Dagur - 28.12.1990, Side 19

Dagur - 28.12.1990, Side 19
Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 19 -j ‘1 1 $ 4 I 4 4 J í Sjálfsmark „Grobba“ kostaði Liverpool sigur Mikið er um leiki í ensku knattspyrnunni um jól og ára- mót og sá tími getur því verið mjög mikilvægur fyrir liðin. Á laugardaginn fyrir jól hófst þessi hrina og voru þá leiknir sjö leikir í 1. deild. Sheffield Utd. sem ekki hafði unnið leik í 1. deild og aðeins skorað þrjú mörk á heimavelli í vetur náði að skora þrívegis á 18 mín. kafla í síðari hálfleik og leggja Nottingham For. að velli. Ef til vill boðar þessi sigur bjart- ari framtíð fyrir liðið. Markaiaust var í leikhléi og leikurinn afar slakur, en 4 mín. eftir að sá síðari hófst náði Ian Bryson að ná for- ystu fyrir Sheffield Utd. Leik- menn liðsins voru enn að fagna markinu þegar Roy Keane slapp í gegn og jafnaði fyrir Forest tæpri mín. síðar. Stuart Pearce náði síðan forystu fyrir Forest á 52. mín. með þrumuskoti og enn eitt tap Sheffield liðsins virtist í uppsiglingu. En Bryson með skalla jafnaði fyrir Sheffield og á 66. mín. munaði minnstu að hann skoraði sitt þriðja mark, en skot hans fór í stöng. Hann hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð og mín. síðar átti hann sendingu fyr- ir mark Forest sem Brian Deane skallaði í netið og tryggði Sheffi- eld sinn fyrsta sigur í 1. deild. Leikur Tottenham gegn Luton var viðburðaríkur og dómarinn lét mikið að sér kveða, rak þrjá leikmenn útaf. Pat Van Den Hauwe og Nayim hjá Tottenham voru báðir reknir útaf í mjög grófum fyrri hálfleik, Nayim fyr- ir að mótmæla dómi og Van Den Hauwe fyrir gróft brot á Iain Dowie sem um tíma virtist ætla að verða til meiri átaka leik- manna. Dowie hafði náð forystu fyrir Luton eftir mistök í vörn Tottenham og Nayim var farinn út af þegar Paul Stewart náði að jafna fyrir Tottenham með skalla eftir sendingu Paul Gascoigne. Aðeins níu leikmenn Tottenham náðu síðan að knýja fram sigur er Stewart skoraði sitt annað mark eftir hornspyrnu Gascoigne á 15. mín. síðari hálfleiks. En dómar- inn var ekki hættur og rak Ceri Hughes út af hjá Luton fyrir brot á Gary Lineker rétt á eftir. Líflegum leik Liverpóol gegn Southampton var sjónvarpað þar sem menn sáu Southampton koma á óvart og gera meisturun- um lífið leitt. Ray Wallace náði óvænt forystu fyrir Southampton á 19. mín. og það var ekki fyrr en á 35. mín. sem Liverpool náði að jafna. Ray Houghton skipti yfir á John Barnes sem renndi fram kantinn til David Burrows, hann sendi fyrir markið og Ronnie Rosenthal afgreiddi boltann í netið. Á síðustu mín. fyrri hálf- leiks náði síðan Rosenthal foryst- unni fyrir Liverpool eftir að Tim Flowers í marki Southampton hafði misst frá sér skot Ian Rush og Rosenthal setti hann í hornið niðri. Aðeins höfðu verið leiknar 5 mín. af síðari hálfleik er Wallace náði að jafna fyrir Sout- hampton er hann náði boltanum af Glenn Hysen miðverði Liver- pool sem var að dóla með boltann. Svo virtist sem Sout- hampton ætlaði að halda jafntefl- inu, en 5 mín. fyrir leikslok þurmaði Steve Staunton boltan- um langt fram, Rush skallaði fyrir fætur Houghton sem skoraði sigurmark Liverpool með glæsi- legu skoti. Engan bilbug er að finna á Crystal Palace þessa dagana og liðið vann góðan sigur á útivelli gegn Man. City. City lék þó bet- ur í fyrri hálfleik og bakvörður þeirra Neil Pointon hefði getað skorað þrjú mörk með glæsileg- um langskotum ef heppnin hefði verið með honum. Hann skoraði þó eitt mark undir lok hálfleiks- ins, en það var því miður fyrir hann sjálfsmark. Ian Wright gerði síðan út um leikinn seint í síðari hálfleik