Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991
Klikkun maimanna
Það eru flestir sammála um það
að ef mannkyninu tækist að
[ sigrast á fjórum ákveðnum
vandamálum þá mætti segja að
framtíð þess væri björt. Þessi
vandamál eru, styrjaldir, mat-
vælaskortur, tómstundir og
mengun.
Þó að við lifum á svokallaðri
tækniöld er ekki hægt að segja
að við höfum sigrast á neinu af
þessum vandamálum og ef
verulega illa tækist til þá gæti
einungis eitt þessara vandamála
dugað til að umtuma tilveru okk-
ar algerlega.
Það hafa margir rithöfundar
tjáð sig um þessi mál og eru í
flestum tilfelium ekki bjartsýn-
ir. Mengunin virðist vera eins
og tímasprengja sem einungis
ógurlegt átak alls mannkynsins
getur stöðvað eða í það minnsta
hægt á.
En þrátt fyrir að vitað sé að
vísindaleg þekking okkar muni
þróast ótrúlega á næstu árum er
lausnina ekki að finna í vísind-
unum því þessi fjögur vandamál
snerta ekki þau heldur afstöðu
mannsins sjálfs. Það hvernig
maðurinn vill nota möguleika
sína, hvernig hann sjálfur er og
hver afstaða hans til annarra er.
Lausnin er ekki í hinu ytra held-
ur í hinu innra.
Vísindamaðurinn og hugsuð-
urinn Dennis Gabor fjallaði um
þessi mál í bók sem heitir
Inventing The Future þar sem
hann leggur til að mannkynið
taki á sig rögg og skapi sína eig-
in framtíð. En það er ekki ein-
falt mál eins og við erum ræki-
lega minnt á nú á þessum stríðs-
tímum. Þegar við lítum á
vandamál mannkynsins í heild
er ekki annað hægt en að viður-
kenna að maðurinn er að mestu
hættur að berjast við náttúruna
til að komast af, en í stað þess
er hann farinn að berjast við
sjálfan sig og meðbræður sína.
Þau vandamál sem hann glímir
yfirleitt við, stríð, mengun,
tómstundir og matarskortur eru
ekki afleiðingar þess að guð
almáttugur uppi í einhverjum
himni, náttúran eða hvað svo
sem við viljum kalla þennan
grundvöll sem öll tilveran hvílir
á, hafi búið manninum slæm
skilyrði. Styrjaldir þurfa ekki að
eiga sér stað ef mennirnir eru
einfaldlega friðsamir. Það er til
nóg af matvælum og möguleik-
um til að framleiða þau ef menn
eru stilltir inn á að skipta þeim
bróðurlega á milli sín. Og það
fer eftir manninum sjálfum
hvort hann verði vitlaus úr
leiðindum og aðgerðarleysi þeg-
ar hann er það langt kominn í
þróuninni að hann þarf ekki að
þræla þar til hann er orðinn
uppgefinn.
Rót allra þessara meina ligg-
ur í því hvernig maðurinn er. Ef
maðurinn ætlar sér að skapa sér
sína eigin farsælu framtíð þá
verður hann að viðurkenna
nauðsyn þess að breyta sjálfum
sér. Rót alls þessa býr hið innra
með honum. Það hefur hins
vegar alla tíð þótt ærið erfitt að
fá einstaklinginn til að breyta
sjálfum sér. Hann er mjög svo
fús til að bæta alla skapaða hluti
aðra og meira að segja mjög
æstur í að bæta aðra einstakl-
inga en bjálkann í eigin auga sér
hann ekki.
Þó maðurinn standi lengst af í
stríði við aðra einstaklinga og
sjálfan sig þá hygg ég að flestir
álíti að styrjaldir og kjarnorku-
stríð séu ekki eitthvað sem hon-
um er áskapað. Slíkar styrjaldir
eru afleiðingar eilífra smá-
styrjalda sem geisa í hugum ein-
staklinganna. Uppruni þessara
styrjalda á sér rætur í ágirnd,
eigingirni og óánægju. Það
sjónarmið sem á árum áður var
kallað bræðralagshugsjón er í
rauninni eina lausnin á þessu
böli. Þótt það sé hugsanlega
orðið bæði ofnotað og úrelt
hugtak þá stendur það ennþá
fyrir sínu. Þetta er kærleikur-
inn. Þetta er það sem miklir
menn eins og Jesús reyndu að
kenna okkur með misjöfnum
árangri. Að skynja kærleik til
alls mannkynsins og finna sam-
kenndina með því.
Með þetta í huga mætti hug-
leiða inn á stefnu mannsins eins
og hún er í dag. Eins og er þá
geisar stríð sem enginn hefur
ennþá séð fyrir endann á og þau
óendanlegu ógrynni af fjármun-
um sem maðurinn hefur eytt í
það að koma sér upp búnaði
sem getur drepið meðbræðurna
á mjög snyrtilegan og stórvirk-
an hátt er nú notaður óspart.
Og enn halda menn jafnvel
áfram að leggja fé í rannsóknir
og þróun búnaðar sem ætlaður
er til að senda menn út í
óravíddir geimsins. Það er ekk-
ert annað en dæmi um það
hvernig maðurinn hefur farið
framúr þroska sínum tæknilega
séð. Eða hvernig stendur á því
að við leggjum alla okkar getu í
að skjóta mönnum út í geiminn
þegar við vitum ekki einu sinni
hvers vegna tveir menn geta
ekki dvalist saman einir í
óbyggðum eða á eyðieyju án
þess að fara að hata hvorn ann-
an þó þeim liði hálfu verr ef þeir
væru algerlega einangraðir?
