Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 26. janúar 1991 Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 11 leiðsögn til að hljóta hreinlega ekki skaða af. Petta eru óneitanlega mikil viðbrigði. í heilsuskólanum fékk maður þrjár máltíðir á dag, bara hrátt grænmeti og ávexti. Græn- metið var allt lífrænt ræktað á staðnum.“ Allir vildu fræðast um ísland - Þú varst fyrst íslendinga til að setjast á bekk í heilsuskólanum í San Diego. Vakti þjóðerni þitt einhverja athygli? „Já, þangað hafði Islendingur aldrei kom- ið og menn vildu endilega fá mig til að halda fyrirlestur unt land og þjóð. Allir voru að spyrja um ísland og fannst mjög spennandi að ég skyldi vera þaðan. Ég dauðsá eftir því að hafa ekki farið með bunka af alls kyns kynningarbæklingum." - Nú ert þú í góðri aðstöðu hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn til að kynna utan- landsferðir. Ætlarðu ekki bara að bjóða upp á ferðir í jógabúðirnar? „Ég er hrædd um að hinum venjulega íslendingi myndi bregða í brún þegar hann kæmi í jógabúðirnar, þetta er allt svo einfalt og fábrotið. En sannir jógar hugsa sér lífið án allra ytri gæða. Ég tel ólíklegt að íslend- ingar myndu hópast í jógaferðir en þeir sem eru tilbúnir til að reyna eitthvað nýtt og vilja fræðast og stunda heilsusamlegt líferni í stað þess að flatmaga bara á ströndinni, ættu að skella sér þangað.“ - Jæja, hver er svo niðurstaðan eftir þetta ferðalag? „Ég hef hug á því að halda þessu líferni áfram. Ég keypti margar bækur um jóga og mataræði og vil læra meira. Þegar upp var staðið eftir sex vikna ferðalag var raunin sú að ég hef aldrei komið betur hvíld eða ánægðari úr nokkru ferðalagi. Það opnaðist fyrir mér nýr heimur og jógabúðirnar og heilsuskólinn voru hápunktar ferðalagsins, þótt ég færi á fleiri staði.“ Lýkur þar með þessu spjalli okkar og þakka ég Asdísi kærlega fyrir ferðasöguna. SS Stundum fjöllum við um menn og stundum um ein- stök mólefni í helgarviðtölum okkar. Að þessu sinni tökum við seinni kostinn og einblínum á óvenjulegt ferðalag. Það var Ásdís Árnadóttir, yfirmaður hjö Samvinnuferðum/Landsýn á Akureyri, sem ákvað að gefa hefðbundnum ferðalögum frf og skellti sér í œvintýrareisu upp á eigin spýtur til Bahamaeyja f Karabíska hafinu þar sem hún dvaldi í afar sérkenni- legum jógabúðum á Paradísareyju. Þar fékk hún mikinn áhuga á breyttu matarœði og hollum lifnað- arháttum og áður en ferðalaginu lauk var hún komin í nokkurs konar heilsuskóla í San Diego í Kaliforníu, fyrst íslendinga. Viðtalið má líka skoða sem innlegg í heilsubylgjuna sem skollið hefur yfir landið. Flestir þekkja Ásdísi Árnadóttur (Bjarnar- sonar bókaútgefanda) sem Ásdísi hjá Sam- vinnuferðum. Þegar viðtalið var tekið var hún sem fyrr að selja utanlandsferðir og var salan lífleg þótt stríð hefði skollið á við Persaflóa kvöldið áður. Næsta dag hafði ástandið hins vegar breyst nokkuð því fólk var farið að fresta sólarlandaferðum og greinilegt að stríðsóttinn var að skjóta rótum. Enda var á þeirri stundu ekki hægt að sjá hvaða mynd stríðið gæti tekið á sig. Ásdís taldi að þessi ófriður gæti haft veruleg áhrif á ferðaþjónustu um allan heim, en við ætlum að snúa okkur að skemmtilegri og friðsamlegri málum. Ásdís hefur unnið hjá Samvinnuferðum í 14 ár og ferðast víða um heiminn en aldrei upplifað ferðalag eins og það sem hún lagði upp í um miðjan nóvembermánuð og tók alls um sex vikur. „Lá við að ég sneri frá“ „Þetta byrjaði allt með því að ég sá grein í Mogganum 22. september um skútusigling- ar við Bahamaeyjar undir íslenskri leið- sögn. Þetta hljómaði spennandi og ég fór að spá í þessa