með síðara marki Palace úr glæsilegu langskoti. Chelsea vann sinn fimmta sigur í röð er liðið lagði Coventry að velli með tveim mörkum á þrem mín. undir lok leiksins. Kevin Gallacher náði forystu fyrir Coventry á 57. mín. með hjól- hestaspyrnu, en 11 mín. fyrir leikslok tók Andy Townsend til sinna ráða hjá Chelsea. Hann jafnaði fyrir Chelsea með góðu skoti og sendi síðan boltann til Dennis Wise sem skoraði sigur- mark Chelsea af stuttu færi. Man. Utd. náði að vinna góð- an sigur á útivelli gegn Wimble- don er liðið skoraði þrívegis á síðustu 20 mín. leiksins. Tvö markanna voru úr vítaspyrnu og Keith Curle varnarmaður Wimbledon var rekinn út af er síðari spyrnan var dæpid. John Fashanu hafði náð forystu fyrir Wimblendon í fyrri hálfleik og liðið hélt þeirri forystu í um klukkutíma. En lokamínúturnar voru liðinu erfiðar, Steve Bruce jafnaði fyrir Utd. úr vítaspyrnu. Mark Hughes náði forystu fyrir Utd. og lokaorðið átti síðan Bruce með sinni annarri víta- spyrnu. Norwich sigraði Everton í slök- um leik, en leikmenn Everton fengu þó færi til að skora þrjú til fjögur mörk í leiknum. Norwich lék undir getu og tækifæri þeirra voru færri, en þeir náðu þó að nýta eitt þeirra og það dugði til sigurs í leiknum. Dale Gordon átti skot í stöng í fyrri hálfleik, boltinn barst út til John Polston sem skoraði af stuttu færi sigur- mark Norwich. Þorláksmessa Arsenal átti tækifæri á að minnka forskot Liverpool í leik sínum gegn Aston Villa, en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli. Arsenal átti þó að vinna leikinn, Villa lék ekki vel og þeir David Platt og Gordon Cowans bestu menn Villa léku undirgetu. Arsenal stjórnaði leiknum, en liðið lék án fyrirliðans Tony Adams sem nú situr í fangelsi og varamaður hans Andy Linighan var óöruggur í vörninni, en hann slapp með skrekkinn því aðeins Tony Cascarino lék frammi hjá Villa. Alan Smith fékk besta tækifæri Arsenal í upphafi síðari hálfleiks, en hann skallaði framhjá eftir góða sendingu Perry Groves. Stuttu síðar fékk Smith annað færi, en laust skot hans af stuttu færi var varið af Nigel Spink besta manni Villa í leiknum. Það munaði síðan minnstu að Villa stæli sigrinum 3 mín. fyrir leikslok, en David Seaman í marki Arsenal varði vel frá Platt. Leeds Utd. heldur áfram að koma á óvart og náði góðum sigri á útivelli gegn Sunderland 1:0. Leikmenn Leeds Utd. fögnuðu marki Mel Sterland eins og það væri sigurmark í bikarúrslitaleik. John Kay leikmaður Sunderland var rekinn út af snemma í síðari hálfleik fyrir harkalegt brot á Peter Haddock sem var borinn út af og Sunderland átti undir högg að sækja eftir það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir, en Sunderland fékk þó betri færi í leiknum. Strax á 1. mín. komst Marco Gabbiadini cinn í gegn, en John Lukic markvörður Leeds Utd. sá við honum og á 24. mín. var Gabbiadini óheppinn er hann skaut í þverslá af stuttu færi. En eftir að Kay var rekinn út af náði Leeds Utd. undirtökunum og sótti stíft sem endaði með hörku- skoti Sterland fyrir utan vítateig sem Tony Norman náði ekki að stöðva þrátt fyrir að hann næði að koma við boltann og þetta eina mark seint í síðari hálfleik nægði Leeds Utd. til sigurs í leiknum. Eftir níu tapleiki í röð var Q.P.R. mjög óheppið að missa leik sinn gegn Derby niður í jafn- tefli er liðið fékk á sig mark á síð- ustu mín. Q.P.R. Iiafði ráðið gangi leiksins eftir að hafa náð forystu á 33. mín. Aukaspyrna var þá dæmd á Derby og Mark Wright miðvörður liðsins náði ekki að hreinsa frá. Roy Wegerle náði boltanum og þrumaði hon- um í þverslá og inn. Derby sótti nokkuð í síðari hálfleik, en