Bakþankar
inn af snúrunni í
Aðtaka
Þegar feikilegir atburðir verða
í heiminum standa svona litlir
karlar eins og óg dálítið til-
gangslausir, fánýtir og vanmátt-
ugir hjá kartöflugarðinum
sínum. Og það að setjast niður
og skrifa fánýta bakþanka í lít-
ilsmegnugt Dag-blað virðist ein-
hvern veginn vera út í hött. -
Eða svoleiðis leggst þetta í mig.
- Þegar styrjöld brýst út í fjar-
lægum löndum og Hekla gýs
handan fjalla eru svona skrif
ekki til þess fallin að lægja öldur
né til að skikka heiminn til að
hegða sór skynsamlega. Ekki
býst ég heldur við að náttúruöfl-
in láti skipast við tilmæli min.
Það er eins og flest verði fánýtt
á þann mælikvarða sem stans-
lausar sjónvarpsútsendingar
leggja á atið í útlöndum. Sjón-
varpsstöðvarnar virðast líta á
þetta sem býsna spennandi
æsileik úr (þróttakeppni þar
sem maður veit ekki alveg hvort
kapþleikurinn er æskilegur í
sjálfu sér eða hvort þetta er
kærkomið tækifæri fjölmiöla-
tækninnar að sýna hvað hún
getur og hvernig ein stöðin get-
ur att kappi viö aðra og hver
getur sýnt „æsilegustu" atriði
hildarleiksins. Og ekki er síður
„tiikomumikið" að fylgjast með
göldróttri tækni hernaðarins og
djöfulgangsins. Ósköp verður
hversdagslegt nöldrið mitt f
Degi fáfengilegt og tilefnislaust
í þessum samanburði og líka
gullkorn frú Guðbjargar ( hvers-
dagsamstrinu. Og raunar allt
okkar nöldur og umkvartanir.
Þetta sjónarspil allt minnir
okkur líka á hve afstætt er
sífellt tal um mismunandi skipt-
ingu auðs og gæða. Við meg-
um ekki við því, höfum ekki efni
á því, í venjulegu árferði í heim-
inum okkar aö ganga til atlögu
við vofur hungurs og sjúkdóma
þar sem þær glenna sig í gátt-
um en ég hefi hins vegar aldrei
heyrt yfir því kvartað að nokkur
skortur sé á fjármunum né
mannafla þegar efna þarf til
styrjalda, mannvíga eða land-
vinninga.
Svoleiðis er nú það.
Við hér' heima á íslandi
ákváðum síðan að gefnu þessu
blóðuga tilefni að efna til orku-
sparnaðar. Ríkisstjórnin sam-
þykkti að verja nokkrum milljón-
um til auglýsinga„herferöar“ til
þess að fá okkur til að spara
bensín. Þá gaus Hekla og þar
meö var nokkuð almenn þátt-
taka í bílalest austur þangað.
Jeppaeigendurnir að sýna hvert
þeir kæmust í ófærð og skaf-
renningi þar sem ekkert sást og
síst Hekla og minni bíleigendur
að lofa að sjá að þeir gætu nú
iíka. Þetta endaði með hefð-
bundnum hetjusögum, útaf-
keyrslum, árekstrum og eigna-
tjóni. Flugvélar og alls konar
framtakssemi hóf sig á loft í
skemmtunarskyni. Bensín-
eyðslan aldrei verið meiri.
Menn voru svona dálítið að æfa
sig fyrir bensínsparnaðarátak-
iö. Þetta var nú okkar framlag til
heimsfriðarins. Við látum ekki
oft trufla okkur í sjálfsafneitun
og fórnfýsi þegar lítið liggur við.
Eins og fyrr sagði urðu þessi
venjulegu vandamál hvunn-
dagsins undur smá og ýmsar
áhyggjur fáfengið eitt þegar
fylgst var með hildarleiknum í
beinni útsendingu. Við peðin í
ýmsum kartöflugörðum sýnd-
umst ekki hafa miklu hlutverki
að gegna frammi fyrir alvöru-
mönnum heimsins sem yfirtaka
lönd og skjóta niður drauma um
frið og einingu. Ég er ekki góður
til heimilisbrúks, segir frú
Guðbjörg, en hún lét sig samt
hafa það að biðja mig að fara
nú út og taka inn þvottinn þar
sem ég sat heillaður framan við
SKY útsendingu frá Persaflóa.
Það lá við ég yrði feginn þess-
um hversdagslegu tilmælum
sem voru þó sönnun þess að
enn mættum við peðin þó
bjástra við þvotta og uppvask
og aðra búsýslu sem SKY og
CNN hefðu til allrar hamingju
engan áhuga á að sjónvarpa
beint en er þó þegar öll kurl eru
komin til grafar það sem allt
veltur á.
Meðan stríðsaðilar eru ( stór-
fiskaleik í beinni útsendingu
höldum við hin uppteknum
hætti við að halda heiminum
gangandi og búa til þann hluta
hans sem er mannsæmandi.
Þess vegna skulum viö slökkva
á stríðskappleiknum (sjónvarp-
inu, biðja fyrir saklausum fórn-
arlömbum stríösins, en leggja
okkur fram um að rækta hvern
þann garð sem okkur hefur ver-
ið trúað fyrir um að rækta hvern
þann garð sem okkur hefur ver-
ið trúað fyrir. Taka jafnvel inn af
snúrunni ef um það er kvakað.
Kr. G. Jóh.