Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 13 Afmæliskveðja: Snorri Sigfússon Snorri Sigfússon er fæddur 8. nóv. 1920 í Lundargötu 8 á Akur- eyri. Hann er sonur hjónanna Sigfúsar Baldvinssonar útgerðar- manns, skipstjóra og fyrrum for- stjóra Nótastöðvarinnar Odda og Ólafar Guðmundsdóttur hús- freyju. Foreldrar Sigfúsar voru Bald- vin Jóhannesson bóndi og smiður og Guðlaug Sigfúsdóttir systir Snorra Sigfússonar námsstjóra. Má rekja ættir þeirra nánar í bókunum um Svarfdælinga. Baldvin og Guðlaug bjuggu fyrst í Blakksgerði, en urðu fyrir því óhappi að bærinn brann, og var Sigfús þá sendur til Þórarins Eldjárn á Tjörn, og þar ólst hann upp. Foreldrar Ólafar voru Guð- mundur Jónsson, fæddur í Ólafs- gerði í Kelduhverfi, og var hann fyrsti bæjarpóstur á Akureyri. einnig var hann meðhjálpari og kirkjugarðsvörður. Móðir Ólafar var Anína Ágústa Arinbjarnar- dóttir fædd á Gæsum og var köll- uð ein af Gæsablómunum. Snorri á tvær yngri systur, þær Guðrúnu, gifta Jóhannesi Magn- ússyni, búsett í Grímsey, og Guðlaugu, búsetta á Akureyri. Snorri kvæntist fyrri konu sinni, Sigrúnu Bárðardóttur, 1940 og eignuðust þau 3 dætur. Ásgerði, búsetta á Akureyri, gift Ingva Þórðarsyni og eiga þau 4 börn; Ólöfu, búsetta í Gilsfirði, gift Halldóri Gunnarssyni ogeiga þau 5 börn og Guðlaugu búsetta í Kópavogi, gift Daniel R. Dags- syni. Árið 1946 slitu þau Sigrún samvistum og 1950 kvæntist Snorri Rósu Sumarliðadóttur og eignuðust þau 1 dreng, Brynjólf, og er liann búsettur á Akureyri’, kvæntur Jóhönnu S. Júlíusdóttur og eiga þau 6 börn og 2 barna- börn og á því Snorri í dag 21 af- komanda. Rósa lést 1969. Snorri ólst að mestu upp a Akureyri en 9 ára gamall fór hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar í síld og það var upp- hafið að síldarsöltun hjá honum, en þeir feðgar ráku síldarsöltun- arstöðvar á Siglufirði, Húsavík og Eskifirði ásamt því að eiga og gera út skip. 1947 til 1950 saltaði Snorri síld á Akureyri. Þegar síldin hvarf 1970 fór Snorri að starfa að fullu hjá Nótastöðinni Odda á Akureyri og er enn skrif- stofumaður þar, en liann hafði starfað þar meira eða minna áður þegar ekki var síld á vetrum. Lítið fór fyrir námi hjá Snorra því síldin átti hug hans allan og var hann þó góður námsmaður og fljótur að læra, fékk að hlaupa yfir bekki. Hann lauk barnaskóla- námi og tók svo 2 bekki í gagn- fræðaskóla. Á skólaárum lék Snorri fótbolta með íþróttafélag- inu Þór en móðurbróðir hans var einn af stofnendum þess. Eins var Snorri mikill unnandi skákar og tefldi mikið, enda unnið til verðlauna í skák. Snorri mun taka á móti gestum í tilefni afmælisins laugardaginn 10. nóv. kl. 15.00 í Félagsborg, sal verksmiðjufólks, en því miður reyndist ekki unnt að hafa kaffi á sjálfan afmælisdaginn. Börn og barnabörn. Messur Akureyrarprcstakall. Fyrirbænaguðþjónusia \erður í dag fimmtudag kl. 17.15 í kapellu Akur- eyrarkirkju. Allir velkomnir. Sóknarprestarnir. Takið eftír Samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með fyrirlestur í Safnaðar- heimili Akurcyrarkirkju fimmtu- daginn 8. nóvember kl. 20.30. Séra Birgir Skúlason sjúkrahúss- prestur Landsspítalans talar um börn og sorg. Allir velkomnir. Stjórnin. Frá Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar. Ruby C'rag tniðill \erður slödd tt Akureyri 1S. nóvember til I. des- ember á vegum félágsins: Pantanir á einkafundi verða teknar í síma 27677 og 22714 laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00-17.00. Þeir félagar sem ekki liafa fengið fund á árinu sitja fyrir. Stjórnin. Arnað heilla Þann 10. nóvember n.k. verður 70 ára Bcrgþóra Stefánsdóttir frá Hæringsstöðum. Hún tckur á móti gestum í sal starfs- mannafélags KLA. Sunnuhhð (verslunarmiðstöðinni) á niilli kl. 15.00 og 18.00 á afmælisdaeinn. ER AFENGI..VANDAMÁL í ÞINNI FJOLSKYLDU? AL-ANON FYRIR ÆTTINGJA OG VINIALKÓHÚLISTA I pessurn samtokum getufþu ^ Hitt aðra sem ghma við samskonar vandamai ^ Fraeðst um aikoholisma sem siukdom Strandgr.ta 21. Akureyri, Manudagar kl 21 00 Miðvikudagar kl 21 00 Laugardagar kl 14 00 ^ Oðiast von i stað orvæntmgar ^ Bætt astandið móa tjoiskvldunnar ^ Byggt upp siaitstrai Samkomur KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Samkomur á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30 öll kvöldin. Ræðumaður föstudags- og laugar- dagskvöld. Jónas Þórisson. Iram- kvæmdarstjóri Hjálparstófnunar kirkjunnar og fyrrverandi kristni- boði. Ræðumaður á sunnudagskvöld er séra Ingólfur Guðmúndsson. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins á samkomunum. Allir eru vélkomnir. Skemmtanir Skemmtun verður í húsi aldraðra laugard. 1.0. nóv. kl. 14. 1. Kórsöngur. 2. Leiklestur. 3. Spurningakeppni. 4. Dans. Kaffiveitingar. Kór Félags aldraðra. Innilegt bakklæti sendi ég ættingjum og vinum sen' glöddu mig á 90 ára afmæli mínu ann 30. október s.l. SIGURBJORG ELIASDOTTIR. Þcírustöðum II. Égsendi börnum mínum. barnabörnum og vinum mínar bestu þakkir fvrir heimsöknir, góðar gjafir og kveðjur á 85 ára afmælisdaginn minn þann 2. nóvember s.l. Lifið heil! RÚTUR ÞORSTEINSSON. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTJANA VILHJÁLMSDÓTTIR, frá Neðri-Dálksstöðum, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Halldór Albertsson og dætur. Körfugerð Námskeið í körfugerð hefst miðvikud. 21. nóv. kl. 20.00 í Félagsmiðstöðinni Lundaskóla (einnig fyrir fullorðna). Innritun í síma 22722. íþrótta- og tómstundaráð. 35. þing KFNE veður haldið á Hótel Húsavík laugar- daginn 10. nóvember. |||| Kjördæmisþing í Norðurlandskjördæmi eystra Dagskrá: 9.00 Skráning þingfulltrúa, þingsetning, ávörp þingmanna og gesta, framlagning mála, ræða forsætisráðherra. 12.30-13.30 Matarhlé. 13.30 Stjórnmálaumræður, nefndarstörf, afgreiðsla mála, kosningar, önnur mál. 19.30 Þingslit. 20.30 Árshátíð framsóknarmanna. Gestir þingsins eru Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra, Sif Friðieifsdóttir formaður SUF, Unnur Stefánsdóttir formaður LFK og Egill H. Gíslason framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins. Aukakjördæmisþing í Norðurlandskjördæmi eystra Sunnudaginn 11. nóvember veröur haldiö aukakjör- dæmisþing KFNE á Hótel Húsavík. Dagskrá: Kl. 13.00 Prófkjör vegna alþingiskosninga. Kl. 17.00 Þingslit. Árshátíð framsóknarmanna Norðurlandi eystra verður haldin á Hótel Húsavík laugar- daginn 10. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opn- að kl. 19.30. Veislumatur, frábær skemmtiatriöi og dans til kl. 03.00. Allt þetta fyrir 2.500 kr. Miðapantanir í síma 41507 og 41510. Pantið tímanlega! Hljómsveitin Gloría leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi kl. 23.30. Allir velkomnir. Miðaverð eftir kl. 23.30 er 900 kr. Skemmtinefndin. Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar’ST 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.