Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 16
1®®»
Akureyri, föstudagur 5. apríl 1991
Munið afmælistilboðin
um helgina á Bautanum
Leikhústilboð í Smiðju.
Sankti-Bernhardshundur að Ásláksstöðum:
„Erum alsæl og þakklát
fyrir þessa gjöf4
- segja Maren Árnason og Frosti sonur hennar
Maren Árnason, húsfreyja að
Ásláksstöðum í Glæsibæjar-
hreppi, var stödd á Akureyr-
arflugvelli í gær ásamt syni
sínum Frosta til að taka á
móti nýjum ijölskyldumeðlim,
sem er tveggja mánaða
Sankti-Bernhardshvolpur.
Að sögn Marenar þá er þessi
hvolpur gjöf frá 80 stúlkum í
Evrópu sem hún aðstoðaði þeg-
ar þær komu til íslands í
atvinnuleit.
„Langþráður draumur hefur
ræst, því eftir að ég flutti til
íslands, fyrir 15 árum, þá hefur
mig dreymt um að eignast hund
sem þennan. Þegar ég bjó í
Þýskalandi, þá ræktaði ég þetta
hundakyn, en fékk aldrei inn-
flutningsleyfi fyrir hund sem
þessum þrátt fyrir ótal umsókn-
ir til yfirdýralæknis. Sem betur
fer þá er nú hafin ræktun á
Sankti-Bernhardshundum á ís-
landi og hvolpurinn er úr þeirri
ræktun. Við erum alsæl og
drengurinn hefur fengið félaga
sem á eftir að reynast honum
vel svo vel þekki ég til Sankti-
Bernhardshunda. Einnig erum
við mjög þakklát stúlkunum 80,
vinkonum mínum, fyrir þessa
gjöf sem er í tilefni fimmtugs-
afmælis okkar hjóna og eins
höldum við uppá hundrað ára
afmæli hússins sem við búum í,“
sagði Maren á Ásláksstöðum.
ój
Frosti, Maren og hvolpurinn Plútó.
Mynd: Golli
Fiskiðjusamlag Húsavíkur:
Erfltt að tengja fiskverðið launum í landi
- segir Tryggvi Finnsson - Erindi starfsfólks tekið fyrir eftir helgi
I gærdag voru Tryggva Finns-
syni, framkvæmdastjóra Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur, af-
hentir undirskriftalistar þeir
frá starfsfólki fyrirtækisins sem
greint var frá í frétt í Degi í
gær, þar sem farið er fram á
kauphækkun í kjölfar samn-
inga um hækkað heimalöndun-
arálag til handa áhöfninni á
Kolbeinsey ÞH.
„Málið er það að þessar vikur
Rækjuvinnslan Dögun:
Veiði á úthafsrækju byijar vel
- veiðiheimildir fyrir um 490 tonnum
Hafnar eru úthafsrækjuveiðar
hjá Rækjuvinnslunni Dögun á
Sauðárkróki. Rækjuveiðiskip-
ið Röst hefur farið eina til-
raunaveiðiferð og aflaðist vel.
Fjórir bátar eru við veiðar á
innfjarðarrækju og hafa þeir
veitt vel undanfarna daga.
Röstin fékk um 18 tonn af
góðri rækju í sinni fyrstu veiði-
ferð fyrir skömmu. Rækjan var
góð og virtist vera nóg af henni
Alþingiskosningarnar:
Framboðsfresturiim
reirnur út í dag
Yfír 40 manns höfðu í gær kos-
ið utan kjörfundar til Alþingis
hjá bæjarfógetaembættinu á
Akureyri en utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla hófst víðs
vegar um landið fyrir hálfum
mánuði. Framboðsfrestur
rennur þó ekki út fyrr en á
hádegi í dag en eftir það er
reiknað með að fullur kraftur
komist á utankjörstaðakosn-
inguna.
„Þeir sem helst kjósa utan
kjörstaða eru sjómenn, námsfólk
og fólk sem verður á ferðalagi á
kjördag. Yfirleitt fer mestur
kraftur í utankjörstaðakosning-
una 10 dögum fyrir kosningar og
menn eru að kjósa utan kjörstaða
allt fram á kjördag," sagði Ásgeir
Pétur Ásgeirsson, fulltrúi hjá
bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri, þar sem þessi atkvæða-
greiðsla fer fram.
Reiknað má með að um 1000
manns kjósi utan kjörfundar hjá
fógetaembættinu á Akureyri.
Eins og áður segir rennur
framboðsfrestur út í dag og þá
skýrist hvaða flokkar bjóða fram
og hvort allir uppfylla sett skil-
yrði í kosningalögum. Á
Norðurlandi eystra hafa sjö listar
þegar litið dagsins Ijós, þ.e. listar
Alþýðubandalags, Álþýðuflokks,
Sjálfstæðisflokks, Kvennalista,
Þjóðarflokks, Samtaka jafnréttis
og félagshyggju og Framsóknar-
flokks en boðað hefur verið að
Frjálslyndir muni bjóða fram í
þessu kjördæmi sem öðrum. Það
framboð mun þá koma fram fyrir
hádegi í dag. JOH
að sögn sjómanna en Röstin hef-
ur verið á línuveiðum frá því í
febrúar. Dögun á um 490 tonna
kvóta af úthafsrækju og ekki er
frágengið hvort og hvaða aðrir
bátar verða við úthafsrækjveið-
arnar.
