Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 3
Mj ólkurfr amleið slan: Steftiir í mikla umfrainfrainleiðslu - þegar bændur verða að skila 10% heimild til að framleiða upp í framleiðslurétt næsta verðlagsárs Allt útlit er fyrir að stefni í mikla umframframleiðslu á mjólk í sumar. Mjólkurfram- Ieiðendur verða nú að skila þeim 10% af framleiðslu sem þeir fengu heimild til, um ára- mótin 1989 og 1990, að fram- leiða upp í fullvirðisrétt verð- lagsársins 1990 til 1991. Margir bændur fullnýttu þessa fram- leiðsluheimild en verða nú að draga saman að sama skapi. Erfitt er að segja til um hvað mikið magn mjólkur verði framleitt umfram fullvirðisrétt í sumar en ef miðað er við framleiðslutölur má búast við að það nái allt að 1,5 milljón- um lítra á framleiðslusvæði Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga. Forsaga þessa máls er sú að á undanförnum árum hafa mjólk- urframleiðendur fengið heimild til að framleiða sem nemur 5% af ársframleiðslu sinni upp í full- virðisrétt næsta verðlagsárs. Um áramótin 1989 til 1990 var þetta framleiðslumagn hækkað í 15% vegna minnkandi birgða og talið var útlit fyrir að skortur gæti orð- ið á mjólkurvörum. Margir bændur tóku vel við sér og full- nýttu þetta framleiðsluleyfi á síð- asta verðlagsári en verða nú að horfast í augu við þá staðreynd að þurfa að skila 10% fram- leiðsluaukningu til baka. Að sögn Guðmundar Steindórsson- ar, ráðunautar hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar er ekki fyrirhugað að framlengja þessa umfram framleiðsluheimild þar sem markaðsmöguleikar gefi ekkert tilefni til þess. Áfram verði þó heimilt að framleiða upp í 5% af fullvirðisrétti næsta verð- lagsárs. Guðmundur sagði að mjólkurframleiðslan á Eyjafjarð- arsvæðinu hefði í lok febrúar- mánaðar verið á bilinu 5 til 6% hærri en á sama tíma í fyrra og beindi það sjónum manna að því að mikil umframleiðsla geti orðið í sumar miðað við að umrædd 10% framleiðsluheimild falli niður. Pórarinn Egill Sveinsson, sam- lagsstjóri Mjólkursamlags KEA sagði ljóst að nú stefndi í mikla umframframleiðslu vegna þessa 10% samdráttar. Hann sagði umrædda 1,5 milljón lítra ekki vera ólíklega tölu og þýddi það um 75 milljón króna framleislu- verðmæti á gildandi verðlagi. Nokkrir mjólkurframleiðendur munu verða búnir að framleiða upp í fullvirðisrétt sinn þegar í lok maí og margir fara yfir mörk- in í júní og júlí. Þórarinn sagði að Mjólkursamlag KEA þyrfti Sjósókn hefur verið stunduð frá Húsavík á ýmiskonar fleyt- um árhundruðum saman en sjálfsagt hafa sjómenn ekki oft haldið til veiða með jeppakerr- ur. Á páskadag fór sjómaður þó með jeppakerru í Saltvík- urfjöru, og mokaði upp afla svo hundruðum kílóa skipti. „Ég hef aldrei séð svona mikið af loðnu upp við fjöru fyrr,“ sagði Heimir Bessason á Húsa- vík, sem á páskadag varð var við mikla loðnu upp í Saltvík. Sagði hann flæðarmálið hafa verið þak- Framboðslisti Samtaka um jafnrétti og félagshyggju - Heimastjórnarsamtaka á Norðurlandi eystra hefur verið birtur. Benedikt Sigurðarson, skólastjóri Barnaskóla Akur- eyrar, er í efsta sæti listans. Listinn er þannig skipaður að Bjarni Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, er í 2. sæti, Trausti Þorláksson, atvinnumála- fulltrúi í Öxarfirði í 3. sæti, Auð- ur Eiríksdóttir húsmóðir Hleið- argarði, Eyjafjarðarsveit, í 4. sæti, Héðinn Sverrisson, húsa- smiður Mývatnssveit 5. sæti, Jón ívar Halldórsson, skipstjóri Akureyri 6. sæti, Þórarinn Gunn- laugsson, múrari á Húsavík 7. um 40 þúsund lítra af mjólk á dag til að þjóna markaðnum og benti á að ef bændur tækju til þess ráðs að hella niður mjólk í stórum stíl og það leiddi af sér skort á fram- leiðsluvörum í sumar eða haust gæti það ýtt undir hugmyndir um að setja mánaðarkvóta á mjólk- urframleiðsluna þar sem bændum yrði skammtaður framleiðslurétt- ur frá einum mánuði til annars. ið af loðnu, bjarga á milli og mokaði hann loðnunni upp í jeppakerru ásamt bræðrum sínum. Loðnan var síðan fryst til beitu um borð í Júlíusi Havsteen. Þrjú ár eru síðan smábátar frá Húsavík hafa getað veitt sér loðnu til beitu að nokkru gagni. Á mánudag náði trilla frá Húsa- vík í loðnu og á þriðjudag veiddi smábátur loðnu við bryggju- sporðinn. Sjógangur hefur þó komið í veg fyrir að bátarnir hafi getað nýtt sér þessa loðnugengd sem skyldi. IM sæti, 8. sæti Jóhanna Friðfinns- dóttir, bóndi Arnarfelli, Eyja- fiarðarsveit, 9. sæti Jóhann Ólafsson, bóndi Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal, 10. sæti Jóna Sig- rún Sigurðardóttir, garðyrkju- bóndi á Grísará, Eyjafjarðar- sveit, 11. sæti Guðlaugur Óli Þor- láksson, byggingameistari í Grímsey, 12. sæti Stefán Val- geirsson, alþingismaður, 13. sæti Líney Sigurðardóttir, húsmóðir á Þórshöfn, 14. sæti Friðjón Guðmundsson, bóndi á Sandi, Aðaldal. Framboðið notar listabókstaf- inn H. Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í Hafnarstræti 75 á Akureyri. EHB ÞI Húsavík: Á loðnuveiðar með kerru Norðurland eystra: Framboð H listans Föstudagur 5. apríl 1991 - DAGUR - 3 20ARA VEISLUMATUR frá kl. 11.30 til 14.00 og frá kl. 18.00 Sveppasúpa Hamborgarreykt grísakótiletta með gljáðu hunangi Bautaís Verð kr. 790 Fyrir börn 6-12 ára kr. 400 VEISLUKAFFI Föstudagur og laugardagur frá kl. 14.30-17.30 Afmælisterta Brauðsnitta ásamt kaffi eða gosi Verð kr. 300 Sunnudaginn 7. apríl lokum viö kl. I 5.00 vegna afmælisfagnaðar starfsfólks

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.