Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 26.01.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. janúar 1991 - DAGUR - 13 poppsíðon Frelsi í orði. en ekki á borði 'j - tónlistarleg mismunun í breska því miður í því íslenska útvarpinu og líka Við sem kölluð erum Vestur- landabúar höfum löngum búið við meira frelsi til orða og athafna en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það er þó ekki laust við að maður efist stundum stór- lega um þetta blessaða frelsi þegar horft er upp á yfirvöld hinna svokölluðu Vesturlanda hvað eftir annað skerða rétt þegna sinna til tjáningar með boðum og bönnum. í Bretlandi hefur borið mikið á lögbönnum ýmis konar og þá ekki hvað síst einmitt gagnvart tónlistarfólki. Ef menn hafa leyft sér að taka sig alvarlega og gagnrýnt samfélag sitt í textum sínum hafa breskir popparar oft- ar en ekki átt á hættu að bannað yrði að spila lögin þeirra í útvarpi og ýmis önnur vandræði hafa steðjað að þeim ef þeir láta ekki af „ósómanum". Það er reyndar ekkert nýnæmi í Bretlandi að sett eru bönn á poppara því ekki ófrægari hljóm- sveitir en Bítlarnir og Rolling Stones urðu fyrir slíku á sínum tíma. Nú á seinni árum hefur síðan komið upp annars konar flötur sem snýr beinlínis að tónlistinni sjálfri þ.e. mismun á einni tónlist- arstefnu gagnvart öðrum. Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri stöðv- ar hafa ýmist neitað eða bannað að spila suma tónlist á þeim for- sendum að hún njóti ekki hylli en þegar á reynir standast þau rök ekki heldur er um hreina mis- munun og fordóma að ræða. Iron Maiden sú fræga þunga- rokkssveit hefur fengið rækilega að kenna á þessu á sínum tíu ára ferli eins og fleiri þunga- rokkshljómsveitir, nú síðast með nýja smáskífulaginu Bring your Daughter to the slaughter. Þann 30. desember síðastlið- inn braut hljómsveitin blað í sögu Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Iron Maiden ekki hrifnir af Radio One. breska vinsældalistans með því að fara með lagið beint í fyrsta sæti hans, en það er í fyrsta skipti sem þungarokkslag leikur þann leik. Sat lagið þar í tvær vikur og þegar þetta er ritað er það enn á lista yfir tíu vinsælustu lögin. En þrátt fyrir þessar miklu vinsældir hefur Rás 1 BBC, sem spilar vinsælustu lögin reglulega í sérstökum þætti, neitað að hafa það þar og segir talsmaður rás- arinnar að það passi ekki inní myndina sem stöðin (rásin) gefi, þótt það þurfi ekki endilega að þýða það að lagið verði ekki spil- að annars staðar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um að þessi rök rásarinnar að spila ekki lagið sem skrásett vinsældalistalag, eða m.ö.o. að neita að viðurkenna vinsældir lagsins eru út í hött, enda hafa viðbrögð Iron Maiden manna verið hörð. í bréfi til yfirmanns rásarinnar hefur hljómsveitin bent á þá staðreynd að BBC er einvörðungu rekið á kostnað almennings (engar auglýsingar leyfðar enn sem komið er í BBC) og því ætti rásin að endurspegla smekk almennings og vilja en ekki smekk einstakra yfirmanna eða plötusnúða rásarinnar. Allar tegundir tónlistar ættu í raun réttri að vera spilaðar og kynntar á jafnréttisgruridvelli því það vilja einfaldlega ekki allir hlusta á létt- poþp daginn út og inn. Þrátt fyrir þessa röksendafærslu virðist samt fátt benda til þess að bréyt- Gítarleikari Def Leppard allur Annar gítarleikari bresku stór- rokksveitarinnar Def Leppard Sveve Clark 30 ára, (fullu nafni Steven Mayhard Clark) fannst látinn í ibúð sinni í London átt- unda janúar síðastliðinn. Var það vinstúlka Clark sem kom að hon- um látnum en talið er að hann riafi dáið snemma um morgun- inn. Hins vegar er ekki enn vitað hver dánarorsök Clarks var en að sögn lögreglu er ekki talið aö um glæp sé að ræða. Clark hafði um nokkra tíð átt við drykkju- vandamál