Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 16
BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA Akureyri, fímmtudagur 8. nóvember 1990 Sútunarverksmiðjan Loðskinn hf.: Starfsemi hafin aftur á nýjum grundvelli - bærinn búinn að samþykkja 20 milljónir LEIDIN ERGREIÐ! Á bæjarstjórnarfundi á Sauð- árkróki í gærmorgun var sam- þykkt að veita 20 milljónum króna til hlutatjáraukningar í sútunarverksmiðjunni Loð- skinni hf. Skilyrðin sem bærinn setur er að gamalt hlutafé verði lækkað um 30 milljónir króna og heildarhlutafjáraukn- ing verði 80 milljónir svo heild- arhlutaféð verði 122 milljónir. Einnig er farið fram á að endurskipulagningu fyrirtækis- ins Ijúki sem fyrst. Að sögn Birgis Bjarnasonar, rekstrarstjóra hjá Loðskinni, sem staðið hefur að miklu leyti í endurskipulagningunni, er vegna þessarar samþykktar bæjarins hægt að hefja starfsemi í verk- smiðjunni aftur á nýjum grund- velli. Búið er að samþykkja lækk- un gamla hlutafjárins um 30 millj- ónir, en ennþá hefur ekki tekist að fá þessar 80 milljónir króna í nýju hlutafé staðfestar. Starfsfólk Loðskinns fékk útborgað fyrir októbermánuð í gær og vinnsla hófst af fullum krafti í morgun í verksmiðjunni. í næstu viku sagðist Birgir búast við að menn á vegum verksmiðj- unnar héldu utan til samninga m.a. við aðila á Ítalíu og í Dan- mörku. Á mánudaginn fóru bæjarráðs- fulltrúar suður og funduðu með fulltrúum Búnaðarbankans og1 stjórn Loðskinns. Á þriðjudag- inn boðuðu þeir síðan menn frá kaupfélaginu og Verkamanna- félaginu Fram til fundar við sig og kynntu þeim afstöðu sína. Verkamannafélagið Fram er búið að gefa hálft já, að sögn Jóns Karlssonar formanns þess, fyrir þremur milljónum króna til hlutafjáraukningarinnar. Ekkert svar hefur hins vegar borist frá Kaupfélagi Skagfirðinga ennþá, en Þórólfur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri sagði að þeir hefðu tek- ið þátt í öllum viðræðum hingað til og bjóst við að ákvörðun yrði tekin um máiið á stjórnarfundi undir lok þessa mánaðar. SBG Sippað í sumarveðri. Mynd: Golli Aukakjördæmisþing K.F.N.E. á Húsavík: Mílll 20 og 30 manns verða í kjöri - 6 Akureyringar gefa kost á sér í eitt af 7 efstu sætunum Framsóknarmenn á Norður- landi eystra kjósa í 7 efstu sæt- in á framboðslista vegna alþingiskosninga á sunnudag- inn. Milli 20 og 30 manns verða í kjöri. Á aukakjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Norðurlandi eystra sem haldið verður á Húsa- vík nk. sunnudag 11. nóvember Langanes: Hvalreki í Eiðisvík - 18 grindhvalir í ijöruborðinu Vilhjálmur Þórðarson, sem á jörðina Eiði á Langanesi í félagi við aðra, var staddur á jörðinni í fyrradag og fékk hann sér kvöldgöngu niður að Eiðisvík. Kom hann þá auga á torkennilegar þústir í fjöru- borðinu og er betur var að gáð reyndust þetta vera hvalir sem rekið hafði á land. „Ég er enginn hvalasérfræðing- ur en eftir lýsingum að dæma held ég að þetta séu grindhvalir. Þeir eru 15-18 fet að lengd og höfuðlagið kemur heim og saman við grindhvali. Þetta er nú ekki sá hvalreki sem orðatiltækið segir til um og það hefði ábyggilega verið tekið betur á móti þeim í Færeyj- um,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Dag. Skuggsýnt var og sandfok er Vilhjálmur var á göngu í Eiðisvík sl. þriðjudagskvöld en hann taldi sig hafa greint 18 hvali í víkinni. Þeir voru nokkuð dreifðir en flestir þó á malarkambi sem skil- ur að sjó og stöðuvatn sem þarna er. Líklegt er að hvalina hafi rekið á land fyrir skömmu því Vil- hjálmur sagði að engin ólykt hefði verið af þeim og ekkert far- ið að leka úr þeim. Þá var varg- fugl ekki sjáanlegur í kringum hvalina og sennilegast hafa skepnurnar því ekki verið dauðar lengi er Vilhjálmur kom að þeim. Sérfræðingar frá Hafrann- sóknastofnun voru væntanlegir til Eiðisvíkur í gær til að rannsaka þennan hvalreka nánar. SS verður kosið í 7 efstu sætin á framboðslista flokksins. Búist er við að fulltrúar á aukakjördæmis- þinginu verði a.m.k. 150. Kjörnefnd kom saman sl. þriðjudagskvöld á Akureyri, og var það þriðji fundur nefndarinn- ar. í nefndinni eiga eftirtaldir aðalmenn sæti: Guðlaug Björns- dóttir, Þóranna Björgvinsdóttir, Sigurgeir ísaksson, Egill Olgeirs- son og Svavar Ottesen. Á fundinum kom frarn að