Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991 fréttir Síldarverksmiðjur ríkisins: Ollum starfsmönnum sagt upp - mikill vandi blasir við SR og öðrum bræðslum vegna loðnuveiðibannsins Blönduós: Númer klípptaf þrjátíu og sex bifreiðum Lögreglan á Blönduósi hef- ur staðið í ströngu undanfar- ið við að klippa af þeim bif- reiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á réttum tíma. Á fimmtudag klippti lögregla af þrjátíu og sex bifreiðum á Blönduósi. Einnig hefur lögregla á Blönduósi tekiö upp radarmælingar í Húnavatns- sýslum vegna þess að vegir eru auðir sem að sumarlagi og hætt við að ökumenn tlýti sér meir en æskilegt er. Engir ökumenn hafa þp verið teknir enn sem komið er en væntan- lega verða einhverjir stöðvaðir um helgina því áfram er spáð frostlausu og mildu veðri. kg Akureyri: Jón Baldvin og Jóhanna með fund Alþýðuflokksráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Jó- hanna Sigurðardóttir verða með opinn stjórnmálafund í Alþýðuhúsinu á Akureyri nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Ráðherrarnir munu ræða vítt og breitt um stjórnmálaástandið, innanlands sem erlendis. Yfir- skrift fundarins er „ísland í A- flokk. Hvað hefur áunnist? Hvað er framundan? Hvers konar ríkisstjórn?" í kvöld verða kynnt í Sjón- varpinu fímm af þeim lögum sem keppa til úrslita um rétt til þátttöku í úrslitum Eurovision- söngvakeppninnar sem fram fara á Ítalíu í maí. Síðari hluti kynningar á lögunum tíu verð- ur að viku liðinni en úrslita- keppnin verður laugardaginn 9. febrúar þegar lögin verða flutt í beinni útsendingu í Sjón- Stuðningshópur aðstandenda aldraðra- Fundurá mánudag Stuðningshópur fyrir aðstand- endur aldraðra heldur fund í Heilsugæslustöðinni á Akureyri, 4. hæð, næstkomandi mánudag 28. janúar kl. 17.30. Á fundinn kemur Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur og ræðir um andlegt álag. Þetta er sama málefni og fyrirhugað var að flytja á síðasta fundi en það féll niður. Allir þeir sem annast aldraða heima og hafa áhuga á þessu efni eru velkomnir. Kaffi verður á könnunni. Peir sem eiga erfitt með að komast vegna bílleysis geta hringt í heimahjúkrun (sími 22311) og beðið um að þeir verði SÓttÍr. (Fréttatilkynning) Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins ákvað að segja upp öllum starfsmönnum verksmiðjanna frá næstu mánaðamótum. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna SR, verkamanna, iðnaðarmanna, verksmiðju- stjóra og framkvæmdastjóra. Á Siglufírði og Raufarhöfn verður samtals á fjórða tug manna sagt upp störfum. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri hefur sótt um lán til Húsnæðisstofnunar ríkisins til byggingar íbúðarhúsnæðis fyr- ir stúdenta. Nokkrir staðir í bænum hafa komið til tals fyrir nýja stúdentagarða en helst er horft til þess að þeir rísi á horni Þórunnarstrætis og Sjafnar- stígs, þ.e. á auðu svæði sunnan byggingar Oddfellow-reglunn- ar. Umsókn Félagsstofnunar stúd- enta á Akureyri var send Hús- næðisstofnun í haust og standa vonir til að svar fáist í febrúar eða mars þannig að hægt verði að hefja undirbúning byggingar en ætlunin er að þessar stúdenta- íbúðir rísi í sumar. Stefnt er að því að byggja 5 svokölluð 8 eininga hús en í fyrsta áfanga verði byggð 3 slík. varpinu og að því loknu fengin niðurstaða dómnefnda víðs vegar um landið. Alls bárust Sjónvarpinu 117 lög í keppnina í ár. Sem fyrr er ekkert gefið upp