Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 5
fréftir Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 5 I Ársþing Landssambands hestamannafélaga: Tillaga kynbótanefndar - lýsir áhyggjum á ósamkomulagi hrossaræktarmanna Tillaga kynbótanefndar virtist snerta viðkvæmustu strengi í sálum fulltrúa á þingi LH sl. laugardag. Eftir þinghlé og Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt samstarfssamning milli Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og Húsnæðisskrifstofu Akureyrarbæjar, en þó aðeins þann hluta samningsins er lýt- ur að rekstri. Þjónustusamn- ingur hcfur hins vegar ekki verið samþykktur. Guðríður Friðriksdóttir, for- stöðumaður Húsnæðisskrifstofu Akureyrarbæjar, sagði að rekstr- arsamningurinn væri mikilvægt skref í starfsemi húsnæðis- skrifstofunnar. Hún vonaðist til að þjónustusamningurinn yrði mikla spennu á þinginu var til- lagan samþykkt í einu hljóði og er hún á þessa leið: „41. Landsþing LH haldið á samþykktur fljótlega en þessi formsatriði í kringum skrifstof- una hafa tekið ansi langan tíma. Meðan þjónustusamningurinn hefur ekki verið samþykktur get- ur Húsnæðisskrifstofa Akureyr- arbæjar ekki nema að litlu leyti veitt þjónustu á vegum Húsnæð- isstofnunar. Markmiðið er að skrifstofan verði útibú frá Hús- næðisstofnun þannig að Akureyr- ingar og nærsveitamenn geti gengið frá húsnæðismálum sínum án þess að vera í stöðugu sam- bandi við stofnunina í Reykja- vík. SS Húsavfk 26.-28. október, 1990, lýsir áhyggjum sínum á því ósam- komulagi sent verið hefur rnilli hrossaræktarmanna. Til lausnar á því leggur þingið áherslu á að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var í upphafi þessa árs um aukna teygni einkunnar- gjafar og athugun á því hvernig sú breyting hefur reynst í fram- kvæmd eins og um var talað í upphafi sýningarársins. Minnt er á að nú liggur fyrir uppkast að stigunarkvarða kyn- bótahrossa en það er einmitt eitt þýðingarmesta atriðið í þeirri uppstokkun kynbótamanna, sent nú á sér stað. Þingið bendir á, að faglegt erfðafræðilegt mat á kynbótagildi einstakra gripa er undirstaða ræktunarstarfsins og myndar grunninn að raunhæfu úrvali kyn- bótagripa, jafnt í hrossarækt sent og öðrum búgreinum. í þessu sambandi lýsir þingið eindregn- um stuðningi við störf dr. f>or- valdar Árnasonar að hrossarækt á íslandi og leggur þunga áherslu á, að hann komi til starfa að hrossaræktinni með hliðstæðum hætti og verið hefur. Þá fagnar Húsnæðisskrifstofa Akureyrarbæjar: Búið að samþykkja rekstrarsamning Sauðárkrókur: íkveikjutilraunir í íbúðarhúsum Tilraunir til íkveikju í tveimur húsum og einum bíl voru gerð- ar á Sauðárkróki í síðustu viku. Skemmdir urðu á munum, en eldur náði ekki að Lögreglan: Nuddogölvun „Helgin var mjög venjuleg, nudd og ölvun,“ sagði Matthí- as Einarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. Að sögn Matthíasar voru tveir ökumenn teknir vegna meintrar ölvunar við akstur. Einn öku- maður missti ökuleyfið fyrir of hraðan akstur. „Þetta var mjög venjuleg helgi í alla staði. Hjá okkur gistu nokkrir vegna ölvun- ar. Menn sem ekki áttu í annað skjól að venda,“ sagði Matthías. Austurland: Egill efstur ✓ / fm • •• • i proíkjon Egill Jónsson, alþingismaður á Seljavöllum, varð efstur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Austfjarðarkjördæmi um helg- ina. Hann hafði nokkra yfirburði á næstu menn, sem voru Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Árvakurs á Eski- firði, og Kristinn Pétursson, alþingismaður á Bakkafirði. í síðustu alþingiskosningum skipaði Egill annað sætið á eftir Sverri Hermannssyni, núverandi bankastjóra Landsbankans. Kristinn var þá í þriðja sæti og Hrafnkell í því fjórða. Sjálf- stæðismenn náðu tveim mönnum inn í Austurlandskjördæmi síðast og miðað við það er Kristinn Pét- ursson, sem kom inn á þing sem aðalmaður fyrir Sverri Her- mannsson, fallinn út af þingi. óþh breiðast út. Að sögn Björns Mikaelssonar, yfirlögregluþjóns, var logandi vindlingi hent inn um opinn glugga á tveimur íbúðarhúsum og einum bíl í Túnahverfi Sauðár- króks. Ekki er ljóst hvort allt þetta gerðist á fimmtudagskvöld, en í öðru húsinu urðu íbúarnir varir við eldinn áður en hann náði að magnast. I hinu náði glóð Fjórðungssamband Norðlend- inga og