Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 4
fl ~ RfJOAC! — l'SPt' (rsrs« nmBhntaíi^
4 - DAGUR - Föstudagur 5. apríl 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fiskverðsdeilan
í Exjafirði leyst
Deila sjómanna og stjórnar Útgerðarfélags Akur-
eyringa er nú leyst. Eftir langan og strangan fund í
fyrradag lögðu framkvæmdastjórar ÚA fram tilboð
sem sjómenn tóku ekki ólíklega. í því er gert ráð fyr-
ir að greiða fast verð fyrir þann fisk sem togarar
Útgerðarfélagsins færa að landi og gildi þetta fasta
verð um 85 af hundraði aflans. Þau 15% sem eftir
standa verði síðan greidd í samræmi við markaðs-
verð hverju sinni.
Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hefur sam-
þykkt samninginn fyrir sitt leyti og fundur sjó-
manna samþykkti hann einnig í gær með miklum
meirihluta atkvæða. Þótt vissulega sé ástæða til að
fagna þessari niðurstöðu, er ekki með öllu ljóst
hvaða áhrif hún kemur til með að hafa í för með sér.
í fyrsta lagi veit í raun enginn hversu mikið laun
sjómanna Útgerðarfélags Akureyringa koma til
með að hækka við þessa breytingu, þar sem hluti
launanna er beintengdur markaðsverði á hverjum
tíma, eins og fyrr segir. Sá hluti launanna getur
sveiflast verulega til eftir markaðsverði hverju
sinni.
í öðru lagi má búast við að þessi samningur sé
upphafið að endalokum hins opinbera fiskverðs,
þ.e. þess verðs, sem Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur gefið út og lengi var leiðandi við ákvörðun
fiskverðs og þar með skiptaverðs til sjómanna.
í þriðja lagi er óljóst hvaða áhrif þessi samningur
mun hafa á afkomu fiskvinnslu Útgerðarfélagsins,
og fer það auðvitað fyrst og fremst eftir því hversu
fiskverðshækkunin reynist mikil.
Síðast en ekki síst má búast við því að samning-
urinn hafi keðjuverkandi áhrif í sjávarútveginum,
hvað varðar laun annarra en sjómannanna sjálfra.
Kveikjan að deilu sjómanna Útgerðarfélags Akur-
eyringa og forráðamanna fyrirtækisins var sú, að
sjómennirnir töldu sig fá lægra verð hjá ÚA fyrir afl-
ann en greitt væri á fiskmörkuðum hér á landi og
erlendis. Þessi afstaða sjómannanna er í senn
skiljanleg og eðlileg. Hins vegar má búast við að
fiskvinnslufólk í landi komi í kjölfarið og krefjist
leiðréttingu sinna launa. Talsmenn landverkafólks í
fiskvinnslu hafa til dæmis þegar bent á að það beri
mun minna úr býtum fyrir sína vinnu en sjómenn á
frystitogurunum. Ljóst er að fiskvinnslufyrirtækin
hafa mjög takmarkað bolmagn til að taka á sig
auknar byrðar, án þess að til komi hækkun afurða-
verðsins. Ef framhald verður á keðjuverkuninni
gæti því svo farið að grípa þyrfti til gengisfellingar
eða annarra ráðstafana til að rétta hag fiskvinnsl-
unnar.
En þrátt fyrir það sem hér að ofan er sagt, má þó
fullyrða að deiluaðilar hafi fundið einu færu leiðina
til að höggva á þann hnút sem málið var komið í, og
um skeið virtist með öllu óleysanlegur. Nú er ekkert
því til fyrirstöðu að togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa haldi til veiða að nýju og það er fagnaðar-
efni. BB.
Skemmtanaskattiir -
unglingaskattur
Einn er sá skattur í íslenskri
skattalöggjöf er nefnist skemmtana-
skattur. Honum var komið á á
árinu 1970 þegar viðreisnar-
stjórnin sáluga var hér við völd.
Hugsunin hefur eflaust verið sú,
að skattleggja skemmtanafíknina
og má færa ýmis rök fyrir því að
það sé ekki vitlausara en hvað
annað.
20 ára gömul lög
Síðan þetta gerðist eru liðin
meira en 20 ár. Lögunum um
skemmtanaskatt hefur ekkert
verið breytt á þeim tíma og þau
eru mjög langt frá því að vera í
takt við nútímann og hinar
umfangsmiklu skattbreytingar
sem hafa átt sér stað.
Samkvæmt laganna hljóðan
skal ekki innheimta skatt af verði
aðgöngumiða á skemmtanir sem
haldnar eru í sveitarfélögum sem
hafa færri en 1500 íbúa nema um
sé að ræða iðkun knattborðs-
íþróttar (billiard) en skal þá
greiða af hverju knattborði kr.
300 fyrir hvern mánuð. Þá skal
greiða 8 krónur í skemmtana-
skatt og 2 krónur í Menningar-
sjóð fyrir hvern mann er aðgang
fær að veitinga- eða samkomu-
húsi án þess að skemmtanaskatt-
ur sé greiddur.
Ég hirði ekki um að vitna frek-
ar í lögin en vil koma á framfæri
upplýsingum sem komu fram á
þingi í vetur frá menntamálaráð-
herra sem svar við fyrirspurn
minni um skemmtanaskatt.
82 milljónir í skemmtana-
skatt árið 1990
Heildargreiðslur skemmtana-
skatts á árinu 1990 á landinu voru
Valgerður Sverrisdóttir.