um höfunda þeirra laga sem komust í úrslit að þessu sinni. Sjónvarpið leggur til hljómsveit og flytjendur í keppnina en hljómsveitin er skipuð þeim Magnúsi Kjartanssyni, Jóni Kjell Seljeseth, Gunnlaugi Briem, Jóhanni Asmundssyni, Þórði Arnasyni, Kristni Svavarssyni, Einari B. Bragasyni og Ásgeiri H. Steingrímssyni. ’ Hljómsveitar- stjóri er Vilhjálmur Guðjónsson. Bakraddir syngja þau Erna Þór- arinsdóttir, Eva Asrún Alberts- dóttir, Kristján Gíslason og Ragnar Davíðsson. I hópi flytjenda laganna tíu er „Aflinn er lítill, en veðrið er gott,“ sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri frá Grímsey, hvar hann var að veiðum norður af Grímsey ásamt körlum sínum. Að sögn Gylfa, eru þeir félagar með sex trossur í sjó. Veður hafa verið rysjótt að undanförnu, en nú er logn um allan sjó, sem á vordegi. „Þetta er lélegt. Tvö tonn af Þorsteinn Gíslason, stjórnar- formaður SR, segir að stjórnin hafi viljað láta eitt yfir alla ganga. A næstu tveimur mánuðum verð- ur unnið að endurmati á starfs- háttum verksmiðjanna og skrif- stofuhaldi. Síðan verður starfs- fólk endurráðið í samræmi við nýtt skipurit og starfslýsingu. Fimmtán þúsund tonnum af loðnu var landað hjá verksmiðj- um SR fyrir áramót. Ekki er fyrirsjáanlegt að meira berist til Áætlaður kostnaður við hvert þessara húsa er 20-23 milljónir Haraldur Bessason, rektor Háskól- ans á Akureyri, tók fyrstu skóflu- stungu að Útsteini, stúdentaíbúðum við Skarðshlíð, í maí 1989. Allt kapp er lagt á frekari smíði stúd- entaíbúða í ár. að finna norðlenska söngvara s.s. Sigúnu Evu Ármannsdóttur frá Ólafsfirði og Akureyringana Ingvar Grétarsson og Ernu Þór- arinsdóttur. Auk þeirra skipa flytjendahópinn Stefán Hilmars- son, Eyjólfur Kristjánsson, Jó- hanna Linnet, Sigríður Guðna- dóttir, Rut Reginalds, Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, ívar Jóhann Halldórsson, Kristján Gíslason, Helga Möller og Arnar Freyr Gunnarsson. Samsent verður á Rás 2 þau kvöld sem lögin verða kynnt, svo og úrslitakvöldið sjálft. Þá er í frétt frá Sjónvarpinu minnt á að dagana 4.-8. febrúar verða lögin tíu endurflutt, tvö á kvöldi, næst á undan kvöldfréttum kl. 20.00. Kynnir í keppninni að þessu sinni verður Valgeir Guðjónsson. JÓH þorski á sólarhring er mjög al- gengt og þykir lítið. Fiskur er ekki á slóð smábáta. Fyrir Norður- landi eru aflabrögð hreinasta hörmung í öll veiðarfæri. Togar- arnir hafa verið á Sléttugrunninu og fram á Hólunum og skrölta inn með 50-70 tonn eftir tólf daga veiðiferð. Þannig er nú málum háttað til sjós í dag,“ sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri. ój bræðslu í vetur, og því var gripið til þessara uppsagna, sem eru þæi róttækustu í rúmlega 60 ára sögu SR. SR eiga enga varasjóði til að mæta erfiðleikunum vegna loðnu- veiðibannsins. Kostnaður við endurbætur á verksmiðju SR á Seyðisfirði nemur hálfum millj- arði króna, en sú verksmiðja er orðin ein fullkomnasta og stærsta hágæðamjölsverksmiðja í heim- inum. „Menn bundu vonir við að króna þannig að fyrsti áfangi gæti kostað á bilinu 60-70 milljónir króna. Viðræður hafa þegar farið fram við skipulagsstjóra og skipulagsnefnd um staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar og þá hafa lauslegar tillögur að þessari byggingu verið kynntar forystu- mönnum meirihlutans í bæjar- stjórn Akureyrar. JÓH Eftir helgina hefjast námskeið á vegum Bændaskólans að Hólum í Hjaltadal. Námskeið- in eru