Dagur - 20.10.1990, Side 17

Dagur - 20.10.1990, Side 17
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 17 efst í huga Barlómur og bleyðuháttur Morgun þann sem þetta er skrifað lá leið mín frá höfuðstaðnum Reykjavík, sem er einhvers stað- ar á landsbyggðinni fyrir sunnan, til Akureyrar. Samkvæmt fréttum og umtali hér fyrir norðan virtist ég á rangri leið og hefði helst ekkert átt að fara. En þar sem ég hef þegar ákveðið að flytjast leiðina Akureyri-Reykjavík, eins og allir þeir er ætluðu sér að græða á álveri og því tilheyrandi, sættist ég á þessi ósköp. Álversumræðan öll hefur oftar en ekki minnt mig á söguna um Bakkabræður en munurinn er sá að botninn endar ekki í Borgarfirði heldur álverið á Keilisnesi. Hijóðin sem nú heyrast úr börkum Eyfirðinga eru ýmist gleðióp „ekkert álver, engin mengun," eða dauðahryglur „þessir andsk... fyrir sunnan hirða allttil sín.“ Þetta við- kvæði „þessir fyrir sunnan" hljómar ansi oft, líkt og að fyrir sunnan ríki kóngur sem hafi stjórn á landinu og skipi hlutum niður eftir geðþótta. Síðastliðið haust fór ég í eina af peningastofn- unum bæjarins, þar sem ég fyrir aldurs sakir hafði öðlast rétt til að draga til min allan minn skyldusparnað, sem ég ekki hafði eytt á námsár- um. Ég hélt þetta nú ekki vera neitt tiltökumál en í bankanum var mér tjáð að þetta tæki tíu daga. Ég hváði og spurði hví. „Þetta bara er svona. Þeir ráða þessu þarna fyrir sunnan,“ var svarið. Þar sem ég var ekki alveg tilbúinn að gleypa það hrátt, brá ég mér hið fyrsta í símann og hringdi í „þessa þarna fyrir sunnan". Þar var mér tjáð að kæmi ég með öll tilskilin skilríki tæki mig tíu mínútur að fá peningana afhenta. Ég lagði á og bölvaði „þessum þarna fyrir sunnan". Síðan þá hef ég oft hugsað um þetta viðkvæði „þessir þarna fyrir sunnan ráða öllu.“ Þessi hugsun er nefnilega stórhættuleg og sýnir vel þá vanmáttarkennd sem margir landsbyggðarmenn eru haldnir gagnvart höfuðborginni og þeim stofnunum sem þar eru. Þessu þarf að breyta. Það er ekki hundrað i hættunni þótt ekki komi álver. Aðra hluti er hægt að fá i staðinn. Það sem þarf til er að hætta þessum barnalega hugsunar- hætti „af hverju fær hann þetta en ekki ég“. Full- þroska fólk ætti að gera sér grein fyrir því aö hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Ég geri ráð fyrir að mörgum sé orðið heitt í hamsi og hugsi „þessi andsk.. að sunnan honum ferst að rífa kjaft er sjálfur á leiðinni burt.“ En málið er ekki svo einfalt. Ekki dugir að standa út við vegg og kjökra „þessir Sunnlendingar hafa allt og fá allt.“ Það fólk sem nú er á efri árum er ekki vant að fá allt upp í hendurnar. Þeir hlutir sem ekki var hægt að útvega voru búnir til. Eins er með atvinnutækifæri hér á Norðurlandi sem og annars staðar á landsbyggðinni, það sem við ekki fáum verðum við að skapa. Landsbyggðar- fólk er ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar sem lifír líkt og sníkjudýr á skrifstofubákninu í Reykja- vik, en meðan það gerir sér ekki grein fyrir því sjálft gerist ekkert. Það kostar ekkert að hætta þessum betlarahugsunargangi, opna hugann, líta björtum augum fram á við og skoða mögu- leikana, hvað hægt er að skapa í stað þess að bíða eftir brauðmylsnunni sem að okkur er