Dagur


Dagur - 01.06.1991, Qupperneq 7

Dagur - 01.06.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 7 Efst í huga Þórður Ingimarsson Skattpeningar í vasa fjármagnseigenda Margir biðu eflaust spenntir eftir að nýja ríkisstjórnin léti hendur standa framúr ermum. Miðað við yfirlýsingar talsmanna núverandi stjórnarflokka, meðan á kosn- ingabaráttunni stóð, mátti búast við ýms- um aðgerðum varðandi rekstur þjóðarbús- ins strax á fyrstu dögum hennar. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og muna upphaf Viðreisnarstjórnarinnar fyrri eygðu þegar í stað umbyltingar í anda hennar. En for- menn stjórnarflokkanna réru heim frá hinu forna valdasetri í Viðey án þess að segja þjóðinni annað en að þeir ætluðu að mynda ríkisstjórn. Þeir héldu til Bessa- staða ásamt ráðherraefnum sínum að því er virðist án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir ætluðu að verja fyrstu dögun- um á hinum nýja vinnustað. Þegar gaman- ið fór af skemmtisiglingum um Viðeyjar- sund og leikskólatilburðum með borð og stóla Stephensens sáluga var lokið, virtist sem mennirnir hefðu gleymt að tala saman. Þeir hefðu einungis innsiglað heið- ursmannasamkomulag „Gentlemans agreement" um það eitt að verða ráðherr- ar og tóku síðan að tala um oftúlkanir orða, sem áttu að hafa verið sögð í Viðey eða í bátnum úti á sundi. Um það tala dæmin. Fyrst um hver arfleifð Júlíusar Sólness ætti vera. Síðar um öllu alvarlegri mál eins og sölu á fiskveiðikvótum og stór- felldan niðurskurð bændastéttarinnar. Öldur Viðeyjarsunds hafa greinilega vaggað formanni Alþýðuflokksins í svefn og hann því gleymt að minna á flokk sinn við stjórnarmyndunina. Vel væri ef svo reyndist til frambúðar. En nú í vikunni virt- ist hins vegar sem hann væri að vakna og dró gamalkunnugar hugmyndir úr pússi sínu ( ræðustól Alþingis við mismikinn fögnuð ráðherra og þingmanna samstarfs- flokksins. Athygli vekur að hið eina sem ríkis- stjórnin hefur afrekað til þessa er að hækka vexti. Þjóðin þurfti þó síst á vaxta- hækkun að halda á þeim tímum sem atvinnulífið er að losna undan okurstarf- semi fyrri ára og ná sér á strik á nýjan leik. Spyrja má hvort aðstandendur ríkisstjórn- arinnar sjái ekki að vaxtahækkunin veldur beinni lækkun á hagnaði fyrirtækja, sem sömu menn vilja þó hafa í hávegum. Og ekki er talað um þá erfiðleika sem hún skapar mörgum landsins börnum, sem enn hafa þá góðu hugsjón sjálfstæðis- stefnunnar í heiðri að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Hið eina afrek sem ríkis- stjórnin hefur orðið sammála um að leysa af hendi til þessa er því ekkert annað en dulbúin skattahækkun, þar sem tryggt er að góður hluti af afrakstri hennar renni til hinna svokölluðu fjármagnseigenda í stað þess að verja skattpeningum til reksturs sameiginlegra þarfa landsmanna. Eftir öðrum viðreisnaraögerðum verðum við að bíða. Þær koma sennilega ekki í Ijós fyrr en formaður Alþýðuflokksins hefur endur- heimt minni sitt að fullu eftir Viðeyjarförina og samstarfsflokkurinn hefur lagt mat á hvort hugmyndir hans um rekstur þjóðfé- lagins teljist einhvers verðar eða ekki. Þórður Ingimarsson. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Pegar fréttaefnið týnist og deilumar flækjast Það getur farið hreint ósegjanlega í taugarn- ar á mér að fylgjast með deilum í fjölmiðlum dögum og jafnvel vikum saman án þess að fá nokkurn tíma að vita um hvað deilurnar snú- ast. Þetta upplifi ég einmitt núna og raunar í tvöföldum skilningi. Önnur deilan snýst um heilsuhæli Nátt- úrulækningafélags Islands í Hveragerði. Þar hafa læknar og stjórnendur tekist á meö þeim afleiðingum að búið er að segja upp tveimur af þremur læknum hælisins og hækka þann þriðja í tign og gera hann að yfirlækni. Læknafélag íslands hefur hellt sér út í slaginn og hótar lækninum og hælinu öllu illu ef hann segi