margþætt og standa í þrjá til fímm daga. Á síðasta ári voru svipuð námskeið mjög vel sótt og komu alls um 300 manns á námskeið hjá Bænda- skólanum. Þau námkeið sem boðið verður upp á eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna: Hrossarækt, tamningar og hestamennska. Bleikjueldi, trjárækt og nýting strandhlunninda. Tölvufræðsla, bókhald, tölvuvinnsla og fleira mætti nefna. Námskeið þessi eru haldin með Halldór Áskelsson, knatt- spyrnumaðurinn kunni sem leikið hefur með Val í Reykja- vík síðastliðin tvö keppnis- tímabil, hefur ákveðið að Halldór Áskelsson hefur spilað með Val tvö síöustu keppnistímabil en klæðist nú Þórspeysunni á nýjan leik. framleiðsla hágæðamjöls gæti orðið þessum iðnaði til hjálpar, en fiskimjölsiðnaðurinn hefur staðið höllum fæti undanfarin ár í Evrópu. Menn stóðu frammi fyr- ir að loka verksmiðjunni á Seyð- isfirði, ef ekki væri farið í gagn- gerar endurbætur,“ segir Þor- steinn. Að sögn Þorsteins má líkja ástandinu nú við það sem skapaðist árið 1981, en þá fengu SR umtalsverða fyrirgreiðslu hjá eiganda sínum, ríkissjóði. Ekk- ert bólar á slíkri fyrirgreiðslu til verksmiðjanna nú. „Sjóðakerfið var afnumið fyrir nokkrum árum, og þótt það hafi að hluta verið tekið upp aftur þá eru þeir sjóðir ekki til sem áður hlupu undir bagga,“ segir Þorsteinn. Um er að ræða gengismunarsjóð, verð- jöfnunarsjóð og aflatryggingar- sjóð sjávarútvegsins. Þessir þrír sjóðir, auk byggðasjóðs og ríkis- sjóðs, veittu veiðum og vinnslu aðstoð fyrir 10 árum, þegar alvar- legt ástand skapaðist vegna loðnubrests. „Það virðist vera ákaflega erfitt að opna nokkurn sjóð í dag. Hér er um miklu alvarlegra mál að ræða en þetta eina fyrirtæki," segir Þorsteinn Gíslason. EHB það að markmiði að bjóða fólki upp á menntun í tengslum við atvinnulífið og til almennrar fræðslu og upprifjunar. Mjög vel er búið að námskeiðsgestum á Hólum og er aðstaða þar hin besta. Hægt er að bregða sér í sund, gufubað og heita potta. Námskeiðsgestir búa í orlofs- íbúðum meðan á námskeiði stendur. Á mánudag hefst fyrsta nám- skeiðið og verður kennd frum- tamning og fleira sem að hesta- mennsku lýtur. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra Bænda- skólans er hann bjartsýnn á góða þátttöku á námskeiðum vetrar- ins. kg ganga aftur til liðs við Þór á Akureyri. Halldór er nú að ná sér eftir langvinn meiðsli og eflaust verður hann Þórsurum mikill styrkur í harðri baráttu í 2. deildinni næsta sumar. Þegar Ijóst var að Halldór ætl- aði ekki að leika áfram með Val höfðu allmörg lið samband við hann en Halldór ákvað að snúa aftur á heimaslóðir og stóð valið fyrst og fremst á milli Þórs og KA. Nú er ljóst að hann leikur með sínum gömlu félögum í Þór á næsta keppnistímabili. Halldór hefur leikið alls 128 leiki í 1. deild og skorað 33 mörk. Þar af lék hann 105 leiki með Þór og skoraði 31 mark og hefur eng- inn Þórsari skorað fleiri mörk í 1. deild. Þá hefur Halldór leikið samtals 39 landsleiki fyrir íslands hönd, þar af 24 A-landsleiki. Reynsla hans ætti því að koma Þór að góðum notum. SS Sjónvarpið: Söngvakeppnin byijar í kvöld Félagsstofnun stúdenta á Akureyri: Bygging stúdenta- íbúða ráðgerð í ár Mabrögð: Hreinasta hörmung - sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri Bændaskólinn á Hólum: Námskeið vetrarins hefjast - boðið upp á ijölbreytt námsefni íþróttir Halldór valdi Þór

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.