Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. apríl 1991 - DAGUR - 5
Akureyrarhöfn:
Franikvæmdir hafiiar samkvæmt
deiliskipulagi við
Torfimef og Strandgötu
í vikunni hófust framkvæmdir
á vegum Akureyrarhafnar
samkvæmt deiliskipulagi við
Torfunef og Strandgötu. í
fyrstunni verður fyilt upp undir
fyrirhugaða byggingu slysa-
varnadeildanna á Akureyri,
þar sem m.a. verður björgun-
arstöð og félagsaðstaða. Upp-
fyllingin verður um 80 m löng
og 30 m breið til suðurs frá
fjörunni við Strandgötu en
syðst á þeirri uppfyllingu rís
hús slysavarnadeildanna.
Stefnt er að því að fram-
kvæmdum við uppfyllinguna
verði lokið seinni partinn í maí
en óráðið er með áframhaldandi
framkvæmdir á svæðinu. Guð-
mundur Sigurbjörnsson hafnar-
stjóri á Akureyri, sagðist þó von-
ast til þess að áfram yrði unnið að
uppbyggingu og fegrun svæðis-
ins.
Samkvæmt deiliskipulaginu er
einnig gert ráð fyrir um 6.000
ferm. reit fyrir miðbæjarstarf-
semi, þar sem m.a. er um 3.000
ferm. byggingareitur. Einnig er
gert ráð fyrir smábátahöfn fyrir
allt að 80 báta og farþega- og
leguhöfn, sem felst f lengingu
Torfunefsbryggjunnar, þannig að
viðlega við hana verði allt að
280 m.
Samkvæmt grófri kostnaðar-
áætlun sem gerð var í haust, er
gert ráð fyrir að framkvæmdirnar
við Torfunef og Strandgötu kosti
um 300 milljónir króna. Kostnað-
urinn við uppfyllinguna undir
slysavarnaskýlið og miðbæjar-
starfsemina skrifast alfarið á
reikning heimamanna.
Til styrkhæfra framkvæmda
telst endurbygging og lenging
Torfunefsbryggju. Akureyrar-
höfn hefur þegar gert áætlun um
styrkhæfar nýframkvæmdir til
næstu fjögurra ára og þar er ekki
gert ráð fyrir framkvæmdum við
Torfunefsbryggju. -KK
Bautinn 20 ára:
„Höfum þjónað vel á
aðra milljón gesta“
- segir Stefán Gunnlaugsson,
framkvæmdastj óri
Veitingastaðurinn Bautinn á
Akureyri verður 20 ára næst-
komandi laugardag 6. aprfl.
Stofnendur Bautans voru þeir
Hallgrímur Arason, sem hefur
verið yfirmatreiðslumeistari
veitingastaðarins frá upphafi,
Björn Arason, Stefán Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri,
Þórður Gunnarsson og Jónas
Þórarinsson, sem nú er látinn.
Núverandi eigendur eru Hall-
grímur, Björn, Stefán og Sæv-
ar Hallgrímsson.
Auk þess að reka Bautann
reka þeir félagar veitingastaðinn
Smiðjuna og Bautabúrið, en þar
fer fram alhliða kjötvinnsla.
„Bautinn hefur verið afar vin-
sæll veitingastaður allt frá upp-
hafi. Við höfum þjónað vel á
aðra milljón gesta frá því að stað-
urinn var opnaður fyrir 20 árum.
Frá upphafi höfum við leitast við
að veita góða þjónustu og vanda
til matargerðar. Á komandi árum
munum við leitast við að auka
enn á hróður fyrirtækisins. Þjón-
ustusvæði Bautans er allt Norð-
austurland, því við sendum frá
okkur veislumat til einstaklinga,
fyrirtækja og félagasamtaka sé
þess óskað. Þannig höfum við
útbúið veisluborð fyrir Grímsey-
inga jafnt sem íbúa Þórshafnar,"
sagði Stefán Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri.
Um nk. helgi verður sérstakt
afmælistilboð á Bautanum þar
sem verð verður í algjöru lág-
marki.
Á föstudag og laugardag, frá
kl. 14.30-17.30, verður afmælis-
terta og snittur á borðum ásamt
kaffi eða gosi á tilboðsverði.
Sunnudaginn 7. apríl verður
Bautinn lokaður frá kl. 15.00
vegna afmælisfagnaðar starfs-
fólks, en um 50 manns vinna að
framreiðslu-, matargerðar- og
kjötvinnslustörfum hjá fyrirtækj-
unum þremur sem fjórmenning-
arnir reka. ój
cV ' \
\
Framkvæmdir við deiliskipulag við
Torfunef og Strandgötu hófust í vik-
unni og í fyrstunni verður fyllt upp
undir fyrirhugaða byggingu slysa-
varnadeildanna á Akureyri.
Mynd: Golli
Lýsingaruppdráttur af samþykktu
deiliskipulagi við Torfunef og
Strandgötu. Eins og sést á þessari
teikningu, á þetta svæði eftir að
taka miklum breytingum á næstu
árum.
\
\
Aðaifundur
Kaupfélags Eyfirðinga
verður haldinn í Félagsborg á Gleráreyrum, laugar-
daginn 6. apríl.
Fundurinn hefst kl. 9:30 árdegis.
Dagskrá:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfs-
manna fundarins.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra.
Reikningar félagsins.
4. Afgreiðsla á reikningum og tillögum
félagsstjórnar.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs.
6. Erindi deilda.
7. Önnur mál.
8. Kosningar.
Fulltrúar eru beðnir að athuga að KEA annast flutn-
ing á fólki sem hér segir: ★ Frá Hótel KEA kl. 09:05
★ Frá Félagsborg kl. 12:45 ★ Frá Hótel KEA kl. 14:15
★ Frá Félagsborg að Hótel KEA þegar fundi lýkur.
Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga