Dagur - 20.10.1990, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990
Leiðin til raunveruleikans
Það er kannski við hæfi nú þeg-
ar mikið er um að menn velti
fyrir sér hinum ýmsu leiðum til
andlegs þroska að taka til
athugunar hvað það er sem er
raunhæft að gera í þessum
efnum. Oft eru menn að velta
þessum hlutum fyrir sér af ein-
skærri forvitni eða þá að þeir
eru með það að markmiði að
hressa upp á sjálfa sig.
Menn virðast skiptast nokkurn
veginn í tvo hópa. Það eru þeir
sem prófa og reyna hinar ýmsu
aðferðir og fyrirbæri sem upp á
er boðið hjá þeim sem gefa sig
út fyrir að kenna eða leiðbeina
í andlegum málefnum, hvort
sem um er að ræða námskeið til
að læra eingöngu hugleíðsiu,
eða á Tarotspil, stjörnukorta-
lestur eða það að flakka á milli
miðilsfunda og spákvenna í alls
kyns grúski. Hinn hópurinn sem
færri vita af og er vitanlega mun
minni fer hina einföldu leið.
Það eru þeir sem iðka einhverja
andlega leið af alvöru alla sína
ævi. Sú leið felst jafnan í að
stunda eitthvert heilsteypt
yogakerfi sem nær yfir alla þætti
í mannlegum þroska og ber
menn beina leið að markinu án
viðkomu í einhverjum aukaatr-
iðum. Pegar litið er yfir eðli
þeirra atriða sem farið er í á
slíkri leið er rauður þráður
gegnumgangandi í gegnum flest
kerfin sem fara þarf eftir til að
öðlast aukinn þroska enda um
að ræða sama lögmálið sem
stjórnar okkur öllum.
Sjálfsagt eru ekki allir með á
nótunum varðandi við hvað er
átt en við skulum íhuga þetta
aðeins betur. Pað var skáldið
Mark Twain sem sagði eitt sinn
skopsögu um fanga. Skop er
bara skop en stundum dylur það
dýpri sannleik en hægt er að
lýsa með öðru móti. Fanginn
hímdi á gólfinu í skuggalegri
dýflissu löng og lýjandi ár. Svo
var það að lokum að dag einn
fékk hann snjalla hugmynd.
Hann stóð upp, gekk til dyr-
anna, opnaði og fór út!
Þessi litla saga er mjög góð
lýsing á stöðu mannsins sam-
kvæmt viðhorfi margra yoga og
einnig því sem fram kemur í
kenningum Búddha: Maðurinn
er fangi í heimi sínum og tilveru
af því að hann heldur að hann
sé lokaður inni. En það er mis-
skilningur. Hann er frjáls . . .
ef hann áttar sig á að hann ligg-
ur við opnar dyr. Hann þarf
ekki að gera annað en að standa
upp, ganga til dyranna, opna og
fara út!
Það að Iáta af þessu verða
er hin göfuga áttfalda leið sem
innifelur þroskaleið mannsins.
En hver er hin áttfalda leið?
Hún er: 1. - Rétt sjón (skiln-
ingur í merkingunni að sjá),
2. - rétt ákvörðun (í þeirri
merkingu að vilja það rétta),
3. - rétt tal, 4. - rétt breytni,
5. - réttir lifnaðarhættir (í
þeirri merkingu að afla sér lífs-
viðurværis á réttan hátt), 6. -
rétt viðleitni eða áreynsla, 7. -
rétt athygli, og 8. - rétt
samadhi (hugljómun, stundum
kallað hugkyrrð).
Oft þegar talað er um yoga
eða kenningar Búddha er sam-
tímis talað um að þar séu á ferð-
inni trúarbrögð. En það er mjög
hæpinn sannleikur að kalla
fræði yoganna og Búddha, trú
eða jafnvel kenningar. Þar er
frekar um lífsleið að ræða sem
fjallar um hvernig maður eigi að
fara að því að lifa. Þarna kemur
aðalpunkturinn. Þetta eru ekki
fræðikenningar „um“ mannlíf
heldur beinlínis það að upplifa
og reyna. Þess végna er bein-
asta leiðin besta leiðin.