að stríða sem ekki hafði farið leynt og leiða menn að því getum að það sé orsök dauða hans. Clark sem fæddist í Sheffield 23. apríl 1960 stofnaði Def Leppard í kringum 1976-77 ásamt þeim Joe Eliott söngvara og Pete Willis öðrum gítar- leikara. Með hljómsveitinni náði Clark heimsfrægð með plötunni Pyromania árið 1983 en sú plata Def Leppard. Steve Clark annar frá hægri. seldist í milljónum eintaka og sú frægð hélst og gott betur með síðustu plötunni Hysteria sem út kom 1987. Nú þegar dauða Clarks ber að var Def Leppard komin á fullt skrið við vinnu á nýrri plötu. Er Ijóst að hún tefst um óákveðinn tíma en fregnir af henni og nánari upplýsingar um dauða Clarks mun Poppsíðan birta um leið og þær berast. ing verði á en þó hlýtur þrýstingur aö aukast um úrbætur því hér keyrir vissulega um þverbak. íslensk hliðstæða Vegna ástandsins i Bretlandi, sem getið er um hér á undan, er sjálfsagt að íhuga hvernig þess- um málum er háttað hjá ríkis- reknu dægurstöðinni okkar, Rás 2. Það er fljótsagt að þar er ástandið mjög svipað og í Bret- landi. Það er enginn þáttur á Rás 2 lengur sem beinlínis leikur vinsældalista, við því hafa hinar „frjálsu" útvarpsstöðvar tekið, en mismunun á tónlistarstefnum fer ekki leynt. Maður hlýtur að spyrja hvers vegna hægt hefur verið að halda úti sérþáttum um þjóðlaga- tónlist (þættinum Tengja í umsjón Kristjáns Sigurjónssonar, tveggja tíma þáttur á sunnudög- um sem reynar er einn besti og vandaðasti þáttur rásarinnar) eða með gömlum dægurlögum (Sunnudagsmorgunn með Svav- ari Gests sem reyndar er á góðri leið með að verða lifandi innan- stokksmunur í útvarpinu) þegar varla er hægt að spila tvö hress rokklög í röð hvað þá að hafa sérstaka þætti um þungarokk, nýbylgju eða blús. Þegar er síð- an leitað skýringa þá er oftast fátt um svör nema kannski að kreppt hefur að fjárhag ríkisútvarpsins og því þurfi að minnka umsvifin. Það getur svo sem vel verið að það sé rétt, en það að menn þurfi að spara er engin réttlæting á því að mismuna tónlistarstefnum. Rétt eins og Radio One í Bret- landi á rás 2 að þjóna sem flest- um því hún er eign almennings, en meðan yfirmenn hennar úthýsa tónlist eins og þungarokki sem vitað er að mikill áhugi er á, gerir hún það engan veginn og við það er ekki hægt að sætta sig til lengdar. S.A.A.N. Fræðslunámskeið Fræöslunámskeiö fyrir alkóhólista hefst þriöjud. 5. febrúar kl. 18.00. Á námskeiðinu veröur boöiö upp á fyrirlestra, grúppuvinnu, tjáningaæfingar og fleira. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu S.Á.Á.N, Glerárgötu 28, 2. hæö, sími 27611. Bridge Tvímenningur, svæðamót verður á Hótel Húsavík, laugardaginn 9. febrúar og hefst kl. 10 f.h. Spilaöur verður Mitcheil, tvær umferðir. Spilaö er um silfurstig og fær efsta parið rétt til þátttöku í úrslitum íslandsmóts. Skráning fer fram á staðnum. Athugið! Rétt dagsetning er 9. febrúar. Bridgesamband Nordurlands eystra. Sólarkaffi Vestfirðinga verður í Lóni laugardaginn 2. febrúar kl. 20.30. Meðal dagskráratriða: - ísleifur Ingimarsson segir frá Sólarkaffi á Bíldudal. - Patrónur syngja. - Kristinn G. Jóhannsson flytur ræðu kvöldsins. - Friðrik Vagn Guðjónsson stjórnar fjöldasöng og spilar á harmoniku. - Kór Vestfirðinga syngur undir stjórn Atla Guðlaugssonar. - Hljómsveit Birgis Marinóssonar leikur fyrir dansi. Vestfirðingar fjölmennið. Undirbúningsnefnd. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR RANNSOKNARAÐ RIKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1991. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurð- um sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi. - hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að; - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekking- ar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.