Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 05.04.1991, Blaðsíða 11
myndlist Föstudagur ,5. apr.il 1991 - DAGUR - 11 Páskasýning Samúels Miðvikudaginn 27. mars opnaði Samúel Jóhannsson, myndlistar- maður, sýningu á tuttugu og fimm verka sinna í húsakynnum Myndlistarskólans á Akureyri. Á sýningunni eru átta teikningar og sautján málverk unnin í akríl á striga. Myndir Samúels á sýningunni í Myndlistarskólanum hafa á sér nokkuð samhæfðan svip velflest- ar. Þær fjalla um mannslíkamann í allstöðluðu umhverfi, sem ein- kennist af handriðum, stigum og framar öðru sívölum, hnúðuðum stöplum. Myndir Samúels eru yfirleitt natnislega unnar. Ekki síst í teikningunum tekst honum allvel að draga fram grunnatriði ana- tómíunnar á einfaldan hátt. Lítið er um óþarfa atriði, sem fljóta með til þess eins að fylla mynd- flötinn. Teikningar Samúels eru unnar af umtalsverðu öryggi og jafnvel þar sem hann fer yfir mörk hins mögulega í stöðu líkamanna, stingur það yfirleitt ekki sakir þeirrar lipurðar, sem er í línum hans. Málverkin eru stirðlegri. Þau eru ákveðin í framsetningu, en virðast á stundum vera að mestu stækkanir og litanir teikn- inganna. Það er vafalaust, að flokka ber margar myndanna á sýningu Samúels í Myndlistarskólanu sem „erótískar". Þetta kemur fram í þeim „phallus-táknum“, sem eru í stöplum þeim, sem þegar hefur verið á minnst, í hinum samofnu líkömum, sem víða er að finna í verkunum á sýningunni, í blæ grímanna, sem koma í stað and- lita á mörgum fígúra listamanns- ins, og ýmsu fleiru. Þrátt fyrir þetta, eru myndir Samúels ekki klúrar, heldur er væntanlega réttara að lesa þær sem táknun frelsis og fordómaleysis. Einna mesta eftirtekt undirrit- aðs í flokki þeirra mynda, sem kalla má erótískar, vöktu mál- verkið „Lífið er leikur“ og ýmsar teikninganna ekki síst í seríunni, sem númeruð er þrettán til átján. Þá er málverkið „Leikhúslíf" tal- svert eftirtektarvert. Það er á mörkurn þess erótíska. Nokkur smærri verk sköpuðu andstæðu á sýningu Samúels Jóhannssonar. Þar voru eftirtekt- arverðastar „Maður með hatt“ og „Mín“, þar sem listamaðurinn sýndi á sér hlið allólíka þeirri, sem kom fram í flestum hinna verkanna á sýningunni. Galli á sýningu er nokkuð þrúgandi einhæfni í myndefni og túlkun. Þá hefði verið skemmti- legt, að sjá ákveðin merki þróun- ar frá sýningu hans í Gamla Lundi fyrir nokkrum árum. Þá sýndi hann teikningar mjög í sama anda og þær teikningar eru, sem sjá má á þeirri sýningu, sem nú stendur. Sami andi ríkir einn- ig í flestum málverkanna á sýn- ingunni. Vonandi kemst Samúel upp úr því fari, sem hann nú virðist í. Þess sjást reyndar merki á sýn- ingu hans í Myndlistarskólanum að hann þokkist í nýjar áttir. Vonandi eru þau annað og meira en ómerk hliðarspor. Haukur Ágústsson. tónlist Heimiskvöld Karlakórinn Heimir hefur margt á dagskrá sinni ár hvert. Eitt það, sem nýtur ekki hvað síst vinsælda í starfsemi kórsins, eru svokölluð Heimiskvöld, sem haldin eru á nokkrum stöðum í byggðum þeim, sem eru innan þess svæðis, sem kórfélagar koma af. Á yfirstandandi ári hafa verið haldnar skemmtanir af þessu tagi á Höfsósi og f Miðgarði. Þessar samkomur eru að mestu karla- kórstónleikar, en inn á milli kór- atriða er skotið gamanefni, sem kórfélagar hafa útbúið og flytja. Heimiskvöldið í Miðgarði var að kvöldi laugardagsins 30. mars. Kórinn, sem nú telur um sextíu söngmenn, var á margan hátt góður og sýndi að í honum býr geta til átaka og einnig þess að skila góðum söng. Léttleiki ríkti í lögunum „Sprettur“, „Nú geng ég mig á gleðifund" og „Hermannakórn- um“ úr Faust. í síðasttalda laginu var talsverður þróttur og ákveðni. Hið sama átti við um „Úr útsæ rísa íslands fjöll“ og „Söngvaramars." í nokkrum lögum sýndi kórinn, að hann getur vel haldið