ferð. En undir greininni var lítil klausa um jógastöð á Paradísareyju, sem er ein af Bahamaeyjum, og þar sem ég var ein á ferð og ákveðin í að prófa eitthvað nýtt valdi ég jógastöðina og ákvað að láta skútu- siglinguna bíða betri tíma,“ sagði Ásdís. í klausunni var bent á að upplýsingar fengjust hjá Sivananda Ashram Yoga Retreat og Ásdís setti sig í samband við stöðina og boðaði komu sína. Hún lagði síð- an upp um miðjan nóvember. „Þessar jógabúðir eru nokkrar í Banda- ríkjunum og er ein þeirra á Paradísareyju. Eyjan er tengd Nassau, höfuðborg Bahama- eyja, með brú. Búðirnar geta tekið á móti allt að 150 manns í einu en það voru ekki nema um 20 þegar ég dvaldi þarna því nóvember er rólegasti tíminn hjá þeim.“ - Hvernig leist þér svo á aðstæður þegar þú nálgaðist staðinn? Utanlandsferð snerist upp í heilsurœkt: Mynu í jógabúðum ó Paradísareyju - rœtt við Ásdísi Árnadóttur hjó Samvinnuferðum/Landsýn sem fór í óvenjulegt ferðalag í vetur ■ GoUi „Ég flaug til Orlando og fór þaðan með skipi til Nassau. Þegar ég kom fyrst til Para- dísareyju eldsnemma morguns og sá hversu fábrotnar búðirnar voru, runnu á mig tvær grímur. Allar vistarverur voru byggðar úr einföldum timburborðum, mjög lítil her- bergi með timburrúmum og einni hillu, án baðs og tilheyrandi, hreinlætisaðstaðan sameiginleg o.s.frv. En er dagur var að kveldi kominn sá ég að þetta var bara allt í besta lagi, en eins og alþjóð veit erum við íslendingar spillt fólk a.m.k. hvað húsnæði varðar, og er ég þar engu betri en aðrir svo ég hugði að ég mundi hafa gott af því að prufa svo einfalt og fábrotið iíf um tima. Lífíð á Paradísareyju Þarna var þó allt hreint og fólkið, bæði kennarar og nemendur, hið mesta indælis- fólk. Búðirnar eru opnar öllum en flestir sem voru þar höfðu eitthvað komið nærri jóga eða jógaleikfimi, nema ég. Þótt ég hefði ekki kynnst jóga vissi ég að það var af hinu góða, í sambandi við leikfimi, öndun- ararfingar, mataræði, hugleiðslu og trú. Ég var fyrsti íslendingurinn sent kom í þessar búðir og það vakti undrun að ég skyldi koma svona langt að.“ - Hvernig gekk svo lífið fyrir sig í jóga- búðunum? „Maður var vakinn klukkan hálf sex alla morgna og dagskráin hófst kl. 6 í frumstæðri og notalegri kapellu. Þar var byrjað á hug- leiðslu, söng og bæn. Þessi athöfn stóð til hálf átta. Stundum fór hugleiðslan fram úti. Þá gengum við upp á hæð í myrkrinu og horfðum á sólarupprásina. Klukkan 8 tók við líkamsþjálfun sem var fólgin í leikfimi, öndunaræfingum og slökun í tvo klukku- tíma. Klukkan 10 var morgunverður sem byggðist eingöngu upp á mjög hollu fæði, grænmeti og alls kyns baunaréttum, og reyndar fengum við brauð líka og drukkum te með. Eftir morgunverð var frítími til klukkan fjögur, en stundum var óskað eftir því að við ynnum eitthvað í sjálfboðavinnu. Það var þó mjög sjaldan. Klukkan 4 tók aft- ur við tveggja tíma líkamsþjálfun þannig að við vorum í æfingum í fjóra tíma á dag. En það var góð slökun á milli. Klukkan 6 var kvöldverður, afskaplega fábrotinn. Maður fékk bara þessar tvær máltíðir á dag.“ Sérstaklega hlýtt og notalegt fólk - Var hungrið ekki farið að segja til sín? „Jú, til að byrja með, ekki síst eftir lík- amsæfingarnar. Þetta gerði það að verkum að mér fannst maturinn ljómandi góður þótt fábrotinn væri. Eftir kvöldmatinn kom fólkið saman, spjallaði og kynntist. Um klukkan hálf níu tók síðan við hugleiðsla í kapellunni, sama athöfn og um morguninn. Það má líka koma fram að í frítímanum var hægt að fá auka- tíma hjá kennurunum og fræðast nánar um jóga.