Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 30. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkrókl vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTilR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Vetrarvegur yfir Lágheiði
og jarðgöng um Héðinsflörð
Samgöngumál eru ofarlega í huga margra íbúa
Norðurlands nú á þeim tímamótum þegar óðum
styttist í vígslu jarðganga gegnum Ólafsfjarðar-
múla. Múlagöngin eru eitt mesta átak sem gert
hefur verið í vegamálum íslendinga, fyrr og síðar,
og eiga þau vafalaust eftir að styrkja byggðina og
atvinnulífið í Ólafsfirði meira en marga grunar.
Þetta mikla mannvirki leiðir hugann óhjákvæmi-
lega að gömlum brotalömum í samgöngumálum
Tröllaskaga. Með tilkomu jarðganganna er brotið
blað í sögu Ólafsfjarðar og nágrannabyggða, því
snjóflóð og óveður eiga nú varla framar að spilla
samgöngum þangað. En jarðgöngin gefa fleiri
möguleika til áframhaldandi uppbyggingar, ef
grannt er skoðað.
Siglufjörður er mjög einangraður frá byggðunum
við Eyjafjörð yfir veturinn, þegar ófært er um Lág-
heiði. Siglfirðingar hafa átt undir högg að sækja í
samgöngumálum, eins og reyndar mörgu öðru
sem þeir hafa þurft að sækja til hins opinbera
undanfarin ár. Þetta má rekja til þeirrar einföldu
staðreyndar að kaupstaðurinn er á kjördæmamörk-
um.
Þegar jarðgangagerð gegnum Ólafsfjarðarmúla
er skoðuð í samhengi við aðrar samgöngur er rök-
rétt að álykta sem svo, að til að nýtast fullkomlega
er þörf áframhaldandi tengingar við byggðarlögin
vestan Ólafsfjarðar, Siglufjörð og Skagafjörð. í
þessu sambandi kemur tvennt til greina, jarðgöng
og vegagerð til Siglufjarðar um Héðinsfjörð, og
vetrarvegur yfir Lágheiði gegnum Stíflu og Aust-
urfljót.
Fyrri kosturinn, jarðgöng um Héðinsfjörð, er að
mörgu leyti mjög athyglisverður kostur. Sverrir
Sveinsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra, hefur bent á þennan
valkost, sem myndi leiða til góðrar tengingar
byggðarlaga Eyjafjarðar og Norðurlands vestra
gegnum Siglufjörð.
Hinn kosturinn, vetrarvegur yfir Lágheiði um
Fljót að Ketilási, hefur lítið sem ekkert verið kannað-
ur. Menn vita að Lágheiðin og Fljótin eru ákaflega
snjóþungir staðir, en tæplega myndi það verða
nein ofraun að halda góðum og upphækkuðum
vegi yfir heiðina opnum. Yrði farið út í slíka fram-
kvæmd þyrfti að staðsetja snjóruðningstæki varan-
lega í Fljótum, bæði til að halda heiðinni og vetrar-
veginum opnum.
Hvor valkosturinn er fýsilegri skal ekki dæmt um
hér. Aðeins skal bent á að t.d. vetrarvegur yfir
Lágheiði myndi fresta um ókomin ár dýrum fram-
kvæmdum við jarðgöng eða betri veg um Öxna-
dalsheiði. Með því að tengja Skagafjörð og Siglu-
fjörð byggðum Eyjafjarðar yrði nýting jarðganga
um Ólafsfjarðarmúla miklu víðtækari en ella. EHB
Leikfélag Akureyrar:
Heilagar kýr og Gróa á Leiti
- gamanleikur með harmsögulegu ívafi
Dagur, dagblaöið á landsbyggð-
inni, hefur verið sakaður um að
velta sér upp úr fjárhagsvanda-
málum Leikfélags Akureyrar.
Ákærandi í málinu er Þórey
Aðalsteinsdóttir, fjárreiðustjóri
LA. Undirritaður hlýtur að vera í
hópi hinna ákærðu þar sem hann
er blaðamaður Dags og hefur
jafnframt gerst svo djarfur að
leita eftir upplýsingum um fjár-
hagsstöðu LA. Sóknarræða
ákæruvaldsins er þegar komin
fram, á Hljóðbylgjunni mánu-
daginn 22. október, en hinn
ákærði hefur eigi getað undirbúið
vörn því hann heyrði ekki sak-
argiftirnar. Nú er upptaka af
þessum þætti hins vegar komin
fram í dagsljósið, fyrir hreina til-
viljun, en vegna „bilunar í tækja-
búnaði“ var upptakan ekki til á
Hljóðbylgjunni. Þetta er að
verða eins og hjá Matlock lög-
manni.
