Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. október 1990 Útgerðarfélag Akureyringa: Hluthafarmr fá frest til 28. nóvember 4 fréttir 1- Hluthafar í Útgerðarfélagi Akureyrínga hafa nú fengið í hendur boð um að nýta sér Hótel Blönduós: „Betri afkoma“ Sú ákvörðun hefur nú verið tekin af stjórn Hótel Blöndu- óss að reka það áfram og engin lokun fyrirhuguð nema e.t.v. í kringum jól og áramót til að taka það aðeins í gegn. Búið er að endurráða allt það starfs- fólk sem vildi vera áfram á hótelinu, en því var öllu sagt upp í sumar. Ragnar Ingi Tómasson, fram- kvæmdastjóri hótelsins, segir að afkoma þess sé mun betri það sem af er árinu heldur en hún var í fyrra. Engar sérstakar breyting- ar eru fyrirhugaðar í rekstrinum og starfsfólki mun ekki fækka, þó að reiknað sé með minni yfir- vinnu. Hlutafjáraukning hjá hótelinu mun ganga í gegn næsta árið. Að sögn Ragnars er búið að fá vilyrði fyrir 4,5 milljónum króna, þar af 3 milljónum frá Blönduósbæ, en vonir standa tii að eftir aukn'ingu nemi hlutaféð 12-15 milljónum. Aður var það ríflega 6 milljónir króna. A næsta ári er reiknað með lagfæringum á hótelinu að utan, en búið er að standa í þó nokkr- urn endurbótum innandyra undanfarin misseri. SBG Sauðárkrókur: Sandgerðingur á steinbít? Fiskiðja Sauðárkróks keypti fyrir nokkru Sandgerðing GK 280, 149 tonna stálskip frá Sandgerði. Síðan þá hafa þeir staðið í viðræðum við ýmsa aðila um sölu á bátnum og fengið góð tilboð að sögn Ein- ars Svanssonar, framkvæmda- stjóra. Nú hafa Fiskiðjumenn aftur á móti ákveðið að bíða aðeins með að selja bátinn og fá á hreint hve mikinn steinbítskvóta hann fær. Sandgerðingur hét eitt sinn Víking- ur JII og var gerður út frá ísafirði. Pá var hann einn mesti steinbíts- bátur landsins og svo gæti farið að hann fengi núna einn stærsta steinbítskvótann. Ef svo fer sagði Einar að vel kæmi til greina að taka bátinn norður á Sauðárkrók og gera hann út. Þess vegna er nú beðið eftir reglugerð í sambandi við steinbítinn áður en ákvarðan- ir verða teknar um hvað gert verði við Sandgerðing. SBG forkaupsrétt á nýjum hluta- bréfum í félaginu. Eins og blaðið skýrði frá í síðustu viku hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða til sölu hlutabréf að nafnverði 50,5 milljónir króna. Eftir þessa hlutafjáraukningu og útboð hlutabréfa fyrr í haust verður hlutafé félagsins orðið 430 milljónir króna, eins og hluthafar ákváðu á aðalfundi síðastliðið vor. Hluthafar fá nú frest til 28. nóvember til að svara því hvort þeir hyggist nýta sér forkaups- réttinn. Það sem eftir kann að verða af hlutabréfum verður selt á almennum markaði. Hlutabréfa- markaður er ætíð mjög líflegur á þessum tíma árs og ætti þess vegna, sem og vegna þess hve mikil eftirpurn er eftir bréfum í Útgerðarfélagi Akureyringa, að vera vandalaust að selja þessi nýju bréf. Hluthöfum í félaginu voru boðin þessi bréf á genginu 3,3. JÓH Tónlistardagurinn Tónlistardagurinn var sl. laugardag og við það tækifæri vöktu tónlistarmenn athygli á hagsmunamálum sínum, m.a. með því að afhenda ráðherrum plötu og bók með verkum Sigfúsar Halldórssonar. Platan er skattskyld, bókin ekki. Ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Sigfússon, Olafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson voru staddir á Akureyri og sáu Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir um að færa þeim verk Sigfúsar. ss/Mynd: Golli Miðstjórnarfimdur Alþýðubandalagsins á Akureyri um helgina: PáJl og félagar mótmæltu afstöðunni tU BHMR-málsins og gengu af fundi - miðstjórn vill ákvæði um lágmarksverð í orkusölusamningi við Atlantsál Miðstjórn Alþýðubandalagsins kom saman til fundar á Fiðlar- anum á Akureyri um helgina og var þar tekist hressilega á um nokkur póiitísk áherslu- atriði í stefnu flokksins. Eins og fyrirfram var búist við kom til snarpra orðaskipta um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar á BHMR í sumar, en eins og kunnugt er eru nokkrir miðstjórnarmenn Alþýðu- bandalagsins í framvarðasveit BHMR. Tillaga nokkurra miðstjórn- armanna um að fundurinn gagn- rýndi vinnubrögð ríkisstjórnar- innar, og þar meðtalda ráðherra ríkisstjórnarinnar, í BHMR-mál- inu fékk ekki hljómgrunn á fund- inum og þegar það lá fyrir risu sjö fundarmenn, með Pál Halldórs- son, formann BHMR, í broddi fylkingar úr sætum og gengu af fundi. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, tel- ur að þessi uppákoma sé ekki til vitnis um að flokkurinn gangi klofinn og ósamtaka til komandi kosningabaráttu. Hann segir þvert á móti að miðstjórnarfund- urinn styrki flokkinn og myndast hafi sterk breiðfylking miðjufólks innan hans. í stjórnmálaályktun ipiðstjórn- arfundarins er víða komið við. í kafla um sjávarútvegsmál segir að skoða eigi tillögur um kvóta- leigu í tengslum við þá stefnu Alþýðubandalagsins að byggða- lög ráðstafi kvótanum. Varðandi orku- og stóriðjumál segir að töluverð áhætta felist í fyrirliggjandi orkusamningi við Atlantsál. Leita verði leiða til að draga úr þessari áhættu með ákvæðum um lágmarksverð og rétt til að krefjast endurskoðunar á samningnum. Einnig komi til greina að sérstakt áhættufyrir- tæki verði stofnað um orkusölu til Atlantsáls. Til þess að samn- ingar geti talist viðunandi þurfi að tryggja arðbært orkuverð, strangar umhverfiskröfur og traustari öryggisákvæði í þágu íslenskra hagsmuna. „Bygging álvers og tilheyrandi orkuvera getur gegnt jákvæðu hlutverki við að auka hagvöxt, bæta lífs- kjör og tryggja atvinnuna í land- inu, náist viðunandi samningar," segir í lok ályktunar miðstjórnar Alþýðubandalagsins um orku og iðju. óþh Sérkennileg uppákoma fyrir kynningarfund Heimastjórnarsamtakanna í Vín: Einn fruinmælenda lýsti undnm á vinnu- brögðum við stoftiun Heimastjómarsamtaka - gert til að hafa Júlíus Sólnes góðan, segir frummælandinn Héðinn Sverrisson „Það má segja að þetta mál hafl verið misskilningur frá upphafl til enda. Ég var ekki einn af stofnendum Heimastjórnar- Afmæli - Afmæli - Afmæli Viö eigum sjö ára afmæli «Sunnuhlíð og að sjáifsögðu höldum við upp á það 30% afsláttur af pottaplöntum 10% afsláttur af öllum gjafavörum dagana 1.-5. nóvember. Blómabúðin Laufás Sími 24250 Blómleg búð. Opið laugardaga og sunnudaga í Hafnarstræti kl. 9-16 og 10-14 í Sunnuhlíð laugard. kl. 10-18. Póstsendum. Næg bílastæði. samtakanna,“ segir Héðinn Sverrisson, bóndi á Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit. í yfirlýsingu, sem Borgara- flokkurinn sendi út á föstudaginn og undirrituð er af Héðni Sverris- syni, Sigurði Sigurðssyni, Akra- nesi, Zophoníasi Zophoníassyni, Blönduósi og Árna Jónssyni, Króki Ásahreppi, segir orðrétt: „Af gefnu tilefni viljum við undir- ritaðir lýsa undrun okkar á þeim vinnubrögðum, sem hafa verið viðhöfð við undirbúning að stofn- un svokallaðra Heima- stjórnarsamtaka, sem m.a. koma fram í fréttatilkynningu þeirra dags 18. október sí. Þar ergefiðtil kynna að okkur forspurðum og án vitundar, að við séum tengiliðir samtakanna í ákveðnum kjörr dæmum.“ Sérstaka athygli vakti að sjá nafn Héðins undir nefndri yfirlýs- ingu vegna þess að hann var einn frummælenda á fyrsta kynning- arfundi Heimastjórnarsamtak- anna í Vín í Eyjafirði sl. föstu- dagskvöld. Héðinn segist hafa starfað með Borgaraflokknum og svo hafi einn- ig verið með Sigurð, Zophonías og Árna. Því hafi yfirlýsing þeirra félaga verið send út í nafni Borg- araflokksins, „til að hafa Júlíus Sólnes góðan,“ eins og hann orð- ar það. Héðinn segir að Júlíus Sólnes sjái ekki annað en sérstakt framboð Borgaraflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, en hann og fleiri fyrrum Borgara- flokksmenn vinni að því að sam- eina stuðningsmenn Samtaka jafn- réttis og félagshyggju, Borgara- flokksins og einstaklinga úr Þjóð- arflokknum í sameiginlegt fram- boð undir merkjum Heimastjórn- arsamtakanna. „Það eru allir í stjórn Borgaraflokksins hér í kjördæminu á þeirri línu að reyna að ná breiðri samstöðu um fram- boð með hinum aðilunum. Það var að mínu mati klaufalegt hjá Heimastjórnarmönnum að setja nafn mitt á þessa fréttatil- kynningu á meðan unnið var að þessum málum. Ég vildi ekki byrja á því að yfirlýsa stuðning við Heimastjórnarsamtökin, en vera á sama tíma samningamaður fyrir Borgaraflokkinn," sagði Héðinn. Héðinn sagðist hafa íitið á sig á fundinum í Vín sem fulltrúa frá Borgaraflokknum, sem væri að vinna að sameiningu áðurnefndra afla. Að sögn Héðins var kynningar- fundur Heimastjórnarsamtak- anna í Vín fámennur. Hann sagði að um 20-30 manns hafi mætti, sem er dræmari aðsókn en búist hafði verið við. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.