rétt. Kristján Logason. Díllintátur og fótbolti Eitt af því sem sá sem þetta ritar þurfti að láta á móti sér þegar Akur- eyri var kvödd, var vikuleg ferð á völlinn. Ekki vóru þær ferðir svo sem alltaf til að sjá okkar menn vinna eða til að sjá glæsilega knattspyrnu. Síð- astliðið sumar var nefnilega ekki að öllu leyti hagstætt áhugamönnum um knattspyrnu. Það var til dæmis sam- mæli okkar félaganna á klöppinni að heimsmeistarakeppnin hefði ekki eins góð áhrif á leikmenn fyrstu deildar eins og áhorfendur. Mér hefir fundist að þegar heimsmeistara- keppni er sýnd i sjónvarpi fjölgi tals- vert vandlátum áhorfendum á vellin- um heima. Líka verða menn ótrúlega sérfræðingar í leikkerfum, brotum leikmanna og síðast en ekki síst sér- fræðingar í dómgæslu. Surnir þurfa auðvitað ekki neina heimsmeistara- keppni til að öðlast óbrigðult skyn á þetta allt saman en það er nú önnur saga. Nú fór mér eins og fleirum síð- astliðið sumar að mér þótti oft bragð- daufur fótbolti á vellinum - ekki síst ef ég hafði nýlega séð Roger Milla ellegar Armando Diego Maradona leika listir sínar í sjónvarpinu. Það var líka orðið næsta víst þegar ég fór að ekki myndu mínir menn í KA halda íslandsmeistaratitlinum og Þórsarar áttu verulega bágt. Nú segja mér síðustu fréttir af íslandi að Þórs- arar leiki í annarri deild að ári og KA-menn hafi mátt hafa sig alla við að falla ekki líka. Ja, öðruvísi mér áður brá. Hér í Ameríku hugsa menn ekki mikið urn fótbolta og hafa ekki nema sumir hugmynd um að Bandaríkja- menn komust á einhvers konar hund- aheppni lengra í síðustu heimsmeist- arakeppni en nokkur hafði búist við. Þó er aðeins farin að róta við mönn- um sú staðreynd að næsta heims- meistarakeppni í fótbolta verður víst haldin í þessu stóra landi. Sá hængur er á, að hér eru varla nokkurs staðar til fótboltavellir eins og til þarf. Hér í Utah-sýslu hafa menn ágirnd á að næla í einhverja leiki í þessari keppni; vita sem er að slíku fylgja miklar auglýsingar, tekjur af áhorf- endum og margt fleira gott. Ekki vantar svo sem að hér eru til mannvirki sem notuð eru til knatt- leikja. Eitt slíkt tilheyrir háskóla Brighams Young, þar geta margir verið í senn að horfa á það sem hér lendir kalla fótbolta eða football. Það er nú reyndar rangmæli því bolt- anum er ekki sparkað nema nokkr- um sinnum í hverjum leik - lengst af er hann í höndum leikmanna. Eg fór á svona leik hér á dögunum. Þar vóru 66.043 áhorfendur - auk mín og mesti aragrúi af leikmönnum, fána- berum, dillintátum (klappstýrum), lúðraþeyturum og öðru tilheyrandi fólki. Svona leikur er talsvert meira en kappleikur tveggja fótboltaliða, þetta er að rniklu leyti skrautsýning eða show eins og sagt er hér á bæ. í upphafi var beðið fyrir velferð leik- manna og annarra, friði í heiminum o.s.frv. og var á meðan grafarþögn á öllum vellinum!!! Síðan var sunginn þjóðsöngur, flutt ávörp til fyrirmanna keppenda og fleira sem mér fannst nú reyndar óskylt mál. Milli atriða marseraði lúðrasveit um völlinn og blés ógur- lega. Eftir svo sem 20 mínútna atriði af áðurnefndu tagi var farið að hyggja að boltanum sjálfum. Alls er ætlað að boltinn sé í leik í klukkutíma, 4x15 mínútur, en ýmsar tafir bættust þar við. Með því allra skringilegasta