Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 5
Póra Hjaltadóttir:
Starfsreynsla eða menntun
Ég hef undanfarnar vikur fylgst
með skrifum kynsystranna Láru
V. Júlíusdóttur, framkvæmda-
stjóra ASÍ, og Lilju Mósesdóttur,
hagfræðings, mér til blandinnar
ánægju. Mér er málið skylt, og
því langar mig til að leggja nokk-
ur orð í belg.
í september 1989 sendi Lilja,
þá starfandi hagfræðingur ASÍ,
okkur miðstjórnarmönnum bréf
þar sem hún skýrði ástæður þess
að hún léti þá senn af störfum hjá
sambandinu. Skýringar hennar
voru á sama veg og hún hefur
tíundað í fjölmiðlum, bæði þá
um haustið og eins nú. En enginn
bað um að málið yrði tekið fyrir á
fundum miðstjórnar. Varla erum
við þó öll alvond þótt ekki líki
Lilju við mörg okkar. Og Lilju
líkaði ekki heldur við að vera
notuð sem „einkaritari“, enda
menntuð úr háskólum, m.a. er-
lendis. í bréfi sínu dags. 5. sept-
ember 1989, skýrir Lilja m.a.
sinn skilning á ráðningarkjörum
sínum og starfssviði, sem hún
taldi að ekki yrði einvörðungu
falið í tilfallandi tæknilegum
útreikhingum, helduí myndi hún
hafa náið samstarf við aðra
starfsmenn ASÍ, en að mestu
leyti vinna á sviði efnahags- og
kjaramála. í framhaldi af því seg-
ir Lilja; „Raunin varð önnur og
mér voru falin tilfallandi þjón-
ustuverkefni án þess að þau væru
á einhvern hátt borin undir mig
áður. Þessi vinnubrögð urðu til
þess að mér fannst ég vera komin
í undirmannsstöðu sem fælist
aðallega í að þjónusta aðra.“
(Leturbreyting er mín.) Þessi skrif
Lilju urðu m.a. til þess að ég gat
ekki fallist á hennar rök. Þegar
Lilja var ráðin til ASÍ, þá bundú
margir miklar vonir við hana og
þótti horfa til mikilla framfara
hjá verkalýðshreyfingunni að
ráða konu sem hagfræðing. En
það er því miður ekki nóg að
hafa mikla og góða mcnntun, ef
viljann til að veita öðrum þjón-
ustu vantar. Ég hef starfað hjá
hreyfingunni í tíu ár, þar af í níu
ár sem formaður fjölmennasta
svæðasambandsins og átt sæti í
miðstjórn ASÍ í sex ár. Aldrei
hef ég getað fundið að ég væri
yfirmaður einhverra, heldur litið
á starf mitt sem þjónustustarf,
félagslega í það kjörna, til að
sinna þörfum launþeganna sem
treystu mér fyrir sínum málum.
Er ástæðan fyrir þessu hugarfari
mínu sú að ég hef enga háskóla-
gráðu?
Er starfsreynsla
orðin neikvæð?
I Degi þann 1. nóvembersl., seg-
ir Lilja í svari sínu til Láru V. Júl-
íusdóttur m.a.; „Lára gengur
jafnvel svo langt að „gleyma“ að
skrifstofukarlinn er reyndar að-
eins með BA próf í óskyldu fagi
en starfskonan er með MA í við-
komandi fagi. Að kona sem gefur
sig út fyrir að vera jafnréttisfröm-
uður skuli gera starfsreynslu að
aðalrökum málsins er í raun
hneyksli.“ (Leturbreyting er
mín.) Ég tel að þessi skáletr-
aða tilvitnun mín í skrif Lilju,
sem og hin fyrri, lýsi best af
hverju hún gat ekki unað á skrif-
stofu ASI. Launþegar á íslandi
meta ekki starfsmenn hreyfingar-
innar eftir háskóiagráðum, held-
ur starfsreynslu, dýrmætri reynslu
sem skilar sér til okkar allra,
ásamt framtakssemi og ósér-
hlífni. Menntun er mikilvæg, og
langskólagengnir einstaklingar
eiga að hafa betri forsendur en
aðrir til að tileinka sér hlutina
fljótt og vel. En menntun er ekki
allt sem þarf. Það er oft grátlegt
að horfa upp á þegar einstakling-
ur með grunnskólapróf og
margra ára starfsreynslu situr í
þeirri súpu að vera starfsþjálfari
hálaunaðs háskólamanns. Þó að
konur vilji halda á lofti jafnrétti
kynjanna, þá verða þær að hafa
a.m.k. annan fótinn á jörðinni og
gleyma ekki að bera saman laun
kvennanna líka. Því miður hefur
jafnréttisbaráttan að mestu snúist
um langskólagengnar konur.
Láglaunakonan hefur gleymst,
enda með lakari stöðu til að
koma sínum málum á framfæri,
nema í þeim tilvikum sem sam-
tök á borð við ASI þjónusta þær
við slíkt.
