Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 17
Legg tilað þorrablótsnefndir
banni alla stríðsumræðu
Þá er þorrinn genginn í garö og aö
þessu sinni mun boðið hvallíki til aö
snæöa meö súru hrútspungunum.
Bóndadagurinn var í gær og eflaust hafa
fjöldamargar konur hlaupið til og keypt
bóndadagsblóm handa köllum sínum
eins og blómabúðirnar hafa fundið upp á
því aö auglýsa síðustu árin. Ég heföi
gjarnan viljað fá aö sjá marga kunningja
mína, t.d. bændur, sjómenn og bílstjóra,
mikil karlmenni með fangiö fullt af blóm-
um sem þeir vita ekki hvern fjandann
þeir eiga viö aö gera, og eru ekki einu
sinni æt. Þessir karlar heföu margir frek-
að kosið góöa bók eða ullarsokka.
Þorrablót eru haldin í hverjum hreppi
og ekki veitir landslýönum af að létta sér
upp, því að margir hafa átt dimma, kalda
og daþra janúardaga. Mikil tíöindi og ill
berast aö úr fleiri en einni átt, og fólk
keppist við aö hafa verulegar áhyggjur af
mannkyninu á stærri svæöum en þaö
kemst yfir að hugsa um meö góðu móti.
Þetta getur valdið langvarandi depurö og
andvökum sem alvarlega þenkjandi fólk
ætti aö vera búiö aö fá nóg af í bili.
Þorrablótsnefndir ættu því að taka sig til
og banna alfarið alla sríðsumræðu,
svona rétt á meðan á blótinu stendur.
Þaö getur nefnilega verið alveg bölvaö
fyrir fólk sem loksins er komíð í stuð, eftir
margra vikna óstuö, ef nágranninn kem-
ur vafrandi að borðinu og segir: „Jæja
vinur, hvernig líst þér nú á ástandið við
Persaflóann?"
Annars hefur verið lærdómsríkt að
fylgjast með umræðum og fullyrðingum
margra um Persaflóastríðið undanfarna
daga. Ég veit ekki hvað Bandaríkjamenn
eru að bjálfast meö þennan Buch sem
forseta, því ég hef heyrt í fjölda Húsvík-
inga sem þykjast vita allt miklu betur en
kallinn um ástandið og hvernig hefði átt
að bregðast við því, og eru sjálfsagt til-
búnir að segja Bandaríkjamönnum
hvernig eiga að stjórna þessu og það
fyrir ekki neitt. Og það hefði ekkert þurft
að senda allan þennan her bandamanna
á hendur irökum, því það er víst þó nokk-
uð framboð af Þingeyingum sem vita
alveg hvernig átt hefði að fara með eina
byssu og skjóta Saddam Hussein.
í alvöru talað líst mér ekki meira en
svo á hvað margir þykjast geta sett sig í
sérfræðings- og dómarastóla og þóst
vita allt um málið eftir að hafa fylgst með
fréttaflutningnum af átökunum við
Persaflóann. Fréttum sem hafa verið að
miklum hluta til hráar, óstaðfestar eða
byggðar á vangaveltum manna með tak-
markaða yfirsýn yfir atburðina. Á slíkum
tímum kemur í Ijós nauðsyn þess fyrir
þjóðir að hafa valið sér trausta og skyn-
sama stjórnendur.
Ingibjörg Magnúsdóttir.
ísland í A-flokk
Hvað hefur áunnist? Hvað er framundan?
Hvers konar ríkisstjórn?
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins og Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, ó opnum fundi í Alþýðuhúsinu
við Skipagötu, Akureyri, n.k. mánudag, 28. jan. kl. 20.30.
Fundarstjóri: Sigbjörn Gunnarsson, efsti maður ó lista Alþýðuflokksins ó norðurlandi eystra
Fjölmennum á skemmtilegan fund með litríkum
stjórnmálamönnum!
ALÞÝÐUFLOKKURINN
Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 17
Félag málmiðnaðarmanna
Akureyri
Fundarboð
Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur
félagsfund, fimmtudaginn 31. janúar 1991, kl.
20.30 í Alþýðuhúsinu.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Undirbúningur fyrir 50 ára afmæli félagsins.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
FRAMSÓKNARMENN I
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
mánudaginn 28. janúar kl. 20.30.
Rætt um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1991.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Akureyri
Guðmundur Bjarnason heilbrígðisráðherra verður
með viðtalstíma laugardaginn 26. janúar frá kl. 14.00-
16.00 í skrifstofunni Hafnarstræti 90
Húsavík - Nærsveitir
Almennur stjórmálafundur verður haldinn á Hótel
Húsavík sunnudaginn 27. jan. kl. 15.00
Framsögumenn:
Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, og
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Framsóknarflokkurinn
V___________________________________________________/
Styrkur til Noregsfarar
Stjórn sjóösins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1991.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda
íslendingum að ferðast tii Noregs. I þessu skyni skal veita
viðurkenndum félögum, samtökum, og skipulegum hópum
ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna
t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum,
sem efnt er til á tvíhliða grundvelii, þ.e.a.s. ekki eru veittir
styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til
skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum
til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum
aðilum."
í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita
styrki, sem renna til ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir
beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla
framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður
farin, fjöld þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. mars 1991.