jöfnum, mjúkum og veikum tóni, svo sem í liggjandi hljómum und- ir einsöng eða dúett. Einnig voru innkomur yfirleitt í mjög góðu lagi og afar sjaldan kom fyrir svo að áberandi væri, að raddir skæru sig út úr samfellu hljómsins. Kórinn þarf þrátt fyrir allt það, sem hér hefur verið á minnst, að batna. Hann er margmennur og ætti að vera máttugt hljóðfæri. Það nýtur sín þó aldrei til fulln- ustu sem slíkt. Hinn breiði þróttur er ekki með í flutningn- um. Hann vantaði til dæmis í lag- inu „Úr útsæ rísa íslands fjöll“, sem býður upp á holskeflur tóna, sem hvolfa hefði mátt yfir áheyr- endur. Hins sama hefði mátt vænta í túlkun nokkurra annarra laga, sem flutt voru á Heimis- kvöldinu. Þá var ekki nógu vel unnið úr möguleikum styrkbreytinga. Hér má nefna verkið „Hirðingjar" eftir Schumann, sem kórinn flutti reyndar af eftirtektarverðu öryggi, en ekki þeirri tilfinningu og þeim hita, sem vænta hefði mátt. Hið sama gilti um lagið „Granada", sem er þrungið suð- rænum varma, en því miður skil- aði hann sér ekki sem skyldi í meðförum Heimis. Hér þyrfti að taka á. Söng- menn verða að finna til þess, sem þeir eru að flytja, og tjá þær til- finningar, sem vakna þeim í brjósti, á agaðan og áhrifamikinn hátt. Gjarnan mætti sýna meiri dirfsku og metnað í verkefnavali. Engan veginn er átt við það, að leggja skuli að fullu til hliðar þau verk, sem nú eru mest sungin. Hins vegar mætti skjóta inn einu og einu verki, sem væri í öðrum anda og gerði aðrar kröfur jafnt til kórfélaga sem áheyrenda. Nokkrir einsöngvarar komu fram með kórnum og skiluðu þeir hlut sínum allvel. Undirleikarar. kórsins voru Richard Simm, sem lék á píanóið af lipurð og tilfinn- ingu, og Jacqueline Simm, sem átti verulega fallegan þátt í tón- leikunum í óbóleik sínum. Söngstjóri Heimis, Stefán Gíslason, hafði góða stjórn á mönnum sínum. Þeir fylgdu bendingum hans af kostgæfni, sem kom fram í til dæmis góðum byrjunum og öruggum afslætti og mörgu öðru. Karlakórinn Heimir er ætíð áheyrilegur og iðulega góður. En einmitt það er forsenda þess, að hann geti enn batnað. Haukur Ágústsson. Konur- Afl í stjómmálum Kvenréttindafélag íslands heldur opinn stjómmálafund með kvenframbjóðendum allra flokka í Norðurlandskjördæmi eystra á Hótel KEA kl. 17.00, sunnudaginn 7. apríl, 1991. Fundarstjóri: Ásta Sigurðardóttir. Sláðu því ekki lengur á frest! Námskeið hefjast 8. apríl... ...Komdu í skemmtilega og góða líkamsrækt-Viðtökum vel á móti þér! Alice, Amý, Ellen, Katrín, Lína 1. Róleg leikfimi: Styrkjandi æfingar, þol, teygjur, slökun, engin hopp. Þessi tími hentar vel konum í eldri kantinum. 2. Leikfimi og megrun: Styrkjandi og vaxtarmótandi æfingar, þol, teygjur, slökun, vigtun, mæling, aðhald. Persónuleg ráðgjöf. Vilt þú losa þig við nokkur kíló og styrkjast í leiðinni? Þá er þetta tíminn fyrir þig. 3. Magi, rassoglæri:(Mjúkter»bikk) Styrkjandi og vaxtarmótandi tímar með áherslu á maga, rass og læri, þol, teygjur, slökun. Engin hopp. Fjörugir tímar. 4. Framhaldstímar: Aðeins fyrir vana. Mikil hreyfing, mikill sviti. Áhersla á þol, maga, rass og læri, teygjur. Hörku stuð og púl! 5. Erobikk: Mjúkt og hart erobikk. Púl, sviti og fjör. Mikil hopp, mikil brennsla. 6. Þrekhringur: Erobikk og tækjaþjálfun í sama tímanum (stöðvaþjálfun). Hörkutímar, fjör, hvatning, aðhald. 7. Tröppuþrek: Tröppuþrekið hefur slegið í gegn enda frábær þjálfun, þol og styrktaræfingar. Mikið púl og mikill sviti. 8. Opnir tímar á föstudögum kl. 18.00: Fitubrennsla - Allir velkomnir. Morguntímar- Dagtímar- Kvöldtímar - Barnapössun. Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá kl. 16-20. Afhending og greiðsla korta sunnudaginn 7. apríl frá kl. 14-16. Tryggvabraut 22 Akureyri sa»/ 24979.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.