Dagur - 01.06.1991, Síða 19

Dagur - 01.06.1991, Síða 19
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Stone Roses laus frá Silvertone - Hljómsveitin komin á samning Hæstaréttarmáli hljómsveitarinn- ar Stone Roses gegn útgáfufyrir- tæki sínu Silvertone er nú loks lokið. Lyktir þess urðu á þá leið að hljómsveitin var leyst frá samningi sínum við Silvertone og tryggðar á bilinu 10-50 millj- ónir króna í bætur vegna kostn- aðar við málareksturinn. Þá var hljómsveitinni gefin heimild til að halda áfram málarekstri á hendur Silvertone vegna skaða sem hljómsveitin varð fyrir af völdum banns, sem fékkst sett á hana varðandi útgáfu fyrir aðra en Silvertone. í dómsorðinu segir að samn- ingurinn sem Silvertone gerði við Stone Roses árið 1988 hafi á all- an hátt verið „ranglátur og órétt- lætanlegur" gagnvart hljómsveit- inni og sömuleiðis ósanngjarn í viðskiptalegu tilliti. Nánar tiltekið segir í dómnum að útgáfufyrir- hjá Geffen tækið hafi vísvitandi notað sér einfeldni og þekkingarskort með- lima Stone Roses og umboðs- manns þeirra við samningsgerð- ina og niðurstaðan sé sú að slík- ur einhliða samningur geti ekki talist löglegur, enda hefðu engir sæmilega uþplýstir tónlistar- menn skrifað undir hann. Það þarf vart að fara mörgum orðum um að þetta er mikill sigur fyrir Stone Roses, en barátta Stone Roses lausir úr prísundinni hjá Silvertone. Mynd að komast á Reading tónlistarhátíðina Fyrir allnokkru fjallaði Poppsíðan um nokkrar tónlistarhátíðir sem verða í Bretlandi í sumar. Meðal annars fjallaði greinin um Don- ingtonhátíðina, sem fram fer laugardaginn 17. ágúst, en þar munu koma fram fimm hljóm- sveitir, AC/DC, Metallica, Motley Crue, Queensryche og Black Crowes. Helgina eftir hefst svo önnur hátíð, sem sennilega er ein sú elsta og frægasta tónlistarhátíð Bretlands, Readinghátíðin. Á hana hafa löngum margir íslend- ingar lagt leið sína líkt og á Don- ington og sumir hafa farið í langa ferð til að geta verið á báðum. Á þessa merku hátíð sem jafn- an stendur í þrjá daga, er nú að komast nokkuð skýr mynd fyrir þetta ár. Á föstudeginum 23. verður það gamla rokkhetjan, Iggy Pop, sem skipar heiðurs- sess, en auk hans koma fram þanna daginn, Sonic Youth, Poþ will eat it self, Dinosour Jr. og Chapterhese. James, sveitin efnilega frá Manchester, verður í aðalhlut- verki á laugardeginum, en auk hennar koma fram, Carter the unstopable sex machine, The Fall De La Soul og Blur. Á sunnudeginum verða það svo Andrew Eldrich og félagar í Sisters of Mercy sem verða aðal- hljómsveitin, en ásamt þeim stiga á svið, Ned’s atomic dustbin. Fleiri nöfn eiga svo enn eftir að birtast yfir flytjendur á hátíðinni. Auk allra hljómsveitanna, sem fram munu koma þessa þrjá daga, mun fara fram einhvers- konar hæfileikakeppni, þar sem hvorki fleiri né færri en fjögur þúsund einstaklingar taka þátt. (Væntanlega í söng eða hljóð- færaleik.) Vegna hörmulegra slysa, sem orðið hafa á hinum ýmsu tónleik- um undanfarin misseri, verður öryggisgæsla mikil á hátíðinni og fjöldi gesta er takmarkaður við 30 þúsund. Andrew Eldrich og félagar í Sisters of Mercy verða á Readinghátíðinni í sumar. Kraftwerk Nýju lífi hefur nú verið blásið í glæður tölvuþoppsveitarinnar Kraftwerk frá Þýskalandi. Skip- aði hljómsveitin veglegan sess í tölvupoppsbylgjunni, sem hátt reis um og eftir 1980, en þó ligg- ur uppruni hennar mun lengra aftur, eða til ársins 1971, en þá stofnuðu þeir Ralf Hutter og Florian Schneider hana. Nú síðustu árin hefur verið hljótt um hljómsveitina, en í kjöl- far uppgangs House tónlistarinn- ar svokölluðu, hafa vinsældir hennar vaknað á ný. í júlí næstkomandi