Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 5. apríl 1991 fréttir F Nýr maður sestur í stól framkvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjaljarðar: „Engiim ástæða til svartsýni á þessu svæði“ - segir Ásgeir Magnússon „Mér líst bara vel á starfíð, það skortir ekki á verkefnin,“ sagði Asgeir Magnússon, nýr framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar í samtali við blaðið í gær en hann tók við starfínu nú í vikunni. Ásgeir var áður bæjarstjóri á Nes- kaupstað en hann tekur við starfínu hjá Iðnþróunarfélag- inu af Sigurði P. Sigmundssyni sem lét af því um síðastliðin áramót. Ásgeir sagðist á þessari stundu ekki eiga von á að neinar stór- vægilegar breytingar verði gerðar á starfsemi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, í það minnsta ekki á næstunni. „Ég mun að minnsta kosti ekkert leggja til í þeim efn- um en auðvitað er það nauðsyn- legt að félagsskapur eins og þessi sé í stöðugri endurskoðun og þróun, menn fylgist með og geri breytingar ef ástæða þykir til. Hins vegar held ég að menn fari ekki út í breytingar breytinganna vegna og á þessari stundu sé ég ekki ástæðu til þess,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagði af mörgum verk- efnum að taka en sagðist ætla að TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI Frá stjórn Minningarsjóðs Þorgerðar S. Eiríksdóttur Veittur verður styrkur úr sjóðnum fyrir árið 1991. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Tónlistar- skólans á Akureyri, Hafnarstræti 81, fyrir 1. maí. Umsækjendur þurfa að hafa stundað nám við Tón- listarskólann á Akureyri og stefna að, eða vera komnir í framhaldsnám (atvinnunám) í tónlist. Með umsóknum þurfa að fylgja upplýsingar um nám og námsáform ásamt prófvitnisburði. Skólastjóri. HOTEL KEA Hin frábæra hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sér um sveifluna laugardagskvöld ★ Munið leikhúsmatseðilinn föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 18.00. ll Hótel KEA Fyrir vel heppnaða veislu J eyða fyrstu vinnudögunum í að kanna þau mál sem þegar eru í vinnslu hjá félaginu. „Það er þó nokkuð af verkefn- um í gangi og því engin deyfð í mönnum að því leyti. Ég sé held- ur ekki af hverju menn ættu að vera með einhverja svartsýni á þessu svæði. Þessi landsbyggð er þá í raun í auðn ef ekki er hægt hleypa svolitlu lífi í atvinnulífið á öflugasta svæðinu á landsbyggð- inni. Ég held að það sé því engin ástæða til að vera með neinn bölsýnistón,“ segir Ásgeir. JÓH Hemlaprófunartæki sett upp hjá hórshamri Nýtt og afar fullkomið tölvu- stýrt hemlaprófunartæki hefur verið sett upp í fólksbifreiða- verkstæði Þórshamars hf. á Akureyri. Tæki þetta er sam- bærilegt við hemlaprófunar- tækið í hinni nýju skoðunar- stöð Bifreiðaskoðunar Islands hf., og er Þórshamar hf. nú kominn með öll fulkomnustu tæki sem þarf til endurskoðun- ar á bifreiðum. Ellert Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, segir að tæki þetta hafi verið keypt til að koma til móts við þarfir viðskiptavina og auka þjónustuna. Margir vilja vita hvort hemlar standist kröfur Bifreiðaskoðunar íslands áður en til aðalskoðunar kemur, en nota- gildi tækisins er auðvitað marg- þætt varðandi hemlaviðgerðir. Að sögn Hrafns Sveinbjarnar- sonar, verkstjóra fólksbílaverk- stæðisins, er ekki sambærilegt hversu betra er að prófa hemla með þessum hætti en með gamla laginu. EHB Ellert og Hrafn við jeppa sem verið var að prófa í nýja tækinu Mynd: ehb