Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur
Akureyri, föstudagur 5. april 1991
64. tölublað
Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar er ánægður með samning sjómanna og ÚA:
Sainningurirm markar tímamót í sögu Verðlagsráðs
- ég tel að báðir aðilar geti vel við þessa niðurstöðu unað, segir Gunnar Ragnars
„Það er í rauninni ekki hægt
að leggja mat á hversu mikla
launahækkun sjómenn fá út úr
þessum samningi. Hins vegar
get ég sagt það að samningur-
inn markar tímamót í sögu
Verðlagsráðs. Þetta er fyrsta
skrefíð í átt til frjálsrar verð-
myndunar á öllu landinu,“
sagði Konráð Alfreðsson, for-
maður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar, að afloknum fundi
sjómanna á ísfísktogurum
Utgerðarfélags Akureyringa
hf., þar sem samþykkt var með
miklum meirihluta að ganga að
tilboði félagsins frá því í fyrra-
kvöld. Tveir af ísfísktogurum
ÚA, Harðbakur og Sólbakur,
létu þegar úr höfn í gærkvöld
og fleiri munu fara á miðin í
dag.
Samningur Útgerðarfélags
Akureyringa hf. og sjómanna á
ísfisktogurum félagsins felur í sér
gjörbreytt Iaunakerfi sjómanna.
Heimalöndunarálagið svokallaða
heyrir sögunni til og í stað þess er
tekin upp markaðstenging 15
prósenta aflans, og er tekið mið
af fiskverði á Faxamarkaði, Fisk-
markaði Suðurnesja og Fisk-
markaði Hafnarfjarðar í viku
hverri.
Fyrir 85% aflans er greitt eftir-
farandi fast verð: Þorskur 58
krónur kílóið, ufsi 35 kr., karfi
800 g og yfir 37 kr., karfi 800 g og
undir 27 kr., grálúða 53 kr. og
ýsa 75 krónur.
Samningurinn gildir frá gær-
deginum út kvótaárið, til 1. sept-
ember.
Gert er ráð fyrir að sjómenn og
forsvarsmenn ÚA geri í samein-
ingu könnun á sem flestum þátt-
um fiskverðsmáia, s.s. þróun á
innlendum og erlendum mörkuð-
um og verðum sem í gildi eru
víða um land. Könnuninni, sem
ætlað er að varpa ljósi á stöðu
ÚA í samanburði við önnur fisk-
vinnslufyrirtæki, skal vera lokið
1. júní nk. ef kostur er.
Gunnar Ragnars, framkvæmda-
stjóri ÚA, sagðist telja að samn-
ingurinn væri eftir atvikum við-
unandi. „Þegar öllu er á botninn
hvolft tel ég að hafi verið full
ástæða til að breyta þessu kerfi,
hætta með heimalöndunarálagið
og taka upp fast verð. Það þýðir
ekkert annað en að horfast í augu
við að fiskmarkaðarnir eru stað-
reynd. Hins vegar verður fram-
tíðin að leiða í ljós hvort síðar
komi alvöru fiskmarkaður á þetta
svæði. Ég er sjálfur ekki trúaður
á það. Eg sé ekki ástæðu til að
breyta því rekstrarmunstri sem
Harðbakur EA-303 var fyrstur skipa Utgerðarfélags Akurcyringa til að halda til veiða eftir að samkomulag hafði
tekist í deilu sjómanna og félagsins um fiskverð í gær. Harðbakur fór kl. 18 í gær og Sólbakur kl. 21. Innfellda mynd-
in er tekin á fundi sjómanna þar sem samkomulagið við ÚA var staðfest. Myndir: Goiii
við höfum verið með, það hefur
reynst vel.
Ég fagna því að það er sam-
komulag með okkur um að gerð
verði úttekt á því hvernig ÚA
stendur í samanburði við aðra á
ýmsum sviðum þessara mála. í
gegnum tíðina hafa þær raddir
heyrst að þetta væri lakara hjá
okkur en öðrum, en ég tel að
með þessari könnun eigi annað
eftir að koma í ljós,“ sagði
Gunnar.
Áður kom fram hjá forsvars-
mönnum ÚA að félagið gæti ekki
boðið meira en 41% heimalönd-
unarálag. Þýðir nýgerður samn-
ingur að ÚÁ teygi sig lengra en
sem svarar þessari prósentutölu?
„Það er erfitt að bera þessi
launakerfi saman vegna þess að
markaðsverðið ræður þarna
miklu. En mér sýnist að þetta sé í
heildina mjög líkt því sem var
áður og ég tel að báðir aðilar geti
vel við þessa niðurstöðu unað,“
sagði Gunnar.
Hann sagðist telja að hægt væri
að túlka þennan samning svo að
fiskverð ákveðið af Verðlagsráði
sjávarútvegsins væri hér með úr
sögunni.
Konráð Alfreðsson sagði að
þetta væri markandi samningur.
„Það er stórsigur fyrir sjómenn
að hafa náð fram þeirri hugar-
farsbreytingu hjá útgerðarmönn-
um að frjáls verðmyndun er það
sem koma skal. Þetta er fyrsta
skrefið og við erum bara rétt að
komast í gættina," sagði Konráð.
óþh
Útgerðarfélag Dalvíkinga:
Sauiið við áhö&i
Björgúlfs EA
- samningurinn við áhöfn Björgvins
verður endurskoðaður
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.
og sjómenn á Björgúlfí EA
hafa gert samkomulag hlið-
stætt því sem gert var hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa.
