Dagur - 01.06.1991, Side 3

Dagur - 01.06.1991, Side 3
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Sláturleyfishafar standa frammi fyrir miklum breytingum - dregið verði úr boðum að ofan, sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra Breytt rekstrarumhverfi í land- búnaði kallar á nýjan hugsun- arhátt og aukna markaðstil- finningu bæði hjá framleiðend- um og ekki síður hjá afurða- sölufélögum. Framtíð fram- Ieiðenda og sláturleyfishafa byggist í auknum mæli á því hvernig tekst að nýta markað sem menn sitja ekki lengur einir að. Þetta kom meðal annars fram í máli Hákonar Sigurgrímssonar, fram- kvæmdastjóra Stéttarsam- bands bænda, á aðalfundi Landssamtaka sláturleyfis- hafa, sem haldinn var nýlega. ingur verði efndur. Þá sagðist Halldór Blöndal vilja beita sér fyrir því að dregið verði úr boð- um að ofan um málefni afurða- stöðvanna. , Verðlag í matvöruverslunum: Obreytt á Akureyri frá janúar til aprQ Meðalverð á um 80 vöruteg- undum í matvöruverslunum hélst óbreytt á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu á tímabil- inu frá janúar fram í aprfl, samkvæmt niðurstöðum úr verðkönnun Verðlagsstofnun- ar. Verð á 37 vörutegundum hafði lækkað í könnuninni í aprfl en verð á 45 vörutegund- um hafði hækkað lítillega eða var óbreytt. Meðalverð á vörunum í könnuninni sem gerð var á höfuð- borgarsvæðinu lækkaði á bilinu 0,1-6,7% i 17 verslunum en hækkaði á bilinu 0,1-5,9% í 37 verslunum. Þær vörur sem mest lækkuðu í verði voru strásykur sem lækkaði um 5,7% og kjúkl- Raufarhafnarhreppur: Sjö bflar skemmdust eftir akstur á Sléttu - stórir steinar hafa losnað úr undirlaginu Nýlega skemmdust sjö bflar á vikutímabili við það að þeim var ekið eftir þjóðveginum á Sauðárkrókur: Klippumar á loft - óskoðaðir bílar úr umferð Að sögn lögreglu á Sauðár- króki verður farið í aðgerðir gegn þeim sem ekki hafa látið skoða bifreiðir sínar sam- kvæmt reglum Bifreiðaskoð- unar íslands. Það er því örugg- ara fyrir ökumenn að færa bíla sína til skoðunar því lögreglan verður með klippurnar á lofti eftir helgina. Lögreglan á Blönduósi verður með radarmælingar um helgina en að sögn lögreglunnar er alltaf nokkuð um glannaakstur um helgar. Dansleikir verða víða um Húnavatnssýslur í tilefni sjó- mannadagsins og verður lögregla því með nokkurn viðbúnað af þeim sökum. kg Melrakkasléttu. í einu tilviki skemmdist bflvél þegar vatns- kassastútur hristist í sundur og kælivatnið lak niður. í hinum tilvikunum urðu skemmdir á dekkjum og felgum. Eftir þess- ar hrakfarir var vegurinn heflaður en ástand hans er þó bágborið. Júlíus Már Þórarinsson, sveit- arstjóri Raufarhafnarhrepps, sagði að niðurskurður hins opin- bera hefði bitnað á veginum yfir Sléttuna. Þessi vegur hefur verið kallaður hafísvegur því hann er eina færa samgönguleiðin ef hafnirnar lokast vegna hafíss. „Nú er ástandið orðið þannig að þeir eru að hefla í púkkinu, undirlagi vegarins. Það fæst ekki peningur til að bera ofan í sem þýðir að gengið er á undirbygg- inguna og ef vegurinn eyðileggst gæti kostað hundruð milljóna að gera við hann,“ sagði Júlíus Már. Hann sagði að búið væri að keyra á púkkinu í langan tíma og stórir steinar farnir að losna upp úr því. Hann taldi því brýnt að fjárveiting fengist til ofaníburð- ar, til að bjarga veginum og bíl- unum. SS Eyjafiarðarsveit: Sláttur innan hálfs mánaðar „Það getur ekki annað en sprottið þegar tíðin er svona,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son, bóndi í Holtsseli í Eyja- fjarðarsveit, þegar grennslast var fyrir um grassprettu nú fyrir helgina. Guðmundur sagði að á stöku stað beri á að tún séu að þorna eftir hitann sfðustu daga en bætti við að óvenju mikið hafi rignt í maí og að því búi túnin. „Sláttur verður byrjaður eftir hálfan mánuð. Þar sem friðuð eru tún verður hægt að slá svo snemma en það sem áberandi er núna er hve tún eru jöfn yfir í sveitinni,“ sagði Guðmundur. JÓH Húsavík: Sigmundur ráðinn til áramóta Sigmundur Þorgrímsson hefur verið ráðinn bæjarverkstjóri hjá Húsavíkurkaupstað til næstu áramóta, og mun hann taka við stöðunni í dag. Sigmundur hefur starfað hjá Húsavíkurbæ um árabil og gegnt stöðu bæjarverkstjóra í leyfum hans. Fjórar umsóknir bárust um starfið. Ráðningin gildir til ára- móta vegna þess að fyrir þann tíma á að vera lokið endurskoð- un fyrirkomulags og starfsskipu- lags áhalda-og tækjadeildar. IM ingar að meðaltali um 5,4% á þessu þriggja mánaða tímabili. Þær vörur sem helst hafa hækkað í verði eru ýmsar niðursuðuvörur og hreinlætisvörur. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsstofnun kemur fram að sams konar kannanir hafi verið gerðar á Norðurlandi vestra, Akureyri og Austfjörðum. Þróun verðlags á Akureyri virðist vera sú sama og á höfuðborgarsvæðinu, en meðalverð á Norðurlandi vestra og Austfjörðum hefur hækkað um 1% á fyrrgreindu tímabili. SS í máli Hákonar kom einnig fram að verðábyrgð ríkissjóðs á kindakjöti fellur niður, er núver- andi búvörusamningur fellur úr gildi, og útflutningsbætur verða lagðar af frá sama tíma. Þá er gert ráð fyrir að viðskipti með framleiðslurétt verði heimiluð og einnig verður öllum heimilt að selja og flytja kindakjöt úr landi. Þá kom fram í máli Hákonar að vaxta- og geymslugjald verður greitt fyrir allt að 500 tonn í birgðum 1. september ár hvert. í ávarpi Halldórs Blöndal, landbúnaðarráðherra, á fundin- um kom meðal annars fram að ákveðið væri að Sjömannanefnd- in héldi starfi sínu áfram og einnig að nýgerður búvörusamn- Hreiðar Karlsson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, sagði meðal annars að samvinna Landssamtakanna við bændur og Sjömannanefnd hefði verið með ágætum. Sláturleyfishafar standi nú frammi fyrir miklum breyting- um með nýjum búvörusamningi og fyrirsjáanlegri fækkun bænda. Þá þyrftu Landssamtök slátur- leyfishafa að taka virkan þátt í og hafa frumkvæði að áframhald- andi hagræðingu í vöruþróun, sölu- og markaðsstarfi. í stjórn Landssamtaka slátur- leyfishafa eiga sæti Steinþór Skúlason, Hermann Hansson, Pétur Hjaltason og Hreiðar Karlsson, sem jafnframt er for- maður stjórnarinnar. ÞI Nú er TVÖFALDUR 1. vinningur Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.