Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 08.11.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Atvinnumál vörubifreiðastjóra Umræða um atvinnumál einstakra starfsstétta er ekki algeng í bæjarstjórn Akureyrar. Þó gerðist það á síðasta fundi hennar að atvinnumál vörubifreiða- stjóra bar á góma. Vörubifreiðastjórar á Akureyri reka bifreiðastöð og hafa með sér félag, sem nefnist Valur, og er það stéttarfélag. Bílstjórarnir eiga og reka sína eigin bíla, eins og flestir vita, og gera út á frjálsan markað, þar sem framboð og eftirspurn ráða. í seinni tíð hefur þeim verkefnum fækkað allmik- ið, sem bílstjórunum standa til boða. Margt hefur orsakað það. í útboðum, sem haldin eru á lands- mælikvarða, fer það oft svo að verktaki með lægsta tilboðið kemur frá öðru byggðarlagi en Akureyri, jafnvel úr öðrum landshlutum. Þá hefur mjög færst í vöxt að einstakir byggingaverktakar hafi keypt vörubifreiðir, þannig að verkefnum fyrir stöðvarbíl- ana fækkar. Allt ber þetta að sama brunni, að sú vinna sem til skiptanna er hjá stöðvarbílunum rýrnar. Formaður bílstjórafélagsins ritaði bréf til bæjar- yfirvalda, fyrir hönd félagsmanna, og óskaði eftir leiðréttingu á ýmsu sem félögum í Val finnst fara miður í samskiptum við bæjarfélagið. Bréf þetta og bókun bæjarráðs, sem gerð var 18. október sl., varð kveikjan að umræðu um atvinnumál bílstjóranna í bæjarstjórn. Eitt af því sem bílstjórarnir vilja er samningur við Akureyrarbæ. Sjónarmið þeirra er að með slíkum samningi mætta leysa margan vanda í samskiptum þeirra við bæinn og úthlutun vinnu og verkefna. Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi, sagði að sér fynd-‘ ust málefni bílstjóranna vera skilin eftir í lausu lofti, og að engin ákveðin lausn eða svar hefði fundist í málinu. Velti hann upp þeirri spurningu hversu mikil tækjaeign bæjarins ætti að vera og hvort heppilegt væri að losa fé með því að selja einhver tæki eða bíla í eigu bæjarins. í máli Jakobs kom einnig fram að þetta væri spurning um atvinnu- málastefnu Akureyrarbæjar, í víðara samhengi. Sjónarmið bílstjóranna er skiljanlegt. Þeir eru með dýr tæki, sem kostnaðarsamt er að lita standa verkefnalaus. í viðtölum við bílstjórana í Degi fyrir nokkru kom fram að sjaldan eða aldrei hefur verk- efnastaða þeirra verið jafn léleg og nú. Um síðustu mánaðamót voru 13 skráðir atvinnulausir, en sú tala getur auðveldlega átt eftir að hækka mikið. í sambandi við þessi mál má ekki gleymast, að vörubílstjórar sækja töluverða þjónustu til verk- stæða og annarra þjónustustöðva. Dragist atvinna mikið saman hjá þeim bitnar slíkt á fleiri aðilum en virðist við fyrstu sýn. Það er því mikilvægt að mál- um þessi verði gaumur gefinn hjá Akureyrarbæ og . reynt að bæta úr því sem miður kann að hafa farið. EHB Lán tíl íbúðarkaupa Hér er ætlunin að gera þeim lána- möguleikum nokkur skil sem kaupendum íbúðarhúsnæðis er boðið upp á í dag. Þessum mögu- leikum má skipta í húsbréfakerf- ið, ián til félagslegs húsnæðis frá Byggingarsjóði verkamanna og lán frá Byggingarsjóði ríkisins. Sammerkt er fyrir alla lána- möguleikana að kaupendur eru greiðslumetnir áður en keypt er íbúð á almennum markaði eða áður en húsnæðisnefnd sveitar- félags úthlutar félagslegum íbúð- um til umsækjenda. Greiðslumat segir tii um hvað kaupandi má kaupa dýra íbúð. í töflunni hér á eftir er sýndur lánstími, vextir og afborganir á mánuði af einnar milljón króna láni eftir því hvaða lánamögu- leiki er valinn. Öll lánin eru jafn- greiðslulán og að fullu verð- tryggð og hækkar hver greiðsla með lánskjaravísitölu frá útgáfu- degi bréfs til