ekki upp innan mánaöar. Með þessum atburðum höfum við fylgst grannt í hverjum fréttatímanum af öðrum án þess að okkur sé sagt um hvað deilurnar snúist. Við vitum það eitt að ágreiningur er um það hver eigi aö ráða hverju innanstokks í Hveragerði, en hvað nákvæmlega er tekist á um og hvort einhverjar hliðstæöur séu til í öðrum heilbrigðisstofnunum hefur enn ekki verið upplýst svo mér sé kunnugt. Mér þykir sennilegast að deilan eigi sér upptök í persónulegum deilum sem séu of viðkvæmar til þess að fréttamenn treysti sér til að hætta sér út í þær í fréttatímum. Undan þeirri kvöð verða þeir þó ekki leystir fyrst þeir eru á annað borð byrjaðir að fjalla um málið. Að öðrum kosti hangir allt í lausu lofti, og þaö er ekki gott fyrir neinn, allra síst málsaðila sem væntanlega er verið að hlífa meö þögn- inni. Það er misskilin tillitssemi. Hitt málið er allsendis óskylt þessu en þar á ég við hvalamálið sem hefur verið í sviðs- Ijósinu vegna fundar Alþjóða hvalveiðiráðs- ins í Reykjavík. Þar er okkur sagt að íslensk stjórnvöld vilji veiða hrefnu og langreyði, telji það réttlætanlegt í Ijósi stofnstærða og að brýna efnahagslega nauðsyn beri til þess aö hefja veiöarnar. Á því eru þó öll tormerki að „við“ fáum vilja okkar framgengt, í ráðinu eru nógu margar þjóðir andvígar því að hefja hvalveiðar að nýju til þess að koma í veg fyrir að tillögur „okkar“ nái fram að ganga. Ástæöan fyrir því að ég set gæsalappir utan um persónufornöfnin er sú aö mér finnst alit of margir íslenskir fjölmiðlar hafa dottið í þann pytt að gerast ógagnrýnir málsvarar ís- lenskra hagsmuna í hvalveiðimálinu. Þar með detta þeir út úr því hlutverki sem þeir eiga að gegna: að veita lesendum sínum upplýsingar sem auðvelda þeim að mynda sér eigin skoðun á málinu. Fjölmiðlarnir eru að vísu misjafnlega sekir í þessu máli. Tím- inn er í hreinni krossferð á hendur andstæð- ingum hvalveiða. Sjónvarpið er að sönnu mun skárra og hefur raunar skánað síðan Ólafur Sigurðsson hætti að fjalla um hvalina, en samt væri óskandi að fréttamenn þjóðar- innar væru opnari fyrir öllum sjónarmiðum. Dæmi um málflutning Sjónvarpsins er um- ræðuþáttur sem Páll Benediktsson stjórnaði á þriöjudagskvöldið. Þar var hann með tvo íslenska vísindamenn og einn hrefnuveiði- mann hjá sér. Vissulega er áherslumunur á skoðunum þeirra Jóhanns Sigurjónssonar og Gísla Más Gíslasonar, þeir voru tó. á önd- verðum meiði í afstöðunni til vísindaveið- anna svonefndu á sínum tíma. En þegar bærinn er fullur af hvalfriðunarsinnum, var ekki hægt að fá eins og eitt eintak til þess að viö fengjum innsýn í þau rök sem beitt er á erlendum vettvangi gegn hvalveiðum? Nú vil ég taka það fram að ég er eindreg- inn fylgismaður hvalveiða hér við land ef stofnarnir þola það og ef við komumst upp með það á alþjóðlegum vettvangi. Ég skil líka vel að menn fyllist vandlætingu og hneykslan andspænis rökum á borð við þau að ekki megi veiöa hvali vegna þess að þeir séu svo gáfaðir og tígulegir í útliti. Það leysir frétta- menn þó ekki undan þeirri skyldu að upplýsa lesendur sína um allar hliðar málsins og rétt- lætir engan veginn aö þeir taki þátt í kross- ferðum undir forystu stjórnmálamanna. Þá hætta þeir að vera fréttamenn. Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni dagsins Útgerðarfélag Akureyringa Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land al t bestu kveðjur í tilefni dagsins Akureyrarhöfn Óseyri 16 • Sími 26699 Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni dagsins SANDFELL HF Laufásgötu • Umboðs- og heildverslun Veiðarfæri • Utgerdarvörur Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land al t bestu kveðjur í tilefni dagsins EIMSKIP Strandgötu • Sími 24131 - 21725 Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni dagsins

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.