Sú saga er sögð að dulspek-
ingur einn hafi eitt sinn komið
til að heimsækja Búddha á með-
an hann starfaði á Indlandi.
Dulspekingurinn gekk á vatn-
inu yfir ána sem þeir voru við til
þess að komast á hans fund.
Búddha hrósaði honum fyrir
þessa færni og spurði:
- Hvað varstu lengi að kom-
ast upp á lag með þetta?
- Tuttugu ár, svaraði dul-
spekingurinn hróðugur og lét í
ljós að hann hefði lært þetta
bara til að komast á fund
Búddha.
- Tuttugu ár, át Búddha eftir
honum undrandi. Hvers vegna
tókstu ekki heidur ferjuna sem
er aðeins hálfa dagleið hér fyrir
ofan?
Þetta er það sem einkennir
stefnu Búddha og yoga. Það eru
engar krókaleiðir í hávegum
hafðar. Þess vegna eru trúarleg-
ar athafnir og heimspekivanga-
veltur ekki hátt skrifaðar í þess-
um stefnum þó að slíkt sé á eng-
an hátt bannað. En hvort tveggja
getur dregið athyglina frá því
sem öllu máli skiptir en það er
raunveruleikinn sjálfur og hið
rétta líf.
Við skúlum taka dæmi um
dyrnar til að átta okkur betur á
þessu. Trúarathafnir eru tignun
þess sem er fyrir utan fangaklef-
ann. En lausn vandans felst
ekki í að sitja kyrr og tigna það
sem fyrir utan er. Það skiptir
heldur engu þó að þú hafir ein-
hverjar heimspekilegar kenn-
ingar um dyr. Þú veist ekki fyrr
en þú tekur um snerilinn og
opnar hvort þú kemst út og
hvað er fyrir utan.
Það má segja að hinu rétta lífi
sé lýst í hinni áttföldu leið. Hún
er leiðin brott frá þjáningu og
hörmum og er öllum fær. Það
ber að hafa í huga þegar hugsað
er um hina áttföldu leið að hún
er ekki í átta áföngum eða
þrepum. Fyrsta atriðið kemur
ekki endilega á undan áttunda
atriðinu. í fræðunum er ekkert
sem segir í hvaða röð þessi atriði
koma og sennilega er best að
taka þau öll fyrir í einu til að
ekkert vanti frá upphafi. Eins er
Umsjón: Einar Guömann.
Dulspeki Jp 'L
ekki um að ræða hvort hin átt-
falda leið taki langan eða stutt-
an tíma.
En hvað er hin áttfalda leið?
Þessi átta atriði eru misgreinileg
og hafa verður í huga að í mörg-
um atriðunum er grundvöllur-
inn fyrir árangri iðkun og aftur
iðkun. Hér á eftir fara tilraunir
til skýringa.
1. Sjón . . . er hér í þeirri
merkingu að sjá bæði með lík-
amlegum augum og hugrænum
og að sjá en ekki bara horfa.
Nauðsynlegt er að upplifa
„beint“ það sem er séð.
2. Ákvörðun ... er hér í
merkingunni ætlan eða tilgang-
ur. Hvað það er sem þú raun-
verulega vilt og það stefnir að
því að þú hættir að eltast við
einskisverða hluti.
3. Tal . . . þarf varla
skýringar við. Það lýtur að því
að þú eigir ekki að tala nema
rétt og rétt er ekki satt heldur
líka gagnlegt og laust við að
valda öðrum sársauka.
4. Athöfn . . . hér er um að
ræða athöfn sem hefur engar
neikvæðar afleiðingar og athöfn
sem skapar ekki skuld og er
unnin eins eðlilega og að draga
andann.
5. Lifnaðarhættir . . . hér er
átt við það sem haft er fyrir
starfi og hvernig þú aflar þér
lífsviðurværis. Það þýðir að þú
eigir fremur að láta aðra ganga
fyrir og lifa ekki á þann hátt að
það auki þjáninguna í heimin-
um. í þessu atriði felst líka í
hverju vert er að sækjast eftir
yfirleitt.