Áður en lengra er haldið vil ég
taka það fram að ég hef alltaf lit-
ið á mig sem friðsemdarmann og
ég hef gjarnan siglt milli skers og
báru í starfi blaðamanns. Frétta-
skrif krefjast hlutleysis og það er
sannfæring mín að ég hafi haft þá
reglu í heiðri en nú er vegið að
þessari sannfæringu minni úr
hörðustu átt. Ég hélt mig jafnvel
hafa verið of mikið á bandi LA
frekar en hitt með tilliti til hlut-
leysisreglunnar.
„Dagur, málgagn okkar Akur-
eyringa, hefur talsvert mikla til-
hneigingu til þess að velta sér upp
úr fjárhagsvandamálum Leikfé-
lags Akureyrar og við erum satt að
segja orðin hálf svona leið á
þessu sultarhljóði í þeim,“ segir
Þórey í Hljóðbylgjuspjallinu.
Síðan rekur hún með móðurlegri
vorkunn þá glópsku okkar að
hafa birt forsíðufrétt um fjármál-
in 17. október, baksíðufrétt 18.
okt. og innsíðufrétt 20. okt. Þetta
er auðvitað ófært þegar Leikfélag
Akureyrar á í hlut. Þórey kom
líka í heimsókn á ritstjórn Dags
og benti blaðamönnum á að
svona ættu þeir ekki að skrifa og
reyndar hef ég áður á ferli mín-
um sem blaðamaður fengið boð
frá henni unt það hvernig ég á að
skrifa, hvað ég á að skrifa og um
hvað ekki. Hún hlýtur að hafa
mikla þekkingu á blaðamennsku
fyrst hún getur sett sig á þennan
stall.
Förum þá lauslega í gegnum
„glappaskot“ Dags áður en við
snúum okkur að mestu stóryrð-
um Þóreyjar. Miðvikudaginn 17.
október skrifar SS (undirritaður)
forsíðufrétt undir fyrirsögninni
„Samningagerð strandar á van-
skilaskuld við ríkið“. Þar er rætt
við Sigurð Hróarsson, leikhús-
stjóra, um þá staðreynd að ekki
hefur verið gerður nýr samningur
um fjárhagsgrundvöll LA, en
þríhliða samningur LA, ríkis og
bæjar rann út um síðustu áramót.
Sigurður skýrir frá fjárhagsstöð-
unni og bendir á hvar málið er
statt í kerfinu. Dagur tekur að
sjálfsögðu enga afstöðu í frétt-
inni. Fimmtudaginn 18. okt.
skrifar JÓH baksíðufrétt undir
fyirsögninni „Vandi LA á borð
fjárveitinganefndar“. Þarna höf-
um við fengið fjárlagafrumvarpið
í hendur og JÓH vitnar í það,
enda verið að fjalla um sama mál
og í blaðinu daginn áður og það
er góð regla að fylgja málum
eftir. Enn tekur Dagur enga
afstöðu heldur er vitnað beint í
fj árlagafrumvarpið.
Laugardaginn 20. okt. fjallar
SS (undirritaður) um málefni
Leikfélags Akureyrar í þættinum
Baksýn, en þetta er fréttaþáttur
sem er á dagskrá í hverju helg-
arblaði Dags. Þar líta blaðamenn
Dags yfir fréttir liðinnar viku og
velja eina úr til að gera viðkom-
andi máli nánari skil. Á ritstjórn-
arfundi var ákveðið að rýna í
fréttina um fjármál LA í næsta
helgarblaði enda brýnt hagsmuna-
mál fyrir landsbyggðina og full
ástæða til að varpa skýrara ljósi á
það. Ég held að fjárreiðustjóri
LA, með alla sína þekkingu á
blaðamennsku, hljóti að skilja
það að þetta eru ekki óeðlileg
vinnubrögð.
Þetta var um formið en lítum
þá á innihaldið, sjálfan málefna-
flutninginn. Takið vel eftir þess-
um orðum fjárreiðustjórans í
Hljóðbylgjuviðtalinu:
„í rauninni er ekki um neinar
vanskilaskuldir að ræða hjá
okkur. Þetta er allt saman gert í
samráði við þá sem að eiga pen-
inga hjá okkur og við skuldum í
rauninni aðallega bara ríkinu og
það er í samkomulagi þangað til
að samningar hafa verið gerðir,
þannig að við erum bara ánægð
með okkur."
„Dagur, málgagn
okkar Akureyringa,
hefur talsvert mikla
tilhneigingu til þess að
velta sér upp úr
fj árhags vandamálum
Leikfélags Akureyrar
og við erum satt að
segja orðin hálf svona
leið á þessu
sultarhljóði í þeim,“
segir Þórey
Aðalsteinsdóttir
fjárreiðustjóri LA í
viðtali á
Hljóðbylgjunni.
