Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 30.10.1990, Blaðsíða 16
MOTR Akureyri, þriðjudagur 30. október 1990 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni cPeóf6myndir~’ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Ærín gamla og lífsreynda með lambið sitt. Mynd: ój Óvenjulegur atburður í vetrarbyrjun: Sauðburður á Hellulandi - „þetta er falleg mórauð gimbur,“ segir Sigþór bóndi „Hún er orðin gömul og hornbrotin en lambið er nýtt, falleg mórauð gimbur,“ sagði Sigþór Björnsson, bóndi að Hellulandi í Glæsibæjar- hreppi, þegar blaðamaður Dags mætti á staðinn til að taka mynd af mæðgunum. Sigþór Björnsson er bóndi að Hellulandi, en þar er hann fæddur og uppalinn og tók við búrekstri 1955. „Ég bý með kindur og í vor sleppti ég sex geldum ám til fjalla. í síðustu viku bar ein þeirra, sem verður að teljast mjög óvanalegt á þessum árstíma. Mér varð litið hér upp á túnið og sá eitthvað lítið dökkt, sem var að snúlla með ánum, og gekk upp eftir. Þetta reyndist lamb, mórauð gimbur og hin sprækasta. Þær mæðgur eru nú hér heima við bæ og njóta sérstakrar umönnunar heimafólks,“ sagði Steinþór og laumaði fóður- blöndu korni til þeirrar litlu. ój Útgerðarfélag Skagfirðinga hf.: Síðasti aðalfundurmn haldinn - niðurstaða félagsins 113 milljónir Ennþá mok- • XI / veioi a loðnu- miðunum - versnandi veður og skipin til hafnar Loðnuveiði skammt norður af Langanesi er ennþá mjög góð. Loðnan hefur til þessa verið blönduð, en í fyrrinótt náðist óvenjulega stór og góð loðna eilítið sunnar en skipin hafa verið að undanförnu. Veður fór versnandi á loðnu- miðunum í gærmorgun og héldu skipin til hafnar eitt af öðru. Þórður Jónasson EA landaði í gær 300 tonnum á Reyðarfirði. Þetta er annar farmurinn hans, en í fyrsta túrnum fékk hann 700 tonn og landaði þeim afla sl. laugardag á Raufarhöfn. Súlan EA landaði um 600 tonnum á Þórshöfn í gær, en sl. laugardag landaði hún þar um 800 tonnum. Björg Jónsdóttir ÞH landaði um 500 tonnum í gær á Þórshöfn. Þá landaði Guðmundur Ólafur ÓF sínum fyrsta farmi á þessari vertíð, 300 tonnum, á Reyðar- firði í gær. óþh Sauðárkrókur: Brotist inn í dæluskipið Reyni - olía í höfnina Aðfaranótt sunnudags var far- ið um borð í dæluskipið Reyni sem er statt í Sauðárkrókshöfn og þar tekin ferðataska, mynd- bandsspólur og olíu hleypt í höfnina. Skipverjar Reynis brugðu sér aðeins frá um nóttina og á meðan var farið inn um neyðarlúgu á skipinu og smádót tekið ófrjálsri hendi, auk þess sem hleypt var á að giska 3-4000 lítrum af olíu í höfnina. Lögreglan á Sauðár- króki rannsakar málið. SBG Tveir Siglfirðingar unnu 1.770.000,00 krónur í íslensk- um getraunum um síðustu helgi. „Þetta er mjög gott búsflag,“ sagði Ólafur Ólafs- son annar vinningshafa. „Við sendum inn útfyllta get- raunaseðla og notuðum Spari- kerfið, sem er eitt af þeim kerf- um sem býðst á seðlunum. Við notuðum Fjarkanafnið, en hér áður fyrr vorum við fjórir sem stóðum að útfyllingu getrauna- seðlanna. í þetta sinn vorum við aðeins tveir, ég og Örnólfur Ásmundsson. Vinningsupphæðin er veruleg eða 1.770.000,- krónur. Ég vona að þessi heppni okkar félaga verði til þess að Sigl- firðingar verði duglegri til að Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. sennilega sá síðasti, var haldinn sl. sunnu- dag á Sauðárkróki. Þar kom fram að eftir sölu eigna og greiðslu skulda standa 113 taka þátt í Getraunum. Mér skilst að þeir hafi verið frekar óduglegir hingað til,“ sagði Ólaf- ur Olafsson frá Siglufirði. ój í síðustu viku fundust 20 kind- ur í síðbúnum leitum í Fjörðum. Að sögn Stefáns Kristjánssonar, bónda á Grýtubakka í Grýtubakka- lircppi, var féð nokkuð vel á sig komið þó nokkuð væri far- ið að þrengja að því sumu. milljónir króna eftir í félaginu. Trúlega verða hlutabréf síðan seld á næstu vikum og félagið þar með af lagt opinberlega. Að sögn Einars Svanssonar, stjórnarformanns