Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 7
hvað er að gerast (Q,&t !nae .S '!UOBbuísö:? - RUíDAa - 5 Föstudagur 5. apríl 1991 - DAGUR - 7 Forsætisráðherra á opnum stjómmála- fundi á Akureyri Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, verður á opnum stjórnmálafundi á Akureyri á sunnudaginn. Ávörp flytja Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra. Fundarstjóri verður Val- gerður Sverrisdóttir, alþingis- maður. Fundurinn er haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, og hefst klukkan 15.00. Yfirskrift fundarins er „Þín framtíð - þitt val.“ Kammerhljómsveit Akureyrar: Mozarttónleikar Frænka Charleys: Síðustu sýningar Leikfélag Dalvíkur og Leikfélag Akureyrar auglýsa sýningar um helgina. Leikfélag Dalvíkur sýnir gamanleikinn Frænku Charleys föstudaginn 5. apríl kl. 21, skóla- sýning verður laugardaginn 6. apríl kl. 17 og níunda og síðasta sýning á leikritinu er fyrirhuguð á laugardaginn kl. 21. Leikfélag Akureyrar er með þrjár sýningar á söngleiknum Kysstu mig Kata um helgina og varð fljótt uppselt á föstudags- og laugardagssýningu en 12. sýning er á sunnudaginn. Kammerhljómsveit Akureyrar heldur Mozarttónleika í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 17 í tilefni af 200 ára ártíð Mozarts. Á tónleikunum mun Kammerhljómsveitin, skipuð 45 hljóðfæraleikurum, flytja forleik- inn að óperunni Don Giovanni, valin einsöngsatriði og dúetta úr sömu óperu svo og úr Cosi Fan Tutte, Brúðkaupi Fígarós og Töfraflautunni. Tónleikunum lýkur með flutningi á g-moll sinfóníunni nr. 40, sem er tví- mælalaust þekktasta og vinsæl- asta sinfónía Mozarts. Hljómsveitarstjóri verður Örn Óskarsson og einsöngvarar þau Bergþór Pálsson, bariton, og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Siglufjörður: Fundur með forsætis- ráðherra Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, verður á opnum stjórnmálafundi á Siglufirði á sunnudagskvöld klukkan 21.00, á Hótel Höfn. Ávörp flytja Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Elín R. Líndal. Fundarstjóri er Sverrir Sveinsson. Gítartón- leikaríAkur- eyrarkirkju Gítartónleikar verða haldnir í Akureyrarkirkju laugardaginn 6. apríl klukkan 17.00. Fram koma efnilegustu einleiks-gítar- nemendur norðan heiða. Á dagskrá verður frumflutningur á íslandi á verkinu Diferencias Sobre Un Tema eftir J.M. Molleda, einnig verk eftir Falla, Lobos, Torroba, Paganini, Dow- land o.fl. Tríó, dúettar og ein- leikur. Allir velkomnir. Tonlistarskoli Eyjaíjarðar: Æfmgabúir skóla- lúðrasveita um helgina - tónleikar á sunnudag að Hrafnagili Um helgina gengst Tónlistarskóli Eyjafjarðar fyrir æfingabúðum Nissan bflasýning á Akureyri Bílasýning verður um helgina hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar að Óseyri 5 á Akur- eyri. Opið verður milli klukkan 14.00 og 17.00 á laugardag og sunnudag. Sýndir verða bílar frá Nissan. Bílaáhugamenn eru hvattir til að kynna sér þessa sýn- ingu. skólalúðrasveita á Norðurlandi eystra í Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit. Þátttakendur koma víðs vegar að og verða á bilinu 120-150, á aldrinum 7-16 ára. Aðalaleiðbeinendur verða Atli Guðlaugsson, Michael Jacques og Norman H. Dennis, en auk þeirra munu aðrir stjórnendur sveitanna og kennarar leggja hönd á plóginn. Á sunnudag halda sveitirnar svo tónleika í íþróttahúsi Hrafna- gilsskóla og hefjast þeir kl. 14. Þar leika þær tvö lög hver og svo nokkur lög sameiginlega. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og hvetja þetta unga tónlistarfólk til dáða. IMISSAN \ Flaggskipið frá Kvenna- bridge Laugardaginn 6. apríl kl. 13.00 verður spilaður tvímenningur í starfsmannasal KEA í Sunnu- hlíð. Allar konur velkomnar. Kaffiveitingar. Nefndin. íss3 IMISSAINI Bílasýning verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 6. apríi og sunnudaginn 7. apríl frá kl. 14.00-17.00 báða dagana. Nissan Primera Sýnum einnig Nissan Pathfinder 4ra dyra. Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við sölumenn. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhðida 2. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.