Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 30. október 1990
íþróttir
60. íþróttaþing
íþróttasaitibandsins
60. íþróttaþing ÍSÍ var haldið í félags-
heimili Kópavogs dagana 20. og 21.
október sl. Var þetta fjölmennasta
íþróttaþing sem haldið hefur verið en
alls áttu 237 fulltrúar sæti á þinginu frá
20 sérsamböndum og 28 héraðssam-
böndum og af þeim mættu 228 fulltrú-
ar.
Þrír börðust um embætti varaforseta ÍSÍ
á þinginu, þeir Eliert B. Schram, Júiíus
Hafctein og Guðmundur Kr. Jónsson. Ellert
var kjörinn varaforseti, hlaut 92 atkvæði
en Júlíus 88. Sveinn Björnsson var endur-
kjörinn forseti og Friðjón B. Jónsson var
endurkjörinn gjaldkeri. 6 fulltrúar voru
kjörnir í framkvæmdastjórn, Hermann
Sigtryggsson, Akureyri, Hannes P. Sig-
urðsson, Reykjavík, Lovísa Einarsdóttir,
UMSK, Jón Ármann Héðinsson, UMSK,
Sigurður Jóakimsson, IBH, og Katrín
Gunnarsdóttir, UMSK. í varastjórn voru
kjörin Árni Þór Árnason, Reykjavík,
Unnur Stefánsdóttir, HSK, Hreggviður
Þorsteinsson, Reykjavík, Sigurlaug Her-
mannssdóttir, USÁH, og Ingimundur
Ingimundarson, UMSB.
Þrír einstaklingar voru sæmdir heiðurs-
orðu ÍSÍ, Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra, Davíð Oddsson, borgarstjóri, og
Ríkharður Jónsson, knattspyrnumaður og
íþróttafrömuður á Akranesi.
Heiðursfélagar ÍSÍ voru kjörnir Baldur
Möller, Reykjavík, Jóhannes Sigmunds-
son, Syðra-Langholti, Jón Egilsson, Hafn-
arfirði og Einar Sæmundsson, Reykjavík.
Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, Ingimundur Sigurpáls-
son, bæjarstjóri í Garðabæ, Páll Guöjóns-
son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Logi
Kristjánsson, formaður Umf. Breiðabliks,
voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ.
Við setningu íþróttaþings færði Ingólfur
Hannesson, forstöðumaður íþróttadeildar
Ríkisútvarpsins, ÍSÍ 4 myndbandsspólur
að gjöf frá stofnuninni með myndum frá
öilum 3 íþróttahátíðum ÍSÍ, þ.e. frá 1970,
1980 og 1990. Sveinn Björnsson, forseti
ÍSÍ, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði
Ingólfi fyrir veglega gjöf.
Um ieið og Iþróttaþing var haldið voru
hér á ferð nokkrir forystumenn frá fær-
eyska íþróttasambandinu og notuðu þeir
tækifærið og heimsóttu þingið. Þá sæmdu
þeir Svein Björnsson, forseta ÍSÍ æðsta
heiðursmerki færeyska íþróttasambands-
ips.
Svavar Gestsson með heiðursorðu ÍSÍ.
1
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Dauft hjá Þór og KR
- meistararnir unnu 76:75
Þórsarar töpuðu naumlega fyr-
ir íslandsmeisturum KR í
Úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik á sunnudagskvöldið.
Leikurinn fór fram í Iþrótta-
höllinni á Akureyri og urðu
lokatölur hans 75:76. Það var
lítill meistarabragur á leik KR-
inga í þessari viðureign en þeir
voru þrátt fyrir það betri aðil-
inn enda áttu Þórsarar áreið-
anlega sinn slakasta dag frá því
mótið hófst.
Þórsarar skoruðu fyrstu körfu
leiksins en síðan náðu KR-ingar
forystunni og héldu henni allt
fram á síðustu mínútu fyrri hálf-
leiks. Mestur varð munurinn 9
stig, 17:26. Þórsurum voru afar
mislagðar hendur í sóknarleikn-
um og vörnin var heldur ekki upp
á marga fiska. Þeir rifu sig þó upp
og höfðu forystuna í hléi, 41:40.
íslandsmeistararnir náðu for-
ystunni fljótt aftur og héldu
henni til leiksloka. Munurinn var
reyndar aldrei mikill, mestur 15
stig, og þegar leið að lokum fóru
Þórsarar, eða réttara sagt Jón
Örn, í gang. KR-ingar höfðu 11
stiga forskot þegar 45 sekúndur
voru til leiksloka og þá skoraði
Jón Örn þriggja stiga körfu og
fékk um leið tvö vítaskot sem
hann skoraði úr. Þórsarar náðu
boltanum strax aftur, komu hon-
um til Jóns sem skoraði með ann-
arri þriggja stiga körfu og munur-
inn var þá ekki nema þrjú stig.
Þórsarar unnu síðan boltann í
lokin og brotið var á Jóni. Hann
skoraði úr vítaskotunum tveimur
en leiktíminn var liðinn þannig að
stigin tvö voru KR-inga.
Þessi leikur bauð upp á fátt
sem einkennir góðan körfuknatt-
leik. Þórsarar voru slakir, sér-
staklega í sóknarleiknum. Þeir
skoruðu t.d. ekki úr neinu
þriggja stiga skoti fyrr en seint í
seinni hálfleik. Jón Örn, Cedric
Evans og Guðmundur Björnsson
áttu allir þokkalega spretti en
aðrir náðu sér aldrei á strik.