Útgerðarfé- lagsins, var saga félagsins mikið rædd á aðalfundinum og hvaða gildi félagið hefði haft fyrir hér- aðið. Gamlir forkólfar í félaginu vildu meina það að þrátt fyrir allt sem gerst hefði hjá félaginu, hefði það komið héraðinu vel. Menn töldu að uppbyggingin segði meira en krónur og aurar um það hvernig til hefði tekist í raun. Þessar 113 milljónir sem standa eftir í félaginu eftir uppgjör, eru töluvert meira en Bændur brutust út í Fjörður á traktorum og tók ferðalagið yfir Leirdalsheiði um 6 tíma enda mikill snjór á leiðinni. Stefán seg- ir að haglaust sé með öllu á heið- inni og því hafi fé þar úr litlu að moða. Stefán segir að um hafi verið að ræða bæði ær og lömb í nafnverð þess hlutafjár sem lágt hefur verið í það. Nafnverð þess hlutafjár sem er í félaginu er rúmar 89 milljónir króna, svo að trúlega fæst 30-40% meira fé fyrir hlutabréfin, en nafnverðið er. Einar sagði að viðræður væru í gangi um sölu bréfanna og hafði trú á að hún gengi í gegn á næst- unni. Skjöldur hf. og Skagfirðingur keyptu eignir og lausafjárskuldir félagsins og eru búin að borga það allt upp að mestu leyti. Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. er stofnað árið 1968 og þess vegna orðið 22ja ára gamalt. Við stofnun þess voru íbúar Sauðár- króks um 1600, en nú þegar félagið er að leggja upp laupana rúmlega 2500. SBG Fjörðum. Komið var á bát í svo- kallaða Keflavík og var féð flutt með honum til Grenivíkur. Að sögn Stefáns eru heimtur misjafnar milli bæja. Stefán sagði að aftur verði farið í Fjörður til að leita kinda og einnig á Látra- strönd en þar er vitað um fáeinar kindur, JÓH Lögreglan á Akureyri: Innbrot og tvær ákeyrslur „Mánudagurinn hefur veriö rólegur að mestu. Tvær ákeyrslur uröu í morgun og innbrot í nótt,“ sagði Matthías Einarsson, varðstjóri, síðla dags í gær. Að sögn Matthíasar urðu tvö óhöpp í umferðinni snemma í gærmorgun. í öðru tilfellinu ók kona á ljósastaur við Skógarlund og var flutt á sjúkrahús. Meiðsli hennar voru ekki alvarleg, en hún kvartaði um verk í baki. í fyrrinótt var brotist inn í Áhaldahús bæjarins. Hurð var sparkað upp og peningar og ávís- anir teknar úr lokuðum skápi. „Einhver kunnugur hefur verið þarna að verki og haft með sér milli 80 og 90 þúsund krónur, mest í ávísunum,“ sagði Matthí- as. ój Ársþing LH á Húsavík: Samstarf hesta- maimaoggróður- vemdarmaima Allsherjarnefnd lagði fram til- lögu, um að stjóm sambandsins hafi forgöngu um að koma á samstarfshópi gróðurverndar- aðila og hestamanna, á árs- þingi LH sl. föstudag. Við afgreiðslu mála á laugar- dag var lögð fram breytingar- tillaga þess efnis að rætt skyldi um samstarf hestamanna og ann- arra gróðurverndarmanna í umræddri tillögu. Var breyting- artillagan samþykkt samhljóða og málið flaug í gegn. Það er því ekki hægt að segja að hestamenn komi sér ekki saman um málin. IM Spái því að menn náisaman - segir Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri LH „í hcildina finnst mér þingið hafa tekist vel,“ sagði Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri LH, aðspurður um hvernig honum hefði fundist til hafa tekist með ársþingið á Húsa- vík. „Það risu hér nokkuð hátt öld- ur sem menn áttu von á, en það tókst að lægja þær og ég vona að það stefni í sæmilega friðsamlegt starfsár. Mál mótanefndar og þau mál sem höfðu með að gera breyting- ar á lögunum voru merkustu málin. Annars eru öll mál merki- leg. Ég spái því að menn nái saman í framtíðinni og trúi ekki öðru en að þeir sem hugsa málin finni það að það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að ná saman. En það er sjálfsagt að deila og sjálfsagt að finna lausn á málum í gegnum einhvern meirihluta.“ IM Tveir heppnir Siglfirðingar: Unnu tæpar 1800 þús. krónur í getraunum Tuttugu kindur fimdust í Fjörðum - heimtur misjafnar milli hæja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.