Ég hef próf
Því miður eru samtök launafólks
á Islandi ekki auðug af veraldleg-
um gæðum. Því þarf það fáa
starfsfólk sem þar vinnur að taka
jöfnum höndum á þeim verkefn-
um sem skrifstofunni berast, ekki
dugar að líta á klukkuna eða ein-
skorða sig við einhver verkefni
sem maður velur sér sjálfur.
Þjónustan við fólkið gengur fyrir.
Lilja ætti að vita allt um vinnu-
fyrirkomulagið hjá ASÍ, og hve
mikils virði það er að hafa fólk
sem vill sinna sínum skyldum án
spurningar um vinnutíma. Vegna
þessa vinnuálags getur það reynst
þeim erfitt sem alist hafa upp í
vernduðu umhverfi skólanna að
starfa undir miklu álagi meðal
ósérhlífins fólks þar sem fyrst og
fremst er spurt um getu en ekki
fjölda námsára. Við slíkar
aðstæður er skiljanlegt að fólk
sem finnur til vanmáttar síns í
starfi blindist og hrópi: „Ég hef
próf, ég hef próf.“ Stundum er
framkoma af þessu tagi kölluð
menntahroki.
Að lokum vil ég benda á, að
Lilja ætti að beina gagnrýni sinni
á miðstjórn ASÍ, sem ber ábyrgð
á daglegum rekstri sambandsins.
Það er staðreynd, að eitt af því
sem fólk lærir fljótt í félagsstarfi,
er að fylgja máli sínu eftir með
rökum, en ekki setja franr ásak-
anir og dylgjur sem gera ekkert
annað en að skaða fólk sem á
ekki neinn hlut að því máli sem
deilt er um.
Höfundur cr formaður Alþýöusambands
Norðurlands.
Sambandsstjórnin. Gylfi Þ. Gíslason forinaður, Hreinn Pálsson fulltrúi Norðlendingafjórðungs, Guðlaugur Þor-
valdsson Reykjavík, Hjörtur Pálsson varamaður Sunnlendingafjórðungs, Haraldur Olafsson Reykjavík, Siv Frið-
leifsdóttir Reykjavík, Asthildur Lárusdóttir varainaður Austlendingafjórðungs, og Kristjana Sigurðardóttir fulltrúi
Vestlendingafjórðungs, Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norræna félagsins tók myndina.
Sambandsstjórn Norræna félagsins:
Fyrsti firndur stjómariimar utan Reykjavíkur
Sambandsstjórn Norræna félags-
ins hélt sinn fyrsta fund utan
Reykjavíkur á Akureyri 20. okt.
síðastliðinn.
Fundurinn var háldinn í
Strandgötu 19b, sem er húsnæði
Norrænu upplýsingaskrifstofunn-
ar.
Á þessunr fundi voru rædd
ýmis mál félagsins s.s. ferðamál,
Nordjobb, norræna umhverfisár-
ið og starfsemi félagsins almennt.
Sambandsstjórnin er skipuð full-
trúum frá öllurn landshlutum.
Aðalfundur
Foreldrafélags Glerárskóla
verður haldinn í dag, fimmtudaginn 8. nóvember, kl.
20.30 í stofu 16 í Glerárskóla.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Á foreldrafélagið rétt á sér?
Ef svo er þá eru foreldrar eða forráðamenn, beðnir að
mæta á fundinn.
Stjórnin.
------------------------------------------------------%
AKUREYRARB/ÍR
HUNDAEIGENDUR
AKUREYRI
Lögboðin hundahreinsun á Akureyri árið 1990
verður í áhaldahúsi Gróðrarstöðvarinnar, föstu-
daginn 09.11. ’90 kl. 16-18 og laugardaginn
10.11 '90 kl. 10-12.
Við hreinsun skal framvísa greiddum gíróseðli og
kvittun fyrir ábyrgðatryggingu hundsins.
Hafið hundana fastandi hreinsunardaginn.
Heilbrigðisfulltrúi.
*mmmmmmam^mmm—m^—mmi^^mm^^
Auglýsing
um utankjörfundar-
atkvæðagreiðslu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna hreppsnefndar-
kosningar 17. nóv. 1990 í Eyjafjarðarsveit, sem til verð-
ur með sameiningu Hrafnagilshrepps, Saurbæjar-
hrepps og Öngulsstaðahrepps, hefst föstudaginn 9.
nóv. 1990.
Kosið verður hjá sýslumönnum og bæjarfógetum um allt
land og borgarfógeta í Reykjavík alla virka daga á
venjulegum skrifstofutíma.
Einnig verður kosið hjá hreppsstjórum Hrafnagils-,
Saurbæjar- og Öngulsstaðahrepps eftir samkomulagi
við þá.
Yfirkjörstjórn.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-90005: Háspennuskápar 11 kV, fyrir
aðveitustöðvarnar Eskifirði, Laxárvatni, Ólafs-
firði, Saurbæ og Þorlákshöfn.
Opnunardagur: Fimmtudagur 20. desember 1990,
kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun-
artíma og verða þau opnuð á sama stað að við-
stöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
miðvikudegi 7. nóv. 1990 og kosta kr. 2.500,- hvert
eintak.
Reykjavík 2. nóvember 1990
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Laugavegi 118, 105 Reykjavík