Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 13 tónlist Norðanpiltar á Uppanum. F.v.: Kristján Pétur, Guðmundur, Jón Laxdal og Guðbrandur. Neðst til vinstri er æstur aðdáandi en á innfelldu myndinni er Guðbrandur í rosalegum fíling. Myndir: kl Norðanpiltar á tónleikum: Þrumugóðir textar við hráan rokktakt Rokkhljómsveitir hafa ekki verið ýkja áberandi á Akureyri upp á síðkastið, a.m.k. ekki opinberlega en sjálfsagt má finna einhver bílskúrsbönd ef vel er að gáð. Þegar þau tíð- indi bárust blaðamanni Dags til eyrna að hljómsveitin Norðanpiltar væri að leika fyr- ir fullu húsi á Uppanum kvöld eftir kvöld, jafnvel þótt í miðri viku væri, þá ákvað hann að líta á þetta Ijós í sortanum. Saga Norðanpilta verður ekki rakin hér en hljómsveitina skipa þeir Kristján Pétur Sigurðsson, gítar og söngur, Jón Laxdal, söngur og mælt mál, Guðbrandur Siglaugsson, gítar og söngur, og Guðmundur Stefánsson, bassi. Sá síðastnefndi er jafnframt nýj- asti meðlimur sveitarinnar. Uppinn var þéttsetinn þetta miðvikudagskvöld er tónleikarnir voru haldnir. Drengirnir öxluðu hljóðfærin og brátt liðu undur- þýðir tónar um salinn, gulir, grænir, vorilmur í lofti. Þetta var næstum áþreifanleg túlkun á grös- ugum sveitum Eyjafjarðar enda ljóðið Landnám eftir Jón Laxdal hér á ferð í persónulegum flutn- ingi höfundar sem sönglaði það undir hljóðfæraslættinum. Kristján Pétur, hinn gamal- kunni Kamarorghestur, hóf upp raust sína og rokkaði um stund og síðan tók Guðbrandur við með Orðsendingu og sýndi hann ósvikna rokktakta. Jón Laxdal brá sér í göngutúr frá Helgamagra- stræti að Hrafnagilsstræti, texti sem margir þekkja, og Brandur slóst í för með honum. KP Minningargjöf til Kristnesspítala Kvenfélag Fnjóskdælinga færði Kristnesspítala allnokkra fjárhæð fimmtudaginn 25. okt. sl., til minningar um frú Hólm- fríði Sigurðardóttur frá Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal. Hólmfríður, sem var heiðurs- félagi kvenfélagsins, dvaldi á Kristnesspítala sfðustu ár ævi sinnar. Minningargjöfinni verður var- ið til kaupa á tækjum og búnaði til iðjuþjálfunar en iðjuþjálfun er nýhafin við endurhæfingadeild spítalans. kvaddi sér hljóðs á ný og var nú komið ágætt stuð í hljómsveit og áheyrendur. Pegar hér var komið við sögu höfðu Norðanpiltar að mestu leikið rokk í gamla stílnum með sýrukenndu ívafi á köflum. Fram- sæknara rokki, eða nýbylgju- töktum, brá líka fyrir og í næsta lagi, gott ef það heitir ekki Ég bið að heilsa, var Guðbrandur undir miklum áhrifum frá Megasi. „Brandr mun bíta, brjóst sundr slíta,“ eins og skáldið kvað forðum. Já, Guðbrandur fór á kostum á sviðinu, hlykkjaðist í kringum gítarinn og söng með innlifun. Pá var komið að nákvæmu og ósýnilegu sigurverki handa sem stækkar undir gleri. Verðlauna- ljóð Jóns Laxdals, í úrsmiðju, úr ljóðasamkeppni menningarmála- nefndar hafði hér öðlast lag og fluttu Norðanpiltar það vel undir forystu Jóns. Afram léku , iltarnir við afbragðsviðtökur áheyrenda. í lagi sem Guðbrand,. söng þóttist ég greina gamla Pini Floyd takta en annars var það einfalt rokk sem réði ríkjum. Kristján Pétur söng Reykur strýkur eld og Rokk er betra en „fúll tæm djobb“ og Norðanpiltar keyrðu upp hrað- ann. Stones slagarinn Honky Tonk Woman fylgdi með í lokin eftir uppklapp og fjörið hélt áfram. Óhætt er að segja að Norðan- piltar hafi komið mér skemmti- lega á óvart. Þetta eru fjórir all- óvenjulegir einstaklingar sem rugla reitum sínum með sérkenni- lega aðlaðandi hætti. Höfuðpaur- arnir þrír, Kristján Pétur, Jón Laxdal og Guðbrandur eru allir skáldmæltir vel og eru textarnir margir fantagóðir og má sjálfur Megas fara að vara sig. Andi meistarans svífur líka yfir vötn- um í tónlistinni sem er hrátt rokk með ýmsum tilbrigðum. KP og Brandur sörguðu bjagaða raf- magnsgítara af krafti og trommu- leikarinn Guðmundur gaf tónlist- inni fyllingu með bassaleik sínum. Mér skilst að piltarnir hafi notað kassagítara kvöldið áður og get ég vel ímyndað mér að útkoman sé enn betri með þeirri hljóðfæraskipan. Sviðsframkoma Norðanpilta er lífleg og í alla staði er þetta hljómsveit sem gaman er að hlýða á og horfa og segir þá ekki meira af tónleikum þeim. SS Aðalfundur Sunddeildar Óðins veröur haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.30 íþróttahúsinu viö Laugargötu. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aöalfundur knattspyrnudeildar íþróttafélagsins Þórs verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 20.00, í Hamri, félagsheimili Þórs. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis veröur haldinn mánudaginn 12. nóvember kl. 20.30 í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíöar, Austur- byggö 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Fræðsluerindi um heimahlynningu. Fyrirlesari er Lilja Þormar, hjúkrunarfræöingur. Allir velkomnir. Félagar eru sérstaklega hvattir til aö mæta. Stjórnin. AKUREYRARB/tR Forstöðumaður Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir forstööumanni á dagvistina Holtakot. Upplýsingar um starfiö veitir hverfisfóstra í Gler- árhverfi, sími 24620 milli kl. 10.00 og 12.00. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást á Dagvistardeild og hjá starfsmannastjóra. N Laus er til umsóknar ein staða Sjúkraþjálfara frá 1. janúar 1991 Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. Upplýsingar um starfiö veitir yfirsjúkraþjálfari. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Atvinna Óskum eftir aö ráöa starfsmann í mötuneyti fyrir- tækisins. Vinnutími frá kl. 11.30 til 15.00, 4 daga vikunnar og frá kl. 07.30 til 13.00 á föstudögum. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220). / Álafoss hf. Akureyri st Kæru vinir! Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar, mágs og frænda, SIGURÐAR ÞÓRÐAR GUNNARSSONAR, frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, Holtagötu 12, Akureyri. Adda Gunnarsdóttir, Óii Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson, Heiðbjört Björnsdóttir, Ingveldur Gunnarsdóttir, Albert Þorvaldsson og systkinabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.