Um 40 tonn eru eftir af veiði-
heimildum þeirra báta sem eru
við veiðar á innfjarðarrækju og
er búist við að þeim veiðum ljúki
um miðjan mánuðinn. Röstin er
lögð af stað í sína aðra veiðiferð
og að sögn framkvæmdastjóra
Dögunar eru menn nokkuð bjart-
sýnir á að nægt hráefni fáist ef
veður verður hagstætt til veiða.
kg
höfum við ekki bara verið að
semja um það að hækka fiskverð-
ið til þeirra sem hafa verið að
veiða bolfisk heldur höfum við
líka lækkað verðið á rækjunni,
vegna markaðsaðstæðna. Þeir
sjómenn sem eru að veiða rækju
eru á mun lægra kaupi en þeir
voru á fyrir ári síðan. Væntan-
lega erum við á leið í umhverfi
þar sem menn verða að sætta sig
við það að hlutirnir bara hækka
ekki heldur verði líka að lækka.
Þess vegna verður mjög erfitt að
tengja þessi verð launum í landi,
t.d. hef ég ekki farið fram á það
að laun starfsfólks í rækjuvinnsl-
unni lækki í takt við hráefn-
isverðið.
Þetta fiskverð sem verið er að
greiða í dag er miðað við mark-
aðsverðið í augnablikinu, og ef
markaðsverðið lækkar þá er eng-
inn annar valkostur en að lækka
fiskverðið," sagði Tryggvi,
aðspurður um viðbrögð vegna
kauphækkunarbeiðnar starfs-
fólksins.
Tryggvi sagði að erindi starfs-
fólksins yrði tekið fyrir á næsta
stjórnarfundi FH, en áætlað er að
halda stórnarfund fljótlega, ein-
hvern daginn eftir'helgina. IM
Glerárprestakall:
Sóknarprestur
verðurkjörinná
sunnudagskvöld
Á sunnudagskvöld fæst úr því
skorið hver verður næsti sókn-
arprestur í Glerárprestakalli á
Akureyri. Kjörmenn munu
ganga til kosninga kl. 20.30 á
sunnudagskvöld og er um þrjá
umsækjendur að velja, sr.
Flosa Magnússon, prófast í
Bíldudal, sr. Gunnlaug Garð-
arsson, safnaðarprests í Garða-
bæ og sr. Svayar A. Jónsson,
sóknarprest í Ólafsfírði.
Kosningarétt hafa átján
kjörmenn, níu aðalmenn í sókn-
arnefnd og níu varamenn.
Að sögn Inga Þórs Jóhanns-
sonar, formanns sóknarnefndar,
kveðá kosningareglur svo á um
að réttkjörinn prestur verði að
lágmarki að fá 50% atkvæða. Fái
enginn þeirra þremenninga til-
skilinn fjölda atkvæða í fyrstu
umferð er kosið aftur á milli
þeirra tveggja sem flest atkvæði
fá.
í kvöld verður síðasta kynning-
armessa umsækjenda í Glerár-
kirkju þegar sr. Svavar A.
Jónsson, predikar. í gærkvöld
var kynningarmessa sr. Gunn-
laugs Garðarssonar og í fyrra-
kvöld messaði sr. Flosi Magnús-
óþh
son.
Akureyri:
Fjórir árekstrar
ígær
Óvenju mikið var um árekstra
í umferðinni á Akureyri í gær
því alls urðu fjórir árekstrar í
bænum. í einu tilviki skullu
fjórir bílar saman og var þar
um mikið eignatjón að ræða. I
einu tilviki var maður fluttur á
slysadeild.
í gærmorgun var árekstur á
mótum Mýrarvegar og Skógar-
lundar þar sem saman keyrðu
tveir bflar. Um hádegisbil varð
síðan árekstur tveggja bíla á mót-
um Borgarbrautar og Kiðagils en
um kl. 14 varð árekstur fjögurra
bíla á mótum Eyrarvegar og
Ránargötu. Bílarnir skemmdust
mikið og varð að flytja einn
þeirra á brott með kranabíl.
Fjórði áreksturinn varð síð-
degis á Þórunnarstræti en einn
maður var fluttur á slysadeild eft-
ir hann. JÓH
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki:
Fjármálaráðherra undirritar í dag
- samning um byggingu bóknámshúss
I dag munu fjármálaráðherra
og menntamálaráðherra undir-
rita samning við Héraðsnefnd
Skagfírðinga um byggingu
bóknámshúss fyrir Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki.
Útboðsgögn fyrir verkið eru
frágengin og verður verkið því
boðið út á næstu dögum.
Undirritun samningsins er stór
stund fyrir ráðamenn í skólamál-
um á Norðurlandi vestra. Öll
sveitarfélög á Norðurlandi vestra
eiga aðild að Fjölbrautaskólan-
um á Sauðárkróki og munu þau
greiða 40% af kostnaði bygging-
arinnar á móti ríkíssjóði.
Bóknámshúsið verður steypt
upp að miklu leyti í sumar en alls
verður húsið um 2400 fermetrar
og kemur það til með að leysa af
hólmi það leiguhúsnæði og hús-
næði sem notað er til kennslu en
er ætlað fyrir verknám. Fyrstu
hlutar hússins verða teknir í
notkun 1994 og fullbúið verður
húsið 1995.
Undirritunin mun fara fram í
verknámshúsi skólans kl. 16.00 í
dag. kg