“ - Þú varst eini íslendingurinn í búðun- um, en hvaðan kom hitt fólkið? „Það kom víða að úr Bandaríkjunum og ég var því eini útlendingurinn þarna. Þetta var öndvegis fólk á öllum aldri, eða frá 23ja til 70 ára, en flestir hafa sennilega verið á mínum aldri. Ég kynntist stórmerku saman- safni af Bandaríkjamönnum úr flestum stéttum, en yfirleitt var þetta menntað fólk í góðum störfum og það átti það sameiginlegt að vera sérstaklega hlýlegt og notalegt. Kannski er það jóga að þakka því eins og ég sagði höfðu allir kynnst því nema ég og sumir voru langt komnir í jógafræðum." - Paradísareyja er ævintýralegt nafn fyrir okkur íslendinga og samfélagið frumstætt eftir lýsingum þínum að dæma, en er þessi eyja ekki eitthvað meira en jógabúðirnar? „Jú, svo sannarlega. Þarna eru líka glæsi- hallir og dýrir staðir. Paradísareyja er lítil og falleg eyja, löng og mjó að lögun. Ann- ars vegar er mjög falleg strönd en hins vegar flói, en þaðan fara bátarnir til höfuðborgar- innar. Syðsti hlutinn er síðan tengdur aðal- eyjunni með brú. En þarna er enginn bíl- vegur og allir ferðast á bátum. Fábrotinn staður með lúxus á báðar hendur Á syðri hluta eyjarinnar, sunnan við jóga- búðirnar, eru eingöngu mjög dýr og fín hótel. Norðan við búðirnar liggja snekkjur milljónamæringanna, stóreflis snekkjur sem eru eins og hafskip, og þar eiga þeir sín sumarhús. Þetta er því afskaplega dýrt landssvæði og mörgum kann að finnast skrýtið að eyða því undir fábrotnar jógabúðir en ekki glæsi- hótel. Búðirnar eiga sér merkilega sögu. Fyrir um 25 árum bjó þarna ekkja sem átti landið. Hún hafði kynnst jógahreyfingunni og ákvað að eftir sinn dag fengi hreyfingin landið á leigu til 99 ára á sanngjörnu verði. Eftir að hún dó vildu erfingjarnir fá landið til að geta selt það fyrir offjár og þetta varð dómsmál. Ákvörðun ekkjunnar stóð en erf- ingjarnir gátu fengið leiguna hækkaða veru- lega. Þetta gerir það að verkum að þessar búðir eru í dýrara lagi, miðað við aðrar slík- ar í Bandaríkjunum, en gisting, fæði og kennsla kostaði um 3000 krónur á sólar- hring miðað við að vera með öðrum í her- bergi.“ - En eyjan er þá fyrst og fremst ferða- mannastaður. „Já, dýr og fallegur ferðamannastaður. Þetta er hitabeltiseyja og sumarið er víst hrikalega heitt og rakt, en veðrið var mjög gott þegar ég var þarna i nóvember. Það er gífurlega mikill gróður á eyjunni og alls konar kvikindi, sem öll eru meinlaus. En mér kom á óvart að fólk virtist lítið vita um jógabúðirnar. Ég talaði við íslenska konu sem er búin að búa þarna Iengi og vinnur á hóteli hinum ntegin á eyjunni. Hún hafði eitthvað heyrt á búðirnar minnst en vissi þó ekkert um þær.“ Frá jógabúðum í heilsuskóla - Voru jógabúðirnar þá á einhvern hátt ein- angraðar eða afskekktar? „Nei, svæðið náði alveg niður á strönd og búðirnar voru ekki girtar af. En fólk kom ekkert þangað og við þurftum ekki einu sinni að læsa húsunum. Við vorum oft í leik- fimi á palli niðri á ströndinni og túristarnir sem áttu leið eftir ströndinni stoppuðu gjaman í þögulli forundran og störðu á hóp- inn í skrýtnum stellingum, t.d. standandi á höfði, en aldrei vorum við ónáðuð við æfingarnar.“ Ásdís dvaldi í jógabúðunum í 11 sólar- hringa og naut góðs af andlegri og líkam- legri þjálfun. Heilsurækt var sett á oddinn, enda áfengi, tóbak og önnur óhollusta bönnuð í búðunum. Þótt stutt væri að fara á hótelbarina sagði Ásdís að engum hefði dottið í hug að fara þangað, enda fólkið komið í jógabúðirnar til að byggja upp lík- ama og sál. Kennararnir í búðunum vinna í sjálfboðavinnu og eru eitt ár á hverjum stað. „Ég hefði vel getað hugsað mér að vera lengur. Ég er oft búin að fara út í sumarfrí en ég minnist þess ekki að hafa farið frá nokkrum stað með eins mikilli eftirsjá og Paradísareyju." - En ferðalaginu var ekki lokið. Hvað tók við? „Það var nú bara venjulegur túrismi. Ég flaug til Hawaii og var bara eins og venju- legur ferðamaður, lagði jóga á hilluna í bili. En þetta var ekki búið. Kona sem ég kynnt- ist á Paradísareyju hafði sagt mér frá heilsu- stofnun eða skóla sem vakti forvitni mína og ég ákvað enn að reyna eitthvað nýtt, flaug frá Hawaii til Los Angeles og innritaði mig í Optimum Health Institute í San Diego.