greiðsludags. Við samanburð á afborgunum af lán- um má ekki gleyma að lánstími er 25 ár í húsbréfakerfinu en yfir 40 ár í félagslega og almenna lánakerfinu. Ennfremur verður að taka tillit til vaxtabóta þegar samanburður er gerður á greiðslu- byrði, hér er aðeins verið að ræða um afborganir af lánum. gilda lögntál hins frjálsa markað- ar um verðlagninguna. Kaupend- ur taka því með öllu á sig þær sveiflur sem verða á markaðs- verði húsnæðis. Eins og áður seg- ir er fyrsta skrefið hjá öllum sem hyggja á íbúðarkaup að fá í hendur umsögn um hvað þeir ráða við að kaupa dýra íbúð. Þegar sú umsögn er fengin fer kaupandi af stað og leitar að íbúð sem hentar. Þegar fundin er rétta 1. grein •Guðríður Friðriksdóttir. eignin gefa kaupendur jbúðar- húsnæðis út fasteignaveðbréf með 25 ára lánstíma ,og 5,75% vöxtum, sem seljendur geta síðan skipt í húsbréf með sama láns- tíma og vöxtum. Húsbréfin eru verðbréf sem hægt er að selja eða nota sem greiðslu upp í íbúð, selja á verðbréfamarkaði eða varðveita sem sparnað. Frá og lánstími vextir mánaðarleg afborgun ár % aflmilljón Húsbréf 25 5,75 6.333 Byggingarsjóður verkamanna Félagsleg eignaríbúð 43 1,00 2.432 Félagsleg leiguíbúð Félagsleg kaupleiguíbúð: 50 1,00 2.120 Leiga 50 1,00 2.120 Leiga með hlutareign 50 1,00 2.120 Kaup Almenn kaupleiguíbúð: 43 1,00 2.432 Leiga 50 4,5 4.198 Leiga með hlutareign 50 4,5 4.198 Kaup 43 4,5 4.426 Byggingarsjóður ríkisins Almenna lánakerfið Sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða 42 4,5 4.502 Langtímalán 40 4,5 4.588 Skammtímalán 5 4,5 29.851 Húsbréfakerfið með 15. nóvember 1990 ná hús- Húsbréfakerfið nær yfir íbúðar- bréf einnig til nýbygginga. kaup á almennum markaði og því Lánshlutfall er 65%. Byggingarsjóður verkamanna Eigendur félagslegra íbúða taka ekki á sig áhættu vegna verð- breytinga sem verða kunna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu þann tíma sem sveitarfélag hefur kaupskyldu á eða ákveður að nýta sér sinn forkaupsrétt. Helstu lánaflokkar hjá Bygg- ingarsjóði verkamanna eru: A. lán til félagslegra eignaríbúða (verkamannabústaðir) B. lán til félagslegra leiguíbúða C. lán til almennra kaupleigu- íbúða D. lán til félagslegra kaup- leiguíbúða. Umsækjandi getur valið um þrjá kosti í almennum og félags- legum kaupleiguíbúðum það er kaup, leiga með kauprétti eða leiga með hlutareign. Hvaða leið hentar fer eftir fjárhagsstöðu umsækjenda og því hvað hann telur sér henta best. Umsókn um félagslegt húsnæði þarf að skila inn til húsnæðis- nefndar sveitarfélags og liggja þar upplýsingar frammi. Öllu félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélags, nema leiguíbúðum, er úthlutað af svonefndri hús- næðisnefnd. Rétt á félagslegu húsnæði eiga þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir og hafa greiðslugetu eins og áður var nefnt. Þó er réttur til almennra kaupleiguíbúða ekki bundinn tekju- og eignarmörkum en umsækjandi þarf að hafa full- an lántökurétt hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins skv. 12. gr. laga nr. 1988. Lánshlutfall til félags- legra íbúða er 90% af byggingar- kostnaði eða kaupverði íbúðar. Byggingarsjóður ríkisins Útgáfu lánsloforða úr almenna lánakerfinu hefur verið hætt vegna fjárskorts Byggingarsjóðs ríkisins og umsækjendum vísað í húsbréfakerfið. í næstu grein verður farið nán- ar út í húsbréfakerfið. Guðríður Friðriksdóttir. Höfundur cr forstöðumaður 1 lusrucöis- skrifstofunnar á Akureyri. - ; ájm ■ ... m — Nk\J A Frá og með 15. nóvember verður húsbréfakcrtið opnað fyrir þá sem eru að byggja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.