Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 5. apríl 1991 Ferðafélag Akureyrar Myndakvöld verður í húsnæði félagsins, Strandgötu 23, n.k. þriðjudagskvöld 9. apríl kl. 20.00. Sigurgeir B. Þórðarson sýnir myndir. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir kr. 200. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Óskum eftir áreiðanlegum starfs- manni til framleiðslustarfa Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum. 0^ Gúmmívinnslan hf. RettarhVammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Dans - Dans - Dans Kennsla hefst 8. apríl Jazzdans: Fyrír 7-9 ára. Dans, leikræn tjáning. Jazzdans: Fyrir 10-12 ára. Jazz fyrir 6 ára: Dans, leikir, leikræn tjáning. Jazzdans: Fyrir 13 ára og eldri. Jazzleikskólinn: Fyrir 4-5 ára börn. Dans, söngur, leikræn tjáning, leikir. Ballett: Fyrir 7 ára og eldri Nýtt Stepp-Stepp Allir geta lært að steppa jafnt ungir sem eldri. Notið tækifærið. Hringdu núna!!!! Kennarar skólans á vorönn: Ástrós Gunnarsdóttir, Katrín Káradóttir, Nanette Nelmes, Lína Þorkelsdóttir, Alice Jóhanns. Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá kl. 16.00-20.00. Afhending og greiðsla skírteina, sunnudaginn 7. arpíl frá kl. 14.00-16.00. Tryggvabraut 22 Akureyri E Tökum höndum saman! Ágætu flokkssystkin. Eftir örfáa daga verður kosið til Alþingis. Ég vil minna ykkur öll og aðra stuðningsmenn Fram- sóknarflokksins á eftirfarandi: Atkvæðin ráða, en ekki spár eða skoðanakannanir 1. Hvað sem öllum spádómum og skoðanakönnunum líður, þá vara ég eindregið við of mikilli bjartsýni fyrir þessar kosningar. Eins og allir vita eru það atkvæð- in, sem koma úr kjörkössunum 20. apríl, sem segja til um fylgi flokkanna en ekki spár eða skoð- anakannanir. Sérhvert atkvæði skiptir máli 2. Ég vil því hvetja ykkur öll til að taka þátt í baráttunni þessa síðustu daga fyrir kosningar. Tal- ið við vini og vandamenn og ef þeir verða fjarverandi á kjördag, hvetjið þá eindregið til að kjósa utan kjörstaðar. Hafið samband við kosningaskrifstofur Fram- sóknarflokksins og trúnaðar- menn í öllu kjördæminu og takið virkan þátt í kosningabaráttunni. Hvert einasta atkvæði er mikil- vægt eins og þið vitið. Úrslit kosninganna fyrir okkur fram- sóknarmenn gætu ráðist af örfá- um atkvæðum, því Framsóknar- Svavar Ottesen. flokkurinn fær yfirleitt ekki upp- bótarmenn. Ef allir Ieggjast á eitt... 3. Ef við tökum öll höndum sam- an þessa síðustu daga kosninga- baráttunnar og allir leggja sitt af mörkum með mikilli vinnu og góðu starfi þá tel ég góðar líkur á að því að ungur maður úr Eyja- fjarðarsveit, Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, verði kosinn á þing 20. apríl. Hann yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins sem búsettur er í hinu nýja sveit- arfélagi, og væri það vel. Takið virkan þátt í kosningabráttunni Að lokum, ágætu framsóknar- menn, minni ég á fundinn með formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, í Alþýðuhúsinu næstkomandi sunnudag kl. 15.00. Einnig vil ég hvetja ykkur til að mæta á aðra fundi og samkomur, sem haldnar verða á vegum Framsóknar- flokksins næstu daga. Skrifstofa flokksins á Akureyri, í Hafnar- stræti 90, verður opin alla daga og einnig á kvöldin og verða frambjóðendur flokksins þar til staðar. Allmiklar endurbætur hafa farið fram á skrifstofunni að undanförnu og ætti því að fara vel um alla þá sem leggja leið sína þangað. Lítið inn og fáið ykkur kaffibolla og ræðið við frambjóðendur. Stöndum þétt saman, fram- sóknarmenn, þessa síðustu daga kosningabaráttunnar. Þá mun vel fara. Með flokks- og baráttukveðju, Svavar Ottesen. Höfundur er formaöur Framsóknarfélags Akureyrar. Hvert á að leiða landið? Þegar Davíð Oddsson hafði verið kjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins flutti hann ræðu svo sem vænta mátti. Þessi ræða var prentuð í Morgunblað- inu 12. mars 1991. í ræðu hins nýkjörna formanns eru merkileg- ar málsgreinar svohljóðandi: „Menn vilja ekki una því lengur, að í þessu eina ríki á vest- urhveli jarðar skuli vera afturför og stöðnun, meðan á öllum öðr- um þjóðum miðar fram, í atlæti og kjörum. Menn geta allt eins valið sér til verks, laglausan söngvara, lit- blindan málara eða áttaviltan leiðsögumann eins og ríkisstjórn Steingríms Herrmanns til að leiða landið.“ Hvert á að leiða landið? Á að reyna þoka því nær miðbaug? Það held ég að Þorsteinn Páls- son hefði ekki látið frá sér fara hliðstæða frásögn. Það er ekki rétt að ásaka Davíð Oddsson fyr- ir það, að hann hefur ekki vald á móðurmáli sínu, því það er hon- um ósjálfrátt, en hins ber að geta, sem hann er frægur fyrir. Það er fjármálavitið hans, sem hefur komið í ljós við stjórn Reykjavíkurborgar. Sumir segja að það sé enginn vandi að stjórna Reykjavíkurborg því þar séu nógir peningar til. Jú víst er það vandi, því vanhæfir stjórnendur geta sett hin voldugustu fyrirtæki á hausinn. Davíð hefur stjórnað sinni borg svo vel, að hún getur reist ráðhús og turna og verður ekki meira um, en hver íbúi drekki vatn úr glasi. Það hlýtur að vera öllum lands- mön.'.um gleðiefni að eiga vold- uga og ríka höfuðborg, sem reisir ráðhús og truna eins og að drekka. Formennska í nefndum og ráð- um virðist stundum vera eftirsótt sem dæmi sanna. Það er þó svo, að allir hafa sama atkvæðisrétt, eitt athvæði hver. Nefndarformenn eru verkstjór- ar og geta stundum haft áhrif bein eða óbein fram yfir aðra nefndarmenn. Á líðandi stund er oft erfitt að meta, hvað á að gera og hvað á ekki að gera. Björn Egilsson. Sjálfur hef ég reynslu af þessu. Ég var nokkur ár nefnd- arformaður í minni sveit. Ég réði því sem ég vildi með því að setja upp svip og brúka frekju og hirti ekíci um hvað minnihlutinn villdi. Þjóð vor ætti að eiga sem flesta fjármálamenn eins og Davíð Oddsson, til þess að eiga fyrir daglegu brauði og vel það, til dæmis að hver fjölskylda geti far- ið á bíó einu sinni í viku. Og svo þurfa þeir sem eiga peninga að Íeggja þá fram til að jarða þá sem ekkert eiga. Allir verða að komast í mold- ina. Það er margt öðruvísi nú en áður var og sumt betra en síðan að kratisminn smaug í gegnum allt þjóðlífið. Þó held ég að eðlisfar manna sé óbreytt síðan á dögum Móse. Skrifað stendur, að ekki sé hægt að þjóna tveimur herrum, guði og mammoni. Þó hafa Islendingar gert það frá upphafi sögu sinnar. Það var eðlislægt og kom af sjálfu sér, að trúa á hið mikla sem yfir er og enginn getur skilið og skýrt og iíka urðu menn að hafa mammon í þjónustu sinni til að komst af. Það mun ekki vera saknæmt, þó íslendingar þjóni guði og mammoni, enn sem fyrr. Þeir eru hvort eð er naumlega komnir á miðja leið og eiga eftir að klífa Háubrekku. Einhverntíma las ég gamla þjóðsögu, þar sem sagt var, að ekki fyndist óeigingjarn prestur fyrr en suður á Saxlandi. Þá held ég að hafi ekki verið birta yfir fs- landi eða Góuglans. Um aldir var prestastéttin burðarás íslenskar menningar. Ýmsir prestar voru við nám á meginlandi Evrópu, í Kaup- mannahöfn, Svartaskóla og víðar. Þeir töluðu ekki erlendar tungur þegar þeir komu heim, en komu með þekkingu um mann- legt samfélag, vísindi og listir. Það er svo sem auðvitað, að prestar voru misjafnir að atgervi og mannkostum eins og allur almenningur. Sumir fóru búferl- um landshornanna milli, misstu skepnur í skurði og voru fátækir. Aðrir sátu höfuðból alla sína embættistíð og græddu. Því hefur verið haldið fram að íslensk menning sé á grundvelli kristinnar trúar. Það er rétt. Kennisetningar eru fjölmargar, en undirstaða þeirra allra er sið- gæðiskenning Krists, sem er svo fullkomin að hún stendur alla daga. Stjórnarandstaðan er lögleg og nauðsynleg, en sé hún sögð fram með ólíkindum og ýkjum verður hún ónýt og ekki tekið mark á henni. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er sjálfsagt bæði góð og vond, eins og aðrar stjórnir sem hafa verið við völd hér síð- ustu áratugi. Það held ég, að Davíð Odds- syni hafi orði slys á tungu sinni á landsfundi, þegar hann lýsti núverandi ríkisstjórn þannig, að hún væri eins og laglaus söngvari, litblindur málari eða áttavilltur leiðsögumaður. Hvílík samlík- ing! Að Davíð Oddsson féll á landsprófi bendir til að gáfur hans séu ekki fjölhæfar en mestar á sviði reiknilistar. Það er líka gott. Hvert á að leiða landið hef ég ekki hugmynd um. 19. mars 1991, Björn Egilsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.