“ Undraverður safí úr grasi - Þú hefur farið úr öskunni í eldinn, myndu sælkerar segja. En segðu mér eitthvað frá þessari heilsustofnun í San Diego. „Já, ég var í viku í þessum skóla, eins og ég vil frekar kalla þetta. Þarna hlustaði ég á fyrirlestra um líkama og sál svo til allan daginn, stundaði leikfimi og borðaði ekkert annað en hrátt grænmeti. Starfið byggist upp eins og í skóla. Maður lærir allt um starfsemi líkamans, hvernig hvert og eitt líffæri vinnur, hvaða mat maður þarf til að halda sér í góðu formi og svo framvegis. Skólinn hefur verið starfræktur í 15 ár og kennslan er mjög fræðandi. Fólk verður að breyta sínum lífsstíl gjörsamlega ef það tileinkar sér þessi fræði og margir sent voru þarna koma einu sinni á ári. Námskeiðin eru í 2-3 vikur en ég ákvað þetta svo seint að ég hafði bara eina viku en ég hefði viljað vera lengur." - Hvað lærdóm fékkstu út úr þessari dvöl? „Ég fann það til dæmis vel að með því að borða hrátt grænmeti líður rnanni allt öðru- vísi. Þetta var raunar ótrúlegt og hefði ég aldrei trúað því fyrr hversu maður breytist við svo létt fæði og líkamsæfingar. Tilfinn- ingin var eiginlega sú að ég væri orðin 15 ára aftur, gæti hlaupið, stokkið og gert það sem maður gerði á unga aldri, án þess að blása úr nös. Stofnunin er eins og lítið hótel. Þetta var einu sinni elliheimili en kona keypti eignina og stofnaði heilsuskólann. Margir sem sækja þennan stað eru haldnir alvarlegum sjúkdómum og margir fá lækningu. Aðal- uppistaða fæðunnar þarna var safi úr grasi sem ræktað var á staðnum úr hveitifræjum (Wheatgrass). Þetta var drukkið tvisvar á dag og er talið fullt af bætiefnum og lækn- ingamætti. Ég er að hugsa um að rækta þetta gras hérna heima og er að reyna að fá fræin sem til þarf.“ Nauðsynlegt að fá leiðsögn Dvölin í Optimum Health Institute snerist ekki bara um grænmetisát heldur var líka leikfimi og alls kyns fyrirlestrar sem Ásdís segir að hafi verið fróðlegir og gagnlegir. „Það er ódýrt að dvelja í heilsuskólanum og dvölin þar spyrst vel út því það er alltaf fullbókað þótt námskeiðin séu aldrei aug- lýst. Fólk kemur frá öllum löndum, þarna var fólk frá ísrael, Indlandi, Mexíkó og víðar, en ég var fyrsti íslendingurinn. Og ég er staðráðin í því að fara aftur, ekki seinna en næsta haust. Mér líður helmingi betur eftir dvölina þarna og mig langar til að við- halda þessari líðan.“ - Þú sagðist ckki hafa kynnst jóga áður en þú fórst í þetta óvenjulega ferðalag, en varstu eitthvað að spá í breytt mataræði og jafnvel grænmetisfæði? „Ég hafði hugsað mé'r að breyta um mataræði en kom því aldrei í verk. Ég tel það líka vera brjálæði að ætla að gera róttækar breytingar á mataræði án þess að fá góða kennslu og viðeigandi fræðslu. Svona breytingar þarf maður að gera undir Hér eru nokkrar myndir sein Ásdís tók á Paradísareyju. Eins og sjá niá er þetta afar gróðursæll staður. Á einni myndinni er Ásdís með tveimur öðrum konum fyrir utan vistarverurnar sem boðið er upp á í jógabúðunum, þá má sjá borðhald í búðunum, æfingar á ströndinni og fleiri sýnishorn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.