vörn Q.P.R. var þétt þar til Dean Saunders náði að pota boltanum í markið hjá þeim af stuttu færi á síðustu mín. og stela þannig af þeim sigrinum. • Þrír leikmenn voru reknir útaf í markalausum jafnteflisleik Leicester og Watford í 2. deild sem einnig var leikinn á sunnu- dag. Tveir leikmenn Watford og einn frá Leicester fengu að fara snemma í bað. Annar í jólum Lið Q.P.R. virðist nú vera að ná áttum eftir mjög slæman kafla og náði jafntefli gegn meisturum Liverpool, en það þurfti þó sjálfsmark Bruce Grobbelaar til. Liverpool náði forystu snemma í síðari hálfleik er John Barnes lék í gegnum vörn Q.P.R. og renndi boltanum framhjá Jan Stejskal markverði Q.P.R. sem kom á móti honum. Um miðjan síðari hálfleik náði Q.P.R. síðan að jafna leikinn, Andy Sinton sendi fyrir mark Liverpool, Mark Falco náði að skalla í stöngina og það- an fór boltinn í fætur Grobbelaar og inn. Q.P.R. átti markið skilið en leikmenn Liverpool áttu þó betri færi og Ronnie Rosenthal hefði átt að skora er hann slapp einn í gegn, en Stejskal sá við honum. Tvö dýrmæt stig fóru því í súginn hjá Liverpool, en liðið heldur þó enn öruggri forystu í I. deild. Arsenal náði að þrengja að Liverpool með góðum sigri á heimavelli gegn Derby 3:0. Alan Smith skoraði tvö af mörkum Arsenal og Paul Merson bætti því þriðja við. Síðara mark Smith, 11 mín fyrir leikslok, var sérstakt, David Seaman í marki Arsenal þrumaði frá marki sínu og bolt- inn barst til Martin Taylor í marki Derby sem sló hann í þverslá og Smith tók við boltan- um og sendi í netið. Derby fékk fjögur góð færi í leiknum, en mis- notaði þau öll, Arsenal fékk sjö færi og nýtti þrjú. Sheffield Utd. náði óvæntum sigri á gervigrasinu í Luton og liðið eygir nú von um að bjarga sér frá falli. Eftir daufan fyrri hálfleik náði Sheffield Utd. tök- um á leinum í þeim síðari. Carl Bradshaw skaut yfir úr góðu færi og síðan bjargaði John Dreyer á línu fyrir Luton eftir skot Bradshaw. Sigurmark Sheffield kom á 71. min. Brian Deane slapp í gegnum vörn Luton og skoraði framhjá Alec Chamb- erlain í marki Luton. Crystal Palace náði að merja sigur á Sunderland, en er hálftími var til leiksloka benti þó fátt til sigurs liðsins. Síðari hálfleikur Brian McClair skoraði tvö af mörk- uni Man. Utd. gegn Norwich. var mjög góður, leikmenn Palace fóru illa með færin í upphafi og varamaður Sunderland, David Rush, klippti inn sendingu Gary Owcrs á 61. mín. og Sunderland var komið yfir. Palace lagði allt í sóknina og náði að jafna 12 mtn. fyrir leikslok með þrumuskoti John Salako úr teignum. Fjórum mín. fyrir leikslok náði Mark Bright forystunni fyrir Palace með góðum skalla aftur fyrir sig og það reyndist sigurmarkið, en Sunderland hefði átt að fá víta- spyrnu 8 mín. fyrir leikslok, en dómarinn lokaði augunum. Leeds Utd. náði góðum sigri heima gegn Chelsea í leik þar sem veðrið og völlurinn komu í veg fyrir góða knattspyrnu. en sigur heimaliðsins verðskuldað- ur. Miðjan var orðin að svaöi í síðari hálfleik, en sem betur fór fyrir Leeds Utd. var hægri kant- urinn þar sem Gordon Strachan lcikur í lagi og þaðan lagði Strachan upp tvö af fjórum mörkum liðsins. Scint í síðari hálfleik lagði hann upp mark fyr- ir Mel Sterland og á fyrstu mín. þess síðari skoraði Lee Chapman eftir sendingu Strachan. Chap- man bætti öðru marki sínu við skömmu síðar eítir slæma send- ingu aftur frá Andy Townsend og þó að Kerry Dixon lagaði stöð- una fyrir Chelsea innsiglaði vara- maðurinn Mike Whitlow sigur Leeds Utd. með fjórða markinu, 2 mín. fyrir leikslok hafnaði þrumuskot hans í marki Chelsea. Covcntry vann góðan sigur gegn Tottcnham og var það