Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 7 sem annars staðar. Það er bein- línis skynsamlegt að ráðast í þetta verkefni, hvað sem líður afdrifum lagafrumvarpsins. Fortíðarvandi lífeyrissjóðanna er ekki sérstakur fyrir sjóðina á Norðurlandi og mun ekki leysast með sameiningu þeirra einni saman. A hinn bóginn getur sam- einingin verið leið til að leysa framtíðarvanda þessara sjóða. Sameining sjóðanna hér getur einnig ráðið miklu um það hvern- ig með núverandi sjóði verður farið, þegar óumflýjanleg upp- stokkun kerfisins fer fram, þ.e. hverjum verður treyst til þess að fara með þessi mál í framtíðinni. Hvort okkur verður til þess treystandi, eða hvort við verðum að hlíta sameiningum við stóru sjóðina fyrir sunnan. Með sameiningu sjóðanna má margt vinna, eins og tíundað er í skýrslu þeirri, sem hér hefur ver- ið lögð fram. Skipulag þessara mála hér í fjórðungnum er óhag- kvæmt, með allt of mörgum sjóðum. Með sameiginlegum sjóði ætti að vera hægt að ná rekstrarkostnaði verulega niður, en hann er allt of hár hjá mörgum sjóðanna, þótt hann sé hvergi nærri eins hár og ýmsir gagnrýn- endur þessa kerfis hafa vilja vera láta. Eins og fram kemur í skýrsl- unni kostaði um 40 milljónir að reka þessa sjóði á síðasta ári. Sjóði, sem áttu í árslok 1989 eignir upp á um 5,3 milljarða króna. Til samanburðar má geta að það kostaði um 60 milljónir að reka sparisjóðina í Ólafsfirði og á Dalvík, en innlán sparisjóðanna beggja voru um 820 milljónir í árslok 1989. Rétt er því að hafa í huga að kostnaður er hér, sem víða annars staðar, afstætt hugtak. En hvað sem líður öllum sam- anburði og hvort sem hann er raunhæfur eða ekki, eigum við verulega möguleika á að bæta rekstur sjóðanna hér með sam- einingu þeirra. Sameiningin á einnig að geta skilað góðum árangri á öðrum sviðum, til að mynda vegna aukinnar áhættu- dreifingar, svo dæmi sé tekið. Síðast en ekki síst skapast með henni auknir möguleikar til að ná til heimasjóðs þeim iðgjöldum' sem nú greiðast til sjóða utan syæðisins. Hér er um háar tölur að ræða, sem tæplega eru undir einum milljarði króna á ári „Fyrst og fremst verður að hafa hagsmuni sjóðfélaganna að leiðarljósi. Þetta sjónarmið hlýtur að yfirskyggja öll önnur,“ í skýrslu lífeyrisnefndar A.N. um sameiningu sjóða á Norðurlandi. hverju. Hér eru því miklir fjár- hagslegir hagsmunir í húfi, fyrir þessi byggðarlög hér norðan heiða. En ekki síður og raunar miklu fremur eru hér í húfi hags- munir sjóðfélaganna - lífeyris- þega framtíðarinnar. Ef við búum ekki þannig um hnútana að nokkuð tryggt sé að þeir komi til með að njóta ávaxtanna af sparn- aði sínum í framtíðinni, getum við ekki ætlast til þess að þeir hafi trú á þessu kerfi. Hagsmunir sjóðfélaganna hljóta hér sem endranær að vega þyngst. í þessu efni er rétt að gera sér strax í upphafi grein fyrir því að jafn róttækar breytingar og hér eru til umræðu, þar sem miklir og margþættir hagsmunir eru í húfi, munu tæplega ganga alveg snurðu- laust fyrir sig. Það er ekki hægt að búa til ommelettu nema að brjóta eggin. íhaldssemi, tor- tryggni, hrepparígur og hags- munir þeirra sem nú stýra þess- um sjóðum kunna hér að vega þungt. Þetta eru þó hlutir, sem eru á valdi okkar sjálfra og þá má leysa með samningum og sam- starfi, ef hugur fylgir máli. í skýrslu lífeyrisnefndar er vik- ið að þeim grundvallarsjónarmið- um, sem hafa verður í huga við slíka sameiningu, en þau eru þessi: 1. Fyrst og fremst verður að hafa hagsmuni sjóðfélaganna að leiðarljósi. Þetta sjónarmið hlýtur að yfirskyggja öll önn- ur. 2. Nýi sjóðurinn verður að geta veitt sjóðfélögum a.m.k. jafn góða og helst betri þjónustu en núverandi sjóðir gera. 3. Þjónusta hins nýja sjóðs verð- ur að kosta mun minna en rekstur núverandi sjóða gerir. Þetta sjónarmið hlýtur að setja skipulagi hins nýja sjóðs ákveðnar skorður. 