Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. apríl 1991 - DAGUR - 15
íþróftir
Fyrsti dagur skíðalandsmótsins:
Miklir yflrburðir Kristins
- Haukur byrjar á sigri - Guðrún missti forystuna
Haukur Eiríksson skaut öllum ref fyrir rass á fyrsta degi skíðalandsmótsins
og sigraði örugglega í 15 km göngu.
Norðlendingar kræktu í tvenn
gullverðlaun á fyrsta keppnis-
degi Skíðamóts íslands á ísa-
firði. Ólafsfirðingurinn Krist-
inn Björnsson vann glæsilegan
sigur í stórsvigi karla og Hauk-
ur Eiríksson, Akureyri, sigraði
Knattspyrnulið Leifturs frá
Ólafsfirði kom nýlega úr
æfíngaferð til Glasgow í Skot-
landi. Leiftursmenn dvöldu
ytra í eina viku og spiluðu þrjá
æfíngaleiki gegn skoskum
Iiðum, þ.ám. úrvalsdeildarlið-
inu Kilmarnock.
Ólafsfirðingar áttu ekki mikla
Leiðrétting
Nokkrar villur var að finna í
grein um íslandsmót fatlaðra sem
birtist á dögunum. t»ar var sagt
að Stefán Thorarensen hefði
unnið 3. deildina í boccia en hið
rétta er að Tryggvi Gunnarsson,
Akri, sigraði og Stefán varð
þriðji.
Þá vantaði inn í að Sigurrós
Karlsdóttir varð í þriðja sæti í
einstaklingskeppni í boccia, 3.
deild, og Pálmi Jónsson og Stella
Sigurgeirsdóttir urðu númer tvö
og þrjú í opnum flokki í boccia.
Um leið og beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum er rétt
að benda á að næsta stórmót fatl-
aðra er Hængsmótið sem fram fer
á Akureyri helgina 4. og 5. maí
nk.
örugglega í 15 km göngu karla.
Mikil snjókoma setti svip sinn
á fyrsta dag mótsins og þurfti
að fresta keppni í stórsvigi
fram eftir degi af þeim sökum.
Kristinn Björnsson hafði mikla
yfirburði í stórsviginu og sigur
möguleika gegn sterku liði Kilm-
arnock og töpuðu þeim leik 1:6.
Þorlákur Árnason skoraði mark
Leifturs. Þorsteinn Þorvaldsson,
sem fór með liðinu út, sagði að
Kilmarnock væri örugglega besta
lið sem Leiftursmenn hefðu leik-
ið gegn.
Leiftursmenn spiluðu einnig
gegn tveimur áhugamannaliðum,
annað heitir, með íslenskum rit-
hætti, Kúhú og vann Leiftur þann
leik 4:2. Friðgeir Sigurðsson
skoraði tvívegis og Aðalsteinn
Aðalsteinsson og Þorlákur Árna-
son skoruðu eitt mark hvor.
Þriðji leikurinn var síðan gegn
áhugamannaliðinu Petershill en
það lið varð skoskur meistari
áhugamanna í fyrra. Var þetta
besti leikur Leifturs þrátt fyrir
1:3 ósigur. Gunnlaugur Sigur-
sveinsson skoraði mark Ólafs-
firðinga.
Auk þess að leika knattspyrnu
fóru Leiftursmenn að sjá lands-
leik Skota og Búlgara og leik
Celtic og Motherwell, sem lauk
með 2:1 sigri Motherwell, og
einnig var farið í skoðunarferð til
Edinborgar. „Þetta var vel
heppnuð ferð og menn komu
ánægðir heim,“ sagði Þorsteinn
Þorvaldsson.
hans var öruggur. Pað sama var
ekki uppi á tengingnum í kvenna-
flokki. Guðrún H. Kristjánsdótt-
ir frá Akureyri hafði besta tím-
ann eftir fyrri ferð, 57.35, en
Ásta kom skammt á eftir á 57.83.
Ásta keyrði síðan mjög vel í
seinni ferðinni og tryggði sér góð-
an sigur.
Haukur Eiríksson var sigursæll
á Skíðamóti íslands í fyrra og
byrjar á sigri nú. Lítið hefur sést
til Hauks á íslandi í vetur, hann
hefur dvalið í Svíþjóð og aðeins
keppt á einu móti hér heima.
Haukur hafði náð naumri forystu
eftir 5 km, á 15.41, en Rögnvald-
ur Ingþórsson kom næstur á
15.41. Haukur var enn fyrstur
eftir 10 km á 32.21 en Sigurgeir
Svavarsson hafði þá skotist fram
fyrir Rögnvald, var á 33.05 en
Rögnvaldur 34.12. Röðin breytt-
ist svo ekki frekar og Haukur
Hlíðarfjall:
KA- og Þórs-
mót um helgina
Tvö skíöamót verða haldin í
Hlíðarfjalli fyrir 13-16 ára um
helgina.
A laugardag fer fram KA-mót
í stórsvigi fyrir 13-14 ára og 15-16
ára pilta og stúlkur. Á sunnudag
fer síðan fram Pórsmót í svigi fyr-
ir sömu flokka. Keppni hefst kl.
10 báða dagana.
Aöalf'undiir
Þórs í kvöld
Aðalfundur íþróttafélagsins
Þórs fer fram í Hamri í kvöld,
föstudaginn 5. apríl, kl. 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf. Félagar eru hvattir
til að fjölmenna.