alls bárust 45 tilnefningar um menn í prófkjörið á Húsavík á sunnu- daginn frá framsóknarfélögunum í kjördæminu, og hafa aldrei ver- ið fleiri tilnefndir síðan kjör- dæmissambandið var stofnað. Félagsstarf framsóknarfélaganna virðist almennt vera í miklum blóma. Gengið verður endanlega frá kjörseðli nk. föstudag, sam- kvæmt þeim reglum sem í gildi eru, því kjörseðill þarf að liggja fyrir tveimur sólarhringum fyrir Skagaströnd: Hööiin sett í líkan- prófun hjá Hafnamálastoftiun Höfnin á Skagaströnd verður á næstu vikum sett upp í líkan- prófun hjá Vita- og hafnamála- stofnuninni. Hermann Guð- jónsson, hafnamálastjóri, sagði að í gær hafi verið lokið við líkanprófun hafnarinnar á Borgarfírði eystri og höfnin á Skagaströnd sé næst á dagskrá. Ef allt gengur að óskum ætti að verða unnt að hefja sjálfa líkanprófunina strax eftir ára- mót. í ljós hefur komið að höfnin á Skagaströnd er mjög illa farin og lífsspursmál fyrir staðinn að bæta hafnaraðstöðu til muna. Fyrsta skrefið er að líkanprófa höfnina og sjá með þeim hætti hvaða úrbætur eru líklegastar til árang- urs. Að sögn Hermanns er sjónum beint að svokallaðri þverbryggju og þarf nánast að byggja hana upp frá grunni. Mikilvægt er að þessi bryggja sé vel úr garði gerð, því hún veitir mikið skjól inn í höfnina. „Það eru ákveðnar hug- myndir um að flytja hana til, til þess að rýmka svæðið innan hafnar. Við erum að tala um að fullbúin kosti bryggjan kannski um hundrað milljónir króna. Það eru auðvitað miklir peningar,“ sagði Hermann. óþh kjörfund. Á fundinum á þriðjudag kom í Ijós að 23 höfðu gefið kost á sér vegna prófkjörsins á Húsavík, og enn geta einhverjir bæst við. Ljóst er því að milli 20 og 30 manns verða í kjöri unt 7 efstu sæti listans á sunnudag. Fulltrúar eru víðsvegar úr kjördæntinu, og þess má geta að 6 Akureyringar verða í kjöri. Samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru í kjördæminu þurfa menn að fá yfir 50 prósent atkvæða á aukakjördæmisþing- inu til að ná kjöri í 1. til 7. sæti. Stjórn K.N.F.É. gengur síðan frá listanum að öðru leyti. EHB Bæjarstjórn Akureyrar: Ákvörðun húsnæðisneftidar vísað til bæjarráðs - óvíst hvort samið verður við Harald og Guðlaug hf. um 10 íbúðir Meiríhluti bæjarstjórnar Akur- eyrar ákvað í vikunni að vísa ákvörðun húsnæðisnefndar um verksamning við Harald og Guðlaug hf. til bæjarráðs. Um er að ræða samþykkt hús- næðisnefndar frá 26. október, þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Harald og Guðlaug um byggingu tíu íbúa við Vestur- síðu 16 til 18. Forstöðumanni húsnæðisskrifstofunnar á Akur- eyri, ásamt Brynjari Inga Skapta- syni og Hákoni Hákonarsyni, formanni nefndarinnar, var jafn- framt falið að ganga frá samning- um við verktakann, með venju- legum fyrirvörum. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, lagði til á bæjarstjórnarfundinum að þess- ari ákvörðun yrði skotið til bæjarráðs til nánari umfjöllunar. Sigurður sagði að tilgangurinn væri að fá nánari skýringar á hvaða forsendum væri gengið til samninga við Harald og Guðlaug nú, og yrði fundur haldinn fljót- lega með forstöðumanni húsnæð- isskrifstofunnar á Akureyri og formanni þetta. nefndarinnar um nrál Ágreiningur er í bæjarstjórn hvernig meðhöndla eigi ákvarð- anir húsnæðisnefndar. Sigurður J. Sigurðsson telur að bæjar- stjórn eigi að hafa lokavald til ákvarðanatöku unr mál þau sem undir nefndina heyra, en félags- málaráðuneytið telur að bókanir nefndarinnar eigi aðeins að leggja fram í bæjarstjórnum til kynningar og að ákvarðanavald nefndanna sé endanlegt. Guðríður Friðriksdóttir, for- stöðumaður húsnæðisskrifstof- unnar, lét bóka að hún teldi eðli- legt að kaupa notaðar íbúðir, þar sem greiðslumat hefði sýnt að þörf væri á slíkurn íbúðum. Guðríður segir að allir unrsækj- endur í félagslega íbúðakerfinu séu greiðslumetnir, sem kallað er, en það þýðir að greiðslugeta viðkomandi er reiknuð út. Sá útreiknihgur sýni hversu dýrar íbúðir umsækjendur ráði við að kaupa. „Þetta eru síðustu tíu íbúðirnar sem við kaupum á árinu, og í þessu tilviki tel ég eðlilegra að hluti af þeim sé not- aðar íbúðir. Við kaupunr tvær notaðar íbúðir á þessu ári af sex- tíu og sex,“ segir hún. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.