Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. nóvember 1990
99
Nýliðakynning á vegum Flugbjörgunar-
sveitarinnar á Akureyri:
Starf sveitarinnar er mjög öflugt
- segir Jón G. Knutsen, formaður
í
fréttir
r-
I kvöld, fimmtudag 8. nóv-
ember kl. 20.00 verður ár-
leg nýliðakynning á vegum
Flugbjörgunarsveitarinnar á
Akureyri. Kynningin verður
að Galtalæk hvar Flugbjörgun-
arsveitin hefur aðstöðu í eigin
húsnæði.
Að sögn Jóns G. Knutsen, for-
manns Flugbjörgunarsveitarinn-
ar á Akureyri, er starf Flugbjörg-
unarsveitarinnar mjög öflugt. í
sveitinni eru 20-25 virkir félagar,
en hægt er að kalla út enn fleiri,
þegar þess er þörf. Flugbjörgun-
arsveitin er mjög vel búin tækjum
og búnaði, sem gerir henni
mögulegt að taka á hinum erfið-
ustu verkefnum með stuttum
fyrirvara.
í eigu sveitarinnar eru tveir
snjóbílar, fjallabíll búinn öllum
bestu tækjum til björgunar og
fjórir vélsleðar. Sveitin er nýbúin
að selja tvo fjallabíla og stefnt er
að kaupum á nýjum bíl í stað
hinna tveggja. „Starfið í Flug-
björgunarsveitinni er áhugavert
og gefandi. Miklar kröfur eru
gerðar til félaganna um kunnáttu
og líkamshreysti enda álagið oft
mikið þegar félagarnir eru kail-
aðir til hjálpar. A fimmtudaginn
kl. 20.00 verðum við með árlega
nýliðakynningu að Galtalæk og
hvetjum ungt fólk að koma til
okkar. Við tökum ekki yngri en
17 ára í sveitina og þjálfunin felst
í námskeiðum í skyndihjálp,
meðferð áttavita, korta og fjalla-
björgun. Þjálfunin er ströng og
erfið sem eðlilegt er, en mjög
skemmtileg. Árlega byrja með
okkur 8-10 félagar, en reyndin er
sú að 2-3 halda starfinu áfram.
Peir hæfustu halda áfram. Þetta
er erfiður, strangur „skóli“ og
félagsskapurinn er góður,“ sagði
Jón G. Knutsen. ój
Úr vélasal Flugbjörgunarsvcitarinnar.
Hvammstangi:
Nýju vatnslögninni að verða lokið
- breyting á sölufyrirkomulagi á heitu vatni
íbúar á Hvammstanga ættu
ekki aö þurfa aö líða vatns-
skort í vetur eins og oft hefur
gerst síðustu árin. Verktakinn
sem sér um að leggja nýja
vatnslögn um 13 km leið úr
svokölluðum Mjóadal er nú
farinn að nálgast verklok og
svo gæti farið að nýja lögnin
yrði tengd inn á kerfið um
næstu mánaðamót.
Að sögn Bjarna Þórs Einars-
sonar, sveitarstjóra, ættu
Hvammstangabúar því að geta
þambað kalt vatn eins og þá lystir
þegar líða tekur á veturinn úr
þessum nýju vatnsbólum í Mjóa-
dal. Veðrið hefur leikið við þá
Sjúkrahúsið á Siglufirði:
Hjúkrunarfræðinga skortir
- auglýsingar hafa ekki skilað tilætluðum árangri
Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsing-
ar og eftirgrennslan hefur ekki
tekist að manna í tvær stöður
hjúkrunarfræðinga og stöðu
hjúkrunarforstjóra við sjúkra-
húsið á Siglufirði, sem láta
mun af störfum innan tíðar.
Að sögn Guðnýjar Helgadótt-
ur, starfandi hjúkrunarforstjóra,
hefur verið tilfinnanlegur skortur
á hjúkrunarfræðingum við spítal-
ann að undanförnu og auglýsing-
ar hafa enn engan árangur borið.
Leyfi er fyrir 7,1 stöðu hjúkrun-
arfræðings við sjúkrahúsið, en
sem stendur er mannað í 4,3
stöður, ef með eru taldir hjúkr-
unarforstjóri og deildarstjóri.
Álagið á starfandi hjúkrunar-
fræðinga er því mikið.
„Við höfum auglýst í um það
bil mánuð. Alltaf af og til er
hringt og spurt m.a. um kaup og
kjör. Þótt vel sé boðið dugar það
ekki til,“ sagði Guðný. Hún sagði
að boðið væri upp á hlunnindi,
sem fælist í yfirborgunum. Þá
væri í boði húsnæði, sem sjúkra-
húsið hefði yfir að ráða.
