Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 11
 Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 11 Að ganga í það heilaga á 177 sekúndum „Allt er hægt í henni Ameríku,“ var einu sinni orðtæki á Fróni, og enn í dag er það ekki fjarri sanni. Giftingar og hjónaband verða að teljast með tímamótaatburð- um á lífsleiðinni hjá flestum. Bandaríkjamenn eru þekktir fyr- ir að geta komið hlutum í verk á skömmum tíma, og svo er það einnig urn hjónavígslur. í smá- bænum Gatlinburg í Tennessee tekur ekki nema 177 sekúndur að ganga í það heilaga, og taxtinn fyrir ódýrustu athöfnina er ekki hár, aðeins $26.50. „Við erum skipulagðir út í ystu æsar,“ segir Ed Taylor, 59 ára gamall babtistaprestur í áður- nefndum bæ. Hann rekur þrjár giftingarkapellur, þar sem athafnir eru framkvæmdar á færi- bandi. „Við getum haldið kostn- aðinum niðri því hér er svo mikið að gera,“ segir hann. Tilvonandi brúðhjón geta valið um margar tegundir af hjóna- vígslum, allt frá þeirri ódýrustu og skemmstu, til meiriháttar til- stands og veisluhalds, og brúð- kaupsnætur í hjartalöguðu rúmi á hóteli. Ef parið er að flýta sér óhemju mikið má klára athöfnina á 177 sekúndum, en algengara er að meira sé haft við. Til saman- burðar þá kostar stærri athöfn 342 dollara. Þá fer fram hátíð- legri vígsla, borð er dekkað fyrir 15 manns með logandi kertum, brúðhjónin fá myndaalbúm og myndir frá giftingunni, athöfnin er hljóðrituð á kassettu, þau fá blóm og hjartalaga brúðkaups- tertu. Gatlinburg er enginn stórbær, Burstann eða tannpínu. Hoi Wai hefur dregið athygli gesta í Hong Kong Ocean Park að sér síðustu níu árin. Hún borðar 110 pund af sjávardýrum á dag og bíður þolinmóð á meðan þjálfari hennar, Harriet Wong, burstar í henni tennurnar eftir morgunmat. Séra Ed Taylor á milli brúðhjóna, sem gengu í það heilaga hjá honum. Hann heldur á skýrslum yfir nokkur þúsund hjónavígslur. aðeins 3400 íbúar hafa þar bú- setu. í fyrra fóru fram sex þúsund hjónavígslur í bænum, og þetta ár er búist við að talan hækki upp í sjö þúsund. Séra Ed Taylor flutti í þennan smábæ fyrir tíu árum. Þá varð hann var við að prestarnir á staðnum vildu ekki gifta pör sem áttu leið um bæinn, eða koma nálægt „skyndigiftingum." Séra Taylor sagði að ástandið hefði ekki verið gott áður en hann tók upp þjónustu sína. „Fólkið gekk í það heilaga fyrir milligöngu fógeta, t.d. á bensinstöðvum eða í litlum verslunum. Þetta var ekki það rétta fyrir aumingja fólkið, að ganga í það heilaga á svona stöðum, og þá tók ég til minna ráða,“ segir hann. En orðrómur- inn um giftingaþjónustu Eds Taylor barst víða, enda er hann með afkastamestu klerkum í „faginu“ þar vestra um þessar mundir, með allmarga starfs- menn í þjónustu sinni. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða: Harmar smnuleysi þing- manna í garð samtakanna - í kjölfar óskar þeirra um ríkisáskrift Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða, haldinn að Hótel KEA á Akureyri laugar- daginn 27. október 1990, harmar sinnuleysi þingmanna í garð sam- takanna í kjölfar óskar þeirra um ríkisáskrift. Öllum þingmönnum, 63 að tölu, var í apríl sl. sent bréf, þar sem óskað var liðsinnis þeirra við að framfylgja ósk Samtaka bæj- ar- og héraðsfréttablaða um að ríkið kaupi 50-100 eintök af hverju útgefnu tölublaði aðildar- blaðanna. Samtökin telja þetta sjálfsagt réttlætismál. Enginn þingmannanna hefur látið svo lít- ið sem að spyrjast fyrir um þessa beiðni. Ríkið kaupir daglega 750 ein- tök af öllum dagblöðunum, auk þess að leggja þeim flestum til milljónatugi í styrk á ári til þess að tryggja að sem fjölbreytileg- ustu pólitísk sjónarmið fái að heyrast. í Ijósi þessa mætti ætla að skoðanir sem birtast í bæjar- og héraðsfréttablöðunum, sem ekki fylgja yfirlýstri pólitískri stefnu, verðskuldi ekki að kom- ast á framfæri á sama hátt og þær sem birtast í pólitískum blöðum. Æi - Francis litli Dillon vildi ekki sleppa hálsbandi vinar síns, stóra Dan Arnolds, þegar seppi ákvað skyndilega að taka á rás og dró tveggja og hálfs árs ganilan drenginn með sér. Þeir félagar eiga hcima í Astralíu. D VISA Dags.: SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaöur óskar þess aö áskriftargjald Dags veröi framvegis skuldfært mánaðarlega á greiöslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Kennit. ASKRIFANDI: HEIMILI:___ D PÓSTNR.-STAÐUR:. SIMI:___________ Strandgötu 31 Sími 96-24222 UNDIRSKRIFT.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.