Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. apríl 1991 - DAGUR - 9 mynda, sem ekki ganga upp. Slíkar athuganir eru éngu að síð- ur nauðsynlegar til að komast megi hjá því að farið sé út í óhag- kvæman rekstur." Víðsýni mikilvæg „Það er rétt, starfslok mín hjá IFE bar að með öðrum hætti en ég átti von á. í þessu sambandi vil ég aðeins segja að ég eigi erfitt með að skilja þankagang for- manns félagsins, Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Dalvík. Hann kom ekki hreint fram við mig í þessu máli. Hann er ekki sá maður sem hann vill vera láta. Ég vonast hins vegar til að félagið komist upp úr þessari lægð sem það er nú komið í, og beri gæfu til að starfa á breiðum grundvelli. Fjárhagsstaða félags- ins hefur aldrei verið betri en nú, þannig að möguleikarnir til að skila góðu starfi eru fyrir hendi. Þá skiptir miklu máli hvernig félaginu er stjórnað. Fulltrúi Akureyrarbæjar, sem er langstærsti eignaraðilinn að félaginu, á að mínum dómi að vera í hlutverki formanns þess. Það tel ég eðlilegt. En í heild er ég sáttur við starf mitt hjá IFE. En lífið er eins og bók, það skipt- ist í kafla, og þegar einum er lok- ið þá tekur næsti við.“ Ósammála öfgum til hægri og vinstri Sigurður hafði ekki gefið upp pólitískar skoðanir þegar hann flutti til Akureyrar, en vegna þess að hann tók við starfi ná- tengdu Akureyrarbæ í bæjar- stjóratíð Sigfúsar Jónssonar álitu margir hann vera Alþýðuflokks- mann. Þetta álit margra reyndist þó ekki á rökum reist, eins og sést best á því að Sigurður tók að sér starf kosningastjóra Fram- sóknarflokksins á Norðurlandi eystra fyrir skömmu. „Ég hef alltaf fylgst vel með stjórnmálum,“ segir Sigurður. „Hins vegar hef ég ekki viljað taka þátt í flokksstarfi fyrr en nú. Algengt er með ungt fólk að það láti stjórnmál afskiptalaus fram- an af, og ég gerði mér snemma ljóst að ég gat ekki sinnt öllu. Ég fór út í íþróttaiðkun og tengd félagsmál, og það hefur lengi átt hug minn og nægði mér jafnframt sem tómstundaáhugamál. Þó fer ekki hjá því að maður hafi myndað sér skoðanir um dagana. Þegar ég var í sjávar- útvegsráðuneytinu fylgdist ég vel með stjórnmálum, og kom það meðfram vegna eðlis starfs míns þar. Smám saman þróaðist þetta á þann veg að ég fór að fylgjast meira með Framsóknarflokkn- um. Ég hélt þó fast í hlutleysi, þó svo að ég færi á marga fundi með Halldóri Ásgrímssyni, sjávar- útvegsráðherra, og aðstoðaði hann við ýmislegt. Eg leit fyrst og fremst á mig sem embættismann. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að ég væri ósammála öfgum til hægri og vinstri. Einkum var ég á móti öfgum til vinstri, og hef aldrei getað tekið undir neitt sem flokkast undir kommúnisma eða slíkar stefnur. Ég velti Sjálfstæðisflokknum mikið fyrir mér á árum áður. Sá flokkur var studdur á mínu æskuheimili. Ég hef þó alltaf ver- ið mjög krítískur á stjórnmála- menn, og árum saman, þegar ég var erlendis, kaus ég ekki. Ég vildi setja mig vel inn í málin áður en að kosningum kæmi. Til þess fannst mér ekki tækifæri þegar ég var erlendis, þótt e.t.v. hefði verið nærtækast að gera eins og fjölskyldan. Raunsæishyggja og samtakamáttur Að námi loknu fór ég að velta stjórnmálunum meira fyrir mér, eins og ég sagði, og gerði mér grein fyrir að ég aðhylltist miðju- öfl í stjórnmálum. Ég vil fara fetið, og fara örugglega, en er mótfallinn mikilli áhættu og glæfragangi. Traust stefna sem byggir á langtímamarkmiðum höfðar til mín, og ég hugsa mér sjálfan mig sem raunsæishyggju- mann. Ég vara við ótakmörkuðu frelsi, vil láta einstaklinginn njóta sín en að sama skapi vil ég hafa stjórn á einstaklingnum. Jafn- framt legg ég mikið upp úr sam- takamættinum. Einstaklingurinn verður að hafa einhvern ramma til að vinna eftir. Við getum ekki treyst á að allir einstaklingar bregðist rétt við, m.a. vegna þess að þekking manna og reynsla er mismunandi. Um þetta eru mörg dæmi, t.d. í fiskveiðum. Ef