íþróttir
BLAK
í kvöld leika kvenna- og karlalið KA
gegn HK f Digranesi á Islandsmótinu.
Kvennaleikurinn hefst kl. 20.15 en
karlaleikur strax á eftir. 1 kvold mæt-
ast einnig ÍS og Völsungur á íslands-
mótinu kl. 18.30 í Hagaskóla.
A laugardag leika Fram og KA í 1.
deild karla í Hagaskólanum kl. 10.
t’etta er síðasti leikur KA-manna á
lslandsmótinu f ár og fá þeir afhent
verðlaun l'yrir sigur á mótinu að leik
Joknum. Víkingur og KA leika í 1.
deild kvenna á sama stað kl. 11.15 og
Brciðablik og Völsungur í Digranesi
kl. 14.
HANDKNAITLEIKUR
Fram og KA leika ( fallkeppni 1.
dcildar á sunnudagskvöldið. Leikur-
inn fer fram i Laugardalshöll og hcfst
kl. 20.
Völsungur leikur tvo útileiki um
helgina í úrslitakeppni 2. deildar. í
kvöld mtetir liðið Breiðabliki í Digra-
ncsi kl. 18 og á laugardag HK á sama
stað kl. 18.
BORÐTENNIS
íslandsmót ungllnga íer frant í Garða-
bie um helgina.
SKÍDI
Sktðamót fslands stcndur yfir á fsa-
firði. Mótinu lykur á sunnudag.
Á laugardag fer frant KA-ntót í
stórsvigi fyrir 13-16 ára t Hlíðarfjalli.
Á sunnudag fer fram t’órsmót ( svigi
fyrir söntu flokka. Keppni hefst kl. 10
báða dagana.
kom tæpri mínútu á undan Sig-
urgeiri í markið.
Úrslitin í gær urðu eftirfarandi:
Stórsvig karlar
1. Kristinn Björnsson, Ó. 1:10.71
2. Valdimar Valdemarsson, A. 1:13.47
3. Vilhelm Þorsteinsson, A. 1:15.32
4. Haukur Arnórsson, R. 1:16.18
5. Arnór Gunnarsson, í. 1:17.56
Stórsvig konur
1. Ásta Halldórsdóttir, í. 1:14.68
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A. 1:15.61
3. María Magnúsdóttir, A. 1:15.66
Knattspyrnudeild Tindastóls er
búin að fínna annan útlending í
stað Jamaíkamannsins sem flúði
land vegna kulda. Sá er banda-
rískur varnarmaður að nafni
Georg Mazario og kemur hann
hingað fyrir milligöngu banda-
ríska þjálfarans hjá Tindastól.
Ómar Bragi Stefánsson, for-
maður knattspyrnudeildarTinda-
stóls, sagði að Tindastólsmenn
vissu engin deili á manninum en
þjálfarinn þekkti hann og hefði
mælt með honum. Mazario kem-
ur til landsins um helgina en
stoppar stutt, heldur út eftir helgi
2. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 50.16
3. Rögnvaldur Ingþórsson, A. 51.31
4. Ólafur Björnsson, Ó. 53.51
Ganga 17-19 ára, 10 km F
1. Daníel Jakobsson, í. 32.29
2. Tryggvi Sigurðsson, Ó. 35.16
3. Kristján Ó. Ólafsson, A. 36.02
4. Gísli E. Árnason, í. 36.05
5. Árni Freyr Elíasson, í. 37.38
í dag verður keppt í 3x10 km
boðgöngu karla með frjálsri
aðferð og svigi karla og kvenna.
Keppni í öðrum greinum verður
síðan lokið á morgun.
og kemur aftur f vor.
Miklar breytingar hafa orðið á
leikmannahópi Tindastóls frá í
fyrra. Liðið fær tvo nýja leik-
menn auk Bandaríkjamannanna,
þá Þórð Gíslason úr Fylki og Sig-
urjón Sigurðsson úr Hvöt, auk
þess sem markvörðurinn Gísli
Sigurðsson leikur með því á ný
eftir ársdvöl hjá ÍA. I staðinn
hafa sjö leikmenn horfið úr
hópnum, þeir Sverrir Sverrisson,
Ólafur Adólfsson, Guðbjartur
Magnason, Ingvar Guðfinnsson,
Stefán Arnarsson, Jónas Björns-
son og Sigurfinnur Sigurjónsson.
Framhalds-
aðalfundur
veröur haldinn fimmtudaginn 11. apríl og hefst
kl. 20.30 í Galtalæk.
Stjórnin.
Auglýsing
um sendingu kjörgagna
vj5 kosningu vígslubiskups
í Hólastifti 1991.
Kjörgögn viö kosningu vígslubiskups í Hólastifti hafa
veriö send þeim, sem kosningarrétt eiga, í ábyrgö-
arpósti. Athygli er vakin á því, aö kjörgögn þurfa aö
hafa borist kjörstjórn, dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu, Arnarhvoli, Reykjavík, fyrir kl. 17.00 miðviku-
daginn 24. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1991.
Kjörstjórn.
Þorlákur Árnason skoraði tvívegis fyrir Leiftur í Skotlandi.
Knattspyrna:
Lciítursmenn töpuðu
fyrir Kilmarnock
- en sigruðu „Kúhú“ örugglega
Ganga 20 ára og eldri, 15 km F
1. Haukur Eiríksson, A. 49.20
Knattspyrna:
Tindastóll fær annan Kana