Hjá KR-ingum var Jonathan
Bow mjög góður í seinni hálfleik
og Guðni Guðnason var drjúgur
þrátt fyrir að hann sæti á bekkn-
um lengst af. Annars virkaði liðið
heldur ósannfærandi.
Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 24,
Cedric Evans 16, Guðmundur Björnsson
12, Konráð Óskarsson 9, Sturla Örlygs-
son 8, Ágúst Guðmundsson 4, Björn
Sveinsson 2.
Stig KR: Jonathan Bow 28, Guðni
Guðnason 20, Björn Steffensen 6, Hörð-
ur G. Gunnarsson 6, Axel Nikulásson 5,
Böðvar Guðjónsson 5, Matthías Einars-
son 4, Páll Kolbeinsson 2.
Dómarar: Kristján Möller og Guðmund-
ur Stefán Maríasson - slakir.
Guðmundur Björnsson sækir að körfu KR en Guðni Guðnason er til varnar.
Mynd: Golli
Borðtennis:
Magnamenn sigursælir á Pepsímótinu
- hlutu samtals 8 gullverðlaun
Pepsímót Magna í borðtennis
var haldið í Grenivíkurskóla
um helgina. Þátttakendur voru
74 talsins og voru þeir lang-
flestir frá Norðurlandi. Fyrri
daginn var keppt í 5 aldurs-
flokkum karla og kvenna og
seinni daginn fór fram punkta-
mót í 2. flokki karla og 1.
flokki kvenna. Magni átti sig-
urvegara í sex aldursflokkum
auk þess sem sigurvegarar í
punktamótinu voru frá Magna
í báðum flokkum.
Keppt var á 5 borðum í skóla-
stofum Grenivíkurskóla. Full-
þröngt var um leikmenn í sumum
Stefán Gunnarsson vann gull í báð-
um mótunum.
stofunum og ekki voru öll keppn-
isborð frá viðurkenndum fram-
leiðendum. Þátttakendur létu sér
þetta þó vel líka og mótið heppn-
aðist vel. Ekki spillti ánægju
keppenda að öllum var boðið
upp á mjólkurgraut í hádeginu á
laugardaginn.
28 keppendur komu frá Magna
á Grenivík, 21 frá Dalvík, 9 frá
Akri á Akureyri, 6 frá Völsungi á
Húsavík, 6 frá UMSB og 4 frá
Stjörnunni í Garðabæ. Því miður
virðist erfitt að fá góða borðtenn-
isspilara til að koma norður og
keppa en það er nauðsynlegt til
að fá meiri breidd í mót sem hér
eru haldin. Þeir 10 leikmenn sem
komu að sunnan settu mikinn
svip á mótið og gerðu keppnina
mun skemmtilegri en hún hefði
ella orðið. Þess má geta að
styrktaraðili mótsins var Sanitas
hf.
Úrslit fara hér á eftir.
Aldursflokkamót
10 ára og yngri:
1. Ingólfur Jóhannsson Magna
2. Birgir Már Birgisson Magna
3. Ingi Hrannar Heimisson Magna
Guðmundur í>. Sæmundsson Magna
1. Sandra Mjöll Tómasdóttir Magna
2. Ingunn Þorsteirisdóttir Magna
3. Vala Dröfn Björnsdóttir Magna
4. Helga Kristín Hermannsd. Magna
11-13 ára:
1. Kristmundur Einarsson UMSB
2. Þröstur Gylfason Magna
3. Þorleifur Níelsson Dalvík
Heiðar Sigurjónsson Dalvík
1. Berglind Bergvinsdóttir Magna
2. Margrét Ósk Hermannsdóttir Magna
3. Margrét Ösp Stefánsdóttir Magna
Hjördís Sunna Skírnisdóttir Magna
14-15 ára:
1. Hörður Birgisson UMSB
2. Ægir Jóhannsson Magna
3. Davíð Búason UMSB
Gauti Valur Hauksson Magna
1. Elín Þorsteinsdóttir Magna
2. Rakel Þorvaldsdóttir Magna
3. Elva Rósa Helgadóttir Magna
4. Sigríður Haraldsdóttir UMSB
16-17 ára:
1. Stefán Gunnarsson Magna
2. Arnþór Guðjónsson Stjörnunni
3. Gunnar Gunnarsson Stjörnunni
Smári Einarsson Stjörnunni
18 ára og eldri:
1. Albrecht Ehman Stjörnunni
2. Sighvatur Karlsson Völsungi
3. Sigþór Haraldsson Akri
4. Vignir Þorgeirsson Völsungi
1. Hólmfríður Björnsdóttir Magna
2. Anna Bára Bergvinsdóttir Magna
3. Guðrún H. Pétursdóttir Magna
Punktamót
2. fl. karla:
1. Stefán Gunnarsson Magna
2. Hörður Birgisson UMSB
3. Dagur Rúnarsson UMSB
Ægir Jóhannsson Magna
1. fl. kvenna:
1. Margrét Ósk Hermannsdóttir Magna
2. Berglind Bergvinsdóttir Magna
3. Hólmfríður Björnsdóttir Magna
Hjördís Sunna Skírnisdóttir Magna
Vcrðlaunahafar í flokki drengja 10 ára og yngri. F.v.: Ingi Hrannar Heim-
isson, Birgir Már Birgisson, sigurvegarinn Ingólfur Jóhannsson og Guð-
mundur Þ. Sæmundsson.