Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 13 Ljóðasamkeppni Dags og Menor: Fjögur viðurkenningarljóð Úrslit í Ijóðasamkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlendinga ættu að vera öllum kunn. Við höfum þegar greint frá úrslitunum og helstu atriðum í tengslum við samkeppnina og í síðasta helg- arblaði birtum við Ijóðin sem fengu fyrstu og önnur verðlaun í hvorum flokki. En fjögur Ijóð til við- bótar fengu sérstaka viðurkenningu. Það er ekki úr vegi að birta einnig þessi tvö ljóð úr hvorum flokki sem hlutu viðurkenningu dómnefndar. Þetta eru ljóðin Uggur eftir Jón Erlendsson, Akureyri, og Þrjú áföll - sem gera konur að vitsmunaverum eftir Helgu Þorsteinsdóttur, Njálsbúðarskóla í Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, í flokki óbundinna ljóða og Krystall eftir Braga Magnússon, Siglufirði, og Fánalitir eftir Hjört Pálsson, Kópavogi, í flokki hefðbundinna ljóða. Þetta eru allt vel gerð ljóð og þótt önnur hafi verið valin í verðlaunasæti sá dómnefnd ástæðu til að veita höfundum þessara ljóða sérstaka viðurkenningu. SS Bragi Magnússon: Krystall Lítill krystall um koldimma nótt kaldri birtu sló. Ég sá hann óðfluga vaxa og verða að vetrarins fyrsta snjó. Þetta var seint hina sömu nótt og sumarið dó. Hjörtur Pálsson: Fánalitir Hver rúða var hvítum rósum skreytt í rökkurhöll frosts og þagnar. En allt er í skyndi orðið breytt og augað birtunni fagnar. I fjöruborðinu báran svaf hjá bláum skeljum og þangi. Og inn um gluggann steig opið haf með eldrauða sól í fangi. Jón Erlendsson: Uggur í nótt munu uggvænleg skip koma af hafi og varpa akkerum í víkinni. í skjóli myrkurs mun land verða tekið og læðst að okkur sofandi þar sem við liggjum í stuttum lokrekkjum upp við blámáluð þil lítilla herbergja undir súð vinalegra timburhúsa. Gisinni hurð höfum við lokað með hespu og keng. Við skemmudyr skildum við hrífuna eftir og annarhver tindur að eilífu horfinn ofan í safaríkt grasið. Ó, þessi mynd! Hún mun byltast og brotna! Skelfumst þó ekki, því á hillunni höfum við bækur og í höfðinu tungu og nýtt líf fylgir framandi gestum. Helga Þorsteinsdóttir: Þrjú áföll Áfall I. - sem gera konur að vitsmunaverum Áfall II. Áfall III. Sjávarútvegsdeildin Dalvík Við Sjávarútvegsdeildina á Dalvík er kennt til 1. og 2. stigs stýrimannaprófs og til prófs fiskiðnaðar- manna. Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júní nk. Inntökuskilyrði um nám í stýrimannadeild sam- kvæmt nýútgefinni og eldri reglugerðum um stýri- mannaskóla. Inntökuskilyrði um nám i fiskvinnsludeild samkvæmt reglugerð um fiskiðnaðarnám. Ódýr heimavist og mötuneyti á staðnum Upplýsingar í símum 61383, 61085, 61380 og 61162. SUAAAR SÝNINGIN 1991 Jólasveinn er ekki vera með gjafir sem veit hvað við erum góð og út um skeggið hlær, heldur bóndi úr sveitinni eða bifvélavirki í bænum sem finnst skemmtilegt að fara í skrýtin föt. Guð er ekki vera sitjandi á hvítu skýi súr á svip þegar við gleymum að falla fram og tilbiðja hann, heldur utan seilingar og skilnings manneskjunnar sbr. gyðingana í fangabúðum nasista. Akureyri: Fyrirlestur um Martinus og táknmyndir hans Svíinn Bertil Ekström er væntan- legur til Akureyrar en hann mun halda fyrirlestur um heimsfræði Martinusar í Glerárskóla kl. 14.00 í dag, laugardag. Efni fyrir- lestursins er kenningar danska sjáandans og heimspekingsins Martinusar, sem mörgum íslend- ingum er vel kunnur, en hann lést árið 1981. Kenningar og tákn- myndir Martinusar hafa vakið mikla athygli, og bækur hans ver- ið þýddar á mörg tungumál. Táknmyndirnar verða sýndar og útskýrðar á fyrirlestrinum, umræður og fyrirspurnir eru á eftir. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir. Hringur í GaJlerí Koti Gallerí Kot er nýtt og óvenjulegt gallerí, sem staðsett er í Verslun- inni Kot, sérkennilegri heimilis- og gjafavöruverslun í Borgar- kringlunni. Þetta nýja verslunar- hús, Borgarkringlan, verður opn- að sama dag og fyrsta sýningin í galleríinu, laugardaginn 1. júní ki. 13.30. Fyrstur til að sýna í Gallerí Koti er Hringur Jóhannesson. Á þessari 16. einkasýningu Hrings eru 22 olíumálverk og hafa fæst þeirra komið fyrir sjónir almenn- ings. Sýningar Hrings Jóhannesson- ar þykja ávallt mikill viðburður í íslensku lista- og menningarlífi og það sama gildir um þessa sýn- ingu í hinu óvenjulega galleríi. Karlmaður er ekki vera sem getur allt veit allt og skilur allt, heldur lítill berrassaður strákur leitandi að mömmu sinni. 7. - 9. júní. bila& buveiaviogeroir^ FJOLNISGOTU 2A - AKUREYRI - SÍMI 22466 Nútímagirðing með mikla möguleika.. SILVARAF • Hámarks virkni • Otrúleg ending • Auðveld i uppsetningu • Mjög sterk • Stendur vel af sér snjó • Hentar vel við flestar aðstæður. .rr-r-f ‘

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.