið sporlaust. Ein- hverjir hljóta að vera til sem hefja vilja að henni leit, ellegar þá skapa sér aðra nýja og ef til vill enn betri úr þeim jákvæðu hráefnum sem fyrir eru, blönduðum öðrum nýjum ferskum. Sitthvað virðist hafa verið kjaftað á ýmsum vígstöðvum, þótt minna hafi borið á aðgerðum. Hér er ekki verið að fara fram á það að menn fari að sprengja upp stjórnarráðið eða Kringl- una í nafni einhverra Varnarsamtaka Eyjafjarðar, en vel mætti nú samt vekja á því athygli að við þennan fjörð búa enn eitthvað um tuttugu þúsund sálir, og þar af þó nokkur atkvæði. Vel á minnst. Mikið væri nú annars gaman að sjá upplitið á þeim fyrir sunnan ef Eyfirðingar byndust nú sam- tökum um að sitja heima á komandi kjördag, en ekki er þó endilega víst að svo róttæk aðgerð sé nauðsynleg til að hressa við þá sjálfsímynd okkar sem birtist í dægurlagatextanum góða, um að við þurfum ekki svo mikið að sækja suður. Eins og flestum er kunnugt, og það er engin goðsögn, þá eru hér á Akureyri rekin nokkur öflug fyrirtæki á sviði sjávarútvegs. Maður spyr sjálfan sig oft að því, af hverju í fjáranum þessi Reynir Antonsson skrifar fyrirtæki þurfi endilega að selja afurðir sínar erlendis í gegn- um milliliði í Reykjavík sem þar með maka krókinn á góðum rekstri hér nyrðra. Ekkert ætti að standa í vegi fyrir því að hér verði sett á stofn öflugt norðlenskt sölufyrirtæki sem gæti jafnvel selt fiskinn okkar sem dýra lúxusvöru úr ómenguðu norðlensku umhverfi. Hið sama gegnir raunar ekki síður um okkar ágætu landbúnaðarvörur sem þeim Reykvíkingum hef- ur bókstaflega ekki tekist að selja og ef til vill hreinlega ekki viljað það. Hið ómögulega Við getum reyndar haldið áfram á þessari braut í leit okkar að hinni horfnu ímynd. Er við nú röðum henni saman upp á nýtt getum við bætt inn enn nýjum, og þó eiginlega ekki alveg framandi þætti. Það er að segja, að framkvæma ýmsa hluti sem í rauninni er ómögulegt að framkvæma. í Pressunni á dögunum var sagt frá endemis klúðri í sambandi við svokall- aða Vision 2000 ráðstefnu, þar sem meðal annars ber ábyrgð maður af einni fínustu íhaldsætt landsins, klúður sem hefur kostað einhverjar milljónir fyrir utan það svo að í skömminni lenda meðal annars að ósekju okkar ástsæli forseti og svo aumingja greyið hann Denni. Þessa miklu ráðstefnu er auð- vitað ekki hægt að halda á Akureyri og bjarga þannig því sem afgangs kann að verða af heiðri þjóðarinnar. En einmitt þess vegna ætti Akureyri auðvitað að koma til hjálpar. Minnumst þess að það var heldur ekki hægt til að mynda að setja upp söngleikinn „My Fair Lady“ á Akureyri, og það var ekki í rauninni hægt að reka á Akureyri skóverksmiðju eða leika Evrópuleiki í knattspyrnu, og var allt þetta þó gert. Heimskulegur metingur milli staða eða hrepparígur eru ekki af hinu góða, en heilbrigður metnaður fyrir hönd sinnar heimabyggðar og sjálfsímynd með samsvörun í byggðarlaginu er alltaf jákvæð. Það er hverju byggðarlagi, og raunar hverri þjóð lífsnauðsyn að eignast sína sérstöku sál. Litlu byggðasál- irnar mynda allar eina allsherjar íslenska þjóðarsál sem svo mikil nauðsyn er að varðveita ekki síst nú á tímum allsherjar- samspyrðingar þjóðanna. Það er alltaf skaði ef sjálfsímynd einhvers byggðarlags hverfur, ef einn hlekkur í þjóðarkeðj- unni brestur. Einfaldlega vegna þess að engin keðja verður nokkru sinni sterkari en hennar veikasti hlekkur. ímynd Akureyringa með öllum hennar kostum og göllum er það mikilvægur hlekkur íslenskrar og raunar evrópskrar þjóða- keðju að hún má ekki hverfa, bráðna í vítisofnum sunn- lenskra álvera.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.