Auðvitað er gleðilegt að ein-
hverjir skuli vera ánægðir með
sig en hvernig á maður að skilja
þennan málflutning Þóreyjar.
Þarna virðist allt í stakasta Iagi
hjá LA og stangast það á við orð
leikhússtjóra, forseta bæjar-
stjórnar og það sem fram kemur í
fj árlagafrumvarpi ríkisstj órnar-
innar, Þórey hlýtur að vera að
beina spjótum sínum að þessum
aðilum því ekki hefur Dagur
haldið því fram að leikfélag
Akureyrar ætti við fjárhagserfið-
leika að stríða. Blaðamenn Dags
varpa ekki slíku fram en þeir geta
að sjálfsögðu vitnað í ábyrga
aðila. Er Þórey virkilega að væna
leikhússtjórann, þann öðlings-
dreng, um ósannindi? Sigurður
Hróarsson segir í frétt Dags 17.
október:
„Það er verið að leita leiða til
að grynnka á skuldum. Leikfé-
lagið er alls ekki illa sett en það á
skuld við ríkissjóð sem komin er
í vanskil og þetta er það eina sem
við getum ekki komið okkur út
úr sjálf. Við erum búin að sækja
um aukafjárveitingu á aukafjár-
lögum nú í haust og það er í
höndum menntamálaráðherra og
síðan ríkisstjórnar eða Alþingis
að afgreiða það mál,“ segir
Sigurður.
Þórey segir hins vegar að ekki
sé um neina vanskilaskuld að
ræða en Sigurður upplýsir hrein-
skilnislega síðar í fréttinni að
ekki sé hægt að ganga frá nýjum
samningi fyrr en vanskilaskuldin
við ríkissjóð hefur verið
afgreiddd. Hið sama kemur fram
í máli Sigríðar Stefánsdóttur,
forseta bæjarstjórnar, í Baksýn
20. okt. Og í fjárlagafrumvarpinu
kemur eftirfarandi fram:
„Félagið hefur átt við fjárhags-
erfiðleika að stríða. Taka þarf á
þeim málum sérstaklega í með-
ferð málsins í fjárveitinganefnd.“
Frekari orð eru í rauninni
óþörf, kviðdómendur góðir, en
Þórey kýs að ganga lengra og
beitir fyrir sig hirðskáldi Leikfé-
lags Akureyrar í því skyni að
ófrægja blaðamenn Dags enn
frekar. Hirðskáldið heitir Hall-
mundur Kristinsson og þessar
vísur hans flutti Þórey í FHjóð-
bylgjuviðtalinu:
„Paðeiga víst flestir sín uppáhaldssvið;
einn úr klaufunum slettir.
Blaðamenn Dags eru bestir við,
að búa til vondar fréttir.
Til að gera sér lífið létt
og leika við eigin duldir,
best er að hafa fasta frétt
sem fjallar um vanskilaskuldir. “
Ég spyr, er einhver ástæða til
að sitja þegjandi undir slíku? Ég
svara því neitandi hér með. Mér
er alveg sama hvað Hallmundur
ber saman fyrir utan leikmyndir
og ég hef lúmskt gaman af vísum
hans, en það er opinber flutning-
ur Þóreyjar Aðalsteinsdóttur sem
ég er ósáttur við. Ekki síst þar
sem hún notar vísurnar við mál-
flutning sem byggður er á vægast
sagt ótraustum grunni eins og ég
hef reynt að sýna fram á í þessari
grein. Ég hef enga ánægju af því
að sitja undir slúðri og dylgjum
að ósekju. Þórey var trúverðug í
hlutverki Gróu á Leiti í sýningu
LA á Pilti og stúlku hér um árið
en þeirri sýningu er löngu lokið.
Áð lokum vil ég taka fram, til
að koma í veg fyrir misskilning,
að ég hef átt mjög góð samskipti
við Leikfélag Ákureyrar síðast-
liðin fjögur ár og ég hef ekki orð-
ið var við að þar væru eintómar
heilagar kýr. Samvinna við leik-
hússtjóra, leikara, leikstjóra og
aðra starfsmenn hverju sinni hef-
ur verið undantekningalítið mjög
ánægjuleg. Þar hefur ekki orðið
breyting á svo ég viti til og ég
vona svo sannarlega að viðhorf
Þóreyjar Aðalsteinsdóttur, fjár-
reiðustjóra, endurspegli ekki við-
horf starfsmanna LA almennt til
blaðamanna Dags.
Leikfélagi Akureyrar óska ég
alls hins besta og ég vona að
félaginu verði tryggður rekstrar-
grundvöllur til að byggja blóm-
lega starfsemi sína á.
Stefán Þór Sæmundsson.
(Höfundur er blaðamaður á Degi.)