„.. .kvikmyndahús
greiða megnið af
skattinum, eða 61 millj-
ón á móti 11 milljónum
frá veitingahúsum. Það
er vegna þess sem ég
hef leyft mér að kalla
þennan skatt unglinga-
skatt...“
tæpar 82 milljónir króna en þar af
voru endurgreiddar tæpar 15
milljónir til tveggja kvikmynda-
húsa í Reykjavík, þ.e. Laugarás-
bíós og Háskólabíós þar sem
ágóða af starfsemi þeirra telst
varið til menningar- og mannúð-
armála.
...þar af greiddu
kvikmyndahús og gestir
61 milljón!
í svari ráðherrans kemur fram
það sem fyrirspyrjandi var reynd-
ar að fiska eftir, þ.e. að kvik-
myndahús greiða megnið • af
skattinum, eða 61 milljón á móti
11 milljónum frá veitingahúsum.
Það er vegna þess sem ég hef
leyft mér að kalla þennan skatt
unglingaskatt og mun beita mér
fyrir því að hann verði aflagður
eða að honum verði a.m.k. gjör-
breytt.
Ástæðulaust að skatt-
leggja bíóferðir unglinga
Unglingavandamál eru því miður
til staðar í okkar landi. Válegir
atburðir á höfuðborgarsvæðinu á
síðustu vikum segja okkur meira
en mörg orð um ástandið í þeim
efnum. Ríki og sveitarfélög
verða í sameiningu að grípa til
aðgerða til þess að takast á við
þau átakanlegu vandamál sem
snúa að þessu fólki, sem er hluti
af okkar þjóðfélagi. Hitt er líka
mikilvægt og ástæða til að hafa í
hávegum. Flest ungmenni eru til
fyrirmyndar, frjálsleg í fasi og
víðsýnni en við vorum sem fyllt-
um þennan aldurshóp fyrir
nokkrum áratugum. Það er
algjörlega ástæðulaust að skatt-
leggja þau sérstaklega fyrir það
að fara í bíó.
Valgerður Sverrisdóttir.
Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti
framboðslista Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra í komandi kosningum.
Krókaveiðar gefnar frjálsar og sala sóknarmarka hafm:
,;Byggðaráðuneyti og Veiðifélag
Islands opnuð á Akureyri í dag“
Akureyri, 1. jan. 1993. í dag tók
til starfa Veiðifélag íslands, sem
verður fyrsta verkefni hins nýja
Byggðaráðuneytis, sem hefur
aðsetur hér á Akureyri. Veiðifé-
lagið var, eins og Byggðaráðu-
neytið, stofnsett með lögum, sem
samþykkt voru á Alþingi nú fyrir
jól.
Veiðifélag Islands er í eðli sínu
byggt upp eins og öll önnur veiði-
félög á landinu en því er ætlað að
ávaxta og nýta fiskistofnana í
sjónum umhverfis landið. Rétt
eins og þau veiðifélög sem stofn-
uð eru af eigendum veiðiréttar í
ám og vötnum og annast sölu
stangveiðidaga, þá er þessu nýja
veiðifélagi, sem er félag allra
íslenskra ríkisborgara, falið að
selja eigendum fiskiskipa sóknar-
daga á miðum umhverfis landið.
Sá háttur verður hafður á söl-
unni, að sóknardagar eru boðnir
út og fer gjaldið eftir grunngjaldi
annars vegar, en stærð skipa og
búnaði hins vegar. Sú undan-
tekning er frá þessari reglu, að
allir þeir félagar í Veiðifélagi
íslands, sem hafa um þriggja ára
bil eða lengur haft það að aðal-
atvinnu að sækja sjó, fá ótak-
mörkuð réttindi til krókaveiða,
þó með þeim takmörkunum sem
Hafrannsóknarstofnun kann að
setja tímabundið, enda annast
Bjarni Sigtryggsson.
náttúruöflin allar aðrar eðlilegar-
takmarkanir á sóknargetu krók-
veiðibáta.
Byggðahlutverk
Þegar Alþingi samþykkti lög um
Veiðifélag íslands, þá lá að baki
sú hugsun löggjafans, að félaginu
verði ætlaður sá tilgangur að afla
tekna til að treysta byggð í land-
inu. Allar hreinar tekjur veiðifé-
lagsins fara því til verkefna sem
miðast við að styrkja og viðhalda
svonefndum innviðum byggðar-
innar, það er að segja samgöng-
um og þjónustukerfi við íbúana.
Þar með er tryggt að afrakstur
þessarar sameiginlegu auðlindar
nýtist að fullu landsmönnum öll-
um og byggð í landinu öllu.
Þessa dagana er unnið að opn-
un Byggðaráðuneytisins hér á
Akureyri, en Sjávarútvegsráðu-
neytið í Keflavík, Samgöngu-
ráðuneytið á Egilsstöðum og
Dómsmálaráðuneytið í Búðardal
verða opnuð næstu daga.
Trygging gegn ásókn EB
Það er engin tilviljun að Veiðifé-
lag íslands tekur til starfa sama
dag og Evrópubandalagið gerist
ein markaðsheild. Með því að
gera fiskimiðin við landið að
einkaeign sérstaks félags, er
tryggður réttur þess til að ráð-
stafa veiðileyfum án íhlutunar
alríkisstjórnar EB í Brussel, þótt
ísland kunni að ganga í banda-
lagið í náinni framtíð. Fiskimiðin
eru því gerð að lögformlegri
einkaeign, rétt eins og kolanám-
ur eða landsvæði. Skemmst er að
minnast þess er Landsvirkjun hf.
keypti allan rétt til nýtingar
háhitasvæða á landinu nú
skömmu fyrir áramót.“
Bjarni Sigtryggsson.
Höfundur er markaðsfulltrúi í Reykja-
vík.