KEA Nettó með sambærilegt rekstrarforai og Bónus Verðstríðið milli stórmarkaða í Reykjavík hefur borist til Akureyrar, eins og flestir vita. I nýiegum samanburði milli þriggja stórmarkaða í Reykja- vík og Kjörmarkaðs KEA í Hrísalundi kom þó ekki fram að KEA Nettó er verslun með sambærilegt rekstrarform og Bónus í Reykjavík, og að við verðsamanburð kemur í Ijós að vöruverð er þar mjög lágt. „Ég get staðfest að fjölmargir vöruflokkar eru ódýrari hjá KEA Nettó en samkeppnisaðilum, vegna rekstrarformsins. Þetta virðist þó fara framhjá mönnum í umræðunni, en ástæða er til að benda fólki á þessa staðreynd. Reynslan af KEA nettó hefur verið mjög góð. Töluvert hefur verið gert af því að aðlaga vöru- úrvalið að þörfum neytenda, en takmarkað vöruval og þjónusta gerir af verkum að kostnaður bakvið hverja selda einingu er mun minni í þessu rekstrarformi en öðrum. Þó svo að allir kjósi skák i Páskahraðskákmót: Siguijón fékk stærsta eggið Fjórtán manns tóku þátt í páskahraðskákmóti Skákfélags Akureyrar en keppt var um vegleg páskaegg. Leikar fóru svo að Sigurjón Sigurbjörns- son sigraði og krækti í stærsta eggið. Hann fékk 12 vinninga af 13 mögulegum. í 2. sæti á páskahraðskákmót- inu varð Jón Björgvinsson með 11 vinninga, Arnar Þorsteinsson varð í 3. sæti með lOVz vinning, Bogi Pálsson í 4. sæti með 9 vinn- inga og í 5.-7. sæti urðu þeir Gylfi Þórhallsson, Rúnar Sigurpálsson og Þórleifur Karisson með 8V2 vinning. SS Skákfélag Akureyrar: Síðasta stigamótið Fjórða og síðasta 15 mínútna stigamót Skákfélags Akureyr- ar verður haldið nk. sunnudag kl. 14. Á þessum mótum safna keppendur stigum og þeir stiga- hæstu fá peningaverðlaun í lokin. Staðan eftir þrjú mót er þannig að Amar Þorsteinsson er með 24 stig, Gylfi Þórhallsson 18 og Sig- urjón Sigurbjörnsson 17. Aðrir skákmenn standa þessum þremur nokkuð að baki en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin á uppskeruhátíð Skákfélags- ins í maí. SS ekki að versla í slíkum verslun- um, þá er iægra vöruverð að finna þar, eins og dæmin sanna," segir Hannes Karlsson, deildar- stjóri matvörudeildar KEA. EHB Kaupfélag Eyfirðinga: Flokkum ekki imsmunað í kvöldfréttatíma RÚVAK 3. apríl var rætt við Sigurð P. Sigmunds- son, kosningastjóra Framsóknar- flokksins, og Sigurð J. Sigurðsson, formann bæjarráðs, og var m.a. komið inn á hvernig flokkarnir fjármögnuðu kosningabaráttuna. Fréttamaður RÚVAK spurði hvort KEA væri einn af stærri stuðningsaðilum Framsóknar- flokksins og neitaði kosninga- stjórinn að tjá sig um það mál. Þessi spurning fréttamannsins krefst þess að KEA geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar stuðning félagsins við stjórnmálaflokka. Fyrir nokkrum vikum var tekin sú ákvörðun að styrkja flokkana í formi auglýsinga í þeim kosningablöðum, sem stjórn- málaflokkarnir gefa út á félagssvæði KEA. Þessar auglýsingar hafa þeir flokkar fengið, sem eftir hafa leitað. Þeir flokkar, sem beðið hafa um auglýsingar, og gefa út nokkur kosn- ingablöð geta fengið með þessu móti nokkra tugi þúsunda. Markmiðið var að mismuna ekki flokkunum, en það skal ítrekað að þeir verða að sjálf- sögðu að bera sig eftir björginni. Félagsmenn í KEA koma úr öllum stjórnmálaflokkum og það er nauð- synlegt fyrir KEA að eiga gott sam- starf við fólk úr öllum flokkum. Það var ástæðan fyrir því að ofangreint vinnufyrirkomulag var tekið upp svo ekki væri um mismunun að ræða. Fréttatilkynning

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.