aðgangur er ótakmarkaður að fiskimiðum, þá ríkir mikil samkeppni. Árið 1981 var 460 þúsund tonnum af þorski ausið á land. Mikið fór í skreið og aðra óhagkvæma vinnslu. Ein- staklingarnir voru að keppa stjórnlaust. Mikilvægt er að hafa aðhald að einstaklingunum, því við erum mjög lítil þjóð, og í samskiptum við útlönd verðum við að gæta þess að opna okkur ekki of mikið. Afstaðan til Evrópubandalagsins er dæmi um þetta. Við eigum að reyna að ná góðum samningum við bandalag- ið, en að gerast beinn aðili að bandalaginu eða opna landið alveg gengur ekki upp. Stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins Ég hef aldrei farið í pólitískt manngreinarálit, og stjórnmála- skoöanir eru meðal þess síðasta sem ég hefur spurt menn að, ef ég héf þá yfirleitt spurt. Ég er á móti því að flokka fólk eftir póli- tískum lit. Ég er ekki hrifinn af tali eins og barst frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, á þá leið að nú eigi Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman gegn óvinum sínum. Ég skil ekki að andstæð- ingar í stjórnmálum eigi eða þurfi að vera óvinir. Það finnst mér alltof djúpt í árinni tekið. Þegar litið er á litróf flokkanna sést að andstæður hafa mjög mildast í íslenskri pólitík, og flokkarnir hafa meira og minna aðhyllst miðjustefnu. Þó virðist mörgum sem Sjálf- stæðisflokkurinn sé að færast til hægri, og skarpari skil að mynd- ast þar. Ég fagna því, vegna þess að ég tel Sjálfstæðisflokkinn vera alltof stóran og sundurlausan. Hann er líkari kosningabandalagi en stjórnmálaflokki. Skarpari skil milli flokka eru nauðsynleg vegna þess að þau gera valkost- ina greinilegri. Ég hef grun um að margir sem kjósa D-listann geri það einfaldlega til að standa með einhverjum óskilgreindum meirihluta. Það er ekki skynsam- legt. Ég vek athygli á að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur enga stefnu í jafn mikilvægum mála- flokki og sjávarútvegsmálum. Landsfundur flokksins ákvað t.d. að fresta stefnumótun í þeim málaflokki til næstu ríkisstjórnar. Hvernig geta menn kosið stefnu- lausan flokk? Flestir eru póli- tískir undir niöri Mér finnst áberandi að flest fólk lætur sem svo að pólitík komi því ekki við. Samt sem áður er þetta sama fólk oft mjög pólitískt undir niðri. í starfi mínu hjá IFE gerði ég mér far um að grennslast ekki fyrir um stjórnmálaskoðanir þeirra sem umgengust það félag, en þó fór ekki hjá því að aðrir væru með vangaveltur um mína afstöðu. Sú staðreynd að ég kom til starfa hjá IFE í tíð Sigfúsar Jónssonar, og er gamall hlaupa- félagi hans, virðist hafa leitt af sér þá skoðun margra að ég hljóti að vera krati. Ég reyndi ekki að bera þetta af mér, og gaf heldur ekki upp aðra afstöðu. Hins veg- ar á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að opinbera sína pólitísku afstöðu. Ég minntist á Alþýðuflokkinn. Ég hef alltaf í grundvallaratrið- um verið ósammála stefnu þess flokks í landbúnaðarmálum, og líka í málum sjávarútvegsins. Ég er á móti því að opna fyrir inn- flutning í sama mæli og þeir vilja. Ég tel sjálfsagt að laga landbún- aðinn að nýjum aðstæðum, en það verður að gerast smám sam- an á þann hátt að greinin fái tæki- færi til að gera sig arðbærari. Hugmyndir krata um veiðileyfa- sölu eru líka óraunhæfar og var- hugaverðar.“ Málsvari landsbyggðarinnar Sigurður ólst upp í sveit til 13 ára aldurs, á Hörgslandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Á þeim tíma skiptist sveitin alveg í tvö horn, því annaðhvort studdu menn Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Kunnugir vissu alveg hvaða bæir voru „bláir“ og hverjir „grænir.“ Sigurður segir sinn heimabæ, Hörgsland, hafa tilheyrt bláu bæjunum, og sem strákur studdi hann íhaldið eins og heimilisfólk- ið. Hann minnist t.d. að hafa fylgst með kosningum af áhuga. „Þrátt fyrir það að hafa alist upp við sterkar stjórnmála- skoðanir á heimilinu var ég alltaf gagnrýninn, eins og ég minntist á áðan. Þegar ég var hálfþrítugur var ég endanlega kominn á þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki fyrir mig. Ég tel mig vera landsbyggð- armann, bæði vegna ætta sem ég á að rekja austur, vestur og norð- ur á land, og vegna uppeldis í sveit. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkur- inn sé besti málsvari landsbyggð- arinnar. Landsbyggðin er lífs- akkeri þjóðarinnar, sá grunnur sem allt annað stendur á. Því er mjög mikilvægt að landsbyggðin njóti sannmælis. Línurnar eru að skerpast í stjórnmálum landsins, forysta Sjálfstæðisflokksins er komin til Reykjavíkur og þunga- miðja flokksins er þar. Skilningur minn er sá að stjórnmál snúist um að ná fram ákveðinni málamiðlun. Það er því erfitt að halda einni stefnu, sérstaklega þegar við erum með margflokka kerfi, án þess að þurfa að taka tillit til annarra. Því er mikilvægt að vera sveigjanleg- ur í samskiptum, og það hefur Framsóknarflokknum tekist best allra flokka. Farið of geyst í ýmsar nýjungar Á Vesturlöndum er það viður- kennd staðreynd að blandað hag- kerfi reynist þjóðum best. Slíkt hagkerfi er niðurstaða málamiðl- unar. í einræði eða miðstýringu næst ekki sú arðsemi eða hag- kvæmni sem nauðsynleg er. í algjöru frelsi er aftur sú hætta á ferðum að þeir fjársterku rúlli yfir þá sem minna mega sín. Þá verður minni jöfnuður en ella. Ef við ætlum að búa við sanngjarnt þjóðfélag er miðjupólitík árang- ursríkust. Samtakamátturinn skiptir alltaf meginmáli. Ég hef oft líkt rekstri þjóðfélagsins við rekstur fyrirtækja. Menn verða að átta sig á hvað þeir eru að gera, undirstaðan verður að vera trygg, þeir verða að hafa mark- mið og vinna eftir áætlun til að ná því sem að er stefnt. Allar kúvendingar til hægri og vinstri eru óheppilegar. Við verðum að byggja á þeim grunni sem við höfum, og stefna jafnt og þétt að breytingum og nýsköpun. Ef hraðinn er of mikill er hætta á skakkaföllum. Á undanförnum árum eru, því miður, mörg dæmi um að of geyst hafi verið farið í hlutina. Þetta sést vel á fiskeldi og loðdýrarækt. Þarna er mörgu um að kenna, og Framsóknarflokkurinn er reynd- ar ekki laus við að bera sömu ábyrgð og aðrir á því. Spurningin er hins vegar um hugsunarhátt heildarinnar, við verðum að efla með okkur meira raunsæi og vinna markvisst." Gott að búa á Akureyri Stundum er talað um að Akur- eyri sé lokað samfélag, þar sem erfitt sé fyrir aðflutta að falla inn í heildina. En hvernig hefur Sig- urði og fjölskyldu hans líkað að búa í bænum? „Okkur hefur líkað mjög vel hér, og verið sátt við umhverfið. Þó vil ég taka fram að umhverfið á Akureyri var mér ekki alveg framandi þegar ég kom til bæjar- ins fyrir fjórum árum. Móðurafi minn, Óskar Finnsson, var Akur- eyringur, og föðurafi minn, Finn- ur Daníelsson skipstjóri, hefur búið í fjóra áratugi í bænum. Þá hefur móðursystir mín, Guðrún Óskarsdóttir, búið hér áratugum saman. Þetta fólk, og afkomend- ur þess, tengir mig auðvitað við bæinn,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar er ekki á dagskrá hjá honum að fara að taka beinan þátt í pólitík, þ.e. hann er ekki í framboðshug- leiðingum, en þó tekur hann ekki fyrir að sá tími geti runnið upp, ef eftir slíku verði leitað. „Ég er áhugamaður um framfarir, og ef ég kemst að þeirri niðurstöðu að pólitík sé réttur vettvangur fyrir mig til að starfa á í framtíðinni mun ég hugsa mig vel um. Mér finnst almenningsálitið gagnvart stjórnmálamönnum hins vegar vera dálítið neikvætt. Það er alvarlegt, því stjórnmálamenn eiga að vinna að hagsmunamál- um allrar þjóðarinnar. Ástæðan er líkast til sú að innan þing- mannahópsins í heildina séð eru menn sem eru fljótfærir og yfir- lýsingaglaðir. Slíkt hefur áhrif á almenning á tímum mikillar fjöl- miðlunar. Þess vegna verður að gera kröfur til þingmanna og ráð- herra að viðhafa ábyrgan mál- flutning." EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.