var þegar h.u.b. 3 mínútur vóru af leik. Þá skyldu mínir menn (frá BYU eða háskóla Brigham Young) hefja sókn en ekkert gerðist. Fór svo fram um hríð að leikmenn og dómarar (a.nt.k. 5 talsins) gengu um gólf á vellinum án þess að hafast nokkuð að. Ég spurði félaga minn skýringa á þessu - hann sagði að nú væri hlé fyr- ir auglýsingar í sjónvarpinu. Leikur- inn var sumsé sýndur jafnharðan í sjónvarpi og fékkst ærið fé.fyrir. En þá varð líka sjónvarpsstöðin að fá eitthvað fyrir sinn snúð; hlé vóru gerð á leiknum af og til svo að hægt væri að skjóta inn auglýsingum í ábataskyni fyrir sjónvarpsstöðina. Auk þess er klukkan jafnan stöðvuð þegar hverju upphlaupi lýkur enda fór svo að þegar leik var lokið vóru liðnir tæpir fjórir klukkutímar frá því að athöfnin hófst. Glaðasólskin var allan þennan tíma og meir en 20 stiga hiti, enda var íslendingurinn orðinn sveittur og sólbrúnn annars vegar eftir þessa ferð. Ekki jafnaðist nú svona leikur á við það þegar mínum mönnum tókst vel upp, t.d. að vinna Fram eða Val en hér verður maður að segja eins og flakkarinn í sögunni: Hafa skal það sem er hendi næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. Með fótboltakveðju, Valdimar Gunnarsson. Tilboð óskast í eftirtaiin ökutæki, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: MMC Colt 1300 GL ................. árgerð 1991. MMC Lancer GLX ................... árgerð 1988. MMC Space Wagon .................. árgerð 1988. Range Rover ...................... árgerð 1985. Peugeot 205 GTi .................. árgerð 1985. Ford Sierra Ghia ................. árgerð 1983. Kawazaki Z 1000 .................. árgerð 1978. Ökutækin verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð V.Í.S. að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 22. október n.k. frá kl. 09.00 til 16.00. Svæðisskrifstofa Akureyri. Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður Sérleyfishafi: Ævar Klemensson VETRARÁÆTLUN 1990-1991 1. október-14. maí: S M Þ M F F Frá Ólafsfirði til Akureyrar 19.30 08.30 08.30 08.30 Frá Dalvík til Akureyrar 20.00 13.00 09.00 09.00 09.00 09.00 Frá Dalvik til Akureyrar 06.30 15.00 Frá Árskógssandi til Akureyrar 20.15 13.15 09.15 09.15 Frá Akureyri til Dalvíkur 21.00 15.30 08.00 12.30 12.30 Frá Akureyri til Dalvíkur og 12.30 12.30 Ólafsfjarðar 17.00 15. maí-30. júní: Frá Ólafsfirði Frá Dalvík Frá Árskógsströnd Frá Akureyri Frá Akureyri 08.30 09.00 09.15 12.30 08.30 09.00 12.30 08.00x 08.30 09.00 09.15 12.30 08.30 09.00 12.30 08.30 09.00 09.15 12.30 Afgreiðsla á Akureyri: I Umferðamiðstöðinni Hafnarstræti 82. Upplýsingar um ferðir í sima 24442. Vörumóttaka í síma 24729. Opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 á vörum til Hríseyjar, Grímseyjar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ferðir til Ólafsfjarðar breytast eftir að göngin opnast. Afgreiðsla á Dalvík: Ævarog Bóas sf. Sandskeiði 14. Sími vöruafgreiðslu 61597. Sérleyfis- og hópferðir símar 61124 og 61654. x Aðeins ekið til Dalvíkur. Afgreiðsla Óslafsfirði: Söluskálinn við Ægisgötu sími 62272. Ólafsfirðingar þurfa að panta far i ferðina kl. 19.30. Á sunnudag fyrir kl. 18.00. Munurinn er Herradeild Melka

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.