Guðný sagðist ekki gera sér
grein fyrir af hverju gengi svo erf-
iðlega að manna í stöður við spít-
alann. Hún sagði að kannski
hefði eitthvað að segja að makar
hjúkrunarfræðinganna hefðu
sumir átt í erfiðleikum með að fá
vinnu við hæfi á Siglufirði.
Starfsemi sjúkrahússins á
Siglufirði er mikil og meiri heldur
en margan kannski grunar. Á því
eru 43 rúm, sem skiptast niður á
sjúkradeild, ellideild og 3 rúm á
fæðingardeild. Að sögn Guðnýj-
ar er yfirleitt fullt á spítalanum.
Einn dagur í hverri viku er svo-
kallaður aðgerðadagur. Starf-
andi við spítalann eru bæði svæf-
ingahjúkrunarfræðingur og
skurðlæknir. óþh
sem leggja vatnslögnina upp á
síðkastið og ekki síst þess vegna
fer framkvæmdum að ljúka.
Á sveitarstjórnarfundi 24.
október sl. var ákveðið að breyta
sölufyrirkomulagi á vatni hita-
veitunnar, úr hemlakerfi yfir í
rennslismæli. Að sögn Bjarna
hefur þessi breyting skilað veru-
legum vatnssparnaði þar sem hún
hefur verið gerð. Breytingin mun
eiga sér stað í vetur og Bjarni
sagði að heitavatnsnotendum
yrði síðan gefinn einhver
aðlögunartími til að átta sig á
hvað þeir þurfi að gera við
húskerfi sín til að breytingin leiði
ekki til of mikillar vatnseyðslu.
SBG
Handleggsbrot í
Sjallanum:
Óskað eftir vitnum
Aðfaranótt sl. laugardags um
kl. 02.45 féll maður niður stiga
í Sjallanum og handleggsbrotn-
aði.
Þar sem aðdragandi slyssins er
óljós óskar Rannsóknarlögreglan
á Akureyri eftir því að hugsanleg
vitni gefi sig fram við hana hið
fyrsta. óþh
KEA Sunnuhlíð
Vönáytmmq í áaqfimmtuáatj kí. 16-19
ákímerámogíliMmréttm
Kímnúíur - Vomíííitr -
Pimrúííur otj fmtímásbrcmð
ító) TiÖwð ^ötMimjur 544 kr. kq
QríMir (iji'áíuyar 597 kr. sá.
OfHSfrá kí. 9-20 mónwkja tiCföstudotja - (aiujaráujafrá kl. 10-20
Hraðfrystihús
ÓlafsQarðar:
Frestur Sæbergs
renniir út í dag
Frestur sem útgerðarfélagið
Sæberg hf. í Ólafsfirði fékk
til þess að tilkynna Hlutafjár-
sjóði um hvort það kaupi
hlut hans í Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar hf. rennur út í
dag.
Að sögn Bjarka Bragason-
ar, starfsmanns Hlutafjár-
sjóðs, fékk Sæberg hf. fram-
lengdan frest til að taka
afstöðu til tilboðs Hluta-
fjársjóðs um sölu á 49% hlut
hans í HÓ. Fresturinn rennur
út í dag. Bjarki segir að stjórn
sjóðsins muni koma saman til
fundar í dag og þar verði þetta
mál örugglega á dagskrá. óþh
Norðausturland:
Bolfiskveiðar
fremur tregar
Bolfiskveiðar hafa gengið
fremur treglega að undan-
förnu hjá bátum og skipum
sem landa í höfnum norð-
austanlands. Hjá Fiskiðju
Raufarhafnar hefur verið
rólegt en togarinn Rauði-
núpur er væntanlegur inn í
dag eða á morgun.
Hjá Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar fengust þær upplýsing-
ar að bolfiskurinn hefði verið
tregur upp á síðkastið en þar
hefur verið tekið töluvert af
síld til frystingar og verður
hún notuð í beitu. SS
Húsavík:
Myndlistar-
sýning í
Safhahúsinu
Húsavík nefnist myndlistarsýn-
ing Kára Sigurðssonar sem
opnuð verður fimmtudaginn 8.
nóv. og stendur til mánudags-
ins 12. nóv. í Safnahúsinu á
Húsavík.
Tilefni sýningarinnar er 40 ára
afmæli Húsavíkurbæjar. Á sýn-
ingunni eru 62 verk frá Húsavík
unnin með pastel eða blýanti, þar
eru teikningar o.fl.
Sýningin verður opnuð kl 20 á
fimmtudag með tónlistarflutningi
Leifs V. Baldurssonar sem leikur
á gítar og Sigurðar Kr. Friðriks-
sonar sem leikur á píanó.
Aðra daga verður sýningin
opin frá kl. 14-22. IM