6. Viðleitni . . . Andleg við-
leitni. Það að hefjast handa og
byrja að reyna. Það sjónarmið
réði í huga fangans þegar hann
reis upp og reyndi að opna
dyrnar.
7. Athygli . . . vakandi
athygli og að kunna að veita
athygli og virða fyrir sér og
fylgjast með öllu sem fram fer
hið ytra og innra. Þar er eitt
stærsta atriðið og það byggist að
stærstum hluta á iðkun.
8. Samadhi eða hugar-
kyrrð . . . Það er hljóður og
glaðvakandi hugur sem er hand-
an við ys og þyt hugsananna.
Það er langsótt að ætla sér að
útskýra hinn áttfalda veg í smá-
atriðum. Til þess eru orð einskis
megnug. Ef við hins vegar hugs-
um um fyrsta atriðið sem er
sjón, (innsæi) þá erum við kom-
in að því atriði sem aðskilur
þessa leið frá öðrum stefnum.
Það er strax stefnt út í hið
óþekkta. Þú átt að leitast við að
sjá betur en þú ert vanur að sjá.
Þar gildir samspil sjöunda
atriðsins, athyglinnar þar sem
tilgangurinn er að sjá það sem
raunverulega er. Ekki að horfa
án þess að sjá eins og svo
algengt er í hugarástandi fólks.
Atriðin eru mismikilvæg en
segja má að sjöunda atriðið sé
mikilvægast og á því er allt
byggt. Það er meira að segja
erfitt að gefa leiðbeiningar um
þessa leið. Þú verður að ganga
leiðina sjálfur. Það er vegna
þess að leiðin er alsett uppgötv-
unum. Blindur maður sér ekki
sólarlagið þó að þú lýsir því fyr-
ir honum. Hann verður að öðl-
ast sjónina til að sjá rétt eins og
þekking sem fengin er með
lestri bóka um andleg málefni
er einungis vitsmunaleg
þekking. Raunveruleg þekking
fæst einungis með iðkun og
athygli.
Kristinn G. Jóhannsson skrifar
Bakþankar
eða skrifa undir án þess
Tft / í undir án þess að vita undir ■ ■■ hvað er skrifað eða skrifa undir tft kflíí
„10 IJ^T.. . án þess aðrir viti undir hvað eða ! JB 8 BHL J8 w skrifa undir með vitlausan hatt JJ111 w" 1 “w * IU iJU
Okkur er flest til lista lagt, fram-
sóknarmönnum, og eiginlega er
opinber málflutningur sjaldan
svo torskilinn að við ekki ráðum
fram úr með okkar hætti. Þó bar
svo við um daginn að við horfð-
um dálítið í kross þegar Jón
Sigurðsson, iðnaðarráðherra
skrifaði nafnið sitt. Við leituðum
víða ráða hvernig átti að skilja
nafnið hans Jóns á þessum
löggilta skjalapappír. Þar voru
líka útlend nöfn á þessum
sama papplr og vildu kaupa raf-
magn og búa til álúmíníum.
Mér skilst það sé eins konar
grár máimur sem allir vilja búa
til nema þeir sem eru kvenkyns.
Ég er það ekki. Ég las i blöðum
víða og hlustaði á sjónvarp og
útvarp til að vita hver væri að
skrifa undir hvað en er jafnnær.