félagsmálaráðuneytið standa sameiginlega að kynn- ingarfundum til að kynna drög að 5 ára framkvæmdaáætlun um húsnæðismál aldraðra. Fundirnir verða á Sauðárkróki og Akureyri 1. og 2. nóvem- ber. í fréttatilkynningu frá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga seg- ir að félagsmálaráðherra hafi kynnt skýrslu um stöðu hús- næðismála aldraðra á ráðstefnu 26. september. Kynnt voru drög að 5 ára áætlun um húsnæðismál aldraðra til að mæta fyrirsjáanlegri þörf fyrir þjónustuhúsnæði og íbúðir. í drögunum er lögð áhersla á hagkvæmar lausnir í húsnæðismálum aldraðra, bæði þeirra sem búa í eigin húsnæði, svonefndum þjónustutengdum íbúðum, og vegna þeirra sem velja félagslegar lausnir. Megin þráður fjármögnunar- innar er að auk eigin framlaga aldraðra bætast við hagstæð lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Fundurinn á Sauðárkróki verð- ur haldinn í Safnahúsinu, og hefst hann kl. 13.30, 1. nóv. A fundinum verður einkum ræddur sá hluti áætlunarinnar, sem snert- ir Norðurland vestra. Framsögu- vindlingsins aftur á móti ekki að kveikja í neinu. Aftursæti bíls fyrir utan annað húsið fór mjög illa, en vindlingur var þar einnig notaður til íkveikjutilraunar. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni á Sauðárkróki og sagði Björn að þeir litu það mjög alvar- legum augum, enda stórhætta á ferðinni þegar íkveikjur eru ann- ars vegar. SBG rnenn frá félagsmálaráðuneytinu eru Ásgeir Jóhannesson, formað- ur framkvæmdanefndar um hús- næðismál aldraðra, Gunnar S. Björnsson, stjórnarmaður í Húsnæðisstjórn, og Torfi Jónsson, fyrrverandi oddviti á Torfalæk, en hann flytur fram- sögu um félagslega uppbyggingu í húsnæðismálum, á vegum sam- taka aldraðra. Fundarstjóri verð- ur Knútur Aadnegaard, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks. Fundurinn á Akureyri verður á Hótel KEA kl. 13.30, 2. nóvem- ber. Á þessum fundi verða rædd sérstaklega þau atriði sem varða Norðurland eystra. Sömu fram- sögumenn frá félagsmálaráðu- neytinu verða á fundinum og á Sauðárkróki. Björn Pórleifsson, forstöðumaður öldrunarmála hjá Akureyrarbæ hefur framsögu um málefni aldraðra á Norðurlandi eystra, einkum húsnæðismál. Fundarstjóri verðir Ingunn St. Svavarsdóttir, formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Fundirnir eru öllum opnir, með málfrelsi. Sveitarstjórnar- menn og fulltrúar í nefndum og stjórnum er fjalla um öldrunar- mál eru hvattir til að sækja fund- ina, svo og aðrir sem tengjast málaflokknum. EHB Húsnæðismál aldraðra: Kynnmgarfundir vegna 5 ára framkvæmdaáætlunar Andrúmsluftið rafmagnað á ársþingi LH. Myndin er tekin á úrslitastundu, er gcrt var fundarhlé og menn fengnir til að sættast á tillögu kynbótanefndar. Mynd: IM fundurinn nýju og bættu skýrslu- haldi sem verið er að hleypa af stokkunum og telur það til ntikils stuðnings fyrir framtíðarstarfið. Þá bendir þingið á, að fyrir liggur að veruleg framför hefur verið í hrossaræktinni á undan- förnum árum undir forystu Bún- aðarfélags íslands. Þingið leggur þunga áherslu á, að samstaða skapist um raunhæfa stefnu í hrossaræktinni, markvissa umræðu, og fagleg vinnubrögð. Því telur þingið áríðandi að yfir- stjórn hrossaræktarinnar verði áfram hjá B.Í., s.s. lög um bú- fjárrækt gera ráð fyrir, því annað fyrirkomulag myndi leiða til upp- lausnar í ræktunarstefnu. Þá þakkar þingið þau störf er hrossaræktarráðunautar B.í. Iiafa unnið í gegnum árin í þágu okkar hestamanna." IM Bílar til sölu: Skoda 120, árg. ’88 Skoda 120, árg. ’86 Fiat Uno, árg. ’83. Skálafell sf, Sími 22255. Li , Menntamálaráðuneytið Launasjóður rithöfunda Auglýsing frá launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1991 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rit- höfundar og höfundar fræðirits. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara, skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöð- um sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikil- vægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður fariö með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1990 til menntamálaráðueytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Reykjavík, 30. október 1990. Stjórn launasjóðs rithöfunda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.