fyrsti sigur liðsins síðan Terry Butcher tók viö stjórninni þar. Coventry lék vel í síðari hálfleik og sigur liðsins var verðskuldaður, leik- menn Tottenham virtust þreyttir og áttu aldrei möguleika. Mörk frá Kevin Gallacher á fyrstu mín. síðari hálfleiks og annað frá Micky Gynn komu bæði eftir góðan undirbúning útherjans David Smith sem vörn Totten- ham réð ekkert við í leiknum. Everton og Aston Villa áttust við í hnífjöfnum og vel leiknum leik þar sem ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri sterkara. Sigur- markið kom 12 mín. fyrir leiks- lok, bakvörðurinnn Eddie Youds braust þá upp kantinn og sendi glæsilega sendingu fyrir mark Aston Villa scm Graeme Sharp skallaði inn. Leikmenn Villa sóttu mjög í lokin og skalli frá Ian Ormondroyd var á leið í mark Everton er David Platt ætl- aði að bæta um betur, en tókst ekki betur til en svo að hann skallaði boltann yfir mark Ever- ton. En leikmönnum Everton tókst að halda út og sigra í leikn- um með þessu eina marki Sharp. Manchester Utd. vann verð- skuldaðan sigur gegn Norwich með þrem mörkum í síðari hálf- leik. Fyrsta markið kom á 53. mín. er Gary Pallister sendi langa sendingu fram sern Mark Hughes afgreiddi í netið. Á 67. mín. bætti Brian McClair öðru marki við eftir sendingu frá Neil Webb og Webb lagði einnig upp þriðja markið fyrir McClair á síðustu mín. leiksins, glæsilegt mark með þrumuskoti í þverslá og inn. Southampton náði sigri gegn Manchester City eftir að City hafði komist yfir í leiknum. Á 35. mín. náði City forystu með góðu marki. Niall Quinn skallaði inn eftir sendingu frá David White. Aðeins þrem mín. síðar jafnaði Barry Horne fyrir Southampton er hann slapp í gegnum vörn City. Sigurmark Southampton kom óvænt er 10 mín. voru til leiksloka, Matthew Le Tissier náði boltanum af vörn City og skoraði með góðu skoti. Nottingham For. fékk Wimble- don í heimsókn og Stuart Pearce náði forystu fyrir Forest á 12. mín. eftir að markvörður Wimble- don, Hans Segers, hafði reynt að spyrna frá marki, en boltinn lenti í Pearce og af honum í netið. John Fashanu jafnaði fyrir Wimbledon með skalla á síðustu mín. fyrri hálfleiks, en rétt í þann mund cr dómarinn flautaði til hlés náði Roy Kcane aftur foryst- unni fyrir Forest. Wimbledon átti mun meira í síðari hálfleiknum og tvívegis átti liðiö skot í stöng, en inn vildi boltinn ekki og For- est náði að hanga á sigrinum. Þ.L.A. Úrslit 1. deild Chelsea-Coventry 2:1 Liverpool-Southampton 3:2 Manchester City-Crystal Palace 0:2 Norwich-Everton 1:0 Sheftield Uld.-Nottingham For. 3:2 Tottenham-Luton 2:1 Wimblcdon-Machester Utd. 1:3 Aston Villa-Arsenal 0:0 Derby-Q.P.R. 1:1 Sunderland-Leeds Utd. 0:1 2. deild Oldham-Plymouth 5:3 Portsmouth-lpswich 1:1 Barnsley-West Hain 1:0 Bristol Rovers-Newcastle 1:1 Charlton-Hull City 2:1 Middlesbrough-Blackburn 0:1 Notts Countv-Bristo) Citv 3:2 Oxford-SheíTield Wed. ' 2:2 Port Vale-Brighton 0:1 Swindon-W.B.A 2:1 Wolves-Millwall 4:1 Leicester-Watford 0:0 Úrslit á annan í jólum. 1. deild Arsenal-Derbv 3:0 Coventry-Tottenham 2:0 Crystal Palace-Sunderland 2:1 Everton-Aston Villa 1:0 Leeds Utd.-Chelsea 4:1 Luton-Sheffield Utd. 0:1 Manchester Utd.-Norwich 3:0 Nottingham For.-Wimbledon 2:1 Q.P.R.-Liverpool 1:1 Southampton-Manchcstcr City 2:1 2. deild Blackburn-Notts County 0:1 Brighton-Bristol Rovers 0:1 Bristol City-Portsmouth 4:1 Hull City-Öxford 3:3 Ipswich-Middlesbrough 0:1 Millwall-Leicester 2:1 Newcastle-Swindon 1:1 Plymouth-Barnsley 1:1 Sheffield Wed.-Wolves 2:2 Watford-Port Vale 2:1 W.B.A.-Charlton 1:0 West Ham-Oldham 2:0

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.