Ríkisstjórnin undir forsæti okk-
ar ástæia foringja skildi undir-
skriftina með mismunandi hætti
eftir því hvort talað var fyrir eða
eftir kvöldmat. Alþýðubanda-
lagsráðherrarnir voru sammála
undirskriftinni þangað til þeir
skildu að úr henni mætti gera
ágreining innanflokks og berja
á formanninum sem var með-
mæltur undirskriftinni enda vissi
hann ekki fremur en þeir undir
hvað var skrifað og Páll minn á
Höllustöðum var á móti henni af
því að hann vissi ekki hvort
hinn maðurinn sem skrifaði
undir, Jóhannes, hefði verið
undir borðinu eða oná því þeg-
ar hann skrifaði. Lögfræðipró-
fessorar segja okkur að undir-
skriftin Jóns sé Jóns og Jón skrifi
ekki undir fyrir ríkisstjómina af
því að hann er í ríkisstjórninni
sem er sammála því að Jón
skrifi ekki undir þaö sem hann
er búinn að skrifa undir. Það er
óþarfi að taka fram að Jón skrif-
ar undir vegna þess að hann er
að semja fyrir ríkisstjórnina
sem hann er í en vill ekki kann-
ast við að hann skrifi undir neitt
í sínu nafni.
Þegar hér var komið sögu í
tilraunum mínum til að skilja
blekið I penna Jóns ákvað ég
að íslensk stjórnmál væru jafn-
vel enn flóknari en við væri að
búast. Ég leyfi mér að efast um
að aðrir kjósendur Framsóknar-
flokksins hafi á þessu betri
skilning en ég sem er langþjálf-
aður í þessu hringferli rök-
hyggjunnar sem flokkur okkar
er þekktur fyrir og lýsir sér í því
að hafa eina skoðun áður en
vellingurinn er etinn og hina
skoðunina á eftir án þess að
hafa skoðun.
Við skulum því hugsa þetta
svona til að auðvelda okkur vor-
kosningarnar: Mönnum finnst
þrátt fyrir Hjörleif að ráðlegt sé
að selja rafmagn og byggja
virkjanir án þess að skrifa undir.
Til öryggis eru flestir ráðherr-
ar í rikisstjórninni á móti þessu.
Þeir samþykkja þetta þess
vegna.
Allir í ríkisstjórninni eru sam-
mála um að svona álver sem
þeir eru á móti skuli rísa á
landsbyggðinni utan höfuð-
borgarsvæðisins. Þaö er þess
vegna ákveðið að byggja það á
höfuðborgarsvæðinu.
Allir i ríkisstjórninni eru sam-
mála um að á svona iðnver
skuli koma fullkominn vot-
hreinsibúnaður. Það er þess
vegna ákveðið að slfkur búnað-
ur sé óþarfur.
Öll ríkisstjórnin er sammála
um að efla skuli atvinnu á
landsbyggðinni. Þess vegna er
að því stuðlað að sem flestir
flytji þaðan.
Enginn í rikisstjórninni vill
vita undir hvað Jón skrifaði, það
eru ýmist sendibréf, minnisblöð
eða fundargerð.
Ríkisstjórnin er ákveðin í að
blekið í penna Jóns sé svoleiðis
að enginn taki mark á því. Þess
vegna er þessi undirskrift bind-
andi fyrir alla ríkisstjórnina án
þess hún vilji það og án þess að
hún vilji vita að hún vill það sem
gert er en hún segist ekki vilja.
Ef undanfarinn texti er ill-
skiljanlegur venjulegu fólki þá
er það ekki mér að kenna þar
sem ég er aðeins að útskýra
stefnu stjórnarinnar okkar sem
segist þó ekki vita hverju hún
stjórnar né vitum við hverju hún
stjórnar ekki eða hverju hún
segist stjórna án þess að gera
það.
Ég verð að vísu að játa að
þegar hér er komið við sögu er
ég ekki alveg viss sjálfur um
hvað þessi pistil fjallar en treysti
því að þó að hann sé í fullu
samræmi við þá stjórnarstefnu
sem við búum við án þess að
búa við hana enda vitum við
ekki hvernig hún er vegna þess
að okkur hefur verið kynnt hún
svo rækilega án þess að nokkur
vissi hvað væri verið að kynna.
Ég vona samt að allt liggi
þetta nú Ijóst fyrir með undir-
skriftina hans Jóns og það eina
sem vantar er svarið við þessari
fánýtu spurningu: Undir hvað
skrifaði Jón og var hann þá að
skrifa fyrir ríkisstjórnina eða
bara fyrir sig prívat til að vera
kurteis við gesti sína?
Kr. G. Jóh.