4. Tryggja verður hagsmuni byggðarlaganna í því efni að fjármunir haldist í heimahér- aði, enda komi það ekki niður á ávöxtun á eignum sjóðsins. 5. Stefna ber að því að hinn nýi sjóður taki til alls Norður- lands og sem flestra starfs- stétta. 6. Stefna ber að því að samein- ingin fari fram í góðu sam- starfi allra þeirra aðila, er hagsmuna eiga að gæta. Matvöruverslunin Kiman Hafnarstræti 20 Nýtt kjötborð Nýtt og stórglæsilegt kjötborð beint frá Þýskalandi Úrval kjöt- og fiskrétta Tilboð frá Kjamafæði: Baconsteik kr. 998 kg London lamb kr. 849 kg Bændur munið bláu nótumar Kiman vænn kostur í verslun - sími 25655 Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 7. Hinn nýi sjóður verður að tryggja öllum starfsstéttum a.m.k. jafn góð réttindi og þær hafa í núverandi sjóðum. I þessu efni verður þó að taka tillit til raunverulegra rétt- inda, þ.e. hvaða réttindum ið- gjaldið stendur undir. Að öðr- • um kosti er tæplega verið að tryggja mönnum neitt, þegar til lengri tíma er litið. í þessu efni verður einnig að taka tillit til fyrirhugaðrar lagasetning- ar. Það er okkar skoðun að þessi atriði verði að vera í lagi, ef mál- ið á að fá farsælan endi. í skýrslu nefndarinnar er einn- ig vikið nokkuð að skipulagi hins nýja sjóðs. Þar er fremur um vangaveltur, en beinar tillögur að ræða. Nefndinni þótti ekki ástæða til ítarlegrar tillögugerðar í þessu efni, þar sem enn er óljóst hverj- ar lyktir málsins verða. Um það verður því ekki meira fjallað hér, en vísað til skýrslunnar. í áliti nefndarinnar, sem er að finna á bls. 33 í skýrslunni er lagt til að stofnaður verði einn lífeyr- issjóður, er taki til alls Norður- lands. Jafnframt er það skoðun nefndarinnar að meiri áherslu beri að leggja á samstöðu um stofnun sjóðsins, en það hversu hratt verði farið í sakirnar. Sameiningin sem slík, þarf ekki að taka langan tíma og má í því efni vísa til nýlegra samein- inga banka og tryggingarfélaga. Á hinn bóginn kann að taka nokkurn tíma fyrir þá aðila sem um þetta eiga að velja að gera málið upp við sig. Það þing, sem hefst hér eftir þessa ráðstefnu, mun ekki taka ákvörðun um stofnun hins nýja sjóðs. Til þess hefur það ekki vald. Það getur einvörðungu ákveðið, hvort þessari vinnu skuli haldið áfram, eða hvort henni skuli hætt, a.m.k. á vett- vangi Alþýðusambands Norður- lands. Vilji menn halda þessari vinnu áfram þá er einnig nauð- synlegt að menn geri það upp við sig hvenær þeir vilja að þessum fæðingarhrinum ljúki, m.ö.o. hvenær þeir hafi hugsað sér að stíga skrefið til fulls. Að síðustu þetta. Það verður enginn neyddur til að taka þátt í þeirri sameiningu, sem hér er til umræðu. Þar verða þeir einir með, sem þess kjósa af fúsum og frjálsum vilja og vegna þess að þeir telja hag sínum betur borgið í slíku samstarfi, en utan þess. Þeir sem áfram vilja standa einir, hafa til þess fullan rétt. Þó verður að minná á að því meiri sem samstaðan verður þeim mun sterkari verður útkoman. Jafn- framt verður að hafa það í huga, að sú tilraun sem hér er gerð, er prófsteinn á það hvort óumflýj- anleg uppstokkun lífeyrissjóða- kerfisins er möguleg, með frjáls- um samningum í heimahéraði. Bíði þessi tilraun skipbrot nú er ekki sjálfgefið að annað tækifæri gefist síðar. TULV UlAU- imvuPAPm röLVUPAPPlRl ölvupappiri DLVLPAPPIR! SÖLWMB0Ð 24166 & 24222 Bássæssís

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.