Áhöfn Björgvins EA er þó
áfram á fyrri samningi, sem
miðast við 41 prósent heima-
löndunarálag.
Valdimar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Ú.D., segir að
áhöfn Björgúlfs hafi samið
nákvæmlega eins og gert var hjá
Ú.A., en Björgúlfur lét úr höfn
laust fyrir hádegi í gær. 15 prósent
af algengustu fisktegundum
verða markaðstengd, en fast verð
sett á hinn hluta aflans. Miðað er
við að fiskurinn sé í kössum.
Hætt er að nota heimalöndun-
arálag.
Áhöfn Björgvins EA var búin
að semja um 41 prósent heima-
löndunarálag, eins og kunnugt
er, en það samkomulag verður
endurskoðað þegar skipið kemur
næst til hafnar á Dalvík.
Valdimar var spurður álits á
samkomulaginu við Björgúlfs-
menn, og sagði hann aðalatriðið
vera að skipið væri farið á veiðar
á ný. „Samningar eru auðvitað
alltaf matsatriði, en ég held að
þetta sé mjög vel viðunandi fyrir
alla aðila, bæði útgerðina og
sjómenn," segir hann. EHB
Margir sveitarstjórnarmenn reiðir vegna skiptingar 100 milljóna til sveitarfélaga:
Þingmennimir verða að mæta með sólgleraugu
segir Júlíus Már Þórarinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn
Úthlutun fjárveitinganefndar
Alþingis tii sveitarfélaga sem
harðast urðu úti vegna loðnu-
brests og búa við erfítt
atviunuástand mælist misjafn-
Iega fyrir hjá forsvarsmönn-
um þeirra sveitarféiaga á
Norðurlandi þar sem eru
loðnubræðslur. í upphafí
stóð til að þessum fjármunum
yrði einungis varið tii þess að
bæta sveitarfélögum loðnu-
missinn, en á síðustu dögum
þingsins var opnað fyrir að
þeir gætu einnig runnið til
sveitarfélaga sem búa við
erfitt atvinnuástand. Við út-
hlutun 16 milljóna til Blöndu-
óss, sem er hæsta fjárhæðin
til eins sveitarfélags, er vísað
til þess viðbótarákvæðis.
Pétur A. Pétursson, forseti
bæjarstjórnar Blönduóss, sagð-
ist vera mjög ánægður með
þessa niðurstöðu. „Það er rétt
að hafa í huga að þessir pening-
ar voru ekki bara eymamerktir
þeim stöðum þar sem eru
loðnubræðslur,“ sagði Pétur.
„Þessi fjárveiting er staðfesting
á því að við erurn komnir inn á
kortið og einnig að þeir aðilar
sem hafa hér verið í útgerð og
vinnslu megi stunda hana frá
Blönduósi. Menn mega ekki
gleyma því að virkjun Blöndu
lýkur í haust og hér hefur verið
geysilegur samdráttur í land-
búnaði og fyrirsjáanlegt að
hann verður áfrarn," sagði
Pétur.
Raufarhafnarhreppur fékk
einungis 2 milljónir í sinn hlut.
Júlíus Már Þórarinsson, sveitar-
stjóri, sagðist vera orðlaus yfir
þessari úthlutun. Stjórnvöldum
hefði verið vel kunnugt um
brýna þörf á að bæta úr erfiðri
innsiglingu f höfnina á staðnum.
„Þetta er eins og þegar krökk-
um er gefinn ís til þess að fá þau
til að hætta að rella. Ég veit
ekki hvernig þingmenn ætla að
horfa framan í fólk hér á fundi á
sunnudaginn kemur, verandi
búnir að gera svona í bólið sitt.
Ég get ekki séð að þeir geti
horft framan í fólkið án þess að
vera með sólgleraugu," sagði
Júlíus.
Reinhard Reynisson, sveitar-
stjóri á Þórshöfn, var einnig
vonsvikinn yfir 6 milljóna hlut
Þórshafnarhrcpps. „Við vorum
að vonast til þess að fá 12-15
milljónir. Við héldum að þessir
fjármunir ættu að vera til þess
að taka loðnubrestsskellinn af
þeim stöðum sem urðu fyrir
honum, en ekki til þess að
redda erfiðum málum í kjör-
dæmum eins og úthlutun 16
milljóna til Blönduóss ber vitni
um,“ sagði Reinhard.
Siglufjarðarbær varð eins og
kunnugt er fyrir miklu tekjutapi
vegna loðnubrests. Af 100 millj-
ónum koma 12 milljónir í hlut
Siglufjarðar. Björn Valdimars-
son, bæjarstjóri, vildi lítið tjá
sig um úthlutun fjárveitinga-
nefndar. Hann sagði að þessum
peningum yrði varið til þess að
reka niður stálþil í höfninni, en
í það verk verður ráðist í
sumar.
Sigríður Stefánsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, sagð-
ist undrast þessa niðurstöðu.
Hún sagðist telja að Akureyri
hlyti að uppfylla bæði þau skil-
yrði sem sett hefðu verið fyrir
úthlutun þessarar fjárhæðar;
fjárhagslegt tjón vegna loðnu-
brests og erfitt atvinnuástand.
„Þetta er með ólíkindum. í
raun og veru hefur pólitlsk ýtni
ákveðinna þingmanna ráðið
meiru heldur en mat á stöðu
sveitarfélaganna,“ sagði Sigríð-
ur. óþh