hyggst hljómsveitin halda í tónleikaferð til Bretlands, en þangað hefur hún ekki komið í tíu ár. Verður ferðin farin í kjölfar útgáfu á nýrri safnplötu, sem geyma mun ellefu af frægari lögum Kraftwerk í endurhljóðblönduðum útgáfum. Til að fylgja útgáfu plötunnar úr hlaði, mun smáskífa með laginu The robots, sem er að finna á plötunni Man Machine árið 1978, koma út nokkru áður. Meðal ann- arra laga sem verða á safnplöt- þeirra við Silvertone stóð í um ár, þar af hafa nær þrír mánuðir farið í málareksturinn fyrir hæstarétti. Þeir fjórmenningar í Stone Ros- es voru ekki viðstaddir dómsúr- skurðinn, en að sögn umboðs- manns hljómsveitarinnar eru þeir að vonum ánægðir. Talsmenn Silvertone hafa ver- ið þögulir sem gröfin um niður- stöðu málsins, en Ijóst er að fyrir- tækið hefur orðið fyrir töluverðum álitshnekki auk fjárhagslegs tjóns. Það er þó ekki talið líklegt að fyrirtækið fari á hausinn vecjna þessa. I kjölfar dómsúrskurðarins hef- ur Stone Roses gert samning við Geffen um útgáfu á sex plötum og er samningurinn metinn á hvorki meira né minna en tvo milljarða króna. (20 milljónir punda.) Aðdáendur hljómsveitarinnar geta svo farið að hlakka til að heyra nýtt efni frá henni, því áætlað er að hún sendi frá sér smáskífu einhvern tíma á næstu tveimur mánuðum. snýr aftur Kraftwerk ætlar til Bretlands eftir tíu ára hlé. unni má nefna, Computer love, Pocket calculator og Music none stop. Að venju var platan unnin í heimaborg hljómsveitarinnar, Dusseldorf, í hljóðveri sem hún á sjálf. Svo er bara að sjá hvort vel tekst til og von sé á nýju efni frá Kraftwerk í náinni framtíð. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------"N AKUREYRARBÆR Brekkukot Foreldrar athugið! Frá og meö 1. júní verður tekið á móti umsóknum barna á skóladagheimilið Brekkukot fyrir skólaár- ið 1991-1992. Umsóknareyðublöð fást á Dagvistadeild, Eiðs- vallagötu 18, eða í síma 24600 milli kl. 10.00- 12.00 virka daga. Dagvistadeild. Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 6. og 7. júní 1991 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. ©SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA \ AKUREYRARB/íR ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í frágang útisvæðis við Sundiaug við Glerárskóla. Byggja skal útibúningsklefa og vaðlaug, setja upp tvo plastpotta og tilheyrandi kerfi. Hellulagt svæði með snjóbræðslulögn og niðurföllum er um 280 m2. Þá skal malbika stíg og girða, tyrfa og sá í kring. Verkinu skal Ijúka eigi síðar en 2. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent á Byggingardeild Akur- eyrarbæjar, Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri frá kl. 13.00 mánudaginn 3. júní gegn skilatryggingu kr. 10.000,-. Tilboð skulu hafa borist Byggingardeild Akureyr- arbæjar, Kaupangi við Mýrarveg, 600 Akureyri eigi síðar en kl. 13.15 föstudaginn 7. júní 1991, en þá verða þau opnuð þar í viðurvist bjóðenda. it’ Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURGEIR SIGURÐSSON, bifreiðastjóri, Hjallalundi 15 b, Akureyri, sem lést 26. maí s.l. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. júní nk. kl. 13.30. Margrét Tryggvadóttir, Anna María Sigurgeirsdóttir, Svavar B. Magnússon, Katrín Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Magnússon, Margrét Sigurgeirsdóttir, Sigurður Björnsson, Tryggvi Karlesson, Berþora Bergkvistsdóttir. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför, MAGNEU DANIELSDÓTTUR, Heigamagrastræti 38, Akureyri. Valgerður Vilhjálmsdóttir, Björn Þ. Jóhannesson, Jón